Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann

Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson.
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, hefur óskað eftir því að almenn­ingur styðji við The Courage Founda­tion, sem er alþjóð­legur styrkt­ar­sjóður sem veitir upp­ljóstr­ur­unum fjár­hags­legan stuðn­ing, en Wiki­leaks er einn og stofn­endum sjóðs­ins. Á meðal þeirra sem hafa fengið stuðn­ing úr sjóðnum eru Chel­sea Mann­ing og Edward Snowden. Nú hefur Jóhannes Stef­áns­son, upp­hafs­maður Sam­herj­a­máls­ins, bæst á þann lista.

Krist­inn segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld að upp­ljóstr­arar verði iðu­lega fyrir linnu­lausum árásum valds­ins og að þá beri að vernda. Á Íslandi sé enn ekki búið að inn­leiða form­lega lög­gjöf um vernd þeirra þó að rík­is­stjórnin hafi lagt farm frum­varp þess efnis síðla árs í fyrra. „Jó­hannes Stef­áns­son sem er upp­hafs­maður Sam­herj­a­máls­ins (Fis­hrot) hefur nú þegar orðið fyrir heift­ar­legum per­són­u­árásum og níði. Hann nær að hrista það af sér. Aðrar varnir þurfa stuðn­ing. Þó að Jóhannes hafi form­lega stöðu upp­ljóstr­ara í Namibíu og er laus undan hættu á lög­sókn þar í landi, verður hann að und­ir­búa varnir í öðrum lög­sagn­ar­um­dæm­um, meðal ann­ars á Ísland­i.“

Upp­ljóstr­arar verða iðu­lega fyrir linnu­lausum árásum valds­ins. Þá ber að vernda. Á Íslandi er enn ekki búið að inn­leiða...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Monday, Janu­ary 27, 2020

Krist­inn greinir svo frá því að  Courage Founda­tion hafi ákveðið að styðja við bakið á Jóhann­esi en kostn­aður við laga­legar varnir sé þegar byrj­aður að hlað­ast upp. Krist­inn segir Evu Joly leiða varn­ar­vinn­una fyrir hönd Jóhann­esar en lög­menn hjá Rétti lög­manns­stofu í Reykja­vík komi einnig að því verki. „Courage sjóð­ur­inn þarf stuðn­ing almenn­ings til að styðja upp­ljóstr­ara eins og Jóhannes og áður Edward Snowden og fleiri. Ein leið til að þakka Jóhann­esi verkið er að setja í bauk­inn hjá Coura­ge.“

Alþjóð­legt spill­ing­ar­mál

Sam­herj­a­mál­ið, eða Fis­hrot á ensku, hófst með umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks í nóv­em­ber um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­es­ar, sem er fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu. 

Auglýsing
Þegar er búið að hand­­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­­ara, jafn­­­­­­­virði 860 millj­­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­for­­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­­starfs­­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­­skyld­u­­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­­ir.

Yfir­­völd í Namib­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru að rann­saka mál tengd Sam­herj­­a.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent