Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú

Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur ekki enn svarað spurn­ingum Kjarn­ans sem lúta að breyttri skrán­ingu þriggja tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins sem not­aðir voru í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, þrátt fyrir að blaða­maður hafi í tvígang ítrekað fyr­ir­spurn­ina sína síðan þá. Spurn­ing­arnar voru sendar 25. júlí.

Kjarn­inn sagði frá því þann sama dag að ýmist nöfnum eða skrán­ingu togar­anna Sögu, Geysis og Heinaste hefði verið breytt, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum sem finna má í gagna­grunni vef­síð­unnar Mar­ine Traffic.

Er fyr­ir­spurnin var ítrekuð í fyrra skiptið 28. júlí feng­ust þau svör frá Sam­herja að fyr­ir­spurnin væri mót­tekin og væri til skoð­unar þar inn­an­húss. Aftur var fyr­ir­spurnin ítrekuð þann 6. ágúst en engin svör hafa borist síð­an.

Tvö sigldu frá Namibíu fyrr á árinu

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóra Sam­herja, fjall­aði um stöðu Sögu og Geysis í færslu á vef Sam­herja 6. febr­ú­ar. Þá sagði hann að Saga væri á leið í slipp vegna tíma­bærs við­halds og að Geysir væri við veiðar við strendur Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­ur­fyr­ir­tækjum Sam­herja hefði fengið kvóta fyrir skipið í Namib­íu.

Auglýsing
 

Dag­ana á undan höfðu namibískir fjöl­miðlar greint frá því að namibíska spill­ing­­ar­lög­reglan hefði lagt til við þar­­lend stjórn­­völd að tog­­ur­unum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lög­­­reglu yrði gert við­vart, og því að skip­verjar hefðu fengið boð um að sækja eigur sínar í tog­ar­ana með litlum fyr­ir­vara.

Í sömu færslu sagði for­stjór­inn einnig að allar ákvarð­an­ir, sem tengd­ust því að Sam­herji væri að hætta rekstri í Namib­íu, yrðu teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd. „Greint verður opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­u­m,“ sagði Björgólf­ur.

Sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic hefur ekki feng­ist stað­setn­ing­ar­merki á Sögu, sem nú virð­ist heita Vasiliy Fil­ippov, síðan 24. júlí þegar skipið var statt í Las Palmas á Kanarí­eyj­um, en Geys­ir, sem nú heitir Gal­le­on, er enn við veiðar í lög­sögu Márit­an­íu.

Nokkrar spurn­ingar

Spurn­ingar Kjarn­ans, sem Sam­herji hefur enn ekki svar­að, lúta að því hvort ein­hverjar breyt­ingar hafi orðið á eign­ar­haldi skip­anna og af hverju ýmist nöfnum þeirra eða skrán­ing­ar­landi hefði verið breytt, en öll skipin þrjú eru nú skráð undir bel­ísku flaggi sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic.

Þá spurði blaða­maður einnig hvort útlit væri fyrir að þessi skip myndu halda aftur til veiða í namibískri lög­sögu, en það verður þó að telj­ast afar ólík­legt þar sem Sam­herji segir nú að félög tengd sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu hafi hætt starf­semi í Namibíu á árinu 2019.

Einnig spurði blaða­maður fyr­ir­tækið tíð­inda af kyrr­setn­ing­ar­máli Heinaste og hvort eitt­hvað hefði gengið að fá þeirri ákvörðun namibískra yfir­valda hnekkt, en 7. febr­úar var tog­ar­inn kyrr­settur á grund­velli ákvæða namibískra laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, ein­ungis tveimur sól­ar­hringum eftir að fyrri kyrr­setn­ingu skips­ins vegna brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni hafði verið aflétt.

„Við teljum að end­­ur­nýjuð kyrr­­setn­ing skips­ins stand­ist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­­syn kref­­ur,“ sagði for­­stjóri Sam­herja í yfir­­lýs­ingu á vef sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæk­is­ins 10. febr­­úar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu máls­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent