Benedikt afþakkar neðsta sæti á lista Viðreisnar

Fyrrverandi formaður Viðreisnar hefur tekið þá ákvörðun að bjóða ekki fram krafta sína fyrir Viðreisn fyrir komandi kosningar eftir að hafa verið boðið neðsta sæti á lista flokksins.

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Uppstillingarnefnd Viðreisnar bauð Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni flokksins, neðsta sæti á lista á höfuðborgarsvæðinu og hefur hann afþakkað það. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu hans í dag.

Benedikt sóttist eftir því síðastliðið haust að leiða lista í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorninu í komandi þingkosningum. Í færslu sinni á Facebook segir hann að fljótlega hafi orðið ljóst að fleiri vildu sitja í efstu sætum en sætin voru.

„Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin. Hún hefur verið að störfum frá því í byrjun febrúar,“ skrifar hann.

Auglýsing

Einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða Benedikt neðsta sæti listans

Greinir Benedikt frá því að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi beðið hann að hitta sig síðastliðinn þriðjudag.

„Á fundi okkar sagði hann mér, að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða mér neðsta sæti listans. Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það.

Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ skrifar hann að lokum.

Síðastliðið haust lýsti ég því yfir að ég gæfi kost á mér í oddvitasæti á einhverjum lista Viðreisnar á Suðvesturhorninu...

Posted by Benedikt Jóhannesson on Friday, May 21, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent