Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári

Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.

Bragginn í Nauthólsvík
Auglýsing

„Þegar leið­rétt­ing á kjörum ríf­lega 1.800 borg­ar­starfs­manna og fjöl­skyldna þeirra er komin til áhrifa væri það á við tæp­lega fjóra bragga á árs­grund­velli. Á samn­ings­tím­anum myndi rekstr­ar­af­gangur borg­ar­innar dekka kostn­að­inn marg­falt.“

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi Efl­ingar sem hald­inn var í til­efni kjara­deilu við Reykja­vík­ur­borg en hann fór fram í Bragg­an­um, Naut­hóls­vegi 100, í dag.

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, gerði grein fyrir því hvað launa­hækk­anir á lægstu launum starfs­manna borg­ar­innar myndu kosta Reykja­vík­ur­borg í sam­an­burði við kostnað sveit­ar­fé­lags­ins við nýlega end­ur­nýjun Bragg­ans. Hann sagði að fjár­magnið væri fyrir hendi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Auglýsing

Þá kom fram á kynn­ing­unni að fram­kvæmd launa­hækk­unar næmi um 22 til 52 þús­und krónur á mán­uði fyrir laun undir 445 þús­und á mán­uði. Launa­hækk­unin yrði fram­kvæmt í tveimur áföng­um. Í fyrsta lagi þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi þar sem 56 pró­sent af kostn­að­ar­á­hrifum myndu koma fram og í öðru lagi þann 1. mars á næsta ári þar sem 100 pró­sent af kostn­að­ar­á­hrifum myndu koma fram.

Áætluð með­al­tals­hækkun á mann er reiknuð út frá fjölda í hverjum launa­flokki, starfs­hlut­falli og álögum vegna vakta­vinnu og yfir­vinnu. Gert er ráð fyrir 24 pró­sent við­bót vegna launa­kostn­aðar og 1.850 starfs­mönn­um.

Borgin gerir ráð fyrir rekstr­ar­af­gangi

Enn fremur benti Viðar á að fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2020-2024 hefði nú þegar verið kynnt þar sem gert væri ráð fyrir taxta­hækk­unum sem samið hefði verið um á almennum vinnu­mark­aði í apríl 2019 og sem Efl­ing hefði fall­ist á gagn­vart borg­inn­i. Einnig væri gert ráð fyrir launa­skriði í áætl­un­inni.

„Fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2020-2024 gerir ráð fyrir miklum rekstr­ar­af­gangi og mjög vax­andi eftir 2021. Rekstr­ar­af­gangur (rekstr­ar­nið­ur­staða með fjár­magnslið­um) er á bil­inu 2-7 millj­arðar á ári á tíma­bil­inu 2020 til 2023,“ kom fram í kynn­ing­unni.

Viðar Þorsteinsson Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Efl­ingar yrðu launa­hækk­anir 0,39 til 1,87 pró­sent heild­ar­aukn­ing á launa­kostn­aði borg­ar­innar á samn­ings­tím­anum og 22 pró­sent af rekstr­ar­af­gangi borg­ar­innar árið 2023 þegar kostn­aður væri að fullu kom­inn fram í lok samn­ings­tíma. Að með­al­tali væru þær 35 pró­sent af rekstr­ar­af­gangi yfir samn­ings­tím­ann. Þar með næmi árlegur kostn­að­ar­auki, þegar hann væri að fullu fram kom­inn, tæp­lega fjórum brögg­um, eins og fram hefur kom­ið.

Axl­aði póli­tíska ábyrgð og sýndi hug­rekki

Viðar benti á fund­inum á for­dæmi þessu til stuðn­ings þegar Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dóttir þáver­andi borg­ar­stjóri skip­aði jafn­rétt­is­ráð­gjafa Reykja­vík­ur­borgar í samn­inga­nefnd borg­ar­innar árið 2005. Í sam­tali við Morg­un­blaðið á sínum tíma sagð­ist Stein­unn Val­dís með þessum hætti vilja sýna vilja sinn í verki í því að jafna launa­mun kynj­anna og hækka laun kvenna sem væru að stórum hluta starfs­menn borg­ar­inn­ar.

Viðar sagði að hún hefði með þessu axlað póli­tíska ábyrgð, stigið fram og sýnt hug­rekki.

Gefur lítið fyrir að hækk­anir muni valda „höfr­unga­hlaupi“

Fram­kvæmda­stjór­inn svar­aði í gær á Face­book-­síðu sinni þeirri spurn­ingu hvort þessar launa­hækk­anir myndu valda svoköll­uðu „höfr­unga­hlaupi“ og sagði að slíkt myndi ger­ast þegar hópar á með­al­launum og háum launum tækju til sín launa­hækk­anir lægra laun­aðra hópa í pró­sentum og fengju þannig út hærri krónu­tölu­hækk­anir fyrir sig. Þannig leiddu hækk­anir lægstu launa ekki til breyttrar sam­setn­ingar á launa­stig­an­um, og ekki til jöfn­uð­ar.

„Höfr­unga­hlaup er ekki þegar lægstu laun eru hækkuð með stig­lækk­andi krónu­tölu­hækk­unum ein­göngu á neðsta bili launa­ska­l­ans. Það er hnit­miðuð aðgerð sem leiðir til auk­ins jöfn­uð­ar. Hún er and­stæðan við höfr­unga­hlaup. Í slíkri aðgerð er ekk­ert, hvorki pró­senta né krónu­tala, sem hærra laun­uðum hópum býðst að end­ur­taka,“ skrif­aði hann.

Þá telur hann að slíka aðgerð hjá einu stétt­ar­fé­lagi megi end­ur­taka hjá öðrum stétt­ar­fé­lögum með félags­menn á sömu launa­bil­um, án þess að það feli í sér höfr­unga­hlaup.

Hægt er að horfa á upp­töku af blaða­manna­fund­inum hér fyrir neð­an. 

Blaða­manna­fundur Efl­ingar í Bragg­anum

Hvað myndi kosta Reykja­vík­ur­borg að leið­rétta kjör sinna lægst laun­uðu starfs­manna? Kynn­ing í Bragg­anum við Naut­hóls­vík á kostn­að­ar­mati.

Posted by Efl­ing on Monday, Janu­ary 27, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent