VR styður og stendur við bak Eflingar

„Að geta lifað með mannlegri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grundvallar mannréttinda- og baráttumál verkalýðshreyfingarinnar,“ segir í tilkynningu VR.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Nú þegar stefnir í að Efl­ing stétt­ar­fé­lag fari með hluta félags­manna sinna, sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg, í verk­föll vill VR að það komi fram að félagið styður og stendur við bak Efl­ingar stétt­ar­fé­lags í þess­ari bar­áttu.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn VR í dag.

„Lyk­il­at­riðið í kröfum Efl­ingar er leið­rétt­ing á kjörum lægst laun­uðu starfs­manna borg­ar­innar sem nú eru á launum sem duga ekki til fram­færslu. Að geta lifað með mann­legri reisn af launum sínum hlýtur að vera eitt grund­vallar mann­rétt­inda- og bar­áttu­mál verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þá kemur enn fremur fram hjá VR að stétt­ar­fé­lagið taki því heils­hugar undir með öllu því bar­áttu­fólki innan Efl­ingar sem sett hafi þetta rétt­læt­is­mál á odd­inn í þeirra kjara­við­ræðum og óski þeim far­sællar nið­ur­stöðu.

Á við fjóra bragga

Viðar Þor­­steins­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Efl­ing­­ar, gerði grein fyrir því hvað launa­hækk­­­anir á lægstu launum starfs­­manna borg­­ar­innar myndu kosta Reykja­vík­­­ur­­borg í sam­an­­burði við kostnað sveit­­ar­­fé­lags­ins við nýlega end­­ur­nýjun Bragg­ans á blaða­manna­fundi í fyrra­dag. Hann sagði að fjár­­­magnið væri fyrir hendi hjá Reykja­vík­­­ur­­borg.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri hefur sagt í fjöl­miðlum að hann hafi áhyggjur af fyr­ir­hug­uðum verk­­falls­að­­gerðum félags­­­manna Efl­ingar sem starfa hjá Reykja­vík­­­ur­­borg. Það sé alvar­­legt mál ef þau verði að veru­­leika en nú standi yfir und­ir­­bún­­ingur ef til þess kem­­ur. Hann von­ist þó til að samn­ingar náist áður en til verk­­falla kem­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent