Frumvarp til laga um vernd uppljóstrara

Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar, fjallar um nýtt frumvarp sem á að tryggja ákveðnum uppljóstrurum vernd.

Auglýsing

Fyrir Alþingi liggur frum­varp til laga um vernd upp­ljóstr­ara. Frum­varpið var til umfjöll­unar á mál­stofu Laga­deildar Háskóla Íslands á Þjóð­ar­spegl­inum sem fram fór 1. nóv­em­ber sl. undir stjórn grein­ar­höf­und­ar. Erindi á mál­stof­unni héldu Ólafur Jóhannes Ein­ars­son, rit­ari EFTA-­dóm­stóls­ins, Finnur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari við emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, Oddur Þorri Við­ars­son, lög­fræð­ingur í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, og Heiðrún Björk Gísla­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. 

Í þess­ari grein er leit­ast við að draga saman helstu efn­is­at­riði frum­varps­ins og meðal ann­ars gera grein fyrir því hvort reglur frum­varps­ins veiti lög­reglu og ákæru­valdi heim­ild til að leysa upp­ljóstr­ara undan sak­sókn sem ljóstrar upp um hugs­an­leg refsi­verð brot sem hann hefur sjálfur verið þátt­tak­andi í.

Hverjir munu njóta verndar og í hverju felst hún?

Gild­is­svið frum­varps­ins er afmarkað í 1. gr. þess. Þar segir að lögin gildi um starfs­menn sem greina í góðri trú frá upp­lýs­ingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­enda þeirra, hvort sem þeir starfa hjá hinu opin­bera eða á einka­mark­aði. Með ámæl­is­verðri hátt­semi er vísað til hátt­ernis sem stefnir almanna­hags­munum í hættu, t.d. hátt­erni sem ógnar heilsu eða öryggi fólks eða umhverfi, án þess að um sé að ræða aug­ljóst brot á lögum eða regl­um. Í athuga­semdum með frum­varp­inu er tekið fram að reglur frum­varps­ins nái einnig til ein­stak­linga sem miðla upp­lýs­ingum um fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda sinn. Það er því ekki skil­yrði verndar sam­kvæmt frum­varp­inu að við­kom­andi sé enn við störf hjá hlut­að­eig­andi vinnu­veit­anda.

Auglýsing
Meginstefið í frum­varp­inu er að starfs­manni verður heim­ilt að miðla upp­lýs­ingum um lög­brot eða ámæl­is­verða hátt­semi án þess að það verði virt sem brot á þagn­ar- eða trún­að­ar­skyldu sem starfs­mað­ur­inn er bund­inn af sam­kvæmt lögum eða með öðrum hætti. Miðlun upp­lýs­ing­anna mun heldur ekki geta varðað við­kom­andi refsi- eða skaða­bóta­á­byrgð eða leitt til þess að hann verði beittur stjórn­sýslu­við­ur­lögum eða íþyngj­andi úrræðum að starfs­manna­rétti, auk þess sem óheim­ilt verður að láta við­kom­andi sæta órétt­látri með­ferð. Til slíkrar með­ferðar telst t.d. að rýra rétt­indi, breyta starfs­skyldum við­kom­andi á íþyngj­andi hátt, segja upp samn­ingi, eða láta hvern þann sem miðlað hefur gögnum eða upp­lýs­ingum gjalda þess á annan hátt. Séu líkur leiddar að órétt­látri með­ferð hvílir á vinnu­veit­anda að sýna fram á að ákvörðun sé reist á öðrum ástæðum en að upp­lýs­ingum hafi verið miðlað. Tak­ist sú sönnun ekki skal greiða bætur bæði fyrir fjár­tjón og miska.

Hver eru skil­yrði verndar sam­kvæmt frum­varp­inu? Innri upp­ljóstrun er meg­in­reglan

Skil­yrði þess að starfs­maður njóti verndar sam­kvæmt reglum frum­varps­ins er að miðlun upp­lýs­inga sé hagað í sam­ræmi við til­tekið verk­lag sem kveðið er á um í frum­varp­inu. Í þeim efnum gerir frum­varpið grein­ar­mun á innri og ytri upp­ljóstr­un, en ytri upp­ljóstrun er að jafn­aði ekki heimil nema innri upp­ljóstrun hafi verið reynd til þrautar án þess að hún hafi borið full­nægj­andi árang­ur. Innri upp­ljóstrun felst í því að upp­lýs­ingum er miðlað í góðri trú til aðila sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugð­ist við lög­broti eða ámæl­is­verðri hátt­semi án þess að upp­lýs­ing­arnar eða gögnin verði gerð opin­ber. Mót­tak­andi upp­lýs­inga getur þá t.d. verið yfir­maður á við­kom­andi vinnu­stað eða þá eftir atvikum lög­reglu­yf­ir­völd eða aðrir opin­berir eft­ir­lits­að­ilar á borð við umboðs­mann Alþing­is, rík­is­end­ur­skoð­anda og Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins. 

Auglýsing
Það veltur á atvikum hverju sinni hver er við­eig­andi mót­tak­andi upp­lýs­inga þegar innri upp­ljóstrun er ann­ars veg­ar. Til dæmis getur málum verið svo háttað að miðlun upp­lýs­inga til stjórn­enda fyr­ir­tækis telj­ist óraun­hæf vegna þess að upp­lýs­ing­arnar varða sjálfa yfir­stjórn­ina. Þá gæti upp­ljóstr­ari í stað­inn gripið til þess ráðs að beina upp­lýs­ing­unum til lög­reglu eða ann­ars opin­bers eft­ir­lits­að­ila og myndi slíkt telj­ast til innri upp­ljóstr­unar sam­kvæmt reglum frum­varps­ins. 

Ytri upp­ljóstrun er und­an­tekn­ingin

Kjarn­inn í innri upp­ljóstrun er sem fyrr segir sá að upp­lýs­ingum um lög­brot og ámæl­is­verða hátt­semi er miðlað innan fyr­ir­tækis eða til eft­ir­lits­að­ila án þess að upp­lýs­ing­arnar eða nafn starfs­manns­ins sem í hlut á kom­ist á almanna­vit­orð. Ytri upp­ljóstrun felst aftur á móti í því að miðla upp­lýs­ingum í góðri trú til utan­að­kom­andi aðila, þar á meðal fjöl­miðla, eða m.ö.o. til almenn­ings. Skil­yrði ytri upp­ljóstr­unar eru að innri upp­ljóstrun hafi áður verið reynd til þrautar sem fyrr segir og að starfs­mað­ur­inn hafi rétt­mæta ástæðu til að ætla að um hátt­semi sé að ræða sem getur varðað fang­els­is­refs­ingu. Í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­vikum er ytri upp­ljóstrun þó heimil án þess að ofan­greindum skil­yrðum sé full­nægt ef innri upp­ljóstrun kemur af gildum ástæðum ekki til greina. Þá er það gert að skil­yrði að miðlun upp­lýs­inga telj­ist vera í þágu svo brýnna almanna­hags­muna að hags­munir vinnu­veit­anda eða ann­arra verði að víkja fyrir hags­munum af því að upp­lýs­ingum sé miðlað til utan­að­kom­andi aðila, svo sem til að vernda öryggi rík­is­ins, hags­muni þess á sviði varn­ar­mála, efna­hags­lega mik­il­væga hags­muni rík­is­ins, heilsu manna eða umhverf­ið. Í athuga­semdum með frum­varp­inu er tekið sem dæmi að starfs­maður búi yfir upp­lýs­ingum um hátt­semi sem felur í sér mikla og yfir­vof­andi hættu á tjóni á umhverfi eða á efna­hag lands­ins, þar sem ljóst er að innri upp­ljóstrun myndi ekki duga eða tæki of langan tíma til að koma í veg fyrir hætt­una. 

Vinnu­staðir með 50 starfs­menn eða fleiri þurfa að setja sér reglur

Í 5. gr. frum­varps­ins er gert ráð fyrir því að í fyr­ir­tækjum eða öðrum vinnu­stöðum þar sem eru 50 starfs­menn eða fleiri, skuli atvinnu­rek­andi í sam­ráði við starfs­menn setja skrif­legar reglur um verk­lag við upp­ljóstrun starfs­manna í sam­ræmi við reglur frum­varps­ins. Regl­urnar skulu skil­greina verk­lag við innri upp­ljóstr­un, þar á meðal um mót­töku, með­höndlun og afgreiðslu til­kynn­inga um lög­brot eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­and­ans. Í gild­is­töku­á­kvæði 6. gr. frum­varps­ins er gert ráð fyrir því að lögin öðlist gildi 1. jan­úar 2021 og er því rúm­lega ár til stefnu þangað til lögin öðl­ast rétt­ar­á­hrif að óbreyttu. Í athuga­semdum með frum­varp­inu er sú tíma­lengd rök­studd svo að mik­il­vægt sé að laga­setn­ingin verði kynnt vand­lega áður en hún öðl­ast gildi, auk þess að fyr­ir­tæki fái nægt ráð­rúm til að setja sér verk­lags­reglur á grund­velli 5. gr. frum­varps­ins þar sem við á.

Aft­ur­virk laga­setn­ing?

Ekki er tekið af skarið um það í frum­varp­inu hvort reglur þess geti haft aft­ur­virk áhrif og tekið til miðl­unar upp­lýs­inga sem á sér stað fyrir áætl­aðan gild­is­töku­dag lag­anna 1. jan­úar 2021. Almennt verður lögum ekki beitt um atvik sem ger­ast fyrir gild­is­töku­dag þeirra. Þó er ekki hægt að úti­loka að ákvæði frum­varps­ins geti á ein­hvern hátt haft aft­ur­virk áhrif upp­ljóstr­ara til hags­bóta, ekki síst í til­vikum þar sem opin­berir starfs­menn ættu í hlut eða starfs­maður væri ákærður í saka­máli fyrir þagn­ar­skyldu­brot. Hvað sem því líður væri æski­legt að tekin væri afstaða til þess í ákvæðum frum­varps­ins eða við með­ferð máls­ins á Alþingi hvort eða hvernig lögin geti haft áhrif á rétt­ar­stöðu upp­ljóstr­ara ef upp­lýs­ingum er miðlað fyrir form­legan gild­is­töku­dag lag­anna.

Frum­varpið veitir brot­legum upp­ljóstr­ara ekki frið­helgi frá sak­sókn

Að lokum er vert að benda á að frum­varpið felur ekki í sér heim­ild fyrir lög­reglu og ákærendur til þess að veita upp­ljóstr­ara frið­helgi frá sak­sókn ef hann hefur sjálfur gerst sekur um refsi­vert brot. Þannig segir í athuga­semdum með frum­varp­inu að ekki hafi þótt ástæða til að lög­festa heim­ild til að falla frá sak­sókn á hendur þeim sem hefur frum­kvæði að því að veita upp­lýs­ingar um lög­brot sem leiða jafn­framt líkur að broti hans sjálfs, t.d. í starfi hjá við­kom­andi atvinnu­rek­anda. Frið­helg­is­heim­ildir af þessum toga eru þó ekki óþekktar í íslenskum rétti. Í kjöl­far falls íslenska banka­kerf­is­ins árið 2008 var t.d. kveðið á um slíka heim­ild í lögum nr. 135/2008 um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, en þau lög féllu úr gildi í árs­byrjun 2016. Frið­helg­is­heim­ild þeirra laga mun ein­ungis hafa verið beitt tvisvar sinnum meðan hún var í gildi en hún var háð til­tölu­lega þröngum skil­yrð­u­m. 

Það hvort taka eigi upp almenna frið­helg­is­heim­ild í saka­mála­lög, áþekka þeirri sem var áður að finna í lögum nr. 135/2008, er efni­viður í sér­staka umræðu sem telja má eðli­legt fram­hald af fram­komnu frum­varpi til laga um vernd upp­ljóstr­ara að mati grein­ar­höf­und­ar. Slík umræða er enn fremur tíma­bær í ljósi þess að þeir ein­stak­lingar sem á annað borð búa yfir vit­neskju um flókin og skipu­lögð afbrot í atvinnu­rekstri, svo sem pen­inga­þvætti, geta oft á tíðum sjálfir átt aðild að við­kom­andi brot­um, hvort heldur sem aðal- eða hlut­deild­ar­menn. Við þær aðstæður er lík­legt að við­kom­andi starfs­maður veigri sér við því að veita yfir­völdum upp­lýs­ingar um brot ef hann getur sjálfur átt von á því að sæta rann­sókn og ákæru og það jafn­vel þegar þáttur hans er e.t.v. mun létt­væg­ari en ann­arra. Upp­lýs­ingar frá þeim sem sjálfir eru flæktir í brot geta þó skipt sköpum fyrir rann­sókn flók­inna og umfangs­mik­illa brota. Því er rök­rétt að laga­reglum á þessu sviði sé þannig háttað að þær ýti undir að hlut­að­eig­andi veiti lög­reglu­yf­ir­völdum lið­sinni sitt við að upp­lýsa slík brot, að við­eig­andi laga­skil­yrðum upp­fyllt­um.

Höf­undur er dokt­or­snemi við Laga­deild HÍ og fram­kvæmda­stjóri Laga­stofn­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar