Benedikt vill leiða fyrir Viðreisn á Suðvesturhorninu á næsta ári

Fyrrverandi formaður Viðreisnar ætlar sér að verða oddviti flokksins í einu þriggja kjördæma höfuðborgarsvæðisins í þingkosningum eftir ár. Hann ætlar hins vegar ekki að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns á komandi landsþingi.

Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, ætlar að sækj­ast eftir að leiða lista flokks­ins í ein­hverju kjör­dæm­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í kom­andi þing­kosn­ing­um, sem fara fram eftir rúm­lega ár. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem hann hefur birt á Face­book-­síðu sinni.

Þar segir hann nokkrir flokks­menn hafi spurt sig að því hvort hann ætli sér að bjóða sig fram til for­manns eða vara­for­manns á kom­andi Lands­þingi Við­reisn­ar, sem hefst 25. sept­em­ber. „Mér þykir auð­vitað vænt um spurn­ing­una, en í stað þess að leggj­ast undir feld­inn fræga hef ég svarað því að ég hygg­ist áfram gefa kost á mér til stjórnar flokks­ins.“

Var fyrsti for­maður Við­reisnar

Í apríl 2014 fór hópur Sjálf­stæð­is­manna að hitt­ast til að vinna að mótun nýs fram­boðs. Bene­dikt var þar á með­al. Fyrsti form­legi stefnu­mót­un­ar­fundur hins nýja stjórn­mála­afls var hald­inn 11. júní 2014. Um svipað leyti var til­kynnt að flokk­ur­inn myndi heita Við­reisn, eftir Við­reisn­ar­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks sem sat við völd á Íslandi frá 1959 og fram til árs­ins 1971. 

Tæpu ári síð­ar, 17. mars 2015, var hald­inn fyrstu fundur stuðn­ings­manna flokks­ins. Flokk­ur­inn var loks form­lega stofn­aður á fundi í Hörpu 24. maí 2016 sem um 400 manns mættu á. Þar var Bene­dikt kjör­inn fyrsti for­maður hans.

Mynd­aði skamm­lífa rík­is­stjórn

Bene­dikt leiddi svo lista Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í kosn­ing­unum sem fram fóru haustið 2016, en það voru fyrstu kosn­ing­arnar sem flokk­ur­inn tók þátt. Við­reisn fékk 10,5 pró­sent atkvæða og sjö þing­menn kjörna, þar á meðal Bene­dikt. Eftir lang­vinna stjórn­ar­kreppu og mýmargar til­raunir til að mynda stjórn þá varð til rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­sonar með þátt­töku Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Bene­dikt varð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í þeirri rík­is­stjórn. 

Auglýsing
Sú rík­is­stjórn náði að verða óvin­sælasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­tím­ans og sat í ein­ungis átta mán­uði. Við­reisn fór ekki vel út úr þeirri stjórn­ar­setu. Þegar allt stefndi í að flokk­ur­inn myndi þurrkast út í aðdrag­anda kosn­inga 2017 hætti Bene­dikt sem for­maður og Þor­gerður Katrín tók við. Á end­anum náði flokk­ur­inn í 6,7 pró­sent atkvæða og hélt sér á lífi.

Í til­kynn­ing­unni segir Bene­dikt að þegar hann hafi leitt list­ann í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2016 hafi hann hugsað málin þannig að ef flokk­ur­inn ætti að geta komið að stjórn­ar­myndun yrði hann að ná þing­sætum í dreif­býl­inu og leggja tals­vert und­ir. „For­mað­ur­inn reyndi fyrir sér í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og vara­for­mað­ur­inn, Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, í Suð­ur­kjör­dæmi. Bæði náðu kjöri.“

Segir popúlista sækja fram

Bene­dikt segir að nú hafi aðstæður hins vegar ger­breyst. „Árin undir núver­andi rík­is­stjórn eru óhag­stæð okkar meg­in­bar­áttu­mál­um. Popúlistar sækja fram og ná þing­sæt­um. Við­reisn hefur verið meg­in­verk­efni mitt allt frá árinu 2014. Það hefur verið gæfa mín að starfa þar með mörgu afbragðs­fólki. Ég vil enn stuðla að því að mál­staður Við­reisnar eflist og flokk­ur­inn verði í aðstöðu til að mynda rík­is­stjórn að ári.

Aðeins þannig er von til þess að sækja í frels­isátt, sem ger­ist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suð­vest­ur­horn­inu. Ég nýt mín best þar sem bar­áttan er hörð­ust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víg­lín­u.“

Margir um odd­vita­sætin

Í síð­ustu könnun MMR, sem birt var í byrjun síð­ustu viku, mæld­ist Við­reisn með um tíu pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur að jafn­aði mælst vel yfir kjör­fylgi það sem af er yfir­stand­andi kjör­tíma­bili.

­Fyrr á þessu ári ákvað þáver­andi vara­for­maður Við­reisn­ar, Þor­steinn Víglunds­son, að hætta á þingi til að hverfa aftur til starfa hjá BM Vallá og tengdum félög­um. Þor­steinn var odd­viti flokks­ins í Reykja­vík norður í síð­ustu kosn­ingum og því er að minnsta kosti eitt odd­vita­sæti laust. Fyrir liggur að Daði Már Krist­ó­fers­son, pró­fessor í hag­fræði, ætlar að sækj­ast eftir því að verða næsta vara­for­maður Við­reisnar á Lands­þingi Við­reisnar sem fer fram 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Nái hann því mark­miði má ætla að Daði Már muni einnig sækj­ast eftir að fá odd­vita­sæti á lista Við­reisn­ar. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, sem tók sæti Þor­steins á þingi þegar hann hætti, þykir einnig lík­leg til að sækj­ast eftir því að vilja leiða lista. Nær öruggt er talið að Hanna Katrín Frið­riks­son, odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur, muni vilja halda áfram sínu starfi þar í kom­andi kosn­ingum og í Suðvestur­kjör­dæmi er á fleti Þor­gerður Katrín, for­maður flokks­ins.

Í morgun sendi ég eft­ir­far­andi til­kynn­ingu til félaga minna í Við­reisn­: Und­an­farna daga hef ég spjallað við all­marga...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Monday, Sept­em­ber 14, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent