Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú

Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni
Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur ekki enn svarað spurningum Kjarnans sem lúta að breyttri skráningu þriggja togara fyrirtækisins sem notaðir voru í starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, þrátt fyrir að blaðamaður hafi í tvígang ítrekað fyrirspurnina sína síðan þá. Spurningarnar voru sendar 25. júlí.

Kjarninn sagði frá því þann sama dag að ýmist nöfnum eða skráningu togaranna Sögu, Geysis og Heinaste hefði verið breytt, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sem finna má í gagnagrunni vefsíðunnar Marine Traffic.

Er fyrirspurnin var ítrekuð í fyrra skiptið 28. júlí fengust þau svör frá Samherja að fyrirspurnin væri móttekin og væri til skoðunar þar innanhúss. Aftur var fyrirspurnin ítrekuð þann 6. ágúst en engin svör hafa borist síðan.

Tvö sigldu frá Namibíu fyrr á árinu

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóra Samherja, fjallaði um stöðu Sögu og Geysis í færslu á vef Samherja 6. febrúar. Þá sagði hann að Saga væri á leið í slipp vegna tímabærs viðhalds og að Geysir væri við veiðar við strendur Máritaníu þar sem ekkert af dótturfyrirtækjum Samherja hefði fengið kvóta fyrir skipið í Namibíu.

Auglýsing
 

Dagana á undan höfðu namibískir fjöl­miðlar greint frá því að namibíska spill­ing­ar­lög­reglan hefði lagt til við þar­lend stjórn­völd að tog­ur­unum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lög­reglu yrði gert við­vart, og því að skipverjar hefðu fengið boð um að sækja eigur sínar í togarana með litlum fyrirvara.

Í sömu færslu sagði forstjórinn einnig að allar ákvarðanir, sem tengdust því að Samherji væri að hætta rekstri í Namibíu, yrðu teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld. „Greint verður opinberlega frá framvindu málsins jafnóðum,“ sagði Björgólfur.

Samkvæmt vef Marine Traffic hefur ekki fengist staðsetningarmerki á Sögu, sem nú virðist heita Vasiliy Filippov, síðan 24. júlí þegar skipið var statt í Las Palmas á Kanaríeyjum, en Geysir, sem nú heitir Galleon, er enn við veiðar í lögsögu Máritaníu.

Nokkrar spurningar

Spurningar Kjarnans, sem Samherji hefur enn ekki svarað, lúta að því hvort einhverjar breytingar hafi orðið á eignarhaldi skipanna og af hverju ýmist nöfnum þeirra eða skráningarlandi hefði verið breytt, en öll skipin þrjú eru nú skráð undir belísku flaggi samkvæmt vef Marine Traffic.

Þá spurði blaðamaður einnig hvort útlit væri fyrir að þessi skip myndu halda aftur til veiða í namibískri lögsögu, en það verður þó að teljast afar ólíklegt þar sem Samherji segir nú að félög tengd sjávarútvegsfyrirtækinu hafi hætt starfsemi í Namibíu á árinu 2019.

Einnig spurði blaðamaður fyrirtækið tíðinda af kyrrsetningarmáli Heinaste og hvort eitthvað hefði gengið að fá þeirri ákvörðun namibískra yfirvalda hnekkt, en 7. febrúar var togarinn kyrrsettur á grundvelli ákvæða namibískra laga um skipulagða glæpastarfsemi, einungis tveimur sólarhringum eftir að fyrri kyrrsetningu skipsins vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni hafði verið aflétt.

„Við teljum að end­ur­nýjuð kyrr­setn­ing skips­ins stand­ist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­syn kref­ur,“ sagði for­stjóri Sam­herja í yfir­lýs­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins 10. febr­úar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu máls­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent