Hnattvæðing, áhrif frjálshyggjunnar og lýðræðið

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist fyrsti hluti af fjórum.

Auglýsing

Það dylst fáum sem um fjalla, að vestrænt lýðræði og viðtekin frjálslynd stjórnmálahugsun eiga í vök að verjast. Ógnarjafnvægi kaldastríðsins og niðurmúruð landamæri höfðu fest vestræna, frjálslynda heimsmynd í sessi, hérna megin múrsins. Pólarnir tveir sem allt snerist um hurfu. Ný söguleg hreyfiöfl fóru á stjá. Heimsmyndin ruglaðist, þjóðernishyggja, hryðjuverk og stríð komust á dagskrá. Sterkar popúliskar hreyfingar beggja vegna Atlantshafs heimta nýja múra og varin landamæri. Í stað frjálslynds lýðræðis er hrópað á ófrjálslynda stjórnarhætti.

Þessi framvinda hefur ekki farið framhjá okkur Íslendingum, þótt nokkuð  með öðrum hætti en á meginlandi álfunnar, þar sem boðaföll flóttamanna- og búsetuflutninga hafa ekki skollið á hér, og ýtt undir enn róttækara lýðskrum en þó hefur gert vart við sig. Megin drættir eru þó sambærilegir, enda erum við grein af sama meiði. Því er nauðsynlegt að átta sig á þeim straumum sem móta nokkuð ástandið í álfunni. Hver veit nema þeir eigi eftir að banka uppá hjá okkur síðar.

Rekja má upphaf hnignunar frjálslyndrar lýðræðishugsunar allt aftur til áttunda áratugs liðinnar aldar, þegar nýfrjálshyggjan ruddi sér til rúms, sem enn eitt afbrigði hins kapítalíska hagkerfis. Frjókornið var til staðar í viðskiptalífinu en háskólasamfélagið var fljótt að taka við sér og útbreiða fagnaðarerindið. Með tilkomu nýfrjálshyggjunnar uxu lítt skattlagðar fjármagnstekjur verulega og þar með ójöfnuður bæði auðs, tekna og tækifæra innan vestrænna samfélaga. Þegar við bættist glæfraleg spákaupmennska með óræða fjármagnspakka margfaldaði misvægið enn frekar. Samfélagið heldur fjármagns- og auðlindatekjum í verndandi sóttkví. Auðvitað er það fáránlegt, að skatthlutfall af vinnutekjum sé um helmingi hærra en af fjármagns- og auðlindatekjum. Þegar nýfrjálshyggjan reið í garð voru fáar ef nokkrar umferðar- eða eftirlitsreglur til staðar á mörkuðunum. Öflugasti boðskapur nýfrjálshyggjunnar var jú, að hafa allt sem frjálsast og halda hrammi ríkisafskipta sem lengst í burtu. Markaðurinn átti að sjá um að skipuleggja og stjórna hnattrænum hagstraumum, þar með talið fjármagnsflæðinu. Það reyndist villandi vafurlogi.

Auglýsing

Tímar umbreytinga

Í samræmi við eðli nýfrjálshyggjunnar afsöluðu þjóðríki heimsins sér rétti sínum til að hafa eftirlit með og skapa heilbrigða umgerð um alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Þetta hnattvæddi fjármálamarkaðina enn frekar. Stjarnfræðilega háar upphæðir fjármuna hringsóluðu um hnöttinn með leifturhraða. Forræði dollarans sem heimsgjaldmiðill gerði bandarískum auðfélögum auðvelt að selja ógrynni skuldaviðurkenninga út um allt. Bretar stofnuðu aflands- og skattaskjól á flest öllum eylendum sínum,  til að koma skjótfengum ofsagróða í var og í framhaldi, til ávöxtunar í London. Íslenskir fjárfestar og bankar nýttu sér þetta samviskusamlega og hulduhrútuðust með fé sitt í pakkaferðum til Tortóla. Eftir fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétríkjanna 1989/91 jókst enn hraði óbeislaðrar hnattvæðingar, því engin ógn stafaði lengur af ríkissósíalisma, og nýfrjáls lönd opnuðu faðm sinn fyrir erlendu fjármagni. Á hliðarspori við þetta brast internet-byltingin á, þar sem hver og einn tölvunotandi gat breyst í fréttastofu, sem leiddi m.a. til þess að hefðbundin fjölmiðlun glataði forræði sínu við að útskýra og túlka tíðarandann og greina samfélagslega atburði. Fylgifiskur valdatöku samfélagsmiðlanna var sá, að mörkin milli raunupplýsinga og falsupplýsinga máðust út. Það síðarnefnda varð að gróðrarstíu herskárs lýðskrums (popúlisma), sem hafði fortíðina að leiðarljósi. Samhliða þessu fór ímyndað sjálfstýrikerfi hnattvæddra fjármagnsmarkaða úr skorðum. Þeir urðu enn viðkvæmari fyrir umliggjandi óvissu og óstöðugleika  sem, vegna skorts á lýðræðislegu aðhaldi, leiddi til óhagkvæmis og stigmagnandi áhættusamrar spákaupmennsku. Hrun hins hnattvædda fjármálakerfisins var skammt undan. Hér heima var áhuga- og/eða getuleysi stjórnvalda til að semja reglur og koma á fót virku eftirliti augljóst. Stjórnvöld gátu vandræðalítið komið í veg fyrir stofnun Icesave útbúanna 2006 og 2008. Það var ekki gert, þrátt fyrir alvarlegar aðvaranir að utan. Stigmögnun Icesave málsins hafði sterkari pólitískar rætur en fjármálalegar. Ekki endilega glæsilegasta tímabil lýðveldissögunnar.

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar