Þorbjörg Sigríður: „Skoðanir og árásir eru óskyldir hlutir“

Umræða um aðgerðir Samherja snýst ekki um skoðanafrelsi heldur hvernig „hagsmunahópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif,“ að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaráðherra segir Samherja hafa ​gengið óeðlilega fram með sínum afskiptum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, sagði aðgerðir Sam­herja sem fjallað hefur verið um í vik­unni ekki snú­ast um skoð­ana­frelsi heldur það hvernig hags­muna­hópar beiti völdum sínum til þess að hafa óeðli­leg áhrif í sam­fé­lag­inu. Þetta kom fram í fyr­ir­spurn Þor­bjargar til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í þing­inu í dag. Þor­björg vakti máls á aðgerðum skæru­liða­deildar Sam­herja vegna við­tals við Brynjar Níels­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kast­ljósi í gær.

„Í gær sat þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kast­ljósi þar sem hann sagði, eða mátti á honum skilja, að það væri ekk­ert við vinnu­brögð Sam­herja að athuga. Hann tal­aði um aðgerðir skæru­liða­deild­ar­innar sem skoð­anir en þetta mál snýst auð­vitað ekki um skoð­ana­frelsi heldur það hvernig hags­muna­hópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðli­leg áhrif í sam­fé­lag­inu bak við tjöld­in. Að svipta þessar aðgerðir og starfs­hætti öllu sam­hengi er hættu­leg­t,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

Hún sagði að þegar um árásir eða ofsóknir væri að ræða væru ekki tvær hliðar á mál­um. „Hér eru ger­endur og hér eru þolend­ur. skot­skífan eru fjöl­miðlar í land­inu en um leið allur almenn­ing­ur. skoð­anir og árásir eru óskyldir hlutir og þetta dregur upp dökka mynd,“ sagði Þor­björg Sig­ríður og spurði fjár­mála­ráð­herra í kjöl­farið hvort hann sæi sam­hengi hlut­anna í aðgerðum Sam­herja og „hvort hann sjái ekki hvers eðlis þessar aðgerðir Sam­herja eru.“

Auglýsing

Ætlar ekki að „gera upp fréttir gær­kvölds­ins“

Bjarni sagði það vera alvar­legt ef að fyr­ir­tæki teldu sig vera í þeirri stöðu að geta hlut­ast til um for­manns­kjör í Blaða­manna­fé­lag­inu eða á öðrum slíkum vett­vangi, hvort sem væri í stjórn­málum eða ann­ars stað­ar. „Við förum þá leið í Sjálf­stæð­is­flokknum að halda próf­kjör. Við hleypum öllum flokks­mönnum að það kemur í veg fyrir að menn geti beitt óeðli­legum þrýst­ingi nema að menn hafi enga stjórn á því hvaða fjár­munir eru settir í ein­stök fram­boðs­mál,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði að það væri ekki í hans verka­hring að upp­lýsa þing­menn um það hvað honum fynd­ist um skoð­anir ann­arra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Það eru nóg tæki­færi fyrir hátt­virtan þing­mann til að ræða við þá undir störfum þings­ins eða ann­ars stað­ar, ég veit ekki hvar sú umræða á best heima. En en ég horfði ekki á Kast­ljóss­þátt­inn og er ekki mættur hingað í dag til þess að gera upp fréttir gær­kvölds­ins eða ein­hverja við­tals­þætti í Rík­is­út­varp­in­u,“ sagði Bjarni.

„Ég er mættur hér sem fjár­mála­ráð­herra og hef tjáð mig um það mjög skýrt að ég tel að Sam­herji hafi gengið óeðli­lega fram í þessu máli með sínum afskipt­u­m.“

Skæru­liða­deildin reyndi að hafa áhrif á próf­kjör

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um ræddu með­limir hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja um próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þau Arna Bryn­dís McClure og Páll Stein­gríms­son voru sam­mála um að þau vildu ekki að Njáll Trausti Frið­berts­son yrði odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu. Páll greindi Örnu meðal ann­ars frá því að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, vildi ekki sjá Njál í odd­vita­sæti list­ans.

Arna segir Páli að „eng­inn“ vilji fá Njál í fyrsta sætið og Páll lofar að ræða málið við nokkra áhrifa­menn innan flokks­ins. Arna og Páll ræða svo meðal ann­ars saman um það að reyna að „koma saman not­hæfum lista fyrir kjör­dæm­ið.“ Af þeim fram­bjóð­endum sem tví­menn­ing­arnir raða á sinn lista end­aði ein­ungis einn ein­stak­lingur í fram­boði í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Svo því virð­ist sem lítið hafi gengið hjá Örnu og Páli við að hafa áhrif á fram­boðs­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent