Annar skipstjóri Samherja lánaði nafn sitt undir skrif í þágu fyrirtækisins

Skipstjórinn Guðmundur Jónsson er ekki raunverulegur höfundur greinar sem hann fékk birta undir sínu nafni í Kjarnanum síðasta haust. Páll Steingrímsson segir sig og Þorbjörn Þórðarson hafa skrifað greinina í sameiningu.

Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Auglýsing

Guð­mundur Jóns­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, sendi inn grein­ina „Hálf­kveðnar vísur Kjarn­ans“ til birt­ingar á síðum Kjarn­ans í byrjun sept­em­ber í fyrra. Sam­skipta­gögn innan úr Sam­herja sýna fram á að Guð­mund­ur, sem í dag er orð­inn skip­stjóri á nýjasta skip­inu í flota Sam­herja, Vil­helmi Þor­steins­syni, skrif­aði ekki umrædda grein.

Höf­undar henn­ar, sam­kvæmt skip­stjór­anum Páli Stein­gríms­syni, eru hann sjálfur og lög­mað­ur­inn og almanna­tengsla­ráð­gjaf­inn Þor­björn Þórð­ar­son. Þetta kemur fram í spjall­þræði á milli þeirra Páls og Örnu McClure, lög­manns Sam­herj­a.

„...það var ég sem átti hug­mynd­ina að þeirri grein og skrif­aði hana með Þor­birn­i...“ sagði Páll við Örnu þegar þau ræddu um þátt­töku ann­arra skip­stjóra en Páls í að halda uppi vörnum fyrir fyr­ir­tækið á opin­berum vett­vangi. Arna minnt­ist þá á að Guð­mundur hefði skrifað eina grein og það væri „meira en marg­ur“. Páll hélt því í kjöl­farið til haga að greinin væri í reynd hans smíð og Þor­björns í sam­ein­ingu.

Rit­stjórn Kjarn­ans hefur ákveðið að rétt við­brögð við þess­ari vit­neskju séu þau að leyfa grein­inni að standa, þrátt fyrir að í ljós hafi komið að höf­undur hennar séu aðrir en sá sem sendi hana inn og er skrif­aður er fyrir henni. Fyr­ir­vari hefur þó verið settur inn í grein­ina, sem hljóðar svo:

Komið hefur í ljós að þessi grein er ekki skrifuð af þeim höf­undi sem skrif­aður er fyrir henni. Það sést í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum og sýna að raun­veru­legir höf­undar grein­ar­innar eru Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja í upp­lýs­inga­mál­um, og Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja. Eftir yfir­legu hefur rit­stjórn Kjarn­ans ákveðið að greinin fái að hald­ast í birt­ingu þrátt fyrir að hafa verið send inn undir fölskum for­sendum en að gera þurfi les­endum grein fyrir því að hér sé annað á ferð­inni en áður var talið. Það er hér með gert með þess­ari athuga­semd.

Greinar Páls munu standa á Vísi sem minn­is­varði um „sögu­lega fram­vindu Sam­herj­a­máls­ins“

Eins og Kjarn­inn og Stundin opin­ber­uðu síð­asta föstu­dag hefur komið í ljós að æði margar greinar sem birst hafa í nafni Páls Stein­gríms­sonar á mest lesna vef­miðli lands­ins, Vísi, hafa hreint ekki verið skrif­aðar af Páli heldur öðrum, oft Þor­birni Þórð­ar­syni fyrr­ver­andi frétta­manni og núver­andi almanna­tengsla­ráð­gjafa Sam­herja.

Nýjasta greinin sem birst hefur í nafni Páls Steingrímssonar á vefmiðlinum Vísi ber titilinn Hræsni góða fólksins.

Tölvu­póstar sýna fram á að Þor­björn hefur borið að minnsta kosti sumar grein­arnar undir þá sem hann kallar „menn­ina“, yfir­menn hjá Sam­herja, áður en Páll hefur síðan fengið „grænt ljós“ á að senda þær inn til Vísis til birt­ingar undir sínu nafni.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Þóris Guð­munds­son­ar, rit­stjóra frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, um það hvort – og þá hvernig – mið­ill­inn ætl­aði að bregð­ast við þeim upp­lýs­ingum um upp­runa þeirra greina sem hafa verið settar fram í nafni Páls Stein­gríms­sonar á und­an­förnum miss­erum sem hafa komið fram í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­ar­inn­ar.

Þórir segir í skrif­legu svari að það sé stefna rit­stjórn­ar­innar að taka ekki greinar af Vísi sem þar hafa verið birt­ar. Þar muni þær standa í sama formi og þegar þær voru upp­haf­lega birt­ar.

„Frétta­flutn­ingur und­an­farna daga sýnir vel hvernig þessar greinar urðu til og það verður í fram­tíð­inni hluti af sögu­legri fram­vindu Sam­herj­a­máls­ins,“ segir rit­stjór­inn í svari sínu til Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent