Benedikt vill leiða fyrir Viðreisn á Suðvesturhorninu á næsta ári

Fyrrverandi formaður Viðreisnar ætlar sér að verða oddviti flokksins í einu þriggja kjördæma höfuðborgarsvæðisins í þingkosningum eftir ár. Hann ætlar hins vegar ekki að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns á komandi landsþingi.

Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, ætlar að sækj­ast eftir að leiða lista flokks­ins í ein­hverju kjör­dæm­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í kom­andi þing­kosn­ing­um, sem fara fram eftir rúm­lega ár. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem hann hefur birt á Face­book-­síðu sinni.

Þar segir hann nokkrir flokks­menn hafi spurt sig að því hvort hann ætli sér að bjóða sig fram til for­manns eða vara­for­manns á kom­andi Lands­þingi Við­reisn­ar, sem hefst 25. sept­em­ber. „Mér þykir auð­vitað vænt um spurn­ing­una, en í stað þess að leggj­ast undir feld­inn fræga hef ég svarað því að ég hygg­ist áfram gefa kost á mér til stjórnar flokks­ins.“

Var fyrsti for­maður Við­reisnar

Í apríl 2014 fór hópur Sjálf­stæð­is­manna að hitt­ast til að vinna að mótun nýs fram­boðs. Bene­dikt var þar á með­al. Fyrsti form­legi stefnu­mót­un­ar­fundur hins nýja stjórn­mála­afls var hald­inn 11. júní 2014. Um svipað leyti var til­kynnt að flokk­ur­inn myndi heita Við­reisn, eftir Við­reisn­ar­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks sem sat við völd á Íslandi frá 1959 og fram til árs­ins 1971. 

Tæpu ári síð­ar, 17. mars 2015, var hald­inn fyrstu fundur stuðn­ings­manna flokks­ins. Flokk­ur­inn var loks form­lega stofn­aður á fundi í Hörpu 24. maí 2016 sem um 400 manns mættu á. Þar var Bene­dikt kjör­inn fyrsti for­maður hans.

Mynd­aði skamm­lífa rík­is­stjórn

Bene­dikt leiddi svo lista Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í kosn­ing­unum sem fram fóru haustið 2016, en það voru fyrstu kosn­ing­arnar sem flokk­ur­inn tók þátt. Við­reisn fékk 10,5 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn kjörna, þar á meðal Bene­dikt. Eftir lang­vinna stjórn­ar­kreppu og mýmargar til­raunir til að mynda stjórn þá varð til rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­sonar með þátt­töku Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Bene­dikt varð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í þeirri rík­is­stjórn. 

Auglýsing
Sú rík­is­stjórn náði að verða óvin­sælasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­tím­ans og sat í ein­ungis átta mán­uði. Við­reisn fór ekki vel út úr þeirri stjórn­ar­setu. Þegar allt stefndi í að flokk­ur­inn myndi þurrkast út í aðdrag­anda kosn­inga 2017 hætti Bene­dikt sem for­maður og Þor­gerður Katrín tók við. Á end­anum náði flokk­ur­inn í 6,7 pró­sent atkvæða og hélt sér á lífi.

Í til­kynn­ing­unni segir Bene­dikt að þegar hann hafi leitt list­ann í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2016 hafi hann hugsað málin þannig að ef flokk­ur­inn ætti að geta komið að stjórn­ar­myndun yrði hann að ná þing­sætum í dreif­býl­inu og leggja tals­vert und­ir. „For­mað­ur­inn reyndi fyrir sér í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og vara­for­mað­ur­inn, Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, í Suð­ur­kjör­dæmi. Bæði náðu kjöri.“

Segir popúlista sækja fram

Bene­dikt segir að nú hafi aðstæður hins vegar ger­breyst. „Árin undir núver­andi rík­is­stjórn eru óhag­stæð okkar meg­in­bar­áttu­mál­um. Popúlistar sækja fram og ná þing­sæt­um. Við­reisn hefur verið meg­in­verk­efni mitt allt frá árinu 2014. Það hefur verið gæfa mín að starfa þar með mörgu afbragðs­fólki. Ég vil enn stuðla að því að mál­staður Við­reisnar eflist og flokk­ur­inn verði í aðstöðu til að mynda rík­is­stjórn að ári.

Aðeins þannig er von til þess að sækja í frels­isátt, sem ger­ist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suð­vest­ur­horn­inu. Ég nýt mín best þar sem bar­áttan er hörð­ust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víg­lín­u.“

Margir um odd­vita­sætin

Í síð­ustu könnun MMR, sem birt var í byrjun síð­ustu viku, mæld­ist Við­reisn með um tíu pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur að jafn­aði mælst vel yfir kjör­fylgi það sem af er yfir­stand­andi kjör­tíma­bili.

­Fyrr á þessu ári ákvað þáver­andi vara­for­maður Við­reisn­ar, Þor­steinn Víglunds­son, að hætta á þingi til að hverfa aftur til starfa hjá BM Vallá og tengdum félög­um. Þor­steinn var odd­viti flokks­ins í Reykja­vík norður í síð­ustu kosn­ingum og því er að minnsta kosti eitt odd­vita­sæti laust. Fyrir liggur að Daði Már Krist­ó­fers­son, pró­fessor í hag­fræði, ætlar að sækj­ast eftir því að verða næsta vara­for­maður Við­reisnar á Lands­þingi Við­reisnar sem fer fram 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Nái hann því mark­miði má ætla að Daði Már muni einnig sækj­ast eftir að fá odd­vita­sæti á lista Við­reisn­ar. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, sem tók sæti Þor­steins á þingi þegar hann hætti, þykir einnig lík­leg til að sækj­ast eftir því að vilja leiða lista. Nær öruggt er talið að Hanna Katrín Frið­riks­son, odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur, muni vilja halda áfram sínu starfi þar í kom­andi kosn­ingum og í Suðvestur­kjör­dæmi er á fleti Þor­gerður Katrín, for­maður flokks­ins.

Í morgun sendi ég eft­ir­far­andi til­kynn­ingu til félaga minna í Við­reisn­: Und­an­farna daga hef ég spjallað við all­marga...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Monday, Sept­em­ber 14, 2020

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent