Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastóli

Litlar líkur eru á að Alexander Lúkasjénkó, síðasti einræðisherra Evrópu, láti af völdum í náinni framtíð. Kosningar í landinu fyrir skömmu fá falleinkunn.

Auglýsing

Þess hefur verið minnst að und­an­förnu að 30 ár eru liðin frá falli Berlín­ar­múrs­ins, eða hins „and-fasíska-­veggs“ sem Aust­ur-þýsk yfir­völd hófu að reisa í miðjum ágúst­mán­uði árið 1961. Þar með reis ein helsta tákn­mynd kúg­unar í Evr­ópu eftir seinna stríð.

Tveimur árum síð­ar, á jóla­dag 1991 var svo fáni Sov­ét­ríkj­anna dreg­inn niður í virk­inu í Moskvu (Kreml) og þar með leyst­ist annað helsta heims­veldi heims upp í frum­eindir sín­ar. Þar með urðu öll fimmtán lýð­veldi fyrrum Sov­ét­ríkj­anna frjáls ríki. En eitt er það ríki þar sem ,,gamla sov­ét­ið“ lifir enn og vel; ófrelsið, kúg­un­in, ein­ræðið og mann­rétt­inda­brotin dafna þar. Landið er Hvíta-Rúss­land, með um 9,5 millj­ónir íbúa.

Yfir­maður á samyrkju­búi

Þar hefur fyrrum yfir­manni samyrkju­bús tek­ist að halda heilli þjóð í hel­greipum und­an­farna ára­tugi og ekki sem stefnir í annað en að svo verði raunin áfram. Um er að ræða Alex­ander Lúka­snjénkó, síð­asta ein­ræð­is­herra Evr­ópu.

Auglýsing

Hvíta-Rúss­land liggur á milli Úkra­ínu, Pól­lands og Eystr­saltstríkj­anna þriggja, sem ásamt Pól­landi gengu í Evr­ópu­sam­bandið árið 2004. Þá eru öll þessi ríki, nema Úkra­ína, í NATO, en Úkra­ína hefur frá 2014 átt í stríði við Rúss­land í aust­ur­hluta lands­ins, þar sem aðskiln­að­ar­sinnar ráða í raun stórum svæð­um, því sem kall­ast Don­bas.

Hvíta-Rússland Mynd: Wiki Commons/David Liuzzo

Í austr­inu er svo Rúss­land, stóri „bangsinn“ en Hvíta-Rúss­land, Rúss­land og fleiri fyrrum ríki Sov­ét­ríkj­anna hafa með sér efna­hags­sam­starf sem kall­ast „Sam­band sjálf­stæðra ríkja“ (CIS). Á milli Rúss­lands og Hvíta-Rúss­lands hefur verið mikil efna­hags­sam­vinna frá falli Sov­ét­ríkj­anna og hafa Rússar keypt stóran hluta af útflutn­ingi nágranna síns. Sam­kæmt hvít-rúss­neskum tölum eru nán­ast ekk­ert atvinnu­leysi í land­inu, rétt eins og var í gamla Sov­ét­inu. Þær verður að sjálf­sögðu að taka með miklum fyr­ir­vara.

KGB lifir

Í Hvíta-Rúss­landi lifir gamla „rík­is­ör­ygginefnd­in“ enn góðu lífi, en orðið er gróf þýð­ing á skamm­stöf­un­inni KGB, sem á sínum „vel­mekt­ar­árum“ var ein alræmdasta öryggis og leyni­þjón­usta heims. Starfs­menn hennar í Sov­ét­ríkj­unum hand­tóku og fang­elsuðu lýð­ræð­is­sinna, mann­rétt­inda­fröm­uði og aðra stjórn­ar­and­stæð­inga. Í dag gera starfs­menn hennar í Hvíta-Rúss­landi slíkt hið sam­an.

Hvíta-Rúss­land er eina ríkið í Evr­ópu sem fram­kvæmir dauða­refs­ingar og nokkrar slíkar hafa farið fram á síð­ustu árum. Bæði í skýrslum frá Amnesty International og Human Rights Watch kemur fram að stjórn­völd (KGB, OMON-sveitir Inn­an­rík­is­ráðu­eyt­is­ins) berja niður allar til­raunir til frið­sam­legra mót­mæla, unnið er kerf­is­bundið að því að tak­marka tján­ing­ar­frelsi, frelsi fjöl­miðla (um 100 blaða­menn hand­teknir árin 2017/18) og starf­semi frjálsra félaga­sam­taka eru settar miklar skorð­ur. Nán­ast engir frjálsir fjöl­miðlar starfa með eðli­legum hætti í land­inu og ein­okar rík­is­valdið fjöl­miðla­mark­að­inn.

Valda­laust þing

Þetta eru þær helstu aðferðir sem Lúk­a­sjénkó beitir til að halda völd­um. Fyrir skömmu voru haldnar „kosn­ing­ar“ í land­inu og nið­ur­staðan úr þeim varð að eng­inn full­trúi stjórn­ar­and­stöð­unnar náði kosn­ingu til þings, enda hafði nán­ast öllum verið gert ókleift að bjóða sig fram. Þeim tveimur sem náðu kosn­ingu í kosn­ing­unum 2016 var bannað að bjóða sig fram. Þing­ið, sem hefur 174 full­trúa, er almennt talið næsta valda­lít­ið, valdið er hjá Lúk­a­sjénkó, sem er því umkringdur ein­tómum jábræðr­um. „Það er allt ákveðið fyr­ir­fram og það er ómögu­legt að ná fram breyt­ingum í gegnum kosn­ing­ar, yfir­völd ákveða allt sam­an,“ sagði Niko­lai Statkevich, einn helsti leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unnar í sam­tali við Reuter­s-frétta­stof­una. Þrátt fyrir allt þetta hafa sam­skipti Hvíta-Rúss­lands og frjálsra ríkja í vestri heldur verið að batna, sem hljómar und­ar­lega.

Allar kosn­ingar frá árinu 1995 í land­inu hafa fengið fall­ein­kunn frá erlendum eft­ir­lits­stofn­un­um. Í nýrri bráða­birgða­skýrslu frá Öryggis og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) kemur fram að kosn­ing­arnar nú í nóv­em­ber stóð­ust engan veg­inn þær kröfur sem gerðar eru til frjálsra og lýð­ræð­is­legra kosn­inga.

Alexander Lúkasjenkó Mynd: EPA

Getur setið til dauða­dags

Lúk­a­sjénkó hefur heitið því að bjóða sig aftur fram til for­seta á næsta ári og mun hann þá vænt­an­lega fram­lengja þaul­setu sína á valda­stóli um fimm ár. Hann er fæddur árið 1954 og var aðeins fer­tugur þegar hann var kos­inn fyrst til for­seta Hvíta-Rúss­lands árið 1994, þegar emb­ættið var stofnað í kjöl­far upp­lausnar Sov­ét­ríkj­anna.

Stjórna­skrá lands­ins var breytt árið 2012 þannig að Lúk­a­sjénkó getur verið for­seti fram til dauða­dags. Þetta er nokkuð sem helstu alræðis og ein­ræð­is­seggir heims hafa gert á und­an­förnum árum, til að tryggja sér enn meiri völd.

Lúk­a­sjénkó er 65 ára í dag og allt útlit er fyrir að þessi síð­asti ein­ræð­is­herra Evr­ópu sé alls ekk­ert á förum úr valda­stóli sín­um, þar sem hann situr í skjóli kúg­unar og mann­rétt­inda­brota.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar