Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu

Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.

heinaste
Auglýsing

Namibíska lög­reglan (NAMPOL) hefur kyrr­sett Heinaste á ný, líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær. Tog­ar­inn er nú við bryggju í Wal­vis Bay og undir yfir­ráðum namibískra yfir­valda. 

Lögin sem kyrr­setn­ingin byggir á eru upp­runa­lega frá árinu 2004 en voru upp­færð árið 2008. Bálk­ur­inn heitir „lög til að hindra skipu­lega glæp­a­starf­sem­i“. 

­Kyrr­setn­ing Heinaste er fram­kvæmd með vísun í 28. grein lag­anna, sem segir að lög­reglan megi kyrr­setja eign­ir, sem tengj­ast spill­ingar­rann­sókn­um, ef hún telur að rök­studdur grunur sé um að verið sé að skjóta þeirri eign und­an. Sú kyrr­setn­ing er þó tíma­bundin og ákvæðið sem nýtt er nokk­urs konar neyð­ar­heim­ild. Nú er unnið að því að fá var­an­legri kyrr­setn­ingu á skipið sam­þykkta af dóm­stólum í Namib­íu. 

Namibískir fjöl­miðlar eru á einu máli í umfjöllun sinni um ástæður þess að ráð­ist var í kyrr­setn­ingu á grunni laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Yfir­völd þar í landi töldu ein­boðið að Heinaste yrði fluttur úr lög­sögu lands­ins við fyrsta tæki­færi eftir að fyrri kyrr­setn­ingu, sem var vegna ólög­legra veiða, var aflétt fyrr í vik­unni.

Það var ekki ástæðu­laus grun­semd. Hinum tveimur skip­unum sem Sam­herji hefur notað við veiðar innan lög­sögu Namib­íu, Saga og Geys­ir, var siglt burt sitt hvoru megin við síð­ustu helgi og eru nú í alþjóð­legri land­helgi. Engin fyr­ir­vari var á þeirri brott­för og á þriðja hund­ruð skip­verjar á þeim sátu eftir í algjörri óvissu með fram­tíð sína. 

Hægt er að sjá umfjöllun NBC í Namibíu hér að neð­an.

Greiddu sekt­ina í reiðufé

Sam­herji hefur verið að draga starf­semi sína í Namibíu saman hratt eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu, var gerð opin­ber í nóv­em­ber.

Auglýsing
Stuttu eftir umfjöll­un­ina var Heinaste hins vegar kyrr­sett fyrir að stunda ólög­legar veiðar og skip­stjóri þess, Arn­grímur Brynj­ólfs­son, hand­tek­inn og vega­bréf hans tekið af hon­um. Arn­grímur ját­aði brot sín fyrir namibískum dóm­stólum í lið­inni viku og var gert að greiða sekt upp á um níu millj­ónir króna. Sam­herji greiddi þá sekt fyrir hann, og fór greiðslan fram í reiðufé eftir að dóm­stólar fóru sér­stak­lega fram á það. Því þurfti full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins að fara í banka og taka upp­hæð­ina út í stað þess að hún yrði milli­færð. Það tafði afhend­inu á vega­bréfi Arn­gríms aðeins, en hann fékk það það loks aftur og er nú kom­inn til Íslands. 

Vilja gera skipið upp­tækt

Kyrr­setn­ingu Heinaste var aflétt eftir mála­lokin en ljóst var að yfir­völd í Namibíu höfðu áfram áhyggjur af því að skipið yrði fjar­lægt úr lög­sögu lands­ins við fyrsta tæki­færi. 

Namibískir fjöl­miðlar hafa greint frá því und­an­farna daga að spill­ing­­­ar­lög­reglan í Namibíu hafi ráð­lagt þar­­­lendum stjórn­­­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að fara frá land­inu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Sam­herja í land­inu, Geysir og Saga, farið þaðan á und­an­­­förnum dög­­­um. 

Sam­herji sendi frá sér til­­kynn­ingu á fimmtu­dag þar sem fram kom að unnið væri að því að gera Heinaste út í Namibíu og að tíma­bundið yrði það fólgið í því að leigja skipið namibískum aðilum og tryggja sem flestum úr áhöfn skips­ins áfram­hald­andi vinnu. Ljóst má vera að yfir­völd í Namibíu hafi ekki lagt mik­inn trúnað á þann vilja, þar sem að ráð­ist var í að tryggja, til bráða­birgða, nýja kyrr­setn­ingu á skip­inu á meðan að unnið væri að form­legri grein­ar­gerð sem á að leggja fyrir dóm­stóla. Vilji yfir­valda í Namibíu stendur til að reyna að gera Heinaste upp­tækt, og nota til að veiða hrossa­makríl­kvóta sem rík­is­út­gerðin Fis­hcor á en hefur ekki skip til að veiða. Fis­hcor átti ekki fyrir launum starfs­manna í des­em­ber og jan­úar en fyr­ir­tækið var lyk­il­leik­andi í Sam­herj­a­mál­inu þar sem það seldi kvóta á und­ir­verði til íslenska sjáv­ar­út­vegs­ris­ans.

 Ákærðir fyrir spill­ingu

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, og þrír aðrir menn voru hand­teknir í Namibíu í fyrra fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­­ara, jafn­­­­­­­virði 860 millj­­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­­starfs­­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­­skyld­u­­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­­ir.

Menn­irnir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og pen­inga­þvætt­i. 

Mál Sam­herja er hins vegar enn til rann­­­­sóknar í Namib­­­íu og ekki úti­lokað að fleiri verði hand­teknir í tengslum við það. Það er einnig til rann­sóknar á Íslandi, hjá bæði hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra, og í Nor­egi, vegna við­skipta Sam­herja við norska rík­is­bank­ann DNB. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­­mála­rann­­­­sókn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar