Þorbjörg Sigríður: „Skoðanir og árásir eru óskyldir hlutir“

Umræða um aðgerðir Samherja snýst ekki um skoðanafrelsi heldur hvernig „hagsmunahópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif,“ að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaráðherra segir Samherja hafa ​gengið óeðlilega fram með sínum afskiptum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, sagði aðgerðir Sam­herja sem fjallað hefur verið um í vik­unni ekki snú­ast um skoð­ana­frelsi heldur það hvernig hags­muna­hópar beiti völdum sínum til þess að hafa óeðli­leg áhrif í sam­fé­lag­inu. Þetta kom fram í fyr­ir­spurn Þor­bjargar til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í þing­inu í dag. Þor­björg vakti máls á aðgerðum skæru­liða­deildar Sam­herja vegna við­tals við Brynjar Níels­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kast­ljósi í gær.

„Í gær sat þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kast­ljósi þar sem hann sagði, eða mátti á honum skilja, að það væri ekk­ert við vinnu­brögð Sam­herja að athuga. Hann tal­aði um aðgerðir skæru­liða­deild­ar­innar sem skoð­anir en þetta mál snýst auð­vitað ekki um skoð­ana­frelsi heldur það hvernig hags­muna­hópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðli­leg áhrif í sam­fé­lag­inu bak við tjöld­in. Að svipta þessar aðgerðir og starfs­hætti öllu sam­hengi er hættu­leg­t,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

Hún sagði að þegar um árásir eða ofsóknir væri að ræða væru ekki tvær hliðar á mál­um. „Hér eru ger­endur og hér eru þolend­ur. skot­skífan eru fjöl­miðlar í land­inu en um leið allur almenn­ing­ur. skoð­anir og árásir eru óskyldir hlutir og þetta dregur upp dökka mynd,“ sagði Þor­björg Sig­ríður og spurði fjár­mála­ráð­herra í kjöl­farið hvort hann sæi sam­hengi hlut­anna í aðgerðum Sam­herja og „hvort hann sjái ekki hvers eðlis þessar aðgerðir Sam­herja eru.“

Auglýsing

Ætlar ekki að „gera upp fréttir gær­kvölds­ins“

Bjarni sagði það vera alvar­legt ef að fyr­ir­tæki teldu sig vera í þeirri stöðu að geta hlut­ast til um for­manns­kjör í Blaða­manna­fé­lag­inu eða á öðrum slíkum vett­vangi, hvort sem væri í stjórn­málum eða ann­ars stað­ar. „Við förum þá leið í Sjálf­stæð­is­flokknum að halda próf­kjör. Við hleypum öllum flokks­mönnum að það kemur í veg fyrir að menn geti beitt óeðli­legum þrýst­ingi nema að menn hafi enga stjórn á því hvaða fjár­munir eru settir í ein­stök fram­boðs­mál,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði að það væri ekki í hans verka­hring að upp­lýsa þing­menn um það hvað honum fynd­ist um skoð­anir ann­arra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Það eru nóg tæki­færi fyrir hátt­virtan þing­mann til að ræða við þá undir störfum þings­ins eða ann­ars stað­ar, ég veit ekki hvar sú umræða á best heima. En en ég horfði ekki á Kast­ljóss­þátt­inn og er ekki mættur hingað í dag til þess að gera upp fréttir gær­kvölds­ins eða ein­hverja við­tals­þætti í Rík­is­út­varp­in­u,“ sagði Bjarni.

„Ég er mættur hér sem fjár­mála­ráð­herra og hef tjáð mig um það mjög skýrt að ég tel að Sam­herji hafi gengið óeðli­lega fram í þessu máli með sínum afskipt­u­m.“

Skæru­liða­deildin reyndi að hafa áhrif á próf­kjör

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um ræddu með­limir hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja um próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þau Arna Bryn­dís McClure og Páll Stein­gríms­son voru sam­mála um að þau vildu ekki að Njáll Trausti Frið­berts­son yrði odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu. Páll greindi Örnu meðal ann­ars frá því að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, vildi ekki sjá Njál í odd­vita­sæti list­ans.

Arna segir Páli að „eng­inn“ vilji fá Njál í fyrsta sætið og Páll lofar að ræða málið við nokkra áhrifa­menn innan flokks­ins. Arna og Páll ræða svo meðal ann­ars saman um það að reyna að „koma saman not­hæfum lista fyrir kjör­dæm­ið.“ Af þeim fram­bjóð­endum sem tví­menn­ing­arnir raða á sinn lista end­aði ein­ungis einn ein­stak­lingur í fram­boði í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Svo því virð­ist sem lítið hafi gengið hjá Örnu og Páli við að hafa áhrif á fram­boðs­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent