Yfirheyrslum yfir blaðamönnum frestað

Lögreglan hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs eftir að einn þeirra krafðist úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands Eystra um lögmæti aðgerðanna.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Auglýsing

Blaða­menn Kjarn­ans, Stund­ar­innar og RÚV verða ekki yfir­heyrðir í upp­hafi vik­unnar vegna meintra brota á lögum um frið­helgi einka­lífs­ins eins og til stóð, en lög­reglan hefur ákveðið að fresta yfir­heyrsl­unum þangað til að Hér­aðs­dómur Norð­ur­lands Eystra úrskurði um lög­mæti þeirra.

Þórður Snær Júl­í­us­­son rit­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­ólfs­­son, blaða­­maður mið­ils­ins, hafa fengið stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi, sem er stað­­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­­helgi einka­lífs­ins. Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, blaða­­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks, eru söm­u­­leiðis með stöðu sak­­born­ings í mál­inu og höfðu einnig verið boðuð í yfir­­heyrslu vegna máls­ins.

RÚV greindi frá því fyrr í dag að Aðal­steinn hafi skilað kröfu um úrskurð um lög­mæti aðgerða lög­regl­unnar til Hér­aðs­dóms Norð­ur­lands Eystra í morg­un, en lög­reglan fær frest til að skila grein­ar­gerð um mál­ið. Á Twitt­er-­síðu sinni greindi Aðal­steinn svo frá því að yfir­heyrsl­unni gegn sér hafi verið frestað þangað til að nið­ur­staða feng­ist í mál­ið. Arn­ari Þór blaða­manni Kjarn­ans hefur einnig verið tjáð að hann verði ekki yfir­heyrður á þriðju­dag, eins og til stóð.

Auglýsing

Hörð við­brögð við ákvörðun lög­reglu

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, sagði það „óskilj­an­legt og í raun mjög alvar­legt að lög­reglan á Norð­ur­landi eystra hafi ákveðið að kalla blaða­menn til yfir­heyrslu vegna þess eins að skrif­aðar voru fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir hönd­um.“ Sömu­leiðis hefur Félag frétta­manna lýst yfir áhyggjum og undrun yfir aðgerðum lög­reglu.

Íslands­deild Tran­sparency International hefur einnig gefið út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins, en þar segir að lög­reglan sendi hættu­leg skila­boð út í sam­fé­lagið með ákvörðun sinni að yfir­heyra blaða­menn fyrir skrif sín. Sams konar yfir­lýs­ingar hafa einnig komið frá Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ og stjórn Sam­taka kvenna um nýja stjórn­ar­skrá.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, hefur á hinn bóg­inn gagn­rýnt fjöl­miðlaum­fjöllun um þessar aðgerð­ir. Í Face­book færslu sem hann birti í síð­ustu viku segir hann að svo virð­ist sem önnur vinnu­brögð og lög­mál eigi við hjá fjöl­miðlum í umfjöll­unum um lög­reglu­mál þar sem blaða­menn eru undir en hjá almennum borg­ur­um. Hann spurði einnig hvort fjöl­miðla­menn væru of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu eins og almennir borg­arar og hvernig það gæti talist alvar­legt mál að lög­regla óski eftir því að þeir gefi skýrslu.

Blaða­manna­fé­lagið og Félag frétta­manna svör­uðu svo þessum spurn­ingum Bjarna í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu. Í henni bentu fag­­fé­lögin á að vissu­­lega væru blaða- og frétta­­menn sem ein­stak­l­ingar jafnir öðrum að lög­­um, t.d. ef þeir eru grun­aðir um ölv­un­­arakst­­ur, fjár­­­svik eða ofbeld­is­brot. „Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlut­verks þeirra.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir var spurð um ummæli Bjarna í morg­un­út­varpi Rásar 1 í vik­unni, en þar sagði hún það vera „mjög þungt skref“ að blaða­menn séu komnir með rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Einnig sagði hún að það skipti „gríð­ar­lega miklu máli“ í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að fjöl­miðlar séu kjark­að­ir- „ekki síst þegar kemur að því að benda á spill­ing­u.“

Tveir þeirra blaða­­manna sem eru með stöðu sak­­born­ings í rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent