Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána

Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.

Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Auglýsing

Heina­ste, Geysir og Saga hétu verk­smiðju­tog­ar­arnir þrír sem Sam­herj­a­sam­stæðan hefur notað í starf­semi sinni í Namibíu á und­an­förnum árum. Nú heita þessi skip hins vegar Heina­ste, Gal­leon og Vasiliy Fil­ippov og eru öll skráð með heima­höfn í Belís­borg í mið-am­er­íska smá­rík­inu Belís, fyrir botni Karí­ba­hafs.

Heina­ste, eina Sam­herj­a­skipið sem enn er stað­sett í Namib­íu, er því ekki lengur undir namibískum fána, en sam­kvæmt skipa­skrán­ing­ar­síð­unni Mar­ine Traffic er skipið nú skráð í Belís. Skipið var kyrr­sett af namibískum yfir­völdum vegna ólög­legra veiða seint á síð­asta ári og íslenskur skip­stjóri þess settur í far­bann.

Far­banni skip­stjór­ans lauk í byrjun febr­úar með um það bil átta millj­óna króna sekt­ar­greiðslu og kyrr­setn­ing­unni var sömu­leið­inn aflétt með dóms­úr­skurði, en tog­ar­inn var síðan kyrr­settur á ný 7. febr­ú­ar. 

Kjarn­inn greindi frá því þá að síð­ari kyrr­setn­ingin væri á grund­velli laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, en ekki vegna brota á fisk­veiði­lög­gjöf­inni eins og í fyrra skipt­ið. Skipið er stað­sett við bryggju í Wal­vis Bay í Namib­íu.

Auglýsing

„Við teljum að end­ur­nýjuð kyrr­setn­ing skips­ins stand­ist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráð­staf­ana til að hnekkja henni fyrir namibískum dóm­stólum ef nauð­syn kref­ur,“ sagði Björgólfur Jóhanns­son starf­andi for­stjóri Sam­herja í yfir­lýs­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins 10. febr­úar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu máls­ins. 

Ekk­ert hefur orðið af áformum Sam­herja um að selja skipið eða leigja það áfram til namibískra aðila sem gætu nýtt skipið til útgerðar við strendur Namib­íu, eins og fyr­ir­tækið hafði lýst yfir að það vildi gera.

Skipin sem sigldu á brott komin með ný nöfn

Heinaste heldur sínu nafni og plássi við höfn­ina í Wal­vis Bay, en hið sama á ekki við um Sögu og Geysi, hin skipin í eigu félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem áður fisk­uðu við strendur Namib­íu.

Þau sigldu á brott frá land­inu í lok jan­úar og byrjun febr­ú­ar, að því er virð­ist í nokkrum flýti, en namibískir fjöl­miðlar greindu frá því á þeim tíma að namibíska spill­ing­ar­lög­reglan hefði lagt til við þar­lend stjórn­völd að tog­ur­unum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lög­reglu yrði gert við­vart.

Saga (Vasiliy Fil­ippov) enn á Kanarí

Fjallað var um það að sjó­menn­irnir á Sögu, alls um 120 tals­ins, hefðu fengið sms-skila­boð á síð­ustu dögum jan­ú­ar­mán­aðar um að sækja eigur sínar um borð í togar­ann án taf­ar, þar sem Saga væri á leið­inni í slipp á Kanarí­eyj­um, en í yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja 6. febr­úar sagði að við­halds­vinnan hefði staðið til leng­i. 

Saga sigldi áður undir namibískum fána.

Á Kanarí­eyj­um, nánar til­tekið í Las Palmas, er skipið enn. Það heitir reyndar ekki lengur Saga, heldur Vasiliy Fil­ippov. Það er heldur ekki lengur skráð í Namib­íu, heldur siglir nú undir bel­ískum fána. Ljóst er sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Mar­ine Traffic að stutt er síðan að það breytt­ist.

Geysir (Gal­le­on) við veiðar úti fyrir Márit­aníu

Namibískir fjöl­miðlar sögðu Geysi hafa siglt skyndi­lega úr lög­sögu lands­ins 2. febr­ú­ar, með þau skila­boð til um það bil 100 áhafn­ar­með­lima að skipið kæmi til baka þegar það fengi úthlutað nýjum kvóta í namibískri lög­sögu.

Þessa dag­ana er Geys­ir, sem nú heitir reyndar Gal­le­on, við veiðar út af vest­ur­strönd Afr­íku­rík­is­ins Márit­an­íu. Skipið hefur siglt undir bel­ískum fána und­an­farin ár og engin breyt­ing hefur orðið þar á, sam­kvæmt vef Mar­ine Traffic.

Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á Sam­herja um þessar breyt­ingar á nöfnum og skrán­ingu skip­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent