Aðsendar myndir

Samherji opinberaður

Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í. Samherji hefur nú verið opinberað fyrir að hafa greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arð sinn af þeim kvóta. Fyrirtækið er auk þess grunað um peningaþvætti í Noregi. Afleiðingarnar af þessu eru þegar orðnar margháttaðar.

Upp­gangur Sam­herja, eins stærsta fyr­ir­tækis lands­ins og eins stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis Evr­ópu, hefur verið ævin­týra­legur á und­an­förnum árum. Í árs­lok 2008, í kjöl­far efna­hags­hruns­ins, var eigið fé sam­stæðu fyr­ir­tæk­is­ins um 17 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Tíu árum síð­ar, um síð­ustu ára­mót, var eigið féð 111 millj­arðar króna. Það hafði næstum tífald­ast. 

Vöxt­ur­inn hefur verið mestur frá árinu 2011. Á átta ára tíma­bili hagn­að­ist Sam­herji um 112 millj­arða króna. Eins og staðan er í dag á Sam­herji beint 7,1 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta á Íslandi. Auk þess á Sam­herji 44,6 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni og 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent í henni. Sam­an­lagður hlutur Sam­herja og tengda félags­ins í Síld­ar­vinnsl­unni, sem heldur á 5,3 pró­sent kvót­ans, er því 49,9 pró­sent. Síld­ar­vinnslan á síðan allt hlutafé í Berg-Hug­inn, sem heldur á 2,3 pró­sent kvót­ans, og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem fær að veiða 1,3 pró­sent hans, er að öllu leyti í eigu Sam­herj­a. 

Ef  eign­ar­hluti Sam­herja í Síld­ar­vinnsl­unni færi yfir 50 pró­sent, þ.e. ef hann væri 0,11 pró­sentu­stigi meiri, myndi kvóta­eign Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar telj­ast saman og vera 16 pró­sent. Þar með myndi hún fara þá yfir það 12 pró­sent hámark sem ein­stakur aðili má halda á sam­kvæmt íslenskum lög­um. En á meðan að Sam­herji eign­ast ekki þetta 0,11 pró­sentu­stig í Síld­ar­vinnsl­unni, þar sem for­stjóri Sam­herja er stjórn­ar­for­mað­ur, þá gera stjórn­völd ekki athuga­semd við að fyr­ir­tækin fari yfir þau mörk.

Sam­hliða þessum vexti hefur Sam­herji breitt úr sér og fjár­fest í ýmsum öðrum geir­um. Fyr­ir­tækið er til að mynda stærsti eig­andi Eim­skipa og á meðal stærstu eig­enda smá­söluris­ans Haga. Það á auk þess Jarð­bor­anir og var árum saman einn helsti eig­andi útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Á þeim árum var Óskar Magn­ús­son, stjórn­ar­maður í Sam­herja, titl­aður útgef­andi blaðs­ins og lagði lín­urnar í bæði rekstri og áherslum þess. Sam­herji seldi hlut sinn í útgáfu­fé­lag­inu til Eyþórs Arn­alds árið 2017 og lán­aði honum fyrir kaup­un­um. Það lán hefur ekki verið end­ur­greitt.

Það er þó ekki á Íslandi sem mestur vöxtur Sam­herja hefur verið á und­an­förnum árum. Sífellt stærri hluti af starf­sem­inni er erlend­is, meðal ann­ars í Evr­ópu. Og í Afr­íku. Það hefur hins vegar lítið verið talað um þá starf­semi hér­lendis af hendi Sam­herja, þótt hún hafi verið mjög arð­bær. Raunar var hún lyk­il­þáttur í þeim ævin­týra­lega auði sem þessi risi í norðri komst yfir á síð­ustu árum. 

Helstu eig­endur þessa auðs eru eru frænd­­­­­­urn­ir, Þor­­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­­son og Krist­ján Vil­helms­­­­­­son, sem hafa saman stýrt Sam­herja frá því að þeir keyptu það í apríl 1983. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­­­sent í sam­­­stæð­unni. Helga S. Guð­­­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­­­kona Þor­­­steins Más, á 21,3 pró­­­sent, sem féll í hennar hlut þegar þau skild­u. 

Til við­­­bótar á félagið Bliki ehf. 11,7 pró­­­sent hlut í Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unn­i. Fram­In­vest ­Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­­­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­­­um. Þor­­­steinn Már er helsti skráði stjórn­­­andi þess félags.

Mút­ur, spill­ing, skatt­svik og pen­inga­þvætti

Á þriðju­dag opin­ber­uðu Kveikur og Stundin hvernig við­skipta­hættir Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namib­íu, á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. Þær námu 1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí. 

Skömmu eftir að Namibía öðl­að­ist sjálf­stæði árið 1990 leit­uðu stjórn­völd þar til íslenskra ráða­manna til að fá hjálp við að byggja upp sjálf­bært sjáv­ar­út­vegs­kerfi. Sú hjálp barst í formi þró­un­ar­að­stoðar sem kost­aði íslenska skatt­greið­endur um tvo millj­arða króna næstu 20 árin, allt þar til að hún var blásin af árið 2010 vegna stöðu rík­is­sjóðs í kjöl­far hruns­ins. Þá hafði tek­ist að byggja upp fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem átti að skila Namibíu störf­um, sjálf­bærni og skatt­tekj­u­m. 

Sam­herji steig á land skömmu eftir að þró­un­ar­að­stoð­inni var hætt og hóf að ná til sín kvóta, með áður­nefndum leiðum sam­kvæmt umfjöllun Kveiks og Stund­ar­inn­ar. Þegar búið var að tryggja rétt­inn til að veiða fóru veið­arnar sjálfar fram í gegnum stóra verk­smiðju­tog­ara og afl­inn sjó­fryst­ur, sem þýddi að hann fór ekki í land­vinnslu og skap­aði þar með ekki slík störf. 

Forstjóri Samherja hefur tímabundið stigið til hliðar og Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra lands­ins, hafa báðir sagt af sér emb­ætt­i.
Mynd: Mannlíf

Í Namibíu er 33 pró­sent skattur á hagnað og Sam­herji vildi ekki borga svo mik­ið. Þess í stað nýtti fyr­ir­tækið sér tví­skött­un­ar­samn­ing við eyj­una Mári­tíus og flutti hagn­að­inn þaðan á lág­skatt­ar­skjólið Kýp­ur, þar sem Sam­herji hefur stofnað tug félaga á und­an­förnum árum. Frá Kýpur fóru pen­ing­arnir svo inn á banka­reikn­ing Sam­herja í norska bank­anum DNB, sem er að hluta í eigu norska rík­is­ins. 

Opin­ber­unin á þriðju­dag byggði ann­ars vegar á tug­þús­undum skjala og tölvu­pósta sem sýndu við­skipta­hætt­ina svart á hvítu, og hins vegar á frá­sögn Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu, sem ját­aði á sig fjöl­mörg lög­brot og sagð­ist hafa framið þau að und­ir­lagi Þor­steins Más og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var lengi yfir útgerð Sam­herja í Afr­ík­u. 

Verið að rann­saka Sam­herja í þremur löndum

Frá því að ljósi var varpað á athæfi Sam­herja í Namibíu hefur ansi margt gerst. Greint hefur verið frá því að spill­ing­ar­lög­reglan í Namib­íu, og eftir atvikum önnur þar­lend yfir­völd, hafi haft fyr­ir­tækið og helstu stjórn­endur þess til rann­sóknar um nokk­urt skeið. Áður­nefndur Jóhannes hefur stöðu upp­ljóstr­ara þar sam­kvæmt lögum og hefur aðstoðað við rann­sókn­ina. 

Á Íslandi eru bæði hér­aðs­sak­sókn­ari og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að rann­saka mál­ið. Umfjöllun Stund­ar­innar leiddi líka í ljós að hluti þeirra pen­inga sem Sam­herji færði inn á reikn­inga í DNB í Nor­egi, sem voru meðal ann­ars not­aðir til að greiða sjó­mönnum í Afr­íku laun, væru frá félagi skráð í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um. DNB lok­aði á reikn­ing­anna í fyrra vegna þess að hann taldi óvissu um hver væri raun­veru­legur eig­andi félag­anna sem nýttu þá og að verið væri að nota þá til að stunda pen­inga­þvætti. Norska efna­hags­brota­lög­reglan Økokrim er að skoða þennan anga máls­ins og stjórn DNB hefur farið fram á að fá allar upp­lýs­ingar um málið og verða þær lagðar fyrir stjórn­ar­fund hans í dag, 15. nóv­em­ber. 

Þá er Sam­herji sjálfur að láta erlenda lög­manns­stofu rann­saka mál­ið, en fyr­ir­tækið hefur í yfir­lýs­ingum sem það hefur sent frá sér sagt að Jóhannes hafi einn framið lög­brotin sem hann lýsti. „Þetta eru ekki vinnu­brögð sem við könn­umst við,“ sagði í einni þeirra. 

Umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar sýndi þó, með vísun í gögn, að Sam­herji greiddi 260 millj­ónir króna inn á reikn­inga þeirra manna sem þáðu mútu­greiðslur eftir að Jóhannes lét af störfum árið 2016. Auk þess var Jóhannes ein­ungis með tak­mark­aða pró­kúru og gögn máls­ins, sem Wiki­leaks hefur gert opin­ber á net­inu, sýna að hinar ætl­uðu mútu­greiðslur voru ekki greiddar af Jóhann­es­i. 

Rann­sókn lög­manns­stof­unnar fyrir Sam­herja á Sam­herja heyrir beint undir stjórn Sam­herja. Í henni sitja full­trúar eig­enda Sam­herja: Þor­steins Más, Krist­jáns og Helgu.

Marg­hátt­aðar afleið­ingar

Beinar afleið­ingar opin­ber­un­ar­innar hafa líka verið mikl­ar. Innan við sól­ar­hring eftir að Kveiks­þætt­inum lauk voru Bern­hardt Esau, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­­mála­ráð­herra lands­ins, sem báðir voru þiggj­endur þess fjár sem Sam­herji greiddi fyrir aðgengi að kvóta, búnir að segja af sér. Þing­kosn­ingar eru fram undan í Namibíu í lok mán­að­ar­ins og málið tröll­ríður nú öllum fjöl­miðlum í land­inu. Ekki er búist við því að Swa­po-­flokk­ur­inn, sem hefur verið nær ein­ráður í Namibíu frá því að landið fékk sjálf­stæði, missi völdin vegna máls­ins en við­búið er að það er að reyn­ast flokknum fara erfitt. Hversu erfitt mun koma í ljós fyrir kom­andi mán­aða­mót.

Á Íslandi hefur Þor­steinn Már stigið tíma­bundið til hliðar sem for­stjóri Sam­herja á meðan að rann­sókn fyr­ir­tæk­is­ins á eigin athæfi stendur yfir. Það gerði hann í gær, fimmtu­dag, til að tryggja „sem best hlut­leysi rann­sókn­ar­inn­ar.“ Þor­steinn Már sagði í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í gær að hann ótt­að­ist það ekki að fara í fang­elsi. Margt ætti eftir að koma í ljós vegna máls­ins og að honum blöskr­aði umræðan um Sam­herja. Þor­steinn Már sagði enn fremur að það sem væri að valda Sam­herja vanda­málum í við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins alþjóð­lega væru orð Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um að það ætti að kyrr­setja eignir Sam­herja, ekki umfjöllum um stór­felldar mútu­greiðslur til ráð­herra í Namibíu sem hafa skilað því að tveir slíkir hafa sagt af sér. Hann sagði það auk þess ekki rétt að fyr­ir­tækið hefði flutt pen­inga frá Afr­íku, og stundað skatt­­svik eða pen­inga­þvætti. Hann neit­aði því alfar­ið, en játti því að „ákveðnar greiðsl­ur“ þyrfti að skoða. Þor­steinn Már var þrá­spurður í við­tal­inu hvort að Sam­herji hefði greitt mútur í Namibíu en neit­aði að svara spurn­ing­unni.

Enn er óljóst hversu víð­feðm önnur áhrif af mál­inu verða. Ljóst er að pen­inga­þvætt­is­rann­sóknin í Nor­egi getur skapað mikil vand­ræði fyrir Sam­herja og alþjóð­lega starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, skili hún þeirri nið­ur­stöðu að fjár­munir hafi verið þvætt­aðir í gegnum norskan rík­is­banka. Auk þess má búast við því að geta Sam­herja til að kom­ast yfir alþjóð­legan kvóta, t.d. innan Evr­ópu­sam­bands­ins, muni tak­markast í ljósi þess að starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins hefur lýst stór­felldum mútu­greiðslum og skattsvikum þess í Namib­íu. Þá telja við­mæl­endur Kjarn­ans, sem starfa í alþjóð­legu við­skiptaum­hverfi, fyr­ir­sjá­an­legt að málið geti haft áhrif á önnur íslensk fyr­ir­tæki alþjóð­lega, sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegi. Sér­stak­lega vegna þess að opin­ber­unin á Sam­herja kom strax í kjöl­far þess að Ísland var sett á gráan lista vegna ónógra pen­inga­varna, en það er þegar farið að valda ein­hverjum íslenskum fyr­ir­tækjum erfið­leikum í sam­skiptum við við­skipta­vini sína. 

Við blasir að málið mun valda Íslandi orð­spors­hnekki alþjóð­lega. Það bæt­ist við önnur mál sem hafa verið lituð í spill­ing­ar­litum og hafa vakið athygli á Íslandi langt út fyrir land­stein­ana, svo sem banka­hrunið og Pana­ma-skjöl­in, sem sýndu að aflands­fé­laga­eign var ein­hvers­konar þjóðar­í­þrótt hjá ákveðnu lagi fjár­magns­eig­enda á Ísland­i. 

Á Íslandi er svo almenn­ingur í áfalli og á Alþingi í gær fór fram sér­stök umræða um spill­ingu, sem var sér­stak­lega sett á dag­skrá vegna Sam­herj­a. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar