Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána

Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.

Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Auglýsing

Heinaste, Geysir og Saga hétu verksmiðjutogararnir þrír sem Samherjasamstæðan hefur notað í starfsemi sinni í Namibíu á undanförnum árum. Nú heita þessi skip hins vegar Heinaste, Galleon og Vasiliy Filippov og eru öll skráð með heimahöfn í Belísborg í mið-ameríska smáríkinu Belís, fyrir botni Karíbahafs.

Heinaste, eina Samherjaskipið sem enn er staðsett í Namibíu, er því ekki lengur undir namibískum fána, en samkvæmt skipaskráningarsíðunni Marine Traffic er skipið nú skráð í Belís. Skipið var kyrrsett af namibískum yfirvöldum vegna ólöglegra veiða seint á síðasta ári og íslenskur skipstjóri þess settur í farbann.

Farbanni skipstjórans lauk í byrjun febrúar með um það bil átta milljóna króna sektargreiðslu og kyrrsetningunni var sömuleiðinn aflétt með dómsúrskurði, en togarinn var síðan kyrrsettur á ný 7. febrúar. 

Kjarninn greindi frá því þá að síðari kyrrsetningin væri á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi, en ekki vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni eins og í fyrra skiptið. Skipið er staðsett við bryggju í Walvis Bay í Namibíu.

Auglýsing

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ sagði Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja í yfirlýsingu á vef sjávarútvegsfyrirtækisins 10. febrúar, en síðan hefur lítið heyrst af stöðu málsins. 

Ekkert hefur orðið af áformum Samherja um að selja skipið eða leigja það áfram til namibískra aðila sem gætu nýtt skipið til útgerðar við strendur Namibíu, eins og fyrirtækið hafði lýst yfir að það vildi gera.

Skipin sem sigldu á brott komin með ný nöfn

Heinaste heldur sínu nafni og plássi við höfnina í Walvis Bay, en hið sama á ekki við um Sögu og Geysi, hin skipin í eigu félaga Samherjasamstæðunnar sem áður fiskuðu við strendur Namibíu.

Þau sigldu á brott frá landinu í lok janúar og byrjun febrúar, að því er virðist í nokkrum flýti, en namibískir fjölmiðlar greindu frá því á þeim tíma að namibíska spillingarlögreglan hefði lagt til við þarlend stjórnvöld að togurunum yrði ekki leyft að sigla úr landi án þess að lögreglu yrði gert viðvart.

Saga (Vasiliy Filippov) enn á Kanarí

Fjallað var um það að sjómennirnir á Sögu, alls um 120 talsins, hefðu fengið sms-skilaboð á síðustu dögum janúarmánaðar um að sækja eigur sínar um borð í togarann án tafar, þar sem Saga væri á leiðinni í slipp á Kanaríeyjum, en í yfirlýsingu á vef Samherja 6. febrúar sagði að viðhaldsvinnan hefði staðið til lengi. 

Saga sigldi áður undir namibískum fána.Á Kanaríeyjum, nánar tiltekið í Las Palmas, er skipið enn. Það heitir reyndar ekki lengur Saga, heldur Vasiliy Filippov. Það er heldur ekki lengur skráð í Namibíu, heldur siglir nú undir belískum fána. Ljóst er samkvæmt upplýsingum á vef Marine Traffic að stutt er síðan að það breyttist.

Geysir (Galleon) við veiðar úti fyrir Máritaníu

Namibískir fjölmiðlar sögðu Geysi hafa siglt skyndilega úr lögsögu landsins 2. febrúar, með þau skilaboð til um það bil 100 áhafnarmeðlima að skipið kæmi til baka þegar það fengi úthlutað nýjum kvóta í namibískri lögsögu.

Þessa dagana er Geysir, sem nú heitir reyndar Galleon, við veiðar út af vesturströnd Afríkuríkisins Máritaníu. Skipið hefur siglt undir belískum fána undanfarin ár og engin breyting hefur orðið þar á, samkvæmt vef Marine Traffic.

Kjarninn hefur sent fyrirspurn á Samherja um þessar breytingar á nöfnum og skráningu skipanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent