Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, spyr í stöðu­upp­færslu á Face­book hversu bilað það sé að borg­ar­stjór­inn, Dagur B. Egg­erts­son, sem er með um tvær millj­ónir í laun á mán­uði, hafi meiri áhyggjur af verk­föllum en vel­ferð starfs­fólks sem heyri beint undir hann.

Hún spyr jafn­framt hversu bilað það sé að mán­að­ar­laun borg­ar­stjóra séu um sexfalt hærri en það sem fólk á lægstu launum þurfi að skrimta á. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Reykja­vík­ur­borgar þiggur borg­ar­stjóri laun frá borg­inni að starfs­kostn­aði með­töldum sam­kvæmt ráðn­ing­ar­bréfi að upp­hæð 1.976.025 krón­ur. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórn­ar­for­mennsku í Slökkvi­lið­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 229.151 krón­ur.

Ástæðan fyrir skrifum hennar er frétt Vísis þar sem fram kemur að Dagur seg­ist hafa áhyggjur af fyr­ir­hug­uðum verk­falls­að­gerðum félags­manna Efl­ingar sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg. Það sé alvar­legt mál ef þau verði að veru­leika en nú standi yfir und­ir­bún­ingur ef til þess kem­ur. Hann von­ist þó til að samn­ingar náist áður en til verk­falla kem­ur.

Auglýsing

Sanna heldur áfram að velta fyrir sér launum í borg­inni og spyr enn fremur hversu bilað það sé að for­maður borg­ar­ráðs fái 439.743 krónur á mán­uði fyrir skatt ofan á grunn­laun sín vegna stjórn­ar­setu á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar, á meðan lægstu laun borg­ar­innar nái ekki einu sinni þeirri upp­hæð.

„Hversu bilað er það að eftir marga mán­uði, sé ekki enn búið að semja við starfs­fólk borg­ar­innar sem fær svo lág laun sem duga ekki út mán­uð­inn?

Hversu bilað er það að þegar þess er kraf­ist að eðli­leg launa­leið­rétt­ing eigi sér stað, séu fyrstu við­brögðin þau að það megi ekki hækka fólkið á botn­inum of mikið þá gætu aðrir farið að biðja um meira?“ spyr hún. 

Að lokum veltir Sanna því fyrir sér hvernig það gangi upp að meiri­hluti borg­ar­stjórnar seg­ist berj­ast fyrir femínískum gildum á meðan „við sjáum hér stóran hóp kvenna berj­ast við efna­hags­legt órétt­læti sem vinnu­veit­and­inn þeirra Reykja­vík­ur­borg veld­ur.“

Hversu bilað er það að maður sem er með um tvær millj­ónir í laun á mán­uði hafi meiri áhyggjur af verk­föllum en vel­ferð...

Posted by Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir on Tues­day, Janu­ary 28, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum óvinsæls smáflokks á Ítalíu eru á meðal þess sem hefur verið efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent