Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána

Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.

Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Auglýsing

Heina­ste, Geysir og Saga hétu verk­smiðju­tog­ar­arnir þrír sem Sam­herj­a­sam­stæðan hefur notað í starf­semi sinni í Namibíu á und­an­förnum árum. Nú heita þessi skip hins vegar Heina­ste, Gal­leon og Vasiliy Fil­ippov og eru öll skráð með heima­höfn í Belís­borg í mið-am­er­íska smá­rík­inu Belís, fyrir botni Karí­ba­hafs.

Heina­ste, eina Sam­herj­a­skipið sem enn er stað­sett í Namib­íu, er því ekki lengur undir namibískum fána, en sam­kvæmt skipa­skrán­ing­ar­síð­unni Mar­ine Traffic er skipið nú skráð í Belís. Skipið var kyrr­sett af namibískum yfir­völdum vegna ólög­legra veiða seint á síð­asta ári og íslenskur skip­stjóri þess settur í far­bann.

Far­banni skip­stjór­ans lauk í byrjun febr­úar með um það bil átta millj­óna króna sekt­ar­greiðslu og kyrr­setn­ing­unni var sömu­leið­inn aflétt með dóms­úr­skurði, en tog­ar­inn var síðan kyrr­settur á ný 7. febr­ú­ar. 

Kjarn­inn greindi frá því þá að síð­ari kyrr­setn­ingin væri á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, en ekki vegna brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni eins og í fyrra skipt­ið. Skipið er stað­sett við bryggju í Wal­vis Bay í Namib­íu.

Auglýsing

„Við teljum að end­ur­nýjuð kyrr­setn­ing skips­ins stand­ist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­syn kref­ur,“ sagði Björgólfur Jóhanns­son starf­andi for­stjóri Sam­herja í yfir­lýs­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins 10. febr­úar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu máls­ins. 

Ekk­ert hefur orðið af áformum Sam­herja um að selja skipið eða leigja það áfram til namibískra aðila sem gætu nýtt skipið til útgerðar við strendur Namib­íu, eins og fyr­ir­tækið hafði lýst yfir að það vildi gera.

Skipin sem sigldu á brott komin með ný nöfn

Heinaste heldur sínu nafni og plássi við höfn­ina í Wal­vis Bay, en hið sama á ekki við um Sögu og Geysi, hin skipin í eigu félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem áður fisk­uðu við strendur Namib­íu.

Þau sigldu á brott frá land­inu í lok jan­úar og byrjun febr­ú­ar, að því er virð­ist í nokkrum flýti, en namibískir fjöl­miðlar greindu frá því á þeim tíma að namibíska spill­ing­ar­lög­reglan hefði lagt til við þar­lend stjórn­völd að tog­ur­unum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lög­reglu yrði gert við­vart.

Saga (Vasiliy Fil­ippov) enn á Kanarí

Fjallað var um það að sjó­menn­irnir á Sögu, alls um 120 tals­ins, hefðu fengið sms-skila­boð á síð­ustu dögum jan­ú­ar­mán­aðar um að sækja eigur sínar um borð í togar­ann án taf­ar, þar sem Saga væri á leið­inni í slipp á Kanarí­eyj­um, en í yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja 6. febr­úar sagði að við­halds­vinnan hefði staðið til leng­i. 

Saga sigldi áður undir namibískum fána.

Á Kanarí­eyj­um, nánar til­tekið í Las Palmas, er skipið enn. Það heitir reyndar ekki lengur Saga, heldur Vasiliy Fil­ippov. Það er heldur ekki lengur skráð í Namib­íu, heldur siglir nú undir bel­ískum fána. Ljóst er sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Mar­ine Traffic að stutt er síðan að það breytt­ist.

Geysir (Gal­le­on) við veiðar úti fyrir Márit­aníu

Namibískir fjöl­miðlar sögðu Geysi hafa siglt skyndi­lega úr lög­sögu lands­ins 2. febr­ú­ar, með þau skila­boð til um það bil 100 áhafn­ar­með­lima að skipið kæmi til baka þegar það fengi úthlutað nýjum kvóta í namibískri lög­sögu.

Þessa dag­ana er Geys­ir, sem nú heitir reyndar Gal­le­on, við veiðar út af vest­ur­strönd Afr­íku­rík­is­ins Márit­an­íu. Skipið hefur siglt undir bel­ískum fána und­an­farin ár og engin breyt­ing hefur orðið þar á, sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic.

Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á Sam­herja um þessar breyt­ingar á nöfnum og skrán­ingu skip­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent