Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu

Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.

heinaste
Auglýsing

Namibíska lögreglan (NAMPOL) hefur kyrrsett Heinaste á ný, líkt og Kjarninn greindi frá í gær. Togarinn er nú við bryggju í Walvis Bay og undir yfirráðum namibískra yfirvalda. 

Lögin sem kyrrsetningin byggir á eru upprunalega frá árinu 2004 en voru uppfærð árið 2008. Bálkurinn heitir „lög til að hindra skipulega glæpastarfsemi“. 

Kyrrsetning Heinaste er framkvæmd með vísun í 28. grein laganna, sem segir að lögreglan megi kyrrsetja eignir, sem tengjast spillingarrannsóknum, ef hún telur að rökstuddur grunur sé um að verið sé að skjóta þeirri eign undan. Sú kyrrsetning er þó tímabundin og ákvæðið sem nýtt er nokkurs konar neyðarheimild. Nú er unnið að því að fá varanlegri kyrrsetningu á skipið samþykkta af dómstólum í Namibíu. 

Namibískir fjölmiðlar eru á einu máli í umfjöllun sinni um ástæður þess að ráðist var í kyrrsetningu á grunni laga um skipulagða glæpastarfsemi. Yfirvöld þar í landi töldu einboðið að Heinaste yrði fluttur úr lögsögu landsins við fyrsta tækifæri eftir að fyrri kyrrsetningu, sem var vegna ólöglegra veiða, var aflétt fyrr í vikunni.

Það var ekki ástæðulaus grunsemd. Hinum tveimur skipunum sem Samherji hefur notað við veiðar innan lögsögu Namibíu, Saga og Geysir, var siglt burt sitt hvoru megin við síðustu helgi og eru nú í alþjóðlegri landhelgi. Engin fyrirvari var á þeirri brottför og á þriðja hundruð skipverjar á þeim sátu eftir í algjörri óvissu með framtíð sína. 

Hægt er að sjá umfjöllun NBC í Namibíu hér að neðan.

Greiddu sektina í reiðufé

Sam­herji hefur verið að draga starfsemi sína í Namibíu saman hratt eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu, var gerð opinber í nóvember.

Auglýsing
Stuttu eftir umfjöllunina var Heinaste hins vegar kyrrsett fyrir að stunda ólöglegar veiðar og skipstjóri þess, Arngrímur Brynjólfsson, handtekinn og vegabréf hans tekið af honum. Arngrímur játaði brot sín fyrir namibískum dómstólum í liðinni viku og var gert að greiða sekt upp á um níu milljónir króna. Samherji greiddi þá sekt fyrir hann, og fór greiðslan fram í reiðufé eftir að dómstólar fóru sérstaklega fram á það. Því þurfti fulltrúi fyrirtækisins að fara í banka og taka upphæðina út í stað þess að hún yrði millifærð. Það tafði afhendinu á vegabréfi Arngríms aðeins, en hann fékk það það loks aftur og er nú kominn til Íslands. 

Vilja gera skipið upptækt

Kyrrsetningu Heinaste var aflétt eftir málalokin en ljóst var að yfirvöld í Namibíu höfðu áfram áhyggjur af því að skipið yrði fjarlægt úr lögsögu landsins við fyrsta tækifæri. 

Namibískir fjöl­miðlar hafa greint frá því und­an­farna daga að spill­ing­­ar­lög­reglan í Namibíu hafi ráð­lagt þar­­lendum stjórn­­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að fara frá land­inu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Sam­herja í land­inu, Geysir og Saga, farið þaðan á und­an­­förnum dög­­um. 

Samherji sendi frá sér til­kynn­ingu á fimmtudag þar sem fram kom að unnið væri að því að gera Heinaste út í Namibíu og að tíma­bundið yrði það fólgið í því að leigja skipið namibískum aðilum og tryggja sem flestum úr áhöfn skips­ins áfram­hald­andi vinnu. Ljóst má vera að yfirvöld í Namibíu hafi ekki lagt mikinn trúnað á þann vilja, þar sem að ráðist var í að tryggja, til bráðabirgða, nýja kyrrsetningu á skipinu á meðan að unnið væri að formlegri greinargerð sem á að leggja fyrir dómstóla. Vilji yfirvalda í Namibíu stendur til að reyna að gera Heinaste upptækt, og nota til að veiða hrossamakrílkvóta sem ríkisútgerðin Fishcor á en hefur ekki skip til að veiða. Fishcor átti ekki fyrir launum starfsmanna í desember og janúar en fyrirtækið var lykilleikandi í Samherjamálinu þar sem það seldi kvóta á undirverði til íslenska sjávarútvegsrisans.

 Ákærðir fyrir spillingu

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Fishcor, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og þrír aðrir menn voru handteknir í Namibíu í fyrra fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shanghala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gustavo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir.

Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir spillingu og peningaþvætti. 

Mál Sam­herja er hins vegar enn til rann­­­sóknar í Namib­­­íu og ekki útilokað að fleiri verði handteknir í tengslum við það. Það er einnig til rannsóknar á Íslandi, hjá bæði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra, og í Nor­egi, vegna viðskipta Samherja við norska ríkisbankann DNB. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­mála­rann­­­sókn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar