Refafjölskylda á hrakhólum vegna ferðamanna með stórar myndavélalinsur

Það er eitthvað á seyði meðal refanna í friðlandinu á Hornströndum. Í fyrra voru óðul færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður. Þrjár skýringar þykja líklegastar. Ein þeirra snýr að ferðamönnum.

Refur á Hornströndum.
Refur á Hornströndum.
Auglýsing

Í mars benti ekk­ert til ann­ars en að ref­irnir á Horn­strönd­um ættu hefð­bundið sumar fram und­an. Dýrin virt­ust heil­brigð í til­huga­líf­inu og eftir norð­an­rok báru þau í land fugla sem virt­ust hafa rot­ast í brim­inu. Þó ­svart­fugl hafi verið seinn í bjargið var fýll sestur upp og rita komin að ­björg­unum og reiðu­búin að setj­ast upp fljót­lega.

Annað átti eftir að koma á dag­inn.

Við­koma refa á Horn­ströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venju­lega, got sjald­gæfari og yrð­lingar fáséð­ari en áður. Þetta kemur fram í skýrslu Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands um vöktun refa á Horn­ströndum árið 2019 sem Ester Rut Unn­steins­dóttir spen­dýra­vist­fræð­ing­ur ­rit­ar.

Auglýsing

En hvað kom fyrir ref­ina? Að því er fram kemur í skýrsl­unn­i bein­ist grunur að þremur meg­in­þátt­um: Auknum áhuga og við­veru ferða­manna við gren­i á við­kvæmu tíma­skeiði, breyt­ingum í fæðu­fram­boði vegna ástands­breyt­inga hjá ­stofnum bjarg­fugla og í þriðja lagi að mengun fæðu, til dæmis vegna ­kvika­silf­urs.

Eina inn­lenda land­spen­dýrið

Refur eða mel­rakki eins og hann er stundum kall­aður er eina inn­lenda land­spen­dýrið á Íslandi. Teg­undin er í útrým­ing­ar­hættu á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Í íslenska stofn­inum hefur refum fækkað um 19% á síð­ustu 15 árum.

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur.

Refa­veiðar eru stund­aðar um allt land. Á Horn­ströndum hef­ur ref­ur­inn notið frið­helgi allt frá því að villi­dýra­lögin svo­nefndu voru sam­þykkt árið 1994. Í skýrsl­unni kemur fram að Horn­strandir séu mik­il­væg­asta griðland ­teg­und­ar­innar á Íslandi. Refir gegna mik­il­vægu hlut­verki sem toppa­f­ræn­ingjar í vist­kerf­inu þar. Þegar illa gengur hjá þeim getur það bent til hnign­unar hjá bráð­ar­teg­und­um.

En á Horn­ströndum fara fram fáar reglu­bundnar rann­sóknir á nátt­úru og dýra­lífi svæð­is­ins fyrir utan vett­vangs­ferðir sem Ester leið­ir ár­lega.

Rann­sóknir í þrjá ára­tugi

Sum­arið 1999 var farið á 172 þekkt greni innan friðlands Horn­stranda til að athuga með ábúð og skrá stað­setn­ingu grenja. Hluti svæð­is­ins hafði áður verið heim­sóttur í sama til­gangi 1992, 1993 og 1998. Ester tók þátt í þessum ferðum og hefur æ síðan ein­beitt sér að athug­unum á refum á afmörk­uð­u­m ­svæðum innan friðlands­ins, mest í Horn­vík og nálægum vík­um.

Hún leiddi rann­sókn­ar­leið­angra um svæðið í mars, júní og ágúst á síð­asta ári og er skýrslan byggð á nið­ur­stöðum þeirra ferða. Um ferð­ina í mars stendur m.a. í skýrsl­unni:

 „Tvö mórauð dýr sáust strax fyrsta dag­inn, þau héldu til við húsin að Horni og var þetta sama par og árið áður. Undir lok vik­unnar kom svo að því að þau mök­uð­ust, fyrst á sjáv­ar­bakk­anum við húsin en svo færð­ist leik­ur­inn niður í fjöru. Þar voru þau ­föst saman í um það bil 2 klst. og það var snjó­bylur allan tím­ann. 

Eft­ir ­mök­un­ina varð gjör­breyt­ing á hegðun beggja dýr­anna. Hann rölti niður að ­sjáv­ar­máli, tók upp fisk­haus og fór að éta hann þar en gaf henni ekki með sér­. Þau fóru svo einn hring um heima­svæði sitt, upp með Mið­felli, með­fram brún­inn­i til suð­urs, svo niður aftur Múla­axlir og niður að sjó, með­fram fjör­unni og aftur upp. Þetta var eins og þau væru að merkja sér svæðið eða láta vita að þau væru búin að stað­festa.“Í júní var ljóst að vetr­ar­æv­in­týri pars­ins hefði borið ávöxt og það sást með yrð­linga. En yrð­lingar voru hins vegar aðeins í tveimur grenj­u­m í Horn­bjargi í stað fimm til sex að jafn­aði. Engir yrð­lingar voru í Inn­sta­dal en þar voru fimm full­orðin dýr saman á óðali sem er mjög óvenju­legt.

Af þeim sjö yrð­lingum sem voru á óðal­inu í Mið­dal í jún­í voru aðeins fjórir eftir í ágúst. „Hjá par­inu á lág­lend­inu að Horni, þar sem voru sex yrð­lingar í júní, var einn yrð­lingur eftir í ágúst en sú fjöl­skylda var mjög þaul­setin af ferða­mönnum með stórar mynda­véla­linsur. Voru þau stöðug­t á hrak­hólum og fluttu sig að minnsta kosti tvisvar um set, lík­lega vegna ­trufl­un­ar,“ stendur í skýrsl­unni.

Eitt­hvað kom upp á

Í skýrsl­unni kemur fram að erfitt sé að átta sig á því hvers ­vegna svo fá pör voru með yrð­linga í júní. Í mars hafi ekk­ert bent til ann­ar­s en að tímgun yrði með eðli­legu móti, dýrin virt­ust heil­brigð og fæða næg. „Svo virð­ist sem eitt­hvað hafi komið upp á meðan á með­göngu stóð, frá seinni hluta mars til maíloka.“

„En hvað getur skýrt mikil afföll yrð­linga yfir sum­ar­ið?“ ­spyr skýrslu­höf­undur og heldur áfram:

„Á gren­inu uppi í Mið­dal eru búsetu­úr­ræði góð, þar geta yrð­lingar falið sig víða og for­eldrar þurfa ekki að vera eins mikið á verði ef þeir verða fyrir ónæði. Þau misstu þó þrjá yrð­linga af sjö, þrátt fyrir að hafa ­stærra óðal og meira svæði til að afla fæðu en áður. For­eldrar yrð­ling­anna niðri á lág­lend­inu að Horni misstu fimm yrð­linga af sex þrátt fyrir að þau væru bæði harð­dug­leg við veiðar og að færa björg í bú.“

Hvíti steggurinn á Hesteyri 2017 (t.v) og 2019 (t.h.). Ljósm.: Phil Garcia.

Ester skrifar að ljóst sé að mikið álag hafi verið á þessum ­dýrum, sér­stak­lega vegna ljós­mynd­ara sem dvöldu löngum stundum mjög nálægt yrð­ling­un­um. Á þeim 10 árum sem fylgst hefur verið með sam­skiptum ferða­manna og refa hefur komið í ljós að við­vera fólks við greni getur orðið til þess að ­mæður mjólka ekki yrð­lingum sínum nægi­lega oft og báðir for­eldrar koma sjaldn­ar heim með fæðu. „Þetta gæti verið ein orsök þess að lífslíkur yrð­linga að ­sum­ar­lagi eru lágar á þessu svæð­i.“

Þrjá metra frá greni í tíu klukku­tíma

Í skýrsl­unni er haft eftir fólki sem hefur sum­ar­dvöl á svæð­inu að síð­asta sumar hafi óvenju margir ­gestir með stórar mynda­vél­ar­linsur verið ferjaðir í land. Sam­kvæmt einni frá­sögn ­sem vitnað er til var hópur ljós­mynd­ara í um þrjá metra frá einu greni í tíu ­klukku­stundir sam­fellt.

Ný stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun fyrir Horn­strandir tók gild­i á síð­asta ári. Í þeim eru strangar reglur settar þeim sem vinna við gerð heim­ilda­mynda um dýra­líf­ið. Sækja þarf um leyfi til að kvik­mynda nærri greni og þeir sem fá það þurfa að vinna undir eft­ir­liti. „Sömu ströngu reglur þyrftu að ­gilda fyrir aðra ferða­menn sem aug­ljós­lega koma á svæðið til að taka myndir af ref­um,“ skrifar Est­er.  

Birta myndir á sam­fé­lags­miðlum

Haft hefur verið sam­band við fólk sem hefur birt myndir af refum á Horn­ströndum á sam­fé­lags­miðl­um. Í skýrsl­unni segir að flestir hafi svar­að og lýst því að þeir virði nátt­úru og dýra­líf en átti sig kannski ekki á því að fleiri gætu fylgt þeirra dæmi. Ester bendir á að þær leið­bein­ingar sem sett­ar hafa verið leyfi aðgang allt að 40 metra frá greni og við­veru í allt að 40 mín­út­ur. „­Ljóst er að þetta er mikil nálægð og langur tími, sér­stak­lega þegar margir koma í kjöl­farið til að sjá sömu dýr­in. Þess vegna er mik­il­vægt að dýrin fái frið yfir kvöld og nætur til að sinna afkvæmum sín­um, hvílast  og fara til veiða.“

Í skýrsl­unni segir einnig að ef nei­kvæð áhrif mælist áfram ­meðal refa í Horn­vík þurfi að beita öðrum aðferðum en hingað til, „því ­mik­il­vægt er að þar sé sann­ar­lega stunduð sjálf­bær nátt­úru­skoðun og ­ferða­þjón­usta“. Rík ástæða sé til að koma á heild­stæðri vöktun á líf­ríki og vist­kerfum innan Horn­stranda. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent