Bjarni: „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?“

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fréttaflutning RÚV, segir umfjöllun um rannsókn á störfum blaðamanna vera á forsendum þeirra sjálfra og spyr hvort það megi „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að svo virð­ist sem önnur vinnu­brögð og lög­mál eigi við hjá fjöl­miðlum í umfjöllum um lög­reglu­mál þar sem blaða­menn eru undir í lög­reglu­málum en hjá almennum borg­ur­um. Mál sem séu til rann­sóknar fái reglu­lega umfjöllun í frétta­tímum og fram­vindu mála sé fylgt eftir frá rann­sókn til ákæru og dóms eða nið­ur­fell­ingar máls eftir atvik­um.

Annað sé uppi á ten­ingnum í umfjöllun um þá ákvörðun lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra að gefa fjórum blaða­mönnum stöðu sak­born­ings í rann­sókn sinni á broti gegn frið­helgi einka­lífs manns sem var til umfjöll­unar í frétta­flutn­ingi af svo­kall­aðri „skæru­liða­deild Sam­herj­a“. „Það verður að segj­ast eins og er að svo virð­ist sem þessi hefð­bundnu vinnu­brögð og lög­mál eigi ekki við, að minnsta kosti ekki að öllu leyti, í til­viki blaða­mann­anna sem fengu sím­tal í gær.“

Þetta segir Bjarni í stöðu­upp­færslu á Face­book sem hann birti í kvöld.

Á okkar góða landi er þrí­skipt­ing rík­is­valds. Það felur meðal ann­ars í sér að Alþingi setur lög, fram­kvæmda­valdið fylg­ir...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Tues­day, Febru­ary 15, 2022

Lög­reglan á Norð­ur­landi eystra birti til­kynn­ingu á vef sínum í dag þar sem stað­fest var eina brotið sem þar er til rann­sóknar sé ætlað brot gegn frið­heldi einka­lífs og rann­sókn þess sögð í hefð­bundnum far­vegi. Þeir blaða­menn sem hafa fengið stöðu sak­born­ings vegna rann­sóknar lög­regl­unnar eru Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni, Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks, Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður á Kjarn­an­um. Aðal­steinn, Þórður Snær og Arnar Þór skrif­uðu umfjall­anir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ í maí í fyrra en Kveikur tók málið ekki til umfjöll­un­ar.

Þegar umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar birt­ist var Bjarni á meðal þeirra ráða­manna sem tjáði sig um hana opin­ber­lega. Þá sagð­ist hann telja að Sam­herji hefði „gengið óeðli­­­­lega fram í þessu máli með sínum afskipt­u­m.“

Efast um að blaða­menn­irnir viti hvað sé til rann­sóknar

Bjarni segir að engar fréttir hafi verið fluttar af því sem mestu máli skiptir og flesta þyrstir að vita hvað lög­reglan kunni að hafa undir höndum sem gefi til­efni til rann­sókn­ar. „Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rann­sókn­ar. Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru get­gátur um það hvað lög­reglan muni mögu­lega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin get­gátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa frétt­ir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?“

Auglýsing
Sak­ar­efnið sem blaða­­mönn­unum er gefið að sök er að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­­deild Sam­herja“ upp úr sam­­skipta­­gögn­­um. Þeir eru með stöðu sak­born­ings fyrir að hafa brotið gegn 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga. Þar segir meðal ann­ars að hver sá sem „brýtur gegn frið­­helgi einka­lífs ann­­ars með því að hnýs­­ast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heim­ild­­ar­­leysi skjöl­um, gögn­um, myndefni, upp­­lýs­ingum eða sam­­bæri­­legu efni um einka­­mál­efni við­kom­andi, hvort heldur sem er á staf­rænu eða hlið­rænu formi, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári, enda sé hátt­­semin til þess fallin að valda brota­þola tjón­i.“

Í fyrra voru gerðar breyt­ingar á hegn­ing­ar­lög­um. Þar var 229. grein þeirra meðal ann­ars breytt þannig að hún hljóðar nú svona: „Hver sem í heim­ild­ar­leysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða for­ritum ann­arra sem geymd eru á tölvu­tæku formi skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Í áliti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar vegna þeirra breyt­inga sagði að ákvæðið eigi ekki við „þegar hátt­semin er rétt­læt­an­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­ar­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“ Undir álitið og breyt­ing­ar­til­lög­una skrif­uðu full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks, eða allir sem sæti áttu í nefnd­inn­i. 

Spyr hvort það séu for­dæmi fyrir frétta­flutn­ingi RÚV

Bjarni gagn­rýnir einnig RÚV fyrir að hafa tekið málið skref­inu lengra í frétta­tíma sínum í kvöld með því að fá lög­mann­inn Gunnar Inga Jóhanns­son til „lýsa því yfir að ef málið sner­ist um það sem blaða­menn­irnir sjálfir telja, þá sé nær úti­lokað að ákæra verði gefin út og svo les maður fréttir af dómafor­dæmum um að slík mál séu von­laus frá upp­hafi. ,,Afar ólík­legt að blaða­menn­irnir verði ákærð­ir," segir í fyr­ir­sögn fréttar á ruv.­is. Þetta er áður en nokkur maður veit hvaða gögn lög­reglan hefur eða hvaða spurn­inga hún leitar svörum við. Eru ein­hver for­dæmi fyrir svona vinnu­brögðum frétta­stofu?“

Í stöðu­upp­færslu Bjarna segir hann að öll fréttin hjá RÚV hafi verið að gefnum for­sendum þeirra blaða­manna sem fengu sím­tal í gær. „Hefði Rík­is­út­varpið ekki mátt láta þess getið að sumir þeirra sem eru með kenn­ingar um það hvað málið snýst hafa starfað á Rík­is­út­varp­inu. Hefði það ekki sýnt lág­marks við­leitni til að gæta hlut­leysis í máli sem virð­ist á algjöru byrj­un­ar­stigi? For­maður Blaða­manna­fé­lags­ins hefur kom­ist að því að máilð sé alvar­legt og óskilj­an­legt. Gott ef ég heyrði ekki að það væri búið að senda bréf til útlanda til að vekja athygli á þessu alvar­lega máli. Ég get ekki varist því að spyrja nokk­urra spurn­inga þegar maður les, heyrir og sér hverja frétt­ina á eftir annarri vegna sím­tals­ins frá lög­regl­unni í gær.“

„Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjöl­miðl­unum lík­a?“

Bjarni spyr svo hvort fjöl­miðla­menn séu of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu eins og almennir borg­ar­ar, og hvernig það geti talist alvar­legt mál að lög­regla óski eftir því að þeir gefi skýrslu? „Ef fjöl­miðla­menn­irnir eiga þann lögvarða rétt sem þeir gefa sér að eigi við í þessu máli, að svara ekki spurn­ingum lög­regl­unn­ar, vilja þeir þá ekki bara gera það, neita að svara. Er það mjög íþyngj­andi? Meira íþyngj­andi en almennir borg­arar þurfa að þola í málum sem eru til rann­sóknar lög­reglu? [...] Við gerum öll kröfu til þess að hér á landi séu allir jafnir fyrir lög­un­um. Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjöl­miðl­unum lík­a?“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent