Mynd: SFS/skjáskot skip Mynd: SFS/Skjáskot
Mynd: SFS/skjáskot

Hagnaður sjávarútvegs jókst um 36 milljarða milli ára en opinber gjöld jukust um 4,9 milljarða

Frá 2009 og út síðasta ár hefur hagnaður sjávarútvegarins fyrir greiðslu opinberra gjalda verið 752 milljarðar króna. Af þessum hagnaði hefur tæplega 71 prósent setið eftir hjá útgerðum landsins en rétt um 29 prósent farið í opinber gjöld. Á sama tíma og hagnaður geierans jókst um 124 prósent milli ára jukust opinberu gjöldin um 28 prósent.

Frá árinu 2009 hefur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hagn­ast um 533 millj­arða króna. Mestur var hagn­að­ur­inn í krónum talið á tíma­bil­inu í fyrra, árið 2021, þegar geir­inn hagn­að­ist um 65 millj­arða króna. Hann jókst um 124 pró­sent á milli ára og var 36 millj­örðum krónum meiri í fyrra en árið 2020.

Á sama tíma­bili, frá 2009 og út síð­asta ár, hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn greitt 219,3 millj­arða króna í opin­ber gjöld, þar af 85,9 millj­arða króna í veiði­gjöld. Auk þess er um að ræða tekju­skatt og trygg­inga­gjald. Sú tala dregst frá áður en hagn­aður sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja er reikn­að­ur auk þess sem búið er að taka til­lit til fjár­fest­ingar í geir­an­um, sem býr til eign. 

Opin­beru gjöldin voru 22,3 millj­arðar króna í fyrra, sem var 28 pró­sent meira en árið 2020. Á sama tíma og hagn­að­ur­inn sem sat eftir hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum jókst um 36 millj­arða króna milli ára juk­ust opin­beru gjöldin um 4,9 millj­arða króna.

Hagn­aður geirans áður en hann greiddi veiði­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjald í rík­is­sjóð var sam­tals 752,3 millj­arðar króna frá 2009 og út síð­asta ár. Af þessum hagn­aði sat tæp­lega 71 pró­sent eftir hjá útgerðum lands­ins en rétt um 29 pró­sent fór í opin­ber gjöld.

Þetta má lesa úr gagna­grunni Deloitte um rekstru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem inni­heldur 94 pró­sent af rekstr­ar­upp­lýs­ingum árs­ins 2021. Fjár­hæð­irnar í grunn­inum hafa verið upp­reikn­aðar til að end­ur­spegla 100 pró­sent geirans. Í kynn­ingu Jónasar Gests Jón­as­son­ar, end­ur­skoð­anda hjá Deloitte, á nið­ur­stöðum Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunns­ins vegna síð­asta árs kom fram að fram­­legð í sjá­v­­­ar­út­­­vegi sé mikil um þessar mundir í sög­u­­legu sam­hengi, en EBITDA fram­­legðin (fyrir fjár­magns­kostn­að, afskriftir og skatta) var 27 pró­­sent á síð­­asta ári. Til sam­an­burðar var hún 18 pró­sent árið 2017. 

Hlut­fall hagn­aðar sem greitt var út dróst veru­lega saman

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær voru greiddar 18,5 millj­arðar króna í arð út úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins í fyrra. Það var lægri upp­hæð en árið áður þrátt fyrir að hagn­að­ur­inn hafi verið meiri, en 2020 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin sér út arð upp á 21,5 millj­arð króna. Það var hæsta arð­greiðsla sem atvinnu­greinin hefur nokkru sinni greitt til eig­enda sinna á einu ári. Þá vakti það athygli í fyrra að geir­inn borg­aði eig­endum sínum meira í arð en hann greiddi sam­tals í opin­ber gjöld. Þannig var málum ekki háttað í fyrra, enda þá greiddur út 74 pró­sent af hagn­aði í arð­greiðsl­ur. Það hlut­fall var ekki nema rúm­lega 28 pró­sent í ár. 

Bók­fært eigið fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins var 353 millj­arðar króna í lok síð­asta árs og jókst um 28 millj­arða króna milli ára. Eigið fé geirans er þó stór­­lega van­­metið þar sem virði kvóta, sem útgerðir eign­­færa, er bók­­fært á miklu lægra verði en feng­ist fyrir hann á mark­aði.

Bók­­fært fé sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja hefur auk­ist um alls 132 millj­­arða króna frá árinu 2014.

Frá hruni og fram að þeim tíma batn­aði eig­in­fjár­­­­­staða sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækj­anna um 432 millj­­­arða króna, en hún var nei­­­kvæð í lok árs 2008. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 143,2 millj­­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­­ur. Hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 575,2 millj­­­arða króna frá hruni.

Sam­þjöppun auk­ist hratt

Mikil sam­­­­­­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­­­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­­­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­­­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­­­­­ar­­­­­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Haustið 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins með sam­an­lagt á 53 pró­­­­­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­­­em­ber í fyrra að það hlut­­­­­fall væri komið upp í rúm­­­­­lega 67 pró­­­­­sent. Sam­­­­þjöpp­unin jókst svo enn í sumar við kaup Síld­­­­ar­vinnsl­unnar á Vísi.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur lengi haft til skoð­unar mög­u­­leg raun­veru­­leg yfir­­ráð yfir stærstu blokk­inni í íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi, þeirri sem hverf­ist utan um Sam­herja. Eft­ir­litið birti frum­­mat í febr­­úar 2021 þar sem nið­­ur­­staðan var sú vís­bend­ingar væru um að Sam­herji og tengd félög væru með raun­veru­­leg yfir­­ráð yfir Síld­­ar­vinnsl­unni og að sam­­starf væri á milli útgerða í blokk­inn­i. 

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan júlí að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvort ráð­ist yrði í for­m­­lega rann­­sókn á yfir­­ráðum Sam­herja og tengdra aðila yfir Síld­­ar­vinnsl­unni og sam­­starfi þeirra á milli. 

Stærstu eig­endur Síld­­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, meðal ann­­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­ur.

Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­­­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­­­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­mönnum í Síld­­­­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­­­­nesi. Einn þeirra er Þor­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­son, for­­­­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður Síld­­­­­ar­vinnsl­unn­­­­­ar.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mynd: Samherji

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, var í fyrra­haust með fjórðu mestu afla­hlut­­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­­sögu allra sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, hélt svo á 1,1 pró­­­­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­­­­ur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­­­nes, hélt á 2,5 pró­­­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­­­um.

Þessir aðil­­­­­ar: Síld­­­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­­­legt að séu tengd­ir, héldu því sam­tals á 22,14 pró­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­­­em­ber í fyrra.Í sumar bætt­ist 2,16 pró­­­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mög­u­­­legra tengdra aðila fór upp í 24,3 pró­­­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar