Auður, vald og vit

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um náttúruauðlindir Íslendinga, Samherjamálið, valdamenn og traust í aðsendri grein.

Auglýsing

Frá því að sögur hófust hefur auður haft til­hneig­ingu til að safn­ast á „fárra“ hend­ur. Þessi til­hneig­ing hefur að vísu verið mis­mikil eftir sam­fé­lags­gerð og auk þess hefur hún verið til­efni til ýmiss konar hug­leið­inga og sam­lík­inga. Sú sem flestir kann­ast við er lík­lega dæmi­saga Mark­ús­ar­guð­spjalls (10. kafli) um auð­mann­inn, úlf­ald­ann og nál­ar­aug­að, enda er hún bæði skýr og umhugs­un­ar­verð.

Í ljósi þess konar hug­leið­inga þarfn­ast ríki­dæmi ein­stakra manna ein­hvers konar rétt­læt­ingar og menn hafa þá meðal ann­ars reynt að vísa til þess að ríkir menn séu yfir­leitt svo fáir að auður þeirra skipti ekki máli fyrir sam­fé­lagið í heild, enda láti sumir þeirra líka gott af sér leiða að öðru leyti. Má þó ljóst vera að slík „rétt­læt­ing“ – svo langt sem hún nær eða nær ekki – veltur alger­lega á því að auð­ur­inn sé hóf­legur miðað við stærð sam­fé­lags­ins þar sem hann verður til.

Við Íslend­ingar upp­lifðum gott dæmi um þetta í hrun­inu þegar einn af „meist­ur­um“ þess reynd­ist hafa haft 30 millj­arða króna í tekjur eitt árið, en því miður er sú tala svo stór að margir skildu hana ekki. Í arab­íska talna­kerf­inu er hún skrifuð sem 30.000.000.000 – þrír með tíu núllum á eftir – og jafn­gildir hart­nær hund­rað þús­und krónum á hvert manns­barn í land­inu, eða hálfri milljón á hverja fimm manna fjöl­skyldu. Þarf varla að fjöl­yrða um það að slíka fjár­hæð væri hægt að nýta með ýmsum hætti til veru­legra hags­bóta í þjóð­ar­bú­inu; hún þurrkar í raun­inni út mörkin milli „einka­mála“ ein­stakra manna og þjóð­ar­hags. Þó að talan sem nú er rætt um hjá Þor­steini Má sé sex sinnum minni eða svo, þá á þetta líka við um hana.

Auglýsing

Auð­lindin og örlög hennar

Íslend­ingar voru ekki auðug þjóð um alda­mótin 1900, vegna ein­angr­unar og fábreytni í atvinnu­lífi. En þetta breytt­ist hraðar en hjá nágranna­þjóðum á 20. öld, þannig að við stóðum í aðal­at­riðum jafn­fætis þeim í lok ald­ar­inn­ar. Það orsak­að­ist ekki síst af því að okkur tókst að virkja inn­flutta tækni til öfl­ugra fisk­veiða á gjöf­ulum miðum kringum land­ið. Mik­il­væg skref í þá átt voru stigin upp úr miðri öld­inni með útfærslu land­helg­inn­ar, þar sem þjóðin stóð saman sem einn maður gegn útgerð­ar­auð­valdi breska heims­veld­is­ins, sem þá var raunar í hnign­un.

Nokkrum ára­tugum síðar var svo komið að hin verð­mætu fiski­mið voru í hættu sem auð­lind vegna ofveiði okkar sjálfra, enda hafði skipa­flot­inn vaxið úr hófi fram. Stjórn­völd settu þá á lagg­irnar kvóta­kerfi til að tak­marka heild­ar­veið­ina. Það kost­aði nokkurn tíma og átök en tókst að lokum í meg­in­at­rið­um, og telja flestir kvóta­eig­endur núna að þar með sé nóg að gert. En það er því miður ekki svo, því að tvö úrslita­at­riði gleymd­ust í handa­gang­inum við inn­leið­ingu kvót­ans. Ann­ars vegar var ekki hugað að því að úthlutun kvót­ans yrði rétt­lát og gagnsæ og mundi ekki leiða til óhóf­legrar auð­söfn­unar sem mundi spilla sátt­um. Og hins vegar fórst fyrir að tryggja eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­inni, sann­gjarnan hlut í arð­inum af henni, og hafði þjóðin þó einmitt barist fyrir aðgang­inum að mið­unum og fært fórnir í þeirri bar­áttu.

Græðgin og nýlendu­stefnan

Ein afleið­ing kvóta­kerf­is­ins, eins og það hefur þró­ast í með­förum stjórn­valda og sam­taka útvegs­manna, hefur orðið sú að kvót­inn hefur safn­ast á sífellt færri hendur eins og alþjóð veit, og virð­ist sem sumum stjórn­mála­mönnum finn­ist jafn­vel enn ekki nóg að gert í því efni. Sumum fyr­ir­tækjum hefur ekki heldur dugað að hafa íslensk fiski­mið und­ir, heldur hafa þau sótt á mið í öðrum löndum og jafn­vel í fjar­lægum heims­álf­um. Þau virð­ast láta sér í léttu rúmi liggja hvort slík hegðun stuðlar að því að úlf­ald­inn kom­ist í gegnum nál­ar­aug­að.

Sam­herj­a­málið er ljótt mál hvað sem laga­krókum líð­ur. Mút­urnar eru ljótur verkn­aður sem felur meðal ann­ars í sér að arð­inum af auð­lind­inni er stolið af réttum eig­anda, namibísku þjóð­inni. Auk þess er farið á svig við þá stefnu namibískra stjórn­valda að afli frá fiski­miðum lands­ins skuli verk­aður í land­inu. Orð­spor Íslands er svert og unnið gegn lang­tíma­hags­munum okkar allra; við erum ekki búin að bíta úr nál­inni með það. Sár­ast af öllu er þó að horfa upp á það að íslenskt fyr­ir­tæki er þarna komið í sama hlut­verk gagn­vart fátækri smá­þjóð og útgerð­ar­fyr­ir­tæki breska nýlendu­veld­is­ins tóku sér gagn­vart okkur sjálfum fyrir rúm­lega hálfri öld. Græðgin hefur snúið þorska­stríð­inu á haus!

Ekki er síður leitt að heyra að fjár­mála­ráð­herra lands­ins mælir græðginni bót og seg­ist ekki missa svefn af þessu máli. Hann stekkur upp á nef sér þegar menn vilja tryggja sem best að mál af þessu tagi fái sann­fær­andi rann­sókn, og virð­ist telja að eigin lof­orð hans eigi að duga okk­ur. Skyldu þessi við­brögð hans vera til þess fallin að auka traust okkar á hon­um?

Höf­undur er pró­­fessor á eft­ir­­launum við Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar