Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu

Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.

heinaste
Auglýsing

Namibíska lögreglan (NAMPOL) hefur kyrrsett Heinaste á ný, líkt og Kjarninn greindi frá í gær. Togarinn er nú við bryggju í Walvis Bay og undir yfirráðum namibískra yfirvalda. 

Lögin sem kyrrsetningin byggir á eru upprunalega frá árinu 2004 en voru uppfærð árið 2008. Bálkurinn heitir „lög til að hindra skipulega glæpastarfsemi“. 

Kyrrsetning Heinaste er framkvæmd með vísun í 28. grein laganna, sem segir að lögreglan megi kyrrsetja eignir, sem tengjast spillingarrannsóknum, ef hún telur að rökstuddur grunur sé um að verið sé að skjóta þeirri eign undan. Sú kyrrsetning er þó tímabundin og ákvæðið sem nýtt er nokkurs konar neyðarheimild. Nú er unnið að því að fá varanlegri kyrrsetningu á skipið samþykkta af dómstólum í Namibíu. 

Namibískir fjölmiðlar eru á einu máli í umfjöllun sinni um ástæður þess að ráðist var í kyrrsetningu á grunni laga um skipulagða glæpastarfsemi. Yfirvöld þar í landi töldu einboðið að Heinaste yrði fluttur úr lögsögu landsins við fyrsta tækifæri eftir að fyrri kyrrsetningu, sem var vegna ólöglegra veiða, var aflétt fyrr í vikunni.

Það var ekki ástæðulaus grunsemd. Hinum tveimur skipunum sem Samherji hefur notað við veiðar innan lögsögu Namibíu, Saga og Geysir, var siglt burt sitt hvoru megin við síðustu helgi og eru nú í alþjóðlegri landhelgi. Engin fyrirvari var á þeirri brottför og á þriðja hundruð skipverjar á þeim sátu eftir í algjörri óvissu með framtíð sína. 

Hægt er að sjá umfjöllun NBC í Namibíu hér að neðan.

Greiddu sektina í reiðufé

Sam­herji hefur verið að draga starfsemi sína í Namibíu saman hratt eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu, var gerð opinber í nóvember.

Auglýsing
Stuttu eftir umfjöllunina var Heinaste hins vegar kyrrsett fyrir að stunda ólöglegar veiðar og skipstjóri þess, Arngrímur Brynjólfsson, handtekinn og vegabréf hans tekið af honum. Arngrímur játaði brot sín fyrir namibískum dómstólum í liðinni viku og var gert að greiða sekt upp á um níu milljónir króna. Samherji greiddi þá sekt fyrir hann, og fór greiðslan fram í reiðufé eftir að dómstólar fóru sérstaklega fram á það. Því þurfti fulltrúi fyrirtækisins að fara í banka og taka upphæðina út í stað þess að hún yrði millifærð. Það tafði afhendinu á vegabréfi Arngríms aðeins, en hann fékk það það loks aftur og er nú kominn til Íslands. 

Vilja gera skipið upptækt

Kyrrsetningu Heinaste var aflétt eftir málalokin en ljóst var að yfirvöld í Namibíu höfðu áfram áhyggjur af því að skipið yrði fjarlægt úr lögsögu landsins við fyrsta tækifæri. 

Namibískir fjöl­miðlar hafa greint frá því und­an­farna daga að spill­ing­­ar­lög­reglan í Namibíu hafi ráð­lagt þar­­lendum stjórn­­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að fara frá land­inu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Sam­herja í land­inu, Geysir og Saga, farið þaðan á und­an­­förnum dög­­um. 

Samherji sendi frá sér til­kynn­ingu á fimmtudag þar sem fram kom að unnið væri að því að gera Heinaste út í Namibíu og að tíma­bundið yrði það fólgið í því að leigja skipið namibískum aðilum og tryggja sem flestum úr áhöfn skips­ins áfram­hald­andi vinnu. Ljóst má vera að yfirvöld í Namibíu hafi ekki lagt mikinn trúnað á þann vilja, þar sem að ráðist var í að tryggja, til bráðabirgða, nýja kyrrsetningu á skipinu á meðan að unnið væri að formlegri greinargerð sem á að leggja fyrir dómstóla. Vilji yfirvalda í Namibíu stendur til að reyna að gera Heinaste upptækt, og nota til að veiða hrossamakrílkvóta sem ríkisútgerðin Fishcor á en hefur ekki skip til að veiða. Fishcor átti ekki fyrir launum starfsmanna í desember og janúar en fyrirtækið var lykilleikandi í Samherjamálinu þar sem það seldi kvóta á undirverði til íslenska sjávarútvegsrisans.

 Ákærðir fyrir spillingu

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Fishcor, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og þrír aðrir menn voru handteknir í Namibíu í fyrra fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shanghala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gustavo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir.

Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir spillingu og peningaþvætti. 

Mál Sam­herja er hins vegar enn til rann­­­sóknar í Namib­­­íu og ekki útilokað að fleiri verði handteknir í tengslum við það. Það er einnig til rannsóknar á Íslandi, hjá bæði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra, og í Nor­egi, vegna viðskipta Samherja við norska ríkisbankann DNB. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­mála­rann­­­sókn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar