Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú

Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji hefur ekki enn svarað spurn­ingum Kjarn­ans sem lúta að breyttri skrán­ingu þriggja tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins sem not­aðir voru í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, þrátt fyrir að blaða­maður hafi í tvígang ítrekað fyr­ir­spurn­ina sína síðan þá. Spurn­ing­arnar voru sendar 25. júlí.

Kjarn­inn sagði frá því þann sama dag að ýmist nöfnum eða skrán­ingu togar­anna Sögu, Geysis og Heinaste hefði verið breytt, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum sem finna má í gagna­grunni vef­síð­unnar Mar­ine Traffic.

Er fyr­ir­spurnin var ítrekuð í fyrra skiptið 28. júlí feng­ust þau svör frá Sam­herja að fyr­ir­spurnin væri mót­tekin og væri til skoð­unar þar inn­an­húss. Aftur var fyr­ir­spurnin ítrekuð þann 6. ágúst en engin svör hafa borist síð­an.

Tvö sigldu frá Namibíu fyrr á árinu

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóra Sam­herja, fjall­aði um stöðu Sögu og Geysis í færslu á vef Sam­herja 6. febr­ú­ar. Þá sagði hann að Saga væri á leið í slipp vegna tíma­bærs við­halds og að Geysir væri við veiðar við strendur Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­ur­fyr­ir­tækjum Sam­herja hefði fengið kvóta fyrir skipið í Namib­íu.

Auglýsing
 

Dag­ana á undan höfðu namibískir fjöl­miðlar greint frá því að namibíska spill­ing­­ar­lög­reglan hefði lagt til við þar­­lend stjórn­­völd að tog­­ur­unum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lög­­­reglu yrði gert við­vart, og því að skip­verjar hefðu fengið boð um að sækja eigur sínar í tog­ar­ana með litlum fyr­ir­vara.

Í sömu færslu sagði for­stjór­inn einnig að allar ákvarð­an­ir, sem tengd­ust því að Sam­herji væri að hætta rekstri í Namib­íu, yrðu teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd. „Greint verður opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­u­m,“ sagði Björgólf­ur.

Sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic hefur ekki feng­ist stað­setn­ing­ar­merki á Sögu, sem nú virð­ist heita Vasiliy Fil­ippov, síðan 24. júlí þegar skipið var statt í Las Palmas á Kanarí­eyj­um, en Geys­ir, sem nú heitir Gal­le­on, er enn við veiðar í lög­sögu Márit­an­íu.

Nokkrar spurn­ingar

Spurn­ingar Kjarn­ans, sem Sam­herji hefur enn ekki svar­að, lúta að því hvort ein­hverjar breyt­ingar hafi orðið á eign­ar­haldi skip­anna og af hverju ýmist nöfnum þeirra eða skrán­ing­ar­landi hefði verið breytt, en öll skipin þrjú eru nú skráð undir bel­ísku flaggi sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic.

Þá spurði blaða­maður einnig hvort útlit væri fyrir að þessi skip myndu halda aftur til veiða í namibískri lög­sögu, en það verður þó að telj­ast afar ólík­legt þar sem Sam­herji segir nú að félög tengd sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu hafi hætt starf­semi í Namibíu á árinu 2019.

Einnig spurði blaða­maður fyr­ir­tækið tíð­inda af kyrr­setn­ing­ar­máli Heinaste og hvort eitt­hvað hefði gengið að fá þeirri ákvörðun namibískra yfir­valda hnekkt, en 7. febr­úar var tog­ar­inn kyrr­settur á grund­velli ákvæða namibískra laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, ein­ungis tveimur sól­ar­hringum eftir að fyrri kyrr­setn­ingu skips­ins vegna brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni hafði verið aflétt.

„Við teljum að end­­ur­nýjuð kyrr­­setn­ing skips­ins stand­ist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­­syn kref­­ur,“ sagði for­­stjóri Sam­herja í yfir­­lýs­ingu á vef sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæk­is­ins 10. febr­­úar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent