Þurfa að framvísa gögnum sem staðfesta raunverulegan eiganda

Íslensk félög hafa rúman mánuð til skila inn upplýsingum til skattyfirvalda um raunverulega eigendur sína. Lögum var breytt í fyrra til að kalla fram raunverulegt eignarhald þar sem það er mögulega falið. Það var liður í auknum vörnum gegn peningaþvætti.

Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis hafa átt auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis hafa átt auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Auglýsing

Öll skrán­ing­ar­skyld félög á Íslandi þurfa að upp­lýsa um nafn, lög­heim­ili, kenni­tölu (eða TIN-­númer ef um erlendan rík­is­borg­ara er að ræða), rík­is­fang eig­enda sinna til rík­is­skatts­stjóra, sem ný er hluti af hinni nýju stofnun Skatt­in­um, fyrir 1. mars næst­kom­andi. Auk þess þurfa þeir sem skrán­ingin á við að gera grein fyrir eign­ar­hlut, teg­und eign­ar­halds og atkvæða­vægi við­kom­andi auk þess sem það þarf að fram­vísa gögnum sem stað­festa þær upp­lýs­ingar sem veittar eru og „sýna fram á að við­kom­andi sé raun­veru­legur eig­and­i“.

Þetta kemur fram í frétt á vef rík­is­skatt­stjóra þar sem minnt er á að skrá­setn­ing raun­veru­legra eig­enda hefur loks verið fest í lög. Þar segir enn fremur að lög­að­ilar sem lögin ná til séu sjálfir ábyrgir fyrir því að afla upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur sína. „Leiki vafi á því hver telst raun­veru­legur eig­andi skrán­ing­ar­skylds lög­að­ila skal leita ráða hjá utan­að­kom­andi fag­að­ila, s.s. lög­manni, lög­giltum end­ur­skoð­anda eða end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki.“

Lög sem flýttu fresti sem félög hafa til þess að upp­lýsa um raun­veru­lega eig­endur sína til 1. mars næst­kom­andi voru sam­þykkt skömmu fyrir síð­ustu jól. 

Flýtt vegna gráa list­ans

Þegar voru í gildi kvaðir um að upp­lýsa um raun­veru­lega eig­endur þegar nýtt félag er stofn­að. Þær hafa verið í gildi frá 30. ágúst síð­ast­liðnum og frá 1. des­em­ber hefur verið hægt að senda upp­lýs­ingar um hverjir þeir eru með raf­rænum hætti til rík­is­skatt­stjóra.

Auglýsing
Upphaflega stóð til að gefa öðrum félög­um, þ.e. þeim sem þegar eru í rekstri, frest til 1. des­em­ber 2019 til að koma upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur til emb­ættis rík­is­skatt­stjóra. hefði sá frestur haldið ætti rík­is­skatt­stjóri því að vera kom­inn með allar upp­lýs­ingar um eig­endur félaga sem starfa á Íslandi, ef allir fylgdu lög­un­um. 

Ákveðið var að flýta þeim frest eftir að alþjóð­legur vinnu­hópur um um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), setti Ísland á gráan lista fyrir að bregð­ast ekki nægi­lega vel við fjöl­mörgum athuga­semdum sam­tak­anna um brotala­mir í vörnum gegn pen­inga­þvætti á Ísland­i. 

Ein af athuga­semd­unum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raun­veru­legum eig­endum félaga á Ísland­i. 

Brotala­mir í eft­ir­liti banka

Á Íslandi hefur verið hægt að kom­­ast upp með það að fela eign­­ar­hald félaga, með ýmsum leið­­um. Ein sú algeng leið var fólgin í því að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi félaga er. 

Hér á landi hefur slíkt eft­ir­lit aðal­lega verið á hendi banka. Í kjöl­far þess að FATF gerði úttekt á Íslandi, og skil­aði þeirri nið­ur­stöðu vorið 2018 að eft­ir­lit Íslands með pen­inga­þvætti fengi fall­ein­kunn, þá hóf Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) að gera athug­anir á íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og getu þeirra til að verj­ast pen­inga­þvætt­i. 

Nið­ur­stað­an, sem birt var helg­ina fyrir jólin 2019, var sú að Fjár­mála­eft­ir­litið gerði athuga­semdir við mat allra íslensku við­skipta­bank­anna á upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur fjár­muna eða félaga sem eru, eða hafa ver­ið, í við­skiptum við þá. Í nið­ur­stöðum eft­ir­lits­ins á athugun eft­ir­lits­ins á pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra voru gerðar athuga­semdir við þeir hafi ekki metið upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur með sjálf­stæðum hætti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent