COSTCO en ekki COSCO

Páll Hermannsson, hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur á sviði flutn­inga, fjallar um stöðu mála varðandi samkeppni skipafélaga og hafnir og tillögur að útbótum.

Auglýsing

Ef kín­verska skipa­fé­lagið COSCO vildi sigla hingað og bjóða lægra verð fyrir gáma­flutn­inga, eins og amer­íska COSTCO kom með lægra vöru­verð í Garða­bæ­inn, þá er ekk­ert svæði til í Sunda­höfn. Án hafn­ar­að­stöðu er ekki hægt að hefja gáma­sigl­ingar á stórum skala. Búið spil.

Starf­semi Eim­skips og Sam­skipa breiðir sig yfir 55 hekt­ara í Sunda­höfn.

Helm­inga­skiptin valda því að menn hafa verið í vand­ræðum með Sunda­braut og talað um hábrú eða jarð­göng til að áfram verði gáma­höfn sunnan við brú­ar­stæð­ið, þótt nóg sé plássið norðan meg­in.

Auglýsing

Miðað við alþjóð­lega staðla dugir 17 hekt­ara gáma­völlur vel um næstu alda­mót og miðað við reikn­aða flutn­inga dugir 600 metra bryggja fyrir hag­kvæm­ustu sigl­ingar til og frá land­in­u. ­Upp­skip­un­ar­gjöld á Íslandi eru sam­kvæmt verð­skrá fimm sinnum hærri en í nágranna­lönd­un­um. Þetta er svipað og Félag íslenskra stór­kaup­manna kvart­aði yfir 1994. Vöru­gjöld eru líka fjórum sinnum hærri en í Árós­um.

Þessi grein fjallar um afleið­ingu stefnu­leysis í flutn­inga­málum og hér er bent á leiðir fram á við:

 • Stefna að einni gáma­af­greiðslu í Sunda­höfn á næstu árum með besta bún­aði til að skipin stoppi sem styst í höfn og eyði sem minnstri olíu. Gjöld mið­ist við sam­bæri­leg gjöld í nágranna­lönd­un­um. Land­þörf verður um þriðj­ungur af land­notkun félag­anna í dag. 

 • Með stjórn­valds­að­gerðum þarf að vernda atvinnu­vegi og almenn­ing gegn verð­lagn­ingu sem er langtum meiri en eðli­legur kostn­að­ur. Meðal ann­ars verður að miða við það sem best ger­ist í nágranna­löndum okk­ar. Það fara fleiri gámar um Sunda­höfn en um stærstu gáma­höfn Nor­egs, Ósló. 

 • Hætta olíu­só­un, óþarfri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og lélegri land­nýt­ingu sem núver­andi fyr­ir­komu­lag leiðir til. Full­komnar sam­keppn­is­að­stæður og skyn­sam­legt reglu­verk gætu skilað árangri. Sam­keppnin í Sunda­höfn er á hinn bóg­inn meiri í orði en á borði. Ein­okun undir eft­ir­liti gæti bæði leitt til lægra verðs fyrir svip­aða þjón­ustu og skapað sókn­ar­færi á þessum svið­um.

Fyrri umræður

Á 84. stjórn­ar­fundi Faxa­flóa­hafna, 11. febr­úar 2011, var að til­lögu borg­ar­full­trú­anna Júl­í­usar Víf­ils Ingv­ars­sonar og Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dóttur sam­þykkt þessi álykt­un:

Hafn­ar­stjóra er falið að afla upp­lýs­inga um rekstur fyr­ir­tækja sem sér­hæfa sig í losun og lestun frakt­skipa. Við núver­andi aðstæður getur reynst fýsi­legt að aðgreina lestun og losun frá annarri flutn­inga­starf­semi skipa­fé­lag­anna. Í því getur falist hag­ræð­ing og sparn­aður í fjár­fest­ingu og við­haldi.

Hafn­ar­stjóri skil­aði grein­ar­gerð um málið og þarf með lauk umræðum um það í stjórn­inni. Hér er þó um að ræða hag­ræð­ingu sem getur leitt til umtals­vert minni kostn­aðar fyrir þjóð­ar­bú­ið, því það eru atvinnu­veg­irnir og almenn­ingur sem borga þessa þjón­ustu á því verði sem sett er upp. Ekki var gerð til­raun til að setja hug­mynd­ina í sam­hengi við land­notk­un. Líkur benda þó til að hægt sé að kom­ast af með miklu minna land með sömu tækja­notkun og í höfnum í kringum okk­ur. Ekki var minnst á sam­keppni í þetta sinn. Ald­ar­þriðj­ungi áður, árið 1978, var þó bent á að nýliðun í sam­keppni bygg­ist á aðgangi að hafn­ar­að­stöðu, eins og síðar verður lýst.

Nýverið lýsti fram­kvæmda­stjóri sam­taka útvegs­manna því yfir að það væri 65% dýr­ara að flytja fisk til Asíu frá Nes­kaup­stað en frá Álasundi. Víð­ast á byggðu bóli þætti þörf á umræðu þegar útflutn­ings­at­vinnu­veg­irnir búa við skerta sam­keppn­is­stöðu af þessu tagi. Í þess­ari grein verður tæpt á und­ir­liggj­andi þáttum sem skapa þennan mikla mun milli hafna á sama mark­aðs­svæð­i. 

Árið 1985 lét þáver­andi hafn­ar­stjóri, Gunnar Guð­munds­son, gera skýrslu með heit­inu Flutn­inga­höfn til fram­tíðar. Í skýrsl­unni voru alþjóð­legri þróun gerð góð skil. Þar kom fram stuðn­ingur við samnýt­ingu hafn­ar­að­stöðu og voru færð að henni rök um hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar. Var reiknað út að stóri kran­inn hjá Eim­skip, Jak­inn, gæti annað öllum gáma­flutn­ingum allra félaga, sem þá höfðu verið þrjú um nokk­urt skeið (Eim­skip, Skipa­deild Sam­bands­ins, Haf­skip).

Síðan gáma­væð­ingin náði til Íslands hafa skipa­fé­lögin tvö, Eim­skip og Sam­skip, ginið yfir öllu landi við gáma­skipa­bryggj­urnar í Sunda­höfn. Þetta fyr­ir­komu­lag er raunar eldra en gáma­væð­ing­in. Guð­mundur Ásgeirs­son, þá aðal­eig­andi Nes­skipa. skrif­aði hafn­ar­stjórn bréf 9. febr­úar 1978 um úthlutun Klepps­bakka, og lýsir þar ástand­inu:

Eim­skip hefur 90% af öllu inn­i­svæði við Reykja­vík­ur­höfn, og um 99% af öllu úti­svæð­i... Óhag­kvæmni, vöru­skemmdir og lengri los­un­ar­tími skipa ann­arra félaga en Eim­skips hefur gert þeim afar erfitt fyrir og heft eðli­lega þróun hjá þeim und­an­farin ár og því er ekki sið­ferði­lega rétt að auka þann mun enn meira. Að lok­um, hafn­ar­stjórn ætti að hug­leiða hvers vegna for­ráða­menn Eim­skips sækja svo fast að fá úthlutað Klepps­bakka, Svarið er aug­ljóst... Þeir hafa löngu gert sér ljóst að með því að kapp­kosta að leggja undir sig alla við­legu­kanta sem byggðir verða í Reykja­vík úti­loki þeir hvers konar sam­keppni við eðli­legar aðstæð­ur.

Aukin sam­keppni í gáma­flutn­ingum verður ekki án aðstöðu

Félögin sem nú heyja tví­k­eppni ágáma­flutn­inga­mark­aðnum hafa vænt­an­lega ekki fagnað til­lögu borg­ar­full­trú­anna árið 2011og lík­lega komið því til skila að slíkt fyr­ir­komu­lag hent­aði þeim ekki. Þetta fyr­ir­komu­lag opnar nefni­lega fyrir sam­keppni. Á árinu 2016 opn­aði COSTCO stór­verslun í Garðabæ í bygg­ingu sem hafði upp­haf­lega verið ætluð versl­un­ar­starf­semi. Þau fast­eigna­kaup – eða kaup á aðstöðu til athafna – fóru fram á venju­legum mark­aði án sér­stakrar opin­berrar aðkomu eða afskipta stór­versl­ana sem fyrir voru. Koma Costco hafði mikil áhrif á smá­sölu­versl­un: Meiri sam­keppn­isandi, lægra verð. Fram að þeim tíma höfðu fáir talið mögu­legt að svo stórt fyr­ir­tæki opn­aði verslun á Íslandi.

COSCO Shipping Taurus nýjasta skip COSCO við bryggju í skipasmíðastöðinni.Senni­lega eru ekki margir sem hafa heyrt um COSCO, sem í byrjun árs 2018 er fjórða stærsta gáma­skipa­fé­lag heims. COSCO er í eigu kín­verska rík­is­ins á einn eða annan hátt, og stefnir að enn meiri land­vinn­ing­um. Nú eru þeir stærstir í gáma­flutn­ingum milli Asíu og Banda­ríkj­anna. Kín­verjar hafa mik­inn áhuga á nær­veru sem víðast, sam­an­ber til­raun þeirra fyrir ekki löngu til að kaupa jörð á Möðru­dal. Ef þeir bjóða sam­keppn­is­hæfa þjón­ustu og verð í sigl­ingum til lands­ins og frá mundu núver­andi útgerðir vænt­an­lega bregð­ast við með hag­ræð­ingu í rekstri og lægra verði, atvinnu­líf­inu og lands­mönnum til hags­bóta. En það er ekk­ert pláss fyrir COSCO. COSCO getur ekki haft COSTCO-á­hrif í sigl­ingum ef engin er aðstað­an. Í öðrum löndum eru á hinn bóg­inn gáma­af­greiðslur sem taka vel á móti þeim sem vilja nota aðstöðu þeirra gegn upp­settu sann­gjörnu gjaldi.

Tví­k­eppni skipa­fé­lag­anna án stefnu­mót­unar yfir­valda um við­brögð við nei­kvæðum áhrifum hefur reynst land­inu dýr. Hér á eftir verður fjallað um út- og upp­skip­un­ar­gjöld. Síðan um meiri land­notkun í Sunda­höfn en í sam­bæri­legum erlendum höfn­um. Kostn­að­inn við þetta – sem er í raun kostn­aður við að halda sam­keppni frá, ef maður les bréf Guð­mundar Ásgeirs­sonar rétt – bera not­end­ur, atvinnu­fyr­ir­tækin og þjóðin öll.

Þróun flutn­inga

Faxa­flóa­hafnir eru sam­kvæmt flestum mæli­kvörðum lítið hafna­sam­lag, þótt þar fari senni­lega 80% af gáma­flutn­ingi þjóð­ar­inn­ar. Á árinu 2017 fóru 350.348 TEU um hafn­irn­ar.

Skýr­ing: TEU er mæli­ein­ing, meðal ann­ars til að sýna flutn­ings­getu gáma­skips eða geymslu­rými gáma­af­greiðslu. Ein TEU = gámur sem er 20 fet á lengd, 8 fet á breidd og 8½ fet á hæð að ytri mál­um. Slíkur gámur er á fag­mál­inu kall­aður 20´ DC (e. Dry Container). 40´ HC (High Cube) er 40 feta gámur sem hefur 2,4 sinnum meira rúm­tak en 20 feta gámur, er feti hærri og tvö­falt lengri.

Til sam­an­burðar fóru 195.460 TEU um Ósló á árinu 2015 og 460 þús­und TEU um höfn­ina í Árós­um. Faxa­flóa­hafnir eru nálægt með­al­tali þess­ara hafna.

Síðan 2012 hefur umferð um Grund­ar­tanga verið um 12% af heild­ar­magni Faxa­flóa­hafna. Árið 2017 fóru 310.2015 TEU um Sunda­höfn. Með­al­tal gáma (í TEU) á hverja 1000 íbúa lands­ins um Sunda­höfn 2005–2017 var 725.

Sam­kvæmt mið­spá mann­fjölda­spár Hag­stofu Íslands frá 30. októ­ber 2017 verða íbúar lands­ins 452 þús­und árið 2066. Í háspánni er gert ráð fyrir því að íbúar verði 531 þús­und í lok spá­tíma­bils­ins en 367 þús­und í lág­spánni. Við förum bil beggja, höfum borð fyrir báru og miðum við með­al­tal háspár og mið­spár. Talan fyrir útreikn­ing­ana verður þá 492 þús­und.

Tafla

Því er áætlað að árið 2066 verði magn um Sunda­höfn 357 þús­und TEU. Með fram­reikn­ingi verður gáma­um­ferð um Sunda­höfn um næstu alda­mót 430 þús­und TEU. Íslandi og í flestum Evr­ópu­löndum fer fæð­ing­ar­tíðni lækk­andi, en fjöldi aðfluttra stendur fyrir stórum hluta fólks­fjölg­un­ar. Líkur eru á að fjöldi starfa, eins og við þekkjum þau nú, hverfi á næstu árum og ára­tug­um.

Stærð gáma­hafna

Sunda­höfn er fyrst og fremst gáma­höfn. Skipta má svæð­is­notkun í gáma­höfnum í þrjá meg­in­hluta:

 1. Hafn­ar­bakki og 20–50 metra athafna­svæði til los­unar og lest­un­ar. 

 2. Gáma­völlur til geymslu gáma.

 3. Frysti­geymslur eru gjarnan nærri hafn­ar­bökk­um, þá geymslu­svæði fyrir bíla, og síðan við­gerða- og áhalda­svæði á jaðr­in­um.

Í jöðrum svæða eru almennar vöru­geymsl­ur, þar sem vörur sem koma í gámum eru lesnar í sundur og geymdar á pöllum í hillu­kerf­um.

Víð­ast erlendis nota mörg skipa­fé­lög hverja gáma­höfn, bjóða heil­gáma­flutn­inga til stærri við­skipta­manna og selja flutn­inga í gegnum flutn­ings­miðl­ara sem hafa vöru­hús. Þar er óal­gengt að skipa­fé­lög reki vöru­hús í höfn­um.

Veltu­hraði gáma

Þegar ákveðin er stærð gáma­vallar þarf að huga að veltu­hraða gáma, þ.e. hversu lengi gámur er í geymslu að með­al­tali, og einnig álagstopp­um. Sam­kvæmt skýrslu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tioga frá 2012 er með­al­-veltu­hraði í banda­rískum höfnum 32, sem þýðir að gámur er að jafn­aði rúma 11 daga í höfn. Það hlýtur að vera tak­markið á Íslandi að af hafa veltu­hrað­ann að minnsta kosti 26, þannig að hver gámur sé að jafn­aði tvær vikur í höfn eða skem­ur. Þar sem stór hluti af gámunum eru frysti­gámar sem þurfa veltu­hraða 52 ætti að vera vel vinn­an­legt að hafa hrað­ari veltu en 26.

Dublin

Í Dyfl­inni, höf­uð­borg Írlands, hafa menn und­an­farin ár hugað að stækkun hafn­ar­svæð­is­ins. Þar er sagt að einn bryggju­metri eigi að duga fyrir 700 TEU á ári. Ef við notum þá tölu fyrir Reykja­vík og veljum árið 2017, þá þarf að lág­marki 443 metra. Miðað við áætlað magn 2066 þarf 507 metra hafn­ar­kant. Á árinu 2017 fóru 698.348 TEU um höfn­ina í Dyfl­inni. Þeir segja að hver hekt­ari eigi að dugi fyrir 25 þús­und TEU á ári. Í Reykja­vík 2017 þarf þá 12,4 hekt­ara. Hér er gert ráð fyrir krönum og bún­aði sem sparar pláss, og miklum veltu­hraða.

Við­mið­anir Drewry

Eitt virtasta ráð­gjafa­fyr­ir­tæki heims í flutn­ingum er Drewry. Þeir segja að hver bryggju­metri geti tekið 800–1.700 TEU á ári. Raun­fram­leiðni er í kringum 900 TEU. Heims­með­al­tal gáma um gáma­völl er 20 þús­und TEU á hekt­ara árlega.

Svæð­is­þörf – Bún­aður sam­kvæmt mati Val­ens­íu­manna

Sér­fræð­ingar hafn­ar­innar í Val­enci­a-­borg á Mið­jarð­ar­hafs­strönd Spánar hafa metið hvað gáma­höfn þarf mikið land miðað við notkun hinna ýmsu tækja. Veltu­hrað­inn ræður síðan nýt­ingu. Til ein­föld­unar er hér not­ast við veltu­hraða 26.

Tafla

Höfnin í Ósló

Höfnin í Ósló er stærsta gáma­höfn í Nor­egi. Þar er losað og lestað 22% gáma til og frá Nor­egi. Heild­ar­fjöldi gáma inn og út úr Nor­egi var árið 2016 um 845 þús­und TEU.

Gámakran­ar    4 

Vall­ar­kran­ar    8 

Lengd byggju   665 m

Árlega fara um 200 þús­und TEU um höfn­ina og er inn­flutn­ingur um 75%. Núver­andi geta hafn­ar­innar er 260 þús­und TEU á ári. Fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar auka get­una upp í 450 þús­und TEU á ári, sem er 73% aukn­ing.

Yilport, tyrk­neskt fyr­ir­tæki rekur gáma­af­greiðsl­una, hefur leigt land og tæki af Ósló­ar­höfn til 20 ára með mögu­leika á 10 ára fram­leng­ingu. Þeir hafa gert samn­ing við finnska alþjóða­fyr­ir­tækið Kone um fyr­ir­byggj­andi við­hald og við­gerðir á krönum og öðrum bún­aði í höfnum á þeirra vegum í Norð­ur­-­Evr­ópu.

Höfnin í Árósum

Um höfn­ina í Árósum fóru 460 þús­und TEU á árinu 2016. Hlut­fall tómra gáma var 29%, og þungi í með­al­-TEU 9 tonn. Höfnin er búin sjö gámakrön­um. Bryggju­lengd er 1.300 metr­ar. Á 750.000 fer­metra gáma­svæði nota menn gáma­klofa, sem nýta plássið verr en gáma­valla-kranar á hjólum eða á spor­um, eins og áður kom fram. 

Hreyf­ingar eru 37.500 á hvern krana að jafn­aði. Um 354 TEU fóru um hvern bryggju­metra.

Skýr­ing: Mun fleiri gámar eru 40´ en 20´. Þjón­ustu­gjald (t.d THC) er víða lagt á gáma óháð stærð. Hreyf­ing (e. move) merkir til­færslu gáms/gáma, t.d. með krana., Í Árósum eru að jafn­aði 1,75 TEU að baki hverri hreyf­ingu. Í Dyfl­inni hefur þetta hlut­fall und­an­farin ár verið 1,77. Almennt er þó enn miðað við um 1,6 TEU að baki hverri hreyf­ingu.

Evr­ópu­sam­bandið og alþjóð­leg sam­keppni í flutn­ingum

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins hefur verið mikil umræða um hafnir og sam­keppni um hafn­ar-­þjón­ustu og hefur þar meðal ann­ars verið rætt um verk­efni hafn­ar­stjórna og gámafgreiðslna. Nýverið var gefin út reglu­gerð, 2017/352, um þjón­ustu í höfn­um, þar á meðal almennar reglur um sam­keppni og upp­lýs­inga­gjöf um verð og kostn­að. Lík­legt er að reglu­gerðin verði tekin inn í EES-­samn­ing­inn og öðlist gildi hér­lendis á næstu mán­uð­um.

Margar hafn­ar­stjórnir í ESB-­ríkj­unum töldu að sam­keppni væri það mikil að óþarft væri að setja um þetta frek­ari regl­ur.

Í vel­flestum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur fólk og fyr­ir­tæki val í flutn­ing­um. Það er hægt að flytja með járn­braut, bíl­um, ferj­um, gáma­skip­um. Það er stutt milli hafna, og að járn­braut­unum slepptum eru margir um hit­una í öllum grein­um. Evr­ópu­sam­bandið og flest ríki þess leggja mikið upp úr virkri sam­keppni vegna þess að hún færir lægra verð, betri vörur og þjón­ustu, og er oft afl­vaki nýj­unga.

Aðstæður á Íslandi eru á flestan hátt and­hverfa þeirrar stöðu sem hér var lýst. Ísland er eyja sem ekki er í alfara­leið. Það úti­lokar sam­keppni í milli­landa­flutn­ingum með járn­brautum eða bíl­um. Mark­að­ur­inn er lít­ill og ekki er alltaf hægt að ná hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar. Þegar það er hægt er vilj­inn oft ekki fyrir hendi, að minnsta kosti ekki í sjó­flutn­ing­um.

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins eru menn á varð­bergi gagn­vart opin­berum stuðn­ingi við hafnir til að skapa ekki mis­munun í sam­keppn­is­stöðu. Á Íslandi gilda hins vegar lög um hafnir sem auð­velda hafn­ar­stjórn­unum að krefj­ast hárra gjalda fyrir notkun hafn­anna. Þegar ein­ungis eru skoðuð vöru­gjöld og afleidd gjöld, þá sést að þau eru svo vel úti­látin í sam­an­burði við hafnir í grann­ríkj­unum að til eru fjár­munir til veru­legra fjár­fest­inga í við­legum og landi fyrir skemmti­ferða­skip, sem til skamms tíma hafa ekki verið krafin um far­þega­gjöld, og fyrir hval­skoð­un­arfley, sem nota veru­legan hluta gömlu hafn­ar­innar í Reykja­vík.

Drewry 1994

Umræðan um sjó­flutn­inga á Íslandi er að öllu jöfnu nei­kvæð og menn tala helst um hvað það sé dýrt að flytja vörur með skip­um. Árið 1994 réð Félag íslenskra stór­kaup­manna (nú Félag atvinnu­rek­enda) breska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Drewry til að gera rann­sókn og vinna skýrslu, og ber hún heitið Íslenski gáma­flutn­inga­mark­að­ur­inn í alþjóð­legu sam­hengi. Þetta er áhuga­verð skýrsla og er full þörf á að gera slík athugun á nokk­urra ára fresti.

Í skýrsl­unni er bent á að upp- og útskip­un­ar­gjöld eru hér meiri en á helstu grann­svæðum í Evr­ópu og Amer­íku, og að auki byggð upp á annan hátt, sem tor­veldar sam­an­burð. Síðan hefur gjald­stofn upp- og útskip­un­ar­gjalda á Íslandi breyst og er nú gámur í stað þunga eða rúm­máls áður, en enn er miklu dýr­ara en ann­ars staðar að skipa hér upp og út.

Þá var bent á þetta:

 • Inn­lend skipa­fé­lög eiga hafn­ar­að­stöð­una, sem fælir hugs­an­lega keppi­nauta frá mark­aðn­um. 

 • Engin sjálf­stæð upp- og útskip­un­ar­starf­semi (þ.e. „stevador­ar“) eins og algeng­ast er í alþjóða­flutn­ing­um. 

 • Veik starf­semi sjálf­stæðra (al­þjóð­legra) skipa­miðl­ara sem selja flutn­inga til og frá land­inu.

Þessi þrjú atriði eru enn óbreytt, 24 árum síð­ar.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sem Drewry gerði voru sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá stór­kaup­mönn­um:

 1. Áhrif flutn­ings­kostn­aðar á myndun vöru­verðs hér á landi eru marg­föld á við önnur lönd.
 2. Áhrif flutn­ings­kostn­aðar á verð útflutn­ings­vöru eru marg­föld á við sam­bæri­legar vega­lengdir og flutn­ings­magn í nágranna­lönd­un­um.
Ekki hefur aftur verið gerð sam­svar­andi könnun og er því ekki hægt að full­yrða hvort þessi rök um marg­faldan flutn­ings­kostnað eru enn í gildi. Ljóst er þó að bæði vöru­gjöld til hafnar og upp- og útskip­un­ar­gjöld eru marg­föld borið saman við það sem þekk­ist í nágranna­lönd­um.

Upp og útskipun gáma – THC-­kerfið

Eftir gáma­væð­ing­una sjö­unda ára­tugnum ríkti óvissa um það hvernig greiða skyldi kostnað við losun gáma og lest­un, og var komið upp veru­legt ósam­ræmi í þeim efnum milli hafna. Stuðst var við túlkun á hinum gömlu reglum um út- og upp­skip­un. Sam­kvæmt FOB-skil­málum hefur selj­andi afhent vöru þegar hún fer yfir borð­stokk, sem þýðir að kostn­aður eftir það er ekki á ábyrgð selj­anda og er þess vegna kostn­aður skips. Áður var vinna um borð mann­afls­frek, en nú er þetta nær ein­göngu kostn­aður við krana og sjó­bún­að. Mót­taka og geymsla gáma krefst síðan tækja og lands.

Hinn 18. októ­ber 2008 gekk í gildi bann Evr­ópu­sam­bands­ins við öllu sam­ráði útgerða sem sigldu til evr­ópskra hafna og frá. Upp frá því breyttu allar helstu útgerðir sem sigldu á Evr­ópu aðferð sinni við gjald­töku. Eitt gjald, THC (Term­inal Hand­ling Charges), er greitt fyrir mót­töku gáms í höfn, geymslu og lestun um borð í skip í lest­un­ar­höfn, og sams­konar gjald í los­un­ar­höfn fyrir los­un, geymslu og afhend­ingu. Meg­in­at­riðin í hinni nýju skipan eru þrjú:

 1. Hver útgerð tekur sama gjald fyrir THC, óháð stærð gáms, að því til­skildu að um sé að ræða helstu gáma­gerðir þurrgáma með venju­lega vöru. 

 2. Að sama gjald er tekið fyrir allar hafnir í sama landi sem útgerðin siglir á. 

 3. Að upp­hæð gjalds­ins nemi nokkurn veg­inn kostn­aði við það sem greitt er fyr­ir.

Í flestum Evr­ópu­ríkjum eru vöru­gjöldin inni­falin í THC. Und­an­tekn­ingin er Nor­eg­ur, Dan­mörk og Sví­þjóð.

Á Íslandi er enn not­ast við gömlu heit­in, upp- og útskipun, og þó að gjald­stofn hafi eitt­hvað verið aðlag­aður frá skýrslu Drewry til Félags íslenskra stór­kaup­manna fyrir 24 árum, þá er verðið út úr korti, eins og lýst verður hér á eft­ir. Í þess­ari grein er hvatt til breyt­ingar á gjald­töku í þá átt sem tíðkast í nágranna­lönd­un­um, og verður hér not­ast við alþjóða­heitið THC þegar átt er við það sem íslenskar útgerðir kalla upp- og útskip­un­ar­gjöld. Helst ætti gjaldið að fela í sér greiðslu fyrir alla vinnu. Fyrir útflutn­ing: Frá lestun tóms gáms á flutn­ings­tæki til lest­unar hjá afskip­anda komu gáms til baka að hliði og til þess að gámur hefur verið lestaður og gengið frá honum um borð í skip fyrir útflutn­ing. Fyrir inn­flutn­ing: Los­un, geymsla, afhend­ing lestaðs gáms og mót­taka tóms gám að lok­inni losun hjá mót­tak­anda. Þessi starf­semi býðst útgerðum í nær öllum höfn­um, og gjaldið er talið sann­gjarnt.

Reykja­vík í sam­an­burði – Hafnir í nágranna­löndum

Nú reka skipa­fé­lögin tvö gáma­af­greiðslur í Sunda­höfn og nota til þess allt land sem til er á hafn­ar­svæð­inu. Sam­skip birta gjald­skrá á vef­setri sínu. Upp­lýs­ing­arnar að neðan eru byggðar á þeirri gjald­skrá og er not­ast við gengi gjald­miðla 5. febr­úar 2018. Til við­bótar er kraf­ist örygg­is­gjalds til útgerðar sem er € 65 á gám­inn. Í tví­k­eppni er ástæða til að ætla að bæði fyr­ir­tækin séu með svipað verð, en Eim­skip gefur ekki upp þjón­ustu­gjöld á vef­setri sínu. Athugun í des­em­ber 2014 leiddi í ljós að Eim­skip var með 10% lægri upp- og útskip­un­ar­gjöld en Sam­skip. Hér verður not­ast við 90% af með­al­tali „upp og útskip­un­ar­gjalda“ af algeng­ustu gáma­stærð­inni, 40´ HC, þ.e. € 1.091, að með­töldu örygg­is­gjaldi til útgerð­ar.

Tafla

Þetta eru miklu hærri tölur en eru á verð­skrám gáma­hafna í grann­löndum eða því svæði sem íslensk skip sigla á. Hér verða til ein­föld­unar not­aðar tvær hafn­ir, í Ósló og Árós­um. Þjón­usta er seld skipa­fé­lögum sem nota höfn­ina og leggja þau eitt­hvað á það verð sem gáma­höfnin setur upp. Hér eru með­al­töl tveggja af stærstu félögum heims, MSC og CMA CGM:

Ósló Upp- og útskipun plús örygg­is­gjald        € 117 

Árósar Upp- og útskipun plús örygg­is­gjald    € 138

Skipa­fé­lög inn­heimta ýmis önnur gjöld sem ekki eru talin hér, enda er ætl­unin að gefa góða inn­sýn en ekki að gera nákvæman sam­an­burð.

Ástæðan fyrir því að þessar tvær hafnir eru valdir til sam­an­burðar er að þær eru svip­aðar að stærð og Reykja­vík dags­ins í dag (Ósló) og eftir 60 ár eða svo (Ár­ós­ar).

Til sam­an­burðar má geta þess að THC í Rott­er­dam er € 210 hjá þriðja stærsta skipa­fé­lagi heims, CMA-CGM, og í Ham­borg € 230, en vöru­gjöldin eru inni­falin í báðum höfn­um.

Vöru­gjöld

Vöru­gjöld eru mik­il­væg­asti tekju­stofn Faxa­flóa­hafna. Á árinu 2016 voru vöru­gjöld 37,7% tekna Faxa­flóa­hafna, sem námu alls 3,4 millj­örð­um. Hagn­aður árs­ins 2016 var 21,8% tekna.

Í mörgum höfnum erlendis eru vöru­gjöld vöru í gámum inni­falin í THC, en þar sem þau eru inn­heimt sér­stak­lega er oft­ast notuð ein upp­hæð á gám, án til­lits til gám­stærð­ar. Í Árósum er gjaldið € 24,18 á gám. Í Ósló eru inn­heimtar € 17,12 á gám í vöru­gjöld.

Faxa­flóa­hafnir hafa, eins og flestar aðrar hafnir á Íslandi, fimm gjald­skrá­flokka fyrir vöru­gjöld. Fyrstu tveir eru ein­ungis fyrir vöru sem kemur nær alltaf í stór­flutn­inga­skip­um, í heil­förm­um. Fimmti flokkur eru afla­gjöld, 1,27% af virði afl­ans. Hér verður ekki frekar fjallað um þessa flokka.

Vörur sem koma í gámum fara ýmist í þriðja og fjórða flokk. Sjáv­ar­af­urðir og vörur til bygg­ing­ar­fram­kvæmda eru í þriðja flokki þar sem gjaldið er 657 kr. á tonn, og allar aðrar vörur í fjórða flokk þar sem gjaldið er 1.782 kr. á tonn.

Almennt er gengið út frá því að með­al­þungi vöru í TEU sé um 9 tonn. Í þessum útreikn­ingum er reiknað með 8 tonnum á hverja TEU, þá skipt­ingu milli flokka að ¾ fari í þriðja flokk og ¼ í fjórða flokk, og notuð 1,6 TEU til að finna út vöru­gjöld á gám, sem verður þá kr. 12.010.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Sam­kvæmt 18. grein gjald­skrár Faxa­flóa­hafna er fjallað um gjald fyrir „farm­vernd“ (þ.e. fyrir sama verk­svið og ISPS-­gjald skipa­fé­lag­anna), sem er 20% álag á vöru­gjöld.

Hér eru vöru­gjöld í þremur höfnum borin sam­an, Byggt er á vef­setrum skipa­fé­laga og hafn­anna í Ósló og Árósum og reikn­aðri sam­setn­ingu hugs­an­legs með­al­gáms á Íslandi.

Vöru­gjöld á gám óháð stærð

Reykja­vík    € 115         með farm­vernd­ar­á­lagi 

Ósló              € 17 

Árós­ar          € 24

Byggt á gefnum for­sendum eru vöru­gjöld Faxa­flóa­hafna meira en fjórum sinnum dýr­ari en vöru­gjöld í Árósum og sex sinnum dýr­ari en í Ósló.

Á fundi Flutn­inga­hóps sjáv­ar­kla­s­ans nýlega hélt fram­kvæmda­stjóri sam­taka útvegs­manna því fram að það væri 65% munur á kostn­aði við flutn­ing til Asíu frá Álasundi í Nor­egi ann­ars vegar og frá Nes­kaup­stað hins veg­ar. Að vísu eru engar gáma­sigl­ingar til Nes­kaup­staðar og er flutt með bíl til Mjó­eyr­ar­hafn­ar, en mörg skipa­fé­lög bjóða verð frá Álasundi. Gefum okkur að lestuð hafi verið 24 tonn í 40´-gám á báðum stöð­um. Vöru­gjald í Álasundi fyrir frysti­gám á leið til Shang­hai er NOK 375 eða € 39, sam­kvæmt vef­setri skipa­fé­lags­ins CMA CGM. Í Fjarð­ar­byggð er vöru­gjald kr. 14.280 eða € 114 og hjá Faxa­flóa­höfnum 18.921 kr. eða € 151 með farm­vernd­ar­á­lagi, sem er tæp­lega fjórum sinnum gjöldin í Álasundi.

Þegar rætt er um sam­keppn­is­stöðu íslensks útflutn­ings er vert að spyrja hvort ein­hver rétt­læt­an­leg ástæða sé fyrir því að vöru­gjöld fyrir vöru í gámum séu 4–5 sinnum hærri en hjá nágrönnum okk­ar.

Svona til að fá breið­ari mynd þá eru hér tveir aðrir vöru­gjalds­flokkar í þessum þremur höfnum – upp­hæð á tonn í evr­um:

Tafla

Dæmi um sér­hæfða gáma­af­greiðslu í Sunda­höfn

Sér­hæfð gáma­af­greiðsla í Sunda­höfn þarf að hafa nægi­legt land fyrir gáma, og að öllum lík­indum er betra að geyma nýja bíla ann­ars stað­ar. Það þarf land nálægt höfn fyrir við­hald tækja. Það þarf bryggju sem dugir fyrir eðli­lega við­veru gáma­skipa í höfn­inni, og það þarf réttan bún­að.

Beinan hafn­ar­kant þarf fyrir gámakrana á spor­um. Sá kantur yrði á því svæði sem nú er verið að þróa og liggur austan við núver­andi gáma­bryggju Eim­skips og norðan Voga­bakka, gáma­bryggju Sam­skipa. Vega­lengd að meg­in­vöru­húsum félag­anna tveggja yrði svip­að­ur.

Með þessu er Voga­bakki ekki lengur gáma­bryggja.

Sparn­aður við rekstur einnar vel búinnar gáma­af­greiðslu í Reykja­vík kemur fram í þessum þátt­um:

 • Mun minna pláss not­að. 

 • Færri tæki, færra fólk, þar með talið í yfir­stjórn. 

 • Eitt verk­stæði fyrir tæki. 

 • Eitt hlið, minna af fólki. 

 • Mun hrað­ari afgreiðsla skipa.

Magn og land

Spáð er að gáma­fjöldi á árinu 2066 verði 357 þús­und TEU. Með gáma­vall­ar­krönum á hjólum þarf 17 hekt­ara fyrir þetta magn að gefnum for­send­um.

600 metra viðlegu-kantur, 55 metra athafnasvæði og 17 hektarar er meginhlutar gámaafgreiðslu. Punktalínan sýnir legu Sundabrautar. Við bryggju eru sýnd 2.748 TEU-, 1.730 TEU- og 800 TEU-skip, sem er meira en Evrópuflotinn ber í byrjun árs 2018. Ekki er þó endilega mælt með því að allur flotinn sé við bryggju í einu.Um alda­mótin gætu 430 þús­und TEU farið um Sunda­höfn. Með því að auka veltu­hrað­ann aðeins á landið að duga. 17 hekt­arar fyrir gáma­völl er lít­ill hluti lands í Sunda­höfn. Til við­bótar þarf síðan land fyrir við­hald tækja, stjórnun og hlið­vörslu ­Mynd: 600 metra við­leg­u-­kant­ur, 55 metra athafna­svæði og 17 hekt­arar er meg­in­hlutar gáma­af­greiðslu. Punkta­línan sýnir legu Sunda­braut­ar. Við bryggju eru sýnd 2.748 TEU-, 1.730 TEU- og 800 TEU-­skip, sem er meira en Evr­ópu­flot­inn ber í byrjun árs 2018. Ekki er þó endi­lega mælt með því að allur flot­inn sé við bryggju í einu.

Til að losa og lesta skip á sem skemmstum tíma væri æski­leg­ast að hafa fjóra gámakrana á spor­um: Til að raða gámum og geyma á gáma­velli þarf 2–3 gáma­vallakrana á hjólum á hvern skipskrana. Þá þarf tæki til að flytja gáma frá skipi að stæð­um.

Í nútíma­höfnum er stefnt að því að reka öll slík tæki á eins sjálf­virkan hátt og hægt er. Í stjórn­stöð er fylgst með tækjum og krönum er stýrt þegar þarf við stjórn­borð með skjáum sem gefa fulla sýn yfir athafna­svæð­ið. Allur þessi bún­aður er raf­knú­inn, beint og með raf­hlöð­um. Ekki þarf nema um helm­ing þess mann­afla sem nú er að störf­um, og flest störf verða „inni­vinna“.

Kostn­aður við fjár­fest­ingu og rekstur yrði lík­leg­ast í kringum € 50 á fluttan gám. Allt bendir til að sér­hæft fyr­ir­tæki í gáma­af­greiðslu gæti boðið gjald­skrá sem ekki hærri en sú í Árósum og greiddi Faxa­flóa­höfnum jafn­framt drjúga leigu fyrir aðstöð­una.

Komur til Reykja­víkur 2017

Um þessar mundir eru 7 viku­legar við­komur gáma­skipa („leið­ir“ í töfl­unn­i), frá 505 TEU til 1.457 TEU að stærð með sam­an­lagða burð­ar­getu um það bil 5.300 TEU. Á árinu voru að jafn­aði flutt rúm­lega 6.700 TEU um Faxa­flóa­hafnir á viku, 3.350 inn og 3.350 út, í ein­föld­uðu máli. Sex leið­anna eru til og frá Evr­ópu og ein til og frá Banda­ríkj­un­um.

Hér verður sjónum beint að Evr­ópu­sigl­ing­unum og sýndur ann­ars vegar sá tími sem dvalist er í Reykja­vík og hins vegar heild­ar­tími innan Reykja­vík­ur­svæð­is­ins.

Tafla

Arnarfell - olíunotkun

Hraði og olíu­notkun

Til að draga úr kostn­aði er í sigl­ingum leit­ast við verja sem minnstum tíma í höfn til að geta siglt á minni hraða, eins og sjá má á þess­ari skýr­ing­ar­mynd sem byggð er á þriðja­veld­is­reglu.

Hröð og örugg afgreiðsla skipa í Reykja­vík leiðir til minni olíu­notk­unar og minni meng­un­ar. Ekki þarf að spyrja um minni olíu­kostn­að. Eft­ir­tekt­ar­verður er mun­ur­inn á olíu­notkun Arn­ar­fells við 15 hnúta hraða í stað 17 hnúta – minnkar um þriðj­ung.

Bún­að­ur­inn sem getið er að ofan dugir til að losa og lesta skipin að ofan á sam­tals 40 stundum við með­al­að­stæð­ur. Sé flutn­ing­ur­inn er 50% meiri duga 60 tím­ar.

Nið­ur­stöður

Sér­hæfð gáma­af­greiðsla sparar stórfé og tryggir öllum skipum hraða afgreiðslu. Í samn­ingi við slíkt fyr­ir­tæki verður að gera ráð fyrir að a) gjöld verði ekki hærri en í Árósum, b) greidd verði hærri leiga til hafn­ar­inn­ar, miklu hærri en nú.

Með veru­lega hærri lóða­leigu og sam­keppn­is­að­gerðum yfir­valda þarf að gera ein­okun skipa­fé­lag­anna, og eigin rekstur gáma­af­greiðslu, dýr­ari og óaðl­að­andi eða ómögu­leg­an.

Með sér­hæfðri gáma­af­greiðslu í Sunda­höfn geta verið þar til ráð­stöf­unar í náinni fram­tíð 30–40 hekt­ar­ar, sem nýta má á marga vegu. Mögu­leiki skap­ast til að auka enn við íbúð­ar­byggð báðum megin við Sunda­höfn, í Voga­byggð í suðri og við Laug­ar­nes í norðri.

Gáma­af­greiðsla stendur ekki í vegi fyrir brú vegna Sunda­brautar norðan við Holta­garða.

Ekki er að sjá neina rétt­læt­ingu fyrir mjög háum vöru­gjöld­um. Til að lækka vöru­gjöldin er á hinn bóg­inn eðli­legt að aðrir not­endur hafn­ar­innar borgi meira fyrir þá þjón­ustu og aðstöðu en nú er.

Það vantar sam­keppni í alvöru. Erlend skipa­fé­lög og flutn­ings­miðl­arar þurfa að geta verið með á íslenskum flutn­inga­mark­aði.

Það þarf upp­lýsta umræðu um flutn­inga, um verð á flutn­inga­þjón­ustu og um stefnu í flutn­inga­mál­um. Það er óþarfi að stöðugt sé talað um hátt verð hjá skipa­fé­lög­unum af því menn vita ekki bet­ur.

Í stefnu í sam­göngu- og flutn­inga­málum þarf að sjá til þess að flutn­ingur – til lands­ins og frá en ekki síður inn­an­lands – verði eins hag­kvæmur og kostur er, og að veitt sé sú þjón­usta sem atvinnu­veg­irnir og almenn­ingur eru til­búnir að borga fyr­ir. Leitað verði leiða til að sem mest nýt­ing fáist á skip, land og tæki sem notuð eru, og stefnt að því að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verði sem allra minnstri. Rík­is­valdið er málsvari not­enda og neyt­enda og sér til þess að tölu­legar upp­lýs­ingar um flæði og kostnað liggi frammi. Mark­að­ur­inn verði opinn, og upp­lýs­ingar svo aðgengi­legar að eng­inn þurfi að hafa það á til­finn­ing­unni að hann hafi ekki fengið sann­gjarnt verð fyrir flutn­ing. Komið í veg fyrir mis­munun í verði þjón­ustu sem skýrist ekki af þjón­ustu­stigi.

Sér­hæfð gáma­af­greiðsla krefst miklu minna lands en nú er í notk­un. Rétt er að laga skipu­lag og land­notkun að því. Skip, ekki bara gáma­skip­in, verða færri og stærri, og er ekki séð fyrir end­ann á þeirri þró­un. Skipu­lag hafn­ar­innar hlýtur að taka mið af því.

Að lokum

Nafn COSCO er aðeins notað hér vegna þess hversu líkt það hljómar og COSTCO. Höf­undur er eng­inn aðdá­andi COSCO og tekur lík­legt að Maersk eða CMA-CGM gæti rennt hýru auga til Íslenska flutn­inga­mark­að­ar­ins, því bæði félögin fjár­festa umtals­vert í nýjum skipum fyrir flutn­inga innan Evr­ópu, sem byggð eru fyrir 45 feta gáma sem eru 250 cm á breidd. Það kemst meira í slíka gáma sem sparar kostnað við inn­an­lands­flutn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar