Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðferðir Samherja

„Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu,“ segir í ályktun BÍ hvar félagið fordæmir aðferðir Samherja.

Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands for­dæmir þær aðferðir sem Sam­herji hefur beitt til þess að gera frétta­flutn­ing af mál­efnum fyr­ir­tæk­is­ins tor­tryggi­leg­an. Stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins sam­þykkti ályktun þess efnis á fundi sínum í dag. Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins, skrifar undir álykt­un­ina fyrir hönd stjórn­ar.„Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands lýsir furðu sinni á til­raunum útgerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja til þess að gera frétta­flutn­ing af mál­efnum fyr­ir­tæk­is­ins tor­tryggi­legan og for­dæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæm­andi fyr­ir­tæk­inu og því mik­il­væga hlut­verki sem það gegnir í íslensku atvinnu­lífi, hlut­verk sem því hefur verið falið af lýð­ræð­is­legum stofn­unum sam­fé­lags­ins. Það er einmitt það hlut­verk sem gerir ítar­lega og gagn­rýna umfjöllun um starf­semi þess alger­lega nauð­syn­lega,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Fyr­ir­tækið þurfi að sætta sig við gagn­rýna umræðu

Þar segir einnig að fyr­ir­tækið ætti að fagna allri umfjöllun um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og þeim tæki­færum sem það gefur til að útskýra þau sjón­ar­mið sem liggja starf­sem­inni til grund­vall­ar, „en ekki að bregð­ast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lág­kúru, þar sem vegið er að trú­verð­ug­leika íslenskra fjöl­miðla og fjöl­miðla­manna.“

Auglýsing


Líkt og önnur stór­fyr­ir­tæki þurfi Sam­herji að sætta sig við gagn­rýna umræðu og það aðhald sem fjöl­miðlum er skylt að veita í mál­efnum sem varða allan almenn­ing að mati Blaða­manna­fé­lags­ins. Í álykt­un­inni er einnig bent á að stjórn­valds­stofn­anir töldu til­efni til að taka fyr­ir­tækið til rann­sóknar vegna máls­ins sem um ræð­ir.

For­dæma­lausar aðferðir

„Fjöl­miðlum er að sjálf­sögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem lið­inn er síðan hefur fyr­ir­tækið og for­svars­menn þess haft ótelj­andi mögu­leika á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi eða grípa til ann­arra ráða sem þeim eru til­tæk að lög­um. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, for­dæma­lausar í íslensku sam­fé­lagi og miða að því að fæla fjöl­miðla frá því að fjalla um mál sem aug­ljóst erindi eiga til almenn­ings,“ segir í álykt­un­inni.Undir lok álykt­un­ar­innar segir að það sé ekki nýtt að fjár­sterkir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki kveikni sér undan fjöl­miðlaum­fjöllun og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veit­ir. Þá er bent á að hefð­bundnir fjöl­miðlar séu hryggjar­stykkið í lýð­ræð­is­legri umræðu og „þegar vegið er að þeim með órök­studdum dylgjum er vegið að tján­ing­ar­frels­inu sjálfu.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent