Heinaste kyrrsett á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi

Kyrrsetningu togarans Heinaste, sem er í eigu Samherja, var aflétt í fyrradag. Í morgun var hann hins vegar kyrrsettur á ný. Sekt sem Samherji greiddi vegna brota skipstjóra Heinaste var greidd í reiðufé.

heinaste_mynd_.jpg
Auglýsing

Yfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett skipið Heinaste á nýjan leik. Skipið, sem er í eigu Esju Holding, félags sem Samherji á meirihluta í, var fyrst kyrrsett í nóvember á sama tíma og íslenskur skipstjóri þess var handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan ströndum Namibíu.

Skipstjórinn, Arngrímur Brynjólfsson, var í farbanni allt þar til á miðvikudag er hann, eftir að hafa játað brot sitt nokkrum dögum fyrr, var dæmdur til sektargreiðslu. Sektin hljóðaði upp á 950 þúsund namibískra dollara eða um átta milljónir íslenskra króna.

Samkvæmt heimildum Kjarnans fór dómstólinn fram á að sektarupphæðin væri greidd í reiðufé. Á meðan seðlarnir voru sóttir í banka mátti Arngrímur ekki yfirgefa réttarsalinn. Er sektin var svo greidd fékk Arngrímur vegabréf sitt að nýju, var laus úr farbanni og kyrrsetningu Heinaste sömuleiðis aflétt.

Arngrímur er nú kominn heim til Íslands.

Á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi

Í morgun, tveimur sólarhringum síðar, herma heimildir Kjarnans að lögregluyfirvöld í Namibíu hafi kyrrsett skipið á ný og nú á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi, ekki brota á fiskveiðilöggjöfinni eins og í fyrra skiptið.

Yfirvöld í Namibíu fóru í byrjun árs fram á að togarinn yrði gerður upptækur. Kröfum þess efnis var hins vegar vísað frá dómi á miðvikudag að því er fram kom í namibískum fjölmiðlum. Kyrrsetningin nú er til bráðabirgða á meðan yfirvöld vinna að formlegri kröfugerð sinni.

Auglýsing
Samherji sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að unnið væri að því að gera Heinaste út í Namibíu og að tímabundið yrði það fólgið í því að leigja skipið namibískum aðilum og tryggja sem flestum úr áhöfn skipsins áframhaldandi vinnu. Þau áform eru nú í uppnámi.

Ráðlagt að leyfa skipunum ekki að fara

Namibískir fjöl­miðlar hafa greint frá því und­an­farna daga að spill­ing­ar­lög­reglan í Namibíu hafi ráð­lagt þar­lendum stjórn­völdum að leyfa skipum Sam­herja ekki að fara frá land­inu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Sam­herja í land­inu, Geysir og Saga, farið þaðan á und­an­förnum dög­um. 

Á mánu­dag var greint frá því að Geys­i hefði verið siglt frá Namib­­íu. Skipið yfir­gaf landið á sunnu­dags­kvöld og skildi yfir 100 sjó­­menn eftir í óvissu. Namibian Sun sagði á mánu­dag að sjó­­menn­irnir hefðu ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­­lýs­ingar feng­ust að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veið­i­­kvóta. 

Þetta var  í annað sinn á örfáum dögum sem fregnir bár­ust frá Namibíu þess efnis að skip í eigu Sam­herja væru að hverfa frá land­inu. Á föstu­dag var greint frá því í miðl­inum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótt­ur­fé­lags Sam­herja á Kýpur og hefur um ára­bil veitt hrossa­makríl í lög­sögu Namib­íu, hefði fyr­ir­vara­laust siglt frá land­inu. Þá fengu sjó­menn­irnir á Sögu, sem eru um 120 tals­ins, sms-skila­boð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanarí­eyja í við­gerð. Einn sjó­mann­anna sagði við New Era að van­inn væri sá að um 15 skip­verjar færu alltaf með Sögu þegar það færi í við­gerð. Annar sagð­ist hafa fengið þau svör hjá útgerð­inni að skipið myndi ekki snúa aftur næstu sex mán­uð­i. 

Ásak­anir um sölu Heinaste á hrakvirði

Þriðja skip Sam­herja í Namibíu er svo Heinaste, sem verið hefur kyrr­sett í land­inu. Það er í eigu namibísks félags sem íslenska sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækið Sam­herji á stóran hlut í í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lag sitt Esju Holding. Aðrir eig­endur eign­­­ar­halds­­­­­fé­lags Heinaste eru namibísk félög, meðal ann­­­ars Arctic Nam Investments. Saman eiga namibísku félögin 42 pró­­­sent í félag­inu en eina eign þess er áður­­­­­nefndur tog­­­ari, Heinaste. 

Auglýsing
New Era greindi frá 20. jan­úar að minn­i­hluta­eig­endur í Esju Holding hefðu ásakað Sam­herja um sið­­­lausa hegðun með því að reyna að selja Heinaste á hrakvirði til ann­­­ars félags. Í mið­l­inum er haft eftir Vigrilio De Sousa, stjórn­­­­­ar­­­for­­­manni Arctic Nam Investments, að Sam­herji sé að reyna að selja sjálfum sér Heinaste á 19 millj­­­ónir Bandaríkjandala  með við­­­skiptafléttu sem inn­­i­heldur einnig rús­s­­­neskt fyr­ir­tæki. Skipið var keypt á 28 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala fyrir tveimur árum síðan og því er verð­mið­inn nú um þriðj­ungi lægri en hann var þá. 

De Sousa sagði enn fremur að Sam­herji hafi fjar­lægt alla namibíska stjórn­­­endur út úr stjórn félags­­­ins sem á Heinaste. Hann grunar að þetta sé gert til þess að auð­velda enn frekar sölu tog­­­ar­ans risa­­­vaxna á hrakvirð­i. 

Sam­herji ætlar að draga úr starf­­semi 

Sam­herji greindi frá því í yfir­­lýs­ingu sem birt­ist á heima­­síðu fyr­ir­tæk­is­ins um miðjan jan­úar að það væri að draga úr starf­­­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það myndi taka ein­hvern tíma. 

Síðan þá hafa hlut­irnir gerst hratt. Nokkrum dögum eftir að sú til­­kynn­ing var send út var greint frá því að namibíska rík­­­is­út­­­­­gerðin Fishcor, sem stýrt var af mönnum sem sitja í fang­elsi fyrir að hafa þegið mútur frá Sam­herja, hefði ekki átt fyrir launum fyrir des­em­ber og jan­ú­­ar­mán­uð. Til að bregð­­­ast við þeirri stöðu var 25 þús­und tonna kvóti af hrossa­­­makríl færður til útgerð­­­ar­innar til að úthluta gegn greiðslu. Alls vinna meira en þús­und manns hjá Fischor, sem gerir útgerð­ina að næsta stærsta atvinn­u­rek­anda í hafn­­­ar­bænum Lüderitz í Namib­­­íu. 

Fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Bern­hard Esau, úthlut­aði alls um 360 þús­und tonnum af hrossa­­­makríl­kvóta til Fishcor frá árinu 2014 og fram á síð­­­asta ár. Hluti þess kvóta var seldur til Sam­herja og grunur leikur á að íslenski sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ris­inn hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á lægra verði en eðli­­­legt hefði ver­ið. Þær mút­­u­greiðslur fóru meðal ann­­­ars til fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­manns Fishcor, James Hatuikulipi, áður­­­­­nefnds Esau og aðila þeim tengd­­­um. 

The Namibian greindi frá því 20. jan­úar að inn­­­an­hús­­­menn í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi teldi að Fishcor ætlaði sér að nota tog­­ar­ann Heinaste, sem var kyrr­­­settur af namibískum yfir­­­völdum í fyrra, til að veiða hinn nýút­­­hlut­aða kvóta. Heinaste er að mestu í eigu Sam­herja. Bennet Kangumu, stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Fishcor, vildi þó ekki stað­­­festa þetta í sam­tali við blað­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar