Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári

Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.

Bragginn í Nauthólsvík
Auglýsing

„Þegar leið­rétt­ing á kjörum ríf­lega 1.800 borg­ar­starfs­manna og fjöl­skyldna þeirra er komin til áhrifa væri það á við tæp­lega fjóra bragga á árs­grund­velli. Á samn­ings­tím­anum myndi rekstr­ar­af­gangur borg­ar­innar dekka kostn­að­inn marg­falt.“

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi Efl­ingar sem hald­inn var í til­efni kjara­deilu við Reykja­vík­ur­borg en hann fór fram í Bragg­an­um, Naut­hóls­vegi 100, í dag.

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, gerði grein fyrir því hvað launa­hækk­anir á lægstu launum starfs­manna borg­ar­innar myndu kosta Reykja­vík­ur­borg í sam­an­burði við kostnað sveit­ar­fé­lags­ins við nýlega end­ur­nýjun Bragg­ans. Hann sagði að fjár­magnið væri fyrir hendi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Auglýsing

Þá kom fram á kynn­ing­unni að fram­kvæmd launa­hækk­unar næmi um 22 til 52 þús­und krónur á mán­uði fyrir laun undir 445 þús­und á mán­uði. Launa­hækk­unin yrði fram­kvæmt í tveimur áföng­um. Í fyrsta lagi þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi þar sem 56 pró­sent af kostn­að­ar­á­hrifum myndu koma fram og í öðru lagi þann 1. mars á næsta ári þar sem 100 pró­sent af kostn­að­ar­á­hrifum myndu koma fram.

Áætluð með­al­tals­hækkun á mann er reiknuð út frá fjölda í hverjum launa­flokki, starfs­hlut­falli og álögum vegna vakta­vinnu og yfir­vinnu. Gert er ráð fyrir 24 pró­sent við­bót vegna launa­kostn­aðar og 1.850 starfs­mönn­um.

Borgin gerir ráð fyrir rekstr­ar­af­gangi

Enn fremur benti Viðar á að fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2020-2024 hefði nú þegar verið kynnt þar sem gert væri ráð fyrir taxta­hækk­unum sem samið hefði verið um á almennum vinnu­mark­aði í apríl 2019 og sem Efl­ing hefði fall­ist á gagn­vart borg­inn­i. Einnig væri gert ráð fyrir launa­skriði í áætl­un­inni.

„Fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2020-2024 gerir ráð fyrir miklum rekstr­ar­af­gangi og mjög vax­andi eftir 2021. Rekstr­ar­af­gangur (rekstr­ar­nið­ur­staða með fjár­magnslið­um) er á bil­inu 2-7 millj­arðar á ári á tíma­bil­inu 2020 til 2023,“ kom fram í kynn­ing­unni.

Viðar Þorsteinsson Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Efl­ingar yrðu launa­hækk­anir 0,39 til 1,87 pró­sent heild­ar­aukn­ing á launa­kostn­aði borg­ar­innar á samn­ings­tím­anum og 22 pró­sent af rekstr­ar­af­gangi borg­ar­innar árið 2023 þegar kostn­aður væri að fullu kom­inn fram í lok samn­ings­tíma. Að með­al­tali væru þær 35 pró­sent af rekstr­ar­af­gangi yfir samn­ings­tím­ann. Þar með næmi árlegur kostn­að­ar­auki, þegar hann væri að fullu fram kom­inn, tæp­lega fjórum brögg­um, eins og fram hefur kom­ið.

Axl­aði póli­tíska ábyrgð og sýndi hug­rekki

Viðar benti á fund­inum á for­dæmi þessu til stuðn­ings þegar Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dóttir þáver­andi borg­ar­stjóri skip­aði jafn­rétt­is­ráð­gjafa Reykja­vík­ur­borgar í samn­inga­nefnd borg­ar­innar árið 2005. Í sam­tali við Morg­un­blaðið á sínum tíma sagð­ist Stein­unn Val­dís með þessum hætti vilja sýna vilja sinn í verki í því að jafna launa­mun kynj­anna og hækka laun kvenna sem væru að stórum hluta starfs­menn borg­ar­inn­ar.

Viðar sagði að hún hefði með þessu axlað póli­tíska ábyrgð, stigið fram og sýnt hug­rekki.

Gefur lítið fyrir að hækk­anir muni valda „höfr­unga­hlaupi“

Fram­kvæmda­stjór­inn svar­aði í gær á Face­book-­síðu sinni þeirri spurn­ingu hvort þessar launa­hækk­anir myndu valda svoköll­uðu „höfr­unga­hlaupi“ og sagði að slíkt myndi ger­ast þegar hópar á með­al­launum og háum launum tækju til sín launa­hækk­anir lægra laun­aðra hópa í pró­sentum og fengju þannig út hærri krónu­tölu­hækk­anir fyrir sig. Þannig leiddu hækk­anir lægstu launa ekki til breyttrar sam­setn­ingar á launa­stig­an­um, og ekki til jöfn­uð­ar.

„Höfr­unga­hlaup er ekki þegar lægstu laun eru hækkuð með stig­lækk­andi krónu­tölu­hækk­unum ein­göngu á neðsta bili launa­ska­l­ans. Það er hnit­miðuð aðgerð sem leiðir til auk­ins jöfn­uð­ar. Hún er and­stæðan við höfr­unga­hlaup. Í slíkri aðgerð er ekk­ert, hvorki pró­senta né krónu­tala, sem hærra laun­uðum hópum býðst að end­ur­taka,“ skrif­aði hann.

Þá telur hann að slíka aðgerð hjá einu stétt­ar­fé­lagi megi end­ur­taka hjá öðrum stétt­ar­fé­lögum með félags­menn á sömu launa­bil­um, án þess að það feli í sér höfr­unga­hlaup.

Hægt er að horfa á upp­töku af blaða­manna­fund­inum hér fyrir neð­an. 

Blaða­manna­fundur Efl­ingar í Bragg­anum

Hvað myndi kosta Reykja­vík­ur­borg að leið­rétta kjör sinna lægst laun­uðu starfs­manna? Kynn­ing í Bragg­anum við Naut­hóls­vík á kostn­að­ar­mati.

Posted by Efl­ing on Monday, Janu­ary 27, 2020


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent