Lýsa yfir áhyggjum og undrun yfir því að blaða- og fréttamenn fái stöðu sakborninga vegna starfa sinna

Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við fjóra blaðamenn sem hafa fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi fyrir að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ upp úr sam­skipta­gögn­um.

Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna á RÚV, lýsir áhyggjum og undrun yfir því að fjórir blaða- og fréttamenn skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.
Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna á RÚV, lýsir áhyggjum og undrun yfir því að fjórir blaða- og fréttamenn skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.
Auglýsing

Félag frétta­manna, stétt­ar­fé­lag frétta­manna á RÚV, lýsir yfir áhyggjum og undrun yfir því að lög­reglan á Norð­ur­landi skuli kalla blaða- og frétta­menn til yfir­heyrslu og veita þeim stöðu sak­born­inga vegna starfa þeirra við blaða­mennsku.

Þórður Snær Júl­í­us­­son, rit­­stjóri Kjarn­ans, og Arnar Þór Ing­­ólfs­­son, blaða­­maður mið­ils­ins, hafa fengið stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi, sem er stað­­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­­helgi einka­lífs­ins. Þeim var greint frá þessu sím­­leiðis í gær og þeir boð­aðir í yfir­­heyrslu hjá rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­manni emb­ætt­is­ins sem mun gera sér ferð til Reykja­víkur til að fram­­kvæma hana.

Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu, hafa einnig verið boðuð í yfir­heyrslu. Sak­­ar­efnið sem blaða­­mönn­unum er gefið að sök er að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­­deild Sam­herja“ upp úr sam­­skipta­­gögn­­um.

Auglýsing

Félag frétta­manna vísar í yfir­lýs­ingu sinni í dóma Hæsta­réttar og Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem hafa á und­an­förnum árum stað­fest rétt íslenskra blaða­manna og nauð­syn þess að þeir vinni fréttir úr gögnum sem þeim ber­ast, eigi þau erindi við almanna­hags­muni. „Þá ber blaða­mönnum ótví­ræð laga­leg skylda til að vernda heim­ild­ar­menn sína, hvort sem þeir hafa veitt upp­lýs­ingar með lög­mætum eða ólög­mætum hætt­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Frelsi fjöl­miðla til að miðla stað­reyndum og réttum upp­lýs­ingum for­senda lýð­ræðis og friðar

Þá bendir félagið á að blaða- og frétta­menn víða um heim búa við síauknar ógn­anir og ofsókn­ir, bæði af völdum stjórn­valda, skipu­lagðra glæpa­sam­taka og stór­fyr­ir­tækja. Tveir blaða­menn hlutu á síð­asta ári frið­ar­verð­laun Nóbels, fyrir bar­áttu sína fyrir fjöl­miðla­frelsi í löndum sín­um. „Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar­innar kom fram, að frelsi fjöl­miðla til að miðla stað­reyndum og réttum upp­lýs­ingum væri for­senda lýð­ræðis og friðar í ríkjum heims,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Félagið bendir einnig á ða Ísland hefur á und­an­förnum árum fallið niður lista sam­tak­anna Reporters Wit­hout Borders vegna bágrar stöðu fjöl­miðla hér, nú síð­ast niður í 16. sæti, meðal ann­ars vegna þess að Sam­herji „skipu­lagði her­ferð árið 2020 til að varpa rýrð á blaða­menn sem fjallað höfðu um frétta­málið (um athæfi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu)“.

„Nú hefur lög­reglan á Norð­ur­landi boðað blaða- og frétta­menn til yfir­heyrslu fyrir að fjalla um þessa sömu her­ferð. Félag frétta­manna lýsir yfir stuðn­ingi við þessa blaða- og frétta­menn, og lýsir áhyggjum og undrun yfir því að þeir skuli hafa rétt­ar­stöðu grun­aðra fyrir það eitt að sinna störfum sín­um,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent