Sundabraut og Sundahöfn

Páll Hermannsson skrifar um Sundahöfn og Sundabraut.

Auglýsing

Það hefur staðið lengi til að stytta leið­ina frá meg­in­hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til hér­aða norðan borg­ar­innar með svo­kall­aðri Sunda­braut. Ein ástæða fyrir drætti á að koma þessu í fram­kvæmd er val á leið yfir í Gufu­nes og þaðan til norð­urs. Brú var talin væn­legur kost­ur, en til að Sam­skip gætu lagt skipum að bryggju fyrir framan vöru­hús sitt þurfti það háa brú að kostn­að­ur­inn jókst. Brúin yrði kenni­leiti í borg­inni, sem gerir sjón­rænar og list­rænar kröfur og ekki væri víst að göngu- og hjól­reiða­fólk gæti notað brúna.

Síðan hefur komið fram til­laga frá nefnd sam­göngu­ráð­herra og Sam­taka sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að byggja lág­brú, sem myndi leiða til þess að skip Sam­skipa þyrfti að afgreiða norðan brú­ar­inn­ar. Fjar­lægð er óveru­leg. Eim­skip hefur ítrekað flutt meg­in­við­legu sína lengra frá meg­in­vöru­hús­inu.

Sumir vilja þetta ekki. Af hverju veit grein­ar­höf­undur ekki. Rökin gegn lág­brúnni halda ekki vatni.

Auglýsing

Stjórn Faxa­flóa­hafna hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu sem leiddi til þess­arar fyr­ir­sagnar í Morg­un­blað­inu: Hafn­ar­stjórnin hafnar lág­brú, og er þar vitnað í for­mann stjórn­ar­inn­ar.

Því er haldið fram að „lág­brú hafi almennt áhrif á þró­un­ar­mögu­leika Sunda­hafn­ar, tekju­þróun og leiði af sér fjár­fest­inga­þörf, sem ekki er tíma­bær í dag“. Þessi yfir­lýs­ing kemur eftir fund stjórnar Faxa­flóa­hafnar þar sem 7 síðna minn­is­blað hafði verið lagt fram. Í minn­is­blað­inu er á einum stað minnst á mjög gott yfir­lit Ráð­gjaf­ar­sviðs KPMG frá því í októ­ber 2018 þar sem kom­ist er að þeirri nið­ur­stöðu að gnótt lands sé til gáma­af­greiðslu í Sunda­höfn í marga ára­tugi miðað við vöxt í gáma­flutn­ing­um. Byggt er á spá þar sem gert er ráð fyrir að gáma­fjöldi um Sunda­höfn vaxi um 78% á 23 ára tíma­bil­i. 

Í minn­is­blað­inu er gert mikið úr hættu á að lág­brú dragi úr nýt­ing­ar­mögu­leikum og að Sundahöfn.leigu­hafar lóða geti mögu­lega átt rétt á bótum vegna slíkrar brú­ar. Nefndar eru lóðir vítt og breitt og ýmsar upp­hæð­ir.

Uppi eru tvær hug­myndir um brú­ar­stæði, sitt hvorum megin Holta­garða. Brú­ar­stæði norðan Holta­garða mundi vissu­lega draga mjög úr notk­un­ar­mögu­leikum Voga­bakka. Hann nýta nú Sam­skip. Þar kemur að auki stöku frysti­skip og frysti­tog­ari, og lítil stór­flutn­inga­skip sem losa nálægt vöru­geymslum bygg­ing­ar­vöru­inn­flytj­enda. Ef brú­ar­stæðið yrði norðan Holta­garða þyrfti að færa gáma­af­greiðslu Sam­skipa norður fyr­ir, sem gerir að fjar­lægð frá skipi að vöru­húsa­dyrum (en mestur hluti gáma er los­aður ann­ars stað­ar) verður svipuð og frá nýja krana Eim­skips að vöru­húsa­dyrum þess. Leng­ingu fjar­lægðar til vöru­húss Eim­skips vegna nýju við­leg­unnar hefur almennt ekki verið líkt við heimsenda. Grein­ar­höf­undur veit ekki hver á að borga hverjum bætur fyrir það. Og veit ekki til að neinn eigi sér­stakan rétt varð­andi legu­pláss frysti­tog­ara, en þeim fer fækk­andi. Þeir stækka og bún­aður um borð ein­faldar losun til þess að stopp við bryggju verði stutt, til þess að menn kom­ist sem fyrst út aft­ur.

Holtagarðar.Lág­brúin yrði í slíkri hæð að undir hana getur allt á hjólum farið nema upp­reistir kran­ar, sem eiga ekk­ert erindi þar um. Samt er í skýrslu nefndar sam­göngu­ráð­herra og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borga­svæð­inu vísað til nefnd­ar­á­lits meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis þar sem segir að „skerð­ing á farm­svæð­inu [hefði] til lengri tíma nei­kvæð áhrif á nýt­ingu svæð­is­ins þar sem 4 hekt­arar yrðu ekki nýti­legir fyrir höfn­ina auk þess sem þverun svæð­is­ins með vega­mann­virki [hefði] áhrif á innri starf­semi þess“. Ein­hver hefur gefið umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þessar upp­lýs­ingar og er kannski ekki við nefnd­ina að sakast að engar stað­reyndar rök­semdir eru að baki full­yrð­ing­anna. Eng­inn hefur haft fyrir því að kynna skýrslu KPMG fyrir nefnd­inni, eða meiri­hluta henn­ar.

Í sömu skýrslu er minnst á fram­tíð­ar­sýn skipa­fé­lag­anna; Sam­skip reikni með tvö­földun á næstu 10 árum og Eim­skip þre­földun á ótil­greindum tíma. Ekki er annað að sjá en að tekið hafi verið mark á þess­ari sýn félag­anna og talað um að „verði slíkt að veru­leika hlýtur það að kalla á mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á land­notkun óháð til­vist Sunda­braut­ar“. Það virð­ist litið á það sem dóna­skap að biðja menn að færa rök fyrir máli sínu. Miðað við spá KPMG vex mark­að­ur­inn um 17% á næstu 10 árum. Fari svo að spá um Sam­skipa tvö­földun gáma­magns ræt­ist, þá kæmi megnið af þeim vexti frá Eim­skip, sem þá þyrfti umtals­vert minna land. Lausn á slíkum til­færslum er að finna í skýrslu KPMG þar sem ann­ars vegar er talað um sam­liggj­andi gáma­svæði og hins vegar sagt frá þessu: „Er­lendis hefur færst í vöxt að sér­hæfð fyr­ir­tæki sjá um starf­semi gáma­hafna. Oft er þá höfnin í eigu opin­berra aðila sem býður út rekstur með vel skil­greindum lyk­il­þáttum er lúta að meðal ann­ars stjórn­ar­hátt­um, þjón­ustu, frammi­stöðu, verð­lagn­ingu og eft­ir­lits­þátt­u­m.“ Ef stjórn Faxa­flóa­hafna beitir sér fyrir að koma rekstri gáma­af­greiðslu á óháðan aðila mundi sá aðili kapp­kosta góða land­nýt­ingu til fram­tíðar og lega Sunda­brautar skiptir engu máli í því til­liti.

Ef farin er leiðin norðan Holta­garða er farið yfir geymslu­svæði fyrir bíla sem á ekki að hafa meiri for­gang en sam­göngu­þarfir borg­ar­búa eða lands­manna allra, því Sunda­braut er talin stytta leið­ina frá nefnd­ar­húsi Alþingis norður í land um 8 kíló­metra.

Verði farið sunnan Holta­garða yrði sama land til staðar norðan Holta­garða til flutn­inga til hafn­ar­svæð­is­ins og frá.

Einu bygg­ing­arnar sem hugs­an­lega yrðu verr settar eru skemmur og land syðst á svæð­inu. Sjálf­sagt væri fyrir byggða­þróun í borg­inni að skemm­urnar væru rifn­ar, eig­endum greiddar bætur og hin nýja Voga­byggð lengd aðeins til norð­urs þannig að þar kæm­ist fyrir veru­legt magn íbúða á besta stað í bæn­um. 

Það er í raun með ein­dæmum að Faxa­flóa­hafn­ir, sem krefj­ast hæsta vöru­gjalds sem þekk­ist í Norður Evr­ópu - sem er svo í stíl við hæstu upp­skip­un­ar­gjöld í Norð­ur­-­Evr­ópu sem skipa­fé­lögin íslensku krefj­ast - skuli standa gegn fram­þróun eins og umbótum á vega­teng­ing­um, sem kæmu sér vel fyrir hjól­reiða­fólk og gang­andi inn­an­bæj­ar, og greiddu alla umferð til norð­urs frá stærstum hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Það væri meiri sómi að því að fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­lag­anna stæði fyrir hámarks­nýt­ingu á landi eins og því í Sunda­höfn, lands­mönnum öllum til hags­bóta, en taki ekki sífellt þátt í því sjón­ar­spili sem tví­k­eppni skipa­fé­lag­anna leiðir til með til­heyr­andi sóun lands. Um það má fræð­ast í skýrslu KPMG og í grein minni í Kjarn­anum í vor.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu.Hægt er að ger­ast áskrif­andi hérna

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar