Sigmar Guðmundsson í framboð fyrir Viðreisn

Viðreisn hefur ákveðið uppröðun á lista sínum í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þjóðþekktur frétta- og dagskrárgerðarmaður er í öðru sæti listans.

Sigmar Guðmundsson Mynd: RÚV
Auglýsing

Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður á RÚV, verður í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þetta staðfesti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins og oddviti hans í Kraganum, í samtali við Kjarnann. Elín Anna Gísladóttir, rekstrarverkfræðingur verður í þriðja sæti listans.

Þetta var ákveðið að fundi uppstillingarnefndar Viðreisnar í kjördæminu í hádeginu í dag.

Jón Steindór Valdimarsson var í öðru sæti á lista Viðreisnar í kjördæminu í síðustu kosningum en hann verður í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður í haust. Sigmar segir í fréttatilkynningu að hann hafi unnið í fjölmiðlum í nærri 30 ár og fjallað mikið um pólitík í mínum störfum. „Það er því mjög spennandi fyrir mig að söðla um og vera virkur þátttakandi í stjórnmálum þótt það verði vissulega erfitt að kveðja minn gamla vinnustað sem hefur gefið mér svo mikið. Mínar skoðanir fara vel saman við stefnu Viðreisnar, þar sem frjálslyndi er lykilhugtak, auk þess sem ég hef mikið álit á fólkinu sem hefur borið uppi starfið þar. Flokkurinn vill stokka upp gömul kerfi og setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum og ég hlakka til að leggja mín lóð á vogaskálarnar í þeirri baráttu.“

Auglýsing
Greint var frá því í gær að þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir muni leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í kosningunum í haust. Hanna Katrín, sem er þingflokksformaður Viðreisnar, mun áfram leiða í Reykjavíkurkjördæmi suður líkt og hún gerði 2017 en Þorbjörg Sigríður, sem tók sæti Þorsteins Víglundssonar á þingi þegar hann ákvað að hverfa til annarra starfa, tekur við af honum sem oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þorsteinn situr í neðsta sæti listans í ár, sem er svokallað heiðurssæti.

Það þýðir að Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði sem kjörinn var varaformaður Viðreisnar í fyrra, mun ekki leiða lista flokksins í komandi kosningum. Hann verður í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Jón Steindór er svo, líkt og áður sagði, í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður og færir sig því um kjördæmi.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkördæmi:

 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hafnarfjörður
 2. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður. Garðabær
 3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Mosfellsbær
 4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi. Garðabær
 5. Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi. Hafnarfjörður
 6. Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur. Garðabær
 7. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður. Kópavogur
 8. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi. Hafnarfjörður
 9. Sigrún Jónsdóttir flugfreyja. Hafnarfjörður
 10. Guðlaugur Kristmundsson þjálfari. Garðabær
 11. Kristín Pétursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hafnarfjörður
 12. Ívar Lilliendahl læknir. Mosfellsbær
 13. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir sölufulltrúi. Hafnarfjörður
 14. Hermundur Sigurðsson raffræðingur. Hafnarfjörður
 15. Soumia I Georgsdóttir framkvæmdastjóri. Kópavogur
 16. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögmaður. Kópavogur
 17. Sigríður Sía Þórðardóttir forstöðumaður. Kópavogur
 18. Jón Gunnarsson háskólanemi. Garðabær
 19. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta. Hafnarfjörður
 20. Páll Árni Jónsson stjórnarformaður. Seltjarnarnes
 21. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir dagskrárgerðarkona. Reykjavík
 22. Magnús Ingibergsson húsasmíðameistari. Mosfellsbær
 23. Þórey S Þórisdóttir doktorsnemi. Hafnarfjörður
 24. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi. Álftanes
 25. Theodóra S Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Kópavogur
 26. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra. Reykjavík

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent