Annar skipstjóri Samherja lánaði nafn sitt undir skrif í þágu fyrirtækisins

Skipstjórinn Guðmundur Jónsson er ekki raunverulegur höfundur greinar sem hann fékk birta undir sínu nafni í Kjarnanum síðasta haust. Páll Steingrímsson segir sig og Þorbjörn Þórðarson hafa skrifað greinina í sameiningu.

Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Auglýsing

Guð­mundur Jóns­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, sendi inn grein­ina „Hálf­kveðnar vísur Kjarn­ans“ til birt­ingar á síðum Kjarn­ans í byrjun sept­em­ber í fyrra. Sam­skipta­gögn innan úr Sam­herja sýna fram á að Guð­mund­ur, sem í dag er orð­inn skip­stjóri á nýjasta skip­inu í flota Sam­herja, Vil­helmi Þor­steins­syni, skrif­aði ekki umrædda grein.

Höf­undar henn­ar, sam­kvæmt skip­stjór­anum Páli Stein­gríms­syni, eru hann sjálfur og lög­mað­ur­inn og almanna­tengsla­ráð­gjaf­inn Þor­björn Þórð­ar­son. Þetta kemur fram í spjall­þræði á milli þeirra Páls og Örnu McClure, lög­manns Sam­herj­a.

„...það var ég sem átti hug­mynd­ina að þeirri grein og skrif­aði hana með Þor­birn­i...“ sagði Páll við Örnu þegar þau ræddu um þátt­töku ann­arra skip­stjóra en Páls í að halda uppi vörnum fyrir fyr­ir­tækið á opin­berum vett­vangi. Arna minnt­ist þá á að Guð­mundur hefði skrifað eina grein og það væri „meira en marg­ur“. Páll hélt því í kjöl­farið til haga að greinin væri í reynd hans smíð og Þor­björns í sam­ein­ingu.

Rit­stjórn Kjarn­ans hefur ákveðið að rétt við­brögð við þess­ari vit­neskju séu þau að leyfa grein­inni að standa, þrátt fyrir að í ljós hafi komið að höf­undur hennar séu aðrir en sá sem sendi hana inn og er skrif­aður er fyrir henni. Fyr­ir­vari hefur þó verið settur inn í grein­ina, sem hljóðar svo:

Komið hefur í ljós að þessi grein er ekki skrifuð af þeim höf­undi sem skrif­aður er fyrir henni. Það sést í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum og sýna að raun­veru­legir höf­undar grein­ar­innar eru Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja í upp­lýs­inga­mál­um, og Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja. Eftir yfir­legu hefur rit­stjórn Kjarn­ans ákveðið að greinin fái að hald­ast í birt­ingu þrátt fyrir að hafa verið send inn undir fölskum for­sendum en að gera þurfi les­endum grein fyrir því að hér sé annað á ferð­inni en áður var talið. Það er hér með gert með þess­ari athuga­semd.

Greinar Páls munu standa á Vísi sem minn­is­varði um „sögu­lega fram­vindu Sam­herj­a­máls­ins“

Eins og Kjarn­inn og Stundin opin­ber­uðu síð­asta föstu­dag hefur komið í ljós að æði margar greinar sem birst hafa í nafni Páls Stein­gríms­sonar á mest lesna vef­miðli lands­ins, Vísi, hafa hreint ekki verið skrif­aðar af Páli heldur öðrum, oft Þor­birni Þórð­ar­syni fyrr­ver­andi frétta­manni og núver­andi almanna­tengsla­ráð­gjafa Sam­herja.

Nýjasta greinin sem birst hefur í nafni Páls Steingrímssonar á vefmiðlinum Vísi ber titilinn Hræsni góða fólksins.

Tölvu­póstar sýna fram á að Þor­björn hefur borið að minnsta kosti sumar grein­arnar undir þá sem hann kallar „menn­ina“, yfir­menn hjá Sam­herja, áður en Páll hefur síðan fengið „grænt ljós“ á að senda þær inn til Vísis til birt­ingar undir sínu nafni.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Þóris Guð­munds­son­ar, rit­stjóra frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, um það hvort – og þá hvernig – mið­ill­inn ætl­aði að bregð­ast við þeim upp­lýs­ingum um upp­runa þeirra greina sem hafa verið settar fram í nafni Páls Stein­gríms­sonar á und­an­förnum miss­erum sem hafa komið fram í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­ar­inn­ar.

Þórir segir í skrif­legu svari að það sé stefna rit­stjórn­ar­innar að taka ekki greinar af Vísi sem þar hafa verið birt­ar. Þar muni þær standa í sama formi og þegar þær voru upp­haf­lega birt­ar.

„Frétta­flutn­ingur und­an­farna daga sýnir vel hvernig þessar greinar urðu til og það verður í fram­tíð­inni hluti af sögu­legri fram­vindu Sam­herj­a­máls­ins,“ segir rit­stjór­inn í svari sínu til Kjarn­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent