Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað

Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.

Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin Ísfé­lagið í Vest­manna­eyjum og Rammi, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Fjalla­byggð en landar einnig í Þor­láks­höfn, hafa til­kynnt um sam­ein­ingu. Nýja félagið mun heita Ísfé­lagið hf. Stefán Frið­riks­son, núver­andi fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf., mun stýra því með aðsetur í Vest­manna­eyjum og Ólafur H. Mart­eins­son, núver­andi fram­kvæmda­stjóri Ramma hf., verður aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri með aðsetur í Fjalla­byggð. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu var sam­eig­in­leg velta fyr­ir­tækj­anna tveggja um 28 millj­arðar króna í fyrra og búist sé við að heild­ar­afla­hlut­deild sam­ein­aðs félags verði tæp­lega átta pró­sent af úthlut­uðu afla­marki. Í Morg­un­blað­inu í dag er svo haft eftir Ein­ari Sig­urðs­syni, stjórn­ar­manni í Ísfé­lag­inu, að til standi að skrá sam­einað félag á mark­að. Félagið

Fjöl­skylda Ein­ars er langstærsti eig­andi Ísfé­lags­ins og verður stærsti eig­andi sam­ein­aðs félags í gegnum ÍV fjár­fest­ingar ehf. með um tvo þriðju hluta­fjár. Hún er líka stærsti eig­andi Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Auk þess á fjöl­­skyld­an, sem leidd er af Guð­björg Matth­í­as­dóttur móður Ein­ars, meðal ann­­ars hluti í ýmsum skráðum félög­um, allt hlutafé í ÍSAM, einu stærstu inn­­­­­­­flutn­ings- og fram­­­­leiðslu­­­­fyr­ir­tækis lands­ins og fjöl­margar fast­­eign­­ir.

Nýjar tölur um sam­þjöppun kvóta liggja ekki fyrir

Fiski­stofa hefur ekki birt upp­færðar tölur um kvóta­stöðu stærstu útgerða lands­ins. Sam­kvæmt lista hennar sem birtur var í byrjun nóv­em­ber í fyrra héldur tíu stærstu útgerðir lands­ins á 67 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Bæði Ísfé­lagið og Rammi voru á þeim lista, en saman héldu útgerð­irnar á 12,91 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Að óbreyttu hefði það þýtt að sam­einað fyr­ir­tæki héldi á yfir tólf pró­sent af kvóta, en sam­kvæmt lögum má hópur tengdra aðila ekki  halda á meira sem þeim mörkum nem­ur. Þau mörk eiga að koma í veg fyrir of mikla sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­­ar­inn­­­ar. 

Auglýsing
Þær kvóta­tölur lit­ast þó mjög á risa­stórum loðnu­kvóta sem úthlutað var í fyrra, alls 904 þús­und tonn­um. Þá hafði engum kvóta í loðnu verið úthlutað í tvö ár og úthlut­unin í fyrra var sú stærsta í tvo ára­tugi. Hún reynd­ist á end­anum allt of umfangs­mik­il, var skert og íslensku útgerð­irnar veiddu 76 pró­sent af því sem þeim var úthlut­að. 

Þrjú fyr­ir­tæki fengu 56,5 pró­­­sent af þeim loðn­­u­kvóta sem var úthlut­að. Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja fékk mest, 19,99 pró­­­sent. Síld­­­ar­vinnslan og tengd félög komu þar á eftir með 18,5 pró­­­sent og Brim var í þriðja sæti með um 18 pró­­­sent.

Ráð­gjöf Haf­rann­­sókna­­stofn­un­ar vegna yfir­stand­andi loðnu­ver­tíðar nem­ur 218.400 tonn­um en tæp­­lega 80 þús­und tonn­um af þessu renn­a til norskra, fær­eyskra og græn­­lenskra skipa. Í hlut íslenskra útgerða féllu því tæp­lega 132 þús­und tonn í stað þeirra 686 þús­und tonna í fyrra sem íslenskar útgerðir máttu veiða í fyrra eftir skerð­ing­ar. 

Þessi skerta loðnu­veiði útskýrir því af hverju hlut­fall Ísfé­lags­ins í heild­ar­kvóta lækkar skarpt milli ára, en útgerðin stundar fyrst og síð­ast upp­sjáv­ar­veiðar á meðan að Rammi sér­hæfir sig í bol­fisksvinnslu. 

Mikil sam­þjöppun í ár

Ef af skrán­ing­ar­á­formum verður mun Ísfé­lagið verða þriðja útgerð­ar­fyr­ir­tækið sem skráð verður á mark­að. Fyrir eru Brim og Síld­ar­vinnslan, sem hafa bæði verið í ytri stækkun á árinu sem er að líða. Brim keypti kvóta og tog­ara af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, fyr­ir­tækis í eigu Guð­mundar Krist­jáns­sonar for­stjóra og stærsta eig­anda Brims, í nóv­em­ber á 12,4 millj­arða króna.

­Síld­ar­vinnslan keypti útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík af sex systk­inum á upp­hæð sem átti að vera 31 millj­arður króna þegar greint var frá við­skipt­unum í sum­ar. Kaup­verðið skipt­ist í yfir­­­töku skulda upp á ell­efu millj­­arða króna, sex millj­­arða króna greiðslu í reiðufé og 14 millj­­arða króna sem greið­­ast með hluta­bréf­­um. Sam­keppn­is­eft­ir­litið þurfti að sam­­þykkja söl­una áður en hún yrði frá­­­gengin og því gerð­ist það ekki fyrr en 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Frá því að greint var frá áformunum hækk­uðu hluta­bréf í Síld­­ar­vinnsl­unni umtals­vert í verði, og verð­mið­inn söm­u­­leiðis hækk­­að, alls um 23 pró­sent. Virði þeirra hluta­bréfa sem syst­k­ina­hóp­­­­ur­inn sem seldi Vísi fékk sem afgjald fyrir fyr­ir­tækið jókst um 3,2 millj­­­­arða króna frá til­kynn­ingu um við­skipt­in, upp í 17,2 millj­­­­arða króna. 

Þetta voru önnur risa­við­­skipti Síld­­ar­vinnsl­unnar á skömmum tíma. Í vor var til­­kynnt um kaup á 34,2 pró­­sent hlut í norska lax­eld­is­­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­­stöðvar á Vest­­fjörðum þar sem félagið er með rúm­­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Síld­ar­vinnslan velti um 30 millj­örðum króna í fyrra. Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins um síð­ustu ára­mót var um 186 millj­arðar króna. Miðað við þá stöðu má ætla að virði hins sam­ein­aða Ísfé­lags, þrátt fyrir skertan loðnu­kvóta, fari auð­veld­lega yfir eitt hund­rað millj­arða króna. Eig­endur þess munu því geta inn­leyst mik­inn hagnað þegar þeir selja hluti sína í sam­ein­uðu Ísfé­lagi í aðdrag­anda skrán­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent