Rökstuddur grunur um að flytja ætti Heinaste frá Namibíu

Heinaste, verksmiðjutogari Samherja í Namibíu, var kyrrsettur á ný í gærmorgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Einungis er heimilt að beita slíkri kyrrsetningu ef rökstuddur grunur er um að til standi að fjarlægja umrædda eign.

heinaste
Auglýsing

Namibíska lög­reglan (NAMPOL) hefur kyrr­sett Heinaste á ný, líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær. Tog­ar­inn er nú við bryggju í Wal­vis Bay og undir yfir­ráðum namibískra yfir­valda. 

Lögin sem kyrr­setn­ingin byggir á eru upp­runa­lega frá árinu 2004 en voru upp­færð árið 2008. Bálk­ur­inn heitir „lög til að hindra skipu­lega glæp­a­starf­sem­i“. 

­Kyrr­setn­ing Heinaste er fram­kvæmd með vísun í 28. grein lag­anna, sem segir að lög­reglan megi kyrr­setja eign­ir, sem tengj­ast spill­ingar­rann­sókn­um, ef hún telur að rök­studdur grunur sé um að verið sé að skjóta þeirri eign und­an. Sú kyrr­setn­ing er þó tíma­bundin og ákvæðið sem nýtt er nokk­urs konar neyð­ar­heim­ild. Nú er unnið að því að fá var­an­legri kyrr­setn­ingu á skipið sam­þykkta af dóm­stólum í Namib­íu. 

Namibískir fjöl­miðlar eru á einu máli í umfjöllun sinni um ástæður þess að ráð­ist var í kyrr­setn­ingu á grunni laga um skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Yfir­völd þar í landi töldu ein­boðið að Heinaste yrði fluttur úr lög­sögu lands­ins við fyrsta tæki­færi eftir að fyrri kyrr­setn­ingu, sem var vegna ólög­legra veiða, var aflétt fyrr í vik­unni.

Það var ekki ástæðu­laus grun­semd. Hinum tveimur skip­unum sem Sam­herji hefur notað við veiðar innan lög­sögu Namib­íu, Saga og Geys­ir, var siglt burt sitt hvoru megin við síð­ustu helgi og eru nú í alþjóð­legri land­helgi. Engin fyr­ir­vari var á þeirri brott­för og á þriðja hund­ruð skip­verjar á þeim sátu eftir í algjörri óvissu með fram­tíð sína. 

Hægt er að sjá umfjöllun NBC í Namibíu hér að neð­an.

Greiddu sekt­ina í reiðufé

Sam­herji hefur verið að draga starf­semi sína í Namibíu saman hratt eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu, var gerð opin­ber í nóv­em­ber.

Auglýsing
Stuttu eftir umfjöll­un­ina var Heinaste hins vegar kyrr­sett fyrir að stunda ólög­legar veiðar og skip­stjóri þess, Arn­grímur Brynj­ólfs­son, hand­tek­inn og vega­bréf hans tekið af hon­um. Arn­grímur ját­aði brot sín fyrir namibískum dóm­stólum í lið­inni viku og var gert að greiða sekt upp á um níu millj­ónir króna. Sam­herji greiddi þá sekt fyrir hann, og fór greiðslan fram í reiðufé eftir að dóm­stólar fóru sér­stak­lega fram á það. Því þurfti full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins að fara í banka og taka upp­hæð­ina út í stað þess að hún yrði milli­færð. Það tafði afhend­inu á vega­bréfi Arn­gríms aðeins, en hann fékk það það loks aftur og er nú kom­inn til Íslands. 

Vilja gera skipið upp­tækt

Kyrr­setn­ingu Heinaste var aflétt eftir mála­lokin en ljóst var að yfir­völd í Namibíu höfðu áfram áhyggjur af því að skipið yrði fjar­lægt úr lög­sögu lands­ins við fyrsta tæki­færi. 

Namibískir fjöl­miðlar hafa greint frá því und­an­farna daga að spill­ing­­­ar­lög­reglan í Namibíu hafi ráð­lagt þar­­­lendum stjórn­­­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að fara frá land­inu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Sam­herja í land­inu, Geysir og Saga, farið þaðan á und­an­­­förnum dög­­­um. 

Sam­herji sendi frá sér til­­kynn­ingu á fimmtu­dag þar sem fram kom að unnið væri að því að gera Heinaste út í Namibíu og að tíma­bundið yrði það fólgið í því að leigja skipið namibískum aðilum og tryggja sem flestum úr áhöfn skips­ins áfram­hald­andi vinnu. Ljóst má vera að yfir­völd í Namibíu hafi ekki lagt mik­inn trúnað á þann vilja, þar sem að ráð­ist var í að tryggja, til bráða­birgða, nýja kyrr­setn­ingu á skip­inu á meðan að unnið væri að form­legri grein­ar­gerð sem á að leggja fyrir dóm­stóla. Vilji yfir­valda í Namibíu stendur til að reyna að gera Heinaste upp­tækt, og nota til að veiða hrossa­makríl­kvóta sem rík­is­út­gerðin Fis­hcor á en hefur ekki skip til að veiða. Fis­hcor átti ekki fyrir launum starfs­manna í des­em­ber og jan­úar en fyr­ir­tækið var lyk­il­leik­andi í Sam­herj­a­mál­inu þar sem það seldi kvóta á und­ir­verði til íslenska sjáv­ar­út­vegs­ris­ans.

 Ákærðir fyrir spill­ingu

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, og þrír aðrir menn voru hand­teknir í Namibíu í fyrra fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­­ara, jafn­­­­­­­virði 860 millj­­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­­starfs­­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­­skyld­u­­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­­ir.

Menn­irnir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og pen­inga­þvætt­i. 

Mál Sam­herja er hins vegar enn til rann­­­­sóknar í Namib­­­íu og ekki úti­lokað að fleiri verði hand­teknir í tengslum við það. Það er einnig til rann­sóknar á Íslandi, hjá bæði hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra, og í Nor­egi, vegna við­skipta Sam­herja við norska rík­is­bank­ann DNB. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­­mála­rann­­­­sókn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar