Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána

Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.

Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Auglýsing

Heinaste, Geysir og Saga hétu verksmiðjutogararnir þrír sem Samherjasamstæðan hefur notað í starfsemi sinni í Namibíu á undanförnum árum. Nú heita þessi skip hins vegar Heinaste, Galleon og Vasiliy Filippov og eru öll skráð með heimahöfn í Belísborg í mið-ameríska smáríkinu Belís, fyrir botni Karíbahafs.

Heinaste, eina Samherjaskipið sem enn er staðsett í Namibíu, er því ekki lengur undir namibískum fána, en samkvæmt skipaskráningarsíðunni Marine Traffic er skipið nú skráð í Belís. Skipið var kyrrsett af namibískum yfirvöldum vegna ólöglegra veiða seint á síðasta ári og íslenskur skipstjóri þess settur í farbann.

Farbanni skipstjórans lauk í byrjun febrúar með um það bil átta milljóna króna sektargreiðslu og kyrrsetningunni var sömuleiðinn aflétt með dómsúrskurði, en togarinn var síðan kyrrsettur á ný 7. febrúar. 

Kjarninn greindi frá því þá að síðari kyrrsetningin væri á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi, en ekki vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni eins og í fyrra skiptið. Skipið er staðsett við bryggju í Walvis Bay í Namibíu.

Auglýsing

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ sagði Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja í yfirlýsingu á vef sjávarútvegsfyrirtækisins 10. febrúar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu málsins. 

Ekkert hefur orðið af áformum Samherja um að selja skipið eða leigja það áfram til namibískra aðila sem gætu nýtt skipið til útgerðar við strendur Namibíu, eins og fyrirtækið hafði lýst yfir að það vildi gera.

Skipin sem sigldu á brott komin með ný nöfn

Heinaste heldur sínu nafni og plássi við höfnina í Walvis Bay, en hið sama á ekki við um Sögu og Geysi, hin skipin í eigu félaga Samherjasamstæðunnar sem áður fiskuðu við strendur Namibíu.

Þau sigldu á brott frá landinu í lok janúar og byrjun febrúar, að því er virðist í nokkrum flýti, en namibískir fjölmiðlar greindu frá því á þeim tíma að namibíska spillingarlögreglan hefði lagt til við þarlend stjórnvöld að togurunum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lögreglu yrði gert viðvart.

Saga (Vasiliy Filippov) enn á Kanarí

Fjallað var um það að sjómennirnir á Sögu, alls um 120 talsins, hefðu fengið sms-skilaboð á síðustu dögum janúarmánaðar um að sækja eigur sínar um borð í togarann án tafar, þar sem Saga væri á leiðinni í slipp á Kanaríeyjum, en í yfirlýsingu á vef Samherja 6. febrúar sagði að viðhaldsvinnan hefði staðið til lengi. 

Saga sigldi áður undir namibískum fána.Á Kanaríeyjum, nánar tiltekið í Las Palmas, er skipið enn. Það heitir reyndar ekki lengur Saga, heldur Vasiliy Filippov. Það er heldur ekki lengur skráð í Namibíu, heldur siglir nú undir belískum fána. Ljóst er samkvæmt upplýsingum á vef Marine Traffic að stutt er síðan að það breyttist.

Geysir (Galleon) við veiðar úti fyrir Máritaníu

Namibískir fjölmiðlar sögðu Geysi hafa siglt skyndilega úr lögsögu landsins 2. febrúar, með þau skilaboð til um það bil 100 áhafnarmeðlima að skipið kæmi til baka þegar það fengi úthlutað nýjum kvóta í namibískri lögsögu.

Þessa dagana er Geysir, sem nú heitir reyndar Galleon, við veiðar út af vesturströnd Afríkuríkisins Máritaníu. Skipið hefur siglt undir belískum fána undanfarin ár og engin breyting hefur orðið þar á, samkvæmt vef Marine Traffic.

Kjarninn hefur sent fyrirspurn á Samherja um þessar breytingar á nöfnum og skráningu skipanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent