Hanna Katrín og Þorbjörg leiða fyrir Viðreisn í Reykjavík – Varaformaðurinn ekki oddviti

Viðreisn hafnaði fyrrverandi formanni við uppstillingu á lista í Reykjavík og varaformaður flokksins verður ekki oddviti í komandi kosningum.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Guðmundur Ragnarsson og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson.
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Guðmundur Ragnarsson og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson.
Auglýsing

Þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í kosningunum í haust. Hanna Katrín, sem er þingflokksformaður Viðreisnar, mun áfram leiða í Reykjavíkurkjördæmi suður líkt og hún gerði 2017 en Þorbjörg Sigríður, sem tók sæti Þorsteins Víglundssonar á þingi þegar hann ákvað að hverfa til annarra starfa, tekur við af honum sem oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þorsteinn situr í neðsta sæti listans í ár, sem er svokallað heiðurssæti.

Það þýðir að Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði sem kjörinn var varaformaður Viðreisnar í fyrra, mun ekki leiða lista flokksins í komandi kosningum. Hann verður í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður og færir sig því um kjördæmi. Hann var í öðru sæti, á eftir flokksformanninum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í Kraganum í kosningunum 2017. 

Uppstillingarnefnd Viðreisnar bauð Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni flokksins sem sóttist eftir að leiða fyrir Viðreisn á höfuðborgarsvæðinu, neðsta sæti á lista á höfuðborgarsvæðinu en hann afþakkaði það boð. 

]María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, er í 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, er í því fjórða.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi, skipar 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, er í 4. sæti.  

Auglýsing
Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan. Formaður uppstillinganefndar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur starfað innan Viðreisnar frá stofnun og gengt þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður:

 1. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar
 2. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar
 3. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
 4. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur
 5. Heiða Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands
 6. Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands
 7. Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri
 8. Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri og formaður öldungaráðs Viðreisnar
 9. Eyrún Þórðardóttir, verkefnastjóri
 10. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
 11. Rhea Juarez, í fæðingarorlofi
 12. Stefán Andri Gunnarsson, kennari
 13. Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur á móttökugeðdeild
 14. Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
 15. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
 16. Reynir Hans Reynisson, sérnámslæknir
 17. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, rannsakandi hjá skattrannsóknarstjóra Skattsins
 18. Samúel Torfi Pétursson, verkfræðingur
 19. Margrét Ósk Gunnarsdóttir, laganemi

20. Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og varaforseti LUF

21. Ásdís Rafnar, hæstaréttarlögmaður

22. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur

Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður:

 1. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður
 2. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður
 3. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi
 4. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna
 5. Marta Jónsdóttir, lögfræðingur
 6. Geir Sigurður Jónsson, forritari og frumkvöðull
 7. Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari
 8. Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri
 9. Dóra Sif Tynes, lögmaður
 10. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
 11. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
 12. Einar Torfi Einarsson Reynis, verkfræðingur
 13. Emilía Björt Írisardóttir, stjórnmálafræðinemi
 14. Kristján Ingi Svanbergsson, meistaranemi í fjármálum
 15. Þuríður Elín Sigurðardóttir, leikkona
 16. Halldór Pétursson, byggingarverkfræðingur
 17. Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri
 18. Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í orkumálum
 19. Sigrún Helga Lund, stærðfræðingur

20. Hákon Guðmundsson, markaðsfræðingur

21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, kennari og tónlistarkona

22. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent