Yfirheyrslum yfir blaðamönnum frestað

Lögreglan hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs eftir að einn þeirra krafðist úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands Eystra um lögmæti aðgerðanna.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Auglýsing

Blaða­menn Kjarn­ans, Stund­ar­innar og RÚV verða ekki yfir­heyrðir í upp­hafi vik­unnar vegna meintra brota á lögum um frið­helgi einka­lífs­ins eins og til stóð, en lög­reglan hefur ákveðið að fresta yfir­heyrsl­unum þangað til að Hér­aðs­dómur Norð­ur­lands Eystra úrskurði um lög­mæti þeirra.

Þórður Snær Júl­í­us­­son rit­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­ólfs­­son, blaða­­maður mið­ils­ins, hafa fengið stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi, sem er stað­­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­­helgi einka­lífs­ins. Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, blaða­­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks, eru söm­u­­leiðis með stöðu sak­­born­ings í mál­inu og höfðu einnig verið boðuð í yfir­­heyrslu vegna máls­ins.

RÚV greindi frá því fyrr í dag að Aðal­steinn hafi skilað kröfu um úrskurð um lög­mæti aðgerða lög­regl­unnar til Hér­aðs­dóms Norð­ur­lands Eystra í morg­un, en lög­reglan fær frest til að skila grein­ar­gerð um mál­ið. Á Twitt­er-­síðu sinni greindi Aðal­steinn svo frá því að yfir­heyrsl­unni gegn sér hafi verið frestað þangað til að nið­ur­staða feng­ist í mál­ið. Arn­ari Þór blaða­manni Kjarn­ans hefur einnig verið tjáð að hann verði ekki yfir­heyrður á þriðju­dag, eins og til stóð.

Auglýsing

Hörð við­brögð við ákvörðun lög­reglu

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, sagði það „óskilj­an­legt og í raun mjög alvar­legt að lög­reglan á Norð­ur­landi eystra hafi ákveðið að kalla blaða­menn til yfir­heyrslu vegna þess eins að skrif­aðar voru fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir hönd­um.“ Sömu­leiðis hefur Félag frétta­manna lýst yfir áhyggjum og undrun yfir aðgerðum lög­reglu.

Íslands­deild Tran­sparency International hefur einnig gefið út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins, en þar segir að lög­reglan sendi hættu­leg skila­boð út í sam­fé­lagið með ákvörðun sinni að yfir­heyra blaða­menn fyrir skrif sín. Sams konar yfir­lýs­ingar hafa einnig komið frá Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ og stjórn Sam­taka kvenna um nýja stjórn­ar­skrá.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, hefur á hinn bóg­inn gagn­rýnt fjöl­miðlaum­fjöllun um þessar aðgerð­ir. Í Face­book færslu sem hann birti í síð­ustu viku segir hann að svo virð­ist sem önnur vinnu­brögð og lög­mál eigi við hjá fjöl­miðlum í umfjöll­unum um lög­reglu­mál þar sem blaða­menn eru undir en hjá almennum borg­ur­um. Hann spurði einnig hvort fjöl­miðla­menn væru of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu eins og almennir borg­arar og hvernig það gæti talist alvar­legt mál að lög­regla óski eftir því að þeir gefi skýrslu.

Blaða­manna­fé­lagið og Félag frétta­manna svör­uðu svo þessum spurn­ingum Bjarna í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu. Í henni bentu fag­­fé­lögin á að vissu­­lega væru blaða- og frétta­­menn sem ein­stak­l­ingar jafnir öðrum að lög­­um, t.d. ef þeir eru grun­aðir um ölv­un­­arakst­­ur, fjár­­­svik eða ofbeld­is­brot. „Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlut­verks þeirra.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir var spurð um ummæli Bjarna í morg­un­út­varpi Rásar 1 í vik­unni, en þar sagði hún það vera „mjög þungt skref“ að blaða­menn séu komnir með rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Einnig sagði hún að það skipti „gríð­ar­lega miklu máli“ í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að fjöl­miðlar séu kjark­að­ir- „ekki síst þegar kemur að því að benda á spill­ing­u.“

Tveir þeirra blaða­­manna sem eru með stöðu sak­­born­ings í rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent