Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann

Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson.
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, hefur óskað eftir því að almenn­ingur styðji við The Courage Founda­tion, sem er alþjóð­legur styrkt­ar­sjóður sem veitir upp­ljóstr­ur­unum fjár­hags­legan stuðn­ing, en Wiki­leaks er einn og stofn­endum sjóðs­ins. Á meðal þeirra sem hafa fengið stuðn­ing úr sjóðnum eru Chel­sea Mann­ing og Edward Snowden. Nú hefur Jóhannes Stef­áns­son, upp­hafs­maður Sam­herj­a­máls­ins, bæst á þann lista.

Krist­inn segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld að upp­ljóstr­arar verði iðu­lega fyrir linnu­lausum árásum valds­ins og að þá beri að vernda. Á Íslandi sé enn ekki búið að inn­leiða form­lega lög­gjöf um vernd þeirra þó að rík­is­stjórnin hafi lagt farm frum­varp þess efnis síðla árs í fyrra. „Jó­hannes Stef­áns­son sem er upp­hafs­maður Sam­herj­a­máls­ins (Fis­hrot) hefur nú þegar orðið fyrir heift­ar­legum per­són­u­árásum og níði. Hann nær að hrista það af sér. Aðrar varnir þurfa stuðn­ing. Þó að Jóhannes hafi form­lega stöðu upp­ljóstr­ara í Namibíu og er laus undan hættu á lög­sókn þar í landi, verður hann að und­ir­búa varnir í öðrum lög­sagn­ar­um­dæm­um, meðal ann­ars á Ísland­i.“

Upp­ljóstr­arar verða iðu­lega fyrir linnu­lausum árásum valds­ins. Þá ber að vernda. Á Íslandi er enn ekki búið að inn­leiða...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Monday, Janu­ary 27, 2020

Krist­inn greinir svo frá því að  Courage Founda­tion hafi ákveðið að styðja við bakið á Jóhann­esi en kostn­aður við laga­legar varnir sé þegar byrj­aður að hlað­ast upp. Krist­inn segir Evu Joly leiða varn­ar­vinn­una fyrir hönd Jóhann­esar en lög­menn hjá Rétti lög­manns­stofu í Reykja­vík komi einnig að því verki. „Courage sjóð­ur­inn þarf stuðn­ing almenn­ings til að styðja upp­ljóstr­ara eins og Jóhannes og áður Edward Snowden og fleiri. Ein leið til að þakka Jóhann­esi verkið er að setja í bauk­inn hjá Coura­ge.“

Alþjóð­legt spill­ing­ar­mál

Sam­herj­a­mál­ið, eða Fis­hrot á ensku, hófst með umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks í nóv­em­ber um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­es­ar, sem er fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu. 

Auglýsing
Þegar er búið að hand­­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­­ara, jafn­­­­­­­virði 860 millj­­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­for­­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­­starfs­­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­­skyld­u­­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­­ir.

Yfir­­völd í Namib­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru að rann­saka mál tengd Sam­herj­­a.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent