Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðferðir Samherja

„Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu,“ segir í ályktun BÍ hvar félagið fordæmir aðferðir Samherja.

Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands for­dæmir þær aðferðir sem Sam­herji hefur beitt til þess að gera frétta­flutn­ing af mál­efnum fyr­ir­tæk­is­ins tor­tryggi­leg­an. Stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins sam­þykkti ályktun þess efnis á fundi sínum í dag. Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins, skrifar undir álykt­un­ina fyrir hönd stjórn­ar.„Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands lýsir furðu sinni á til­raunum útgerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja til þess að gera frétta­flutn­ing af mál­efnum fyr­ir­tæk­is­ins tor­tryggi­legan og for­dæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæm­andi fyr­ir­tæk­inu og því mik­il­væga hlut­verki sem það gegnir í íslensku atvinnu­lífi, hlut­verk sem því hefur verið falið af lýð­ræð­is­legum stofn­unum sam­fé­lags­ins. Það er einmitt það hlut­verk sem gerir ítar­lega og gagn­rýna umfjöllun um starf­semi þess alger­lega nauð­syn­lega,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Fyr­ir­tækið þurfi að sætta sig við gagn­rýna umræðu

Þar segir einnig að fyr­ir­tækið ætti að fagna allri umfjöllun um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og þeim tæki­færum sem það gefur til að útskýra þau sjón­ar­mið sem liggja starf­sem­inni til grund­vall­ar, „en ekki að bregð­ast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lág­kúru, þar sem vegið er að trú­verð­ug­leika íslenskra fjöl­miðla og fjöl­miðla­manna.“

Auglýsing


Líkt og önnur stór­fyr­ir­tæki þurfi Sam­herji að sætta sig við gagn­rýna umræðu og það aðhald sem fjöl­miðlum er skylt að veita í mál­efnum sem varða allan almenn­ing að mati Blaða­manna­fé­lags­ins. Í álykt­un­inni er einnig bent á að stjórn­valds­stofn­anir töldu til­efni til að taka fyr­ir­tækið til rann­sóknar vegna máls­ins sem um ræð­ir.

For­dæma­lausar aðferðir

„Fjöl­miðlum er að sjálf­sögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem lið­inn er síðan hefur fyr­ir­tækið og for­svars­menn þess haft ótelj­andi mögu­leika á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi eða grípa til ann­arra ráða sem þeim eru til­tæk að lög­um. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, for­dæma­lausar í íslensku sam­fé­lagi og miða að því að fæla fjöl­miðla frá því að fjalla um mál sem aug­ljóst erindi eiga til almenn­ings,“ segir í álykt­un­inni.Undir lok álykt­un­ar­innar segir að það sé ekki nýtt að fjár­sterkir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki kveikni sér undan fjöl­miðlaum­fjöllun og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veit­ir. Þá er bent á að hefð­bundnir fjöl­miðlar séu hryggjar­stykkið í lýð­ræð­is­legri umræðu og „þegar vegið er að þeim með órök­studdum dylgjum er vegið að tján­ing­ar­frels­inu sjálfu.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent