Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar

Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.

airbus.jpg
Auglýsing

Stærsti flug­véla­fram­leið­andi heims, Air­bus, hefur sætt rann­sókn und­an­far­in  ár vegna mútu­greiðslna félags­ins til milli­liða, sem aðstoð­uðu félagið við að klára við­skipta­samn­inga um sölu á flug­vél­u­m. 

Nú hafa stjórn­endur Air­bus samið um að félagið greiði sekt­ar­greiðslur sem nema tæp­lega fjórum millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 500 millj­örðum króna. 

Þetta er hæsta sekt í sög­unni, þar sem mútur koma við sög­u. 

AuglýsingEf dóm­stólar stað­festa samn­ing um að félagið greiði fyrr­nefnda upp­hæð í sekt­ar­greiðslu, þá munu stjórn­endur félags­ins - sem báru ábyrgð á mútu­greiðsl­unum - ekki þurfa að sæta saka­mála­rann­sókn eða ákær­um. 

Sam­kvæmt umfjöllun Reuters hefur Air­bus verið til rann­sóknar hjá yfir­völdum í Frakk­landi, Bret­landi og Banda­ríkj­unum í meira en fjögur ár, en við­skiptin - þar sem mútu­greiðsl­urnar áttu sér stað - teygja sig aftur um ára­tug. 

Air­bus tók í fyrra fram úr Boeing, stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, sem stærsti flug­véla­fram­leið­andi heims­ins, en félagið er með höf­uð­stöðvar í Frakk­land­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent