Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum

Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.

Pósturinn
Auglýsing

Póst­ur­inn mun hætta dreif­ingu á ónafna­merktum fjöl­pósti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­nesi, Sel­fossi og Akra­nesi frá og með 1. maí næst­kom­andi. Póst­ur­inn mun halda áfram bjóða upp á dreif­ingu á fjöl­pósti á öðrum svæðum og í dreif­býli. Þessi breyt­ing leiðir til um 200 millj­óna króna lækk­unar kostn­aðar á árs­grund­velli hjá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Póst­in­um. Þá segir enn fremur að ríf­lega 30 starfs­mönnum verði sagt upp störfum frá og með deg­inum í dag.

„Magn fjöl­pósts hefur dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum og mikil fækkun almennra bréfa hefur haft það í för með sér að minni sam­legð­ar­á­hrif eru á dreif­ingu bréfa­pósts og fjöl­pósts. Áður fóru bréf­berar í nær öll hús með bréf og því féll það vel að starf­sem­inni að dreifa fjöl­pósti á sama tíma en nú hefur bréfum fækkað svo mikið að oft fara bréf­berar ein­göngu með fjöl­póst en engin bréf og því er lít­ill rekstr­ar­grund­völlur fyrir þess­ari þjón­ust­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sífellt stærri hópur almenn­ings vill ekki fá fjöl­póst

„Einnig ber að horfa til þess að sífellt stærri hópur almenn­ings vill ekki fá fjöl­póst, m.a. vegna umhverf­is­sjón­ar­miða, og hefur sá hópur stækkað mikið á síð­ustu miss­er­um. Sú þróun mun halda áfram með auk­inni umhverf­is­vit­und almenn­ings og þróun á staf­rænum lausn­um. Þetta leiðir til þess að mikið magn papp­írs sem sent er í dreif­ingu verður eftir í kerfi Pósts­ins sem flækir starf­sem­ina og skapar kostnað og óhag­ræð­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá kemur fram að breyt­ingin hafi áhrif á um 40 starfs­menn en mögu­legt sé að færa um 10 starfs­menn til í starfi innan fyr­ir­tæk­is­ins. Rúm­lega 30 starfs­mönnum verði því sagt upp störfum frá og með deg­inum í dag og sé þar um að ræða starfs­menn í flokkun og dreif­ingu á svæð­inu sem um ræð­ir.

„Rætt verður við þá starfs­menn sem missa vinn­una í dag en ekki verður óskað eftir starfs­fram­lagi á upp­sagn­ar­tím­an­um. Að auki verður þeim starfs­mönnum sem missa vinn­una boð­inn stuðn­ingur við starfs­lokin svo sem sál­fræði­þjón­usta og ráð­gjöf við atvinnu­leit. Póst­ur­inn hefur til­kynnt upp­sagn­irnar til Vinnu­mála­stofn­un­ar, stétt­ar­fé­laga og ann­arra sem hlut eiga að máli,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þarf að horfast í augu við stað­reyndir

Birgir Jóns­son, for­stjóri Pósts­ins, segir að eins og kunn­ugt sé fari nú fram mikil end­ur­skipu­lagn­ing á starf­semi Íslands­pósts og séu þessar aðgerðir hluti af því ferli. „Um­breyt­ing fyr­ir­tæk­is­ins hefur gengið vel og nú þegar má merkja við­snún­ing í rekstr­inum en ljóst er að verk­efn­inu er hvergi nærri lokið og betur má ef duga skal. Við erum önnum kafin við að aðlaga rekst­ur­inn að kröfum á nútíma mark­aði en í svona end­ur­skipu­lagn­ingu þarf að horfast í augu við stað­reyndir og taka margar erf­iðar ákvarð­an­ir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfs­fólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verk­efn­um,“ segir hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent