Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“

Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Auglýsing

Sunda­braut er hags­muna­mál allra lands­manna, sagði Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn í Silfr­inu á RÚV í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti borg­ar­mál­anna. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, sagði Sunda­braut ekki slæman val­kost en þó aðeins ef hún yrði ekki hrað­braut sem myndi rýra loft­gæði og kljúfa hverfi.

Sunda­braut er nú enn einu sinni komin inn í umræð­una. Leiðin sem hefur verið á teikni­borð­inu í marga ára­tugi. Mark­mið Sunda­brautar hefur m.a. verið það að tengja hverfi borg­ar­innar betur saman en einnig að létta á umferð á öðrum stofn­braut­um.

En frá því að Sunda­braut var fyrst nefnd til sög­unnar hefur ýmis­legt breyst í straumum og stefnum skipu­lags­mála og áhersla síð­ustu ára hjá Reykja­vík­ur­borg hefur legið í því að bæta almenn­ings­sam­göngur og aðgengi hjólandi og gang­andi veg­far­enda. Nú er nefnd að störfum sem á að skoða fýsi­leika tveggja val­kosta við Sunda­braut: Að hafa hana í brú eða jarð­göng­um.

Auglýsing

Sig­ur­borg sagði við skoðun á Sunda­braut yrði að taka með í reikn­ing­inn hvaða áhrif hún myndi hafa á borg­ar­bú­a.  „Ef við ætlum að byggja Sunda­braut sem hrað­braut þá mun hún kosta okkur mörg mis­læg gatna­mót og hún mun skera Graf­ar­vog­inn og Voga­byggð og byggð­ina þar í kring mjög mik­ið. Og hún mun hafa mjög nei­kvæð áhrif á loft­gæði, nei­kvæð áhrif á umferð og hún mun skapa aukna [bíla]­um­ferð.“

Í Evr­ópu hefur að sögn Sig­ur­borgar ítrekað verið bent á að rík­is­stjórnir „megi ekki draga upp gömul og ryk­fallin plön og skella þeim fram eftir COVID til að skapa atvinnu ef að þessi sömu plön vinna gegn lofts­lags­mál­um. Og það er einmitt það sem Sunda­brautin mun gera ef hún verður hrað­braut.“

Hún sagði Sunda­braut í sjálfu sér ekki slæman val­mögu­leika en hún yrði þá að vera hugsuð fyrir alla sam­göngu­máta. Þá myndi hún ekki hafa jafn nei­kvæð áhrif á borg­ar­búa og ef hún yrði gerð að hrað­braut fyrir bíla.

Þurfum teng­ingar og brýr

„Það gleym­ist stundum að við erum borgin við sund­in,“ sagði Eyþór. „Við erum með tak­mark­aðar teng­ing­ar. Við, eins og Stokk­hólmur og San Francisco, erum þannig að við þurfum brýr. Við þurfum teng­ingar og brautir sem tengja svæðin sam­an. Sunda­brautin tengir ekki bara Reykja­vík heldur höf­uð­borg­ina við Vest­ur­land og Norð­ur­land. Þetta er hags­muna­mál alls lands­ins og órjúf­an­legur hluti sam­göngusátt­mál­ans. Sunda­braut er ekki bara ein­hver hug­mynd inni í sátt­mál­an­um, hún er hluti sátt­mál­ans. Borgin þarf að klára þessi skipu­lags­mál.“

Sagði hann því skjóta skökku við að verið væri að byggja hverfi þar sem bíl­laus lífs­stíll yrði í hávegum hafður „þvert á vegstæði Sunda­braut­ar“ á sama tíma og borg­ar­stjóri hafi boðað að Sunda­brautin ætti ekki að vera við hlið­ina á íbúa­byggð. „Það er ákveðin van­virð­ing við verk­efn­ið.“

Sagð­ist hann sam­mála seðla­banka­stjóra um að klára hefði átt Sunda­braut fyrir löngu. „Ef við skipu­leggjum ekki fram­tíð­ina þá verður hún klúð­ur. Og við erum búin að sjá of mörg klúð­ur.“ Fleiri stofnæðar í borg­inni væru nauð­syn­leg­ar.

Pen­ingar til fyrir skyn­sam­leg verk­efni

Sig­ur­borg sagði það ekki þannig að með upp­bygg­ingu nýrra hverfa væri verið að koma í veg fyrir að Sunda­braut verði mögu­leg. Í Gufu­nesi væri að hefj­ast upp­bygg­ing íbúða­byggðar sem vissu­lega væri nálægt því vegstæði sem nefnt hafi verið fyrir Sunda­braut í fjóra ára­tugi. Upp­bygg­ing Voga­byggð­ar, „þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur barist fyrir því að Sunda­braut ætti að liggja,“ er svo þegar haf­in. „Ég held að íbúar Reykja­víkur vilji frekar fá íbúðir fyrir almennan markað og fyrir fjöl­breyttan hóp fólks heldur en hrað­braut á þennan stað.“

Sagði hún það „galna rök­semda­færslu“ halda því fram að ekki væru til 100 millj­arðar fyrir nýjan flug­völl og þess vegna yrði að byggja upp í Keldna­landi og Örfirisey og leggja Sunda­braut, fram­kvæmd upp á 70 millj­arða. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir íbú­ana, ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir lofts­lagið og þetta er furðu­leg ákvörðun sem er byggð á ein­hverri for­tíð­ar­þrá.“

Eyþór benti á að það væri borgin sjálf sem hefði sam­þykkt að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri þar til annar kostur kæmi fram. „Sunda­braut er huguð sem sjálf­bær fram­kvæmd þar sem þeir borga sem nota. Það liggur ekki fyrir að inn­an­lands­flugið geti borgað 100 millj­arða fram­kvæmd, þvert á móti þá er núna verið að tala um neyð­ar­ráð­staf­anir til að halda því uppi. Þannig að það eru ekki til pen­ingar til að flytja flug­völl­inn.“

Sig­ur­borg sagð­ist ekki vilja trúa því að ekki væru til pen­ingar til að byggja borg fyrir fólk en að það væru til fjar­munir til að breyta borg­inni „í umferð­ar­eyju“.

„Pen­ingar eru til í þau verk­efni sem menn telja skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór þá. „Ef borg­ar­línan væri góður kostur í fram­kvæmd þá tel ég að það væri best að þið mynduð bjóða verk­efnið út og að líf­eyr­is­sjóðir og aðrir gætu tekið að sér fram­kvæmd­ina. Sunda­braut er talin vera kostur sem gengur upp fjár­hags­lega.“

Þetta við­horf Eyþórs fannst Sig­ur­borgu sýna að hann hefði ekki grund­vall­ar­skiln­ing á því hvernig almenn­ings­sam­göngur virka. „Hið opin­bera þarf alltaf að styðja við almenn­ings­sam­göngur og þær hafa miklu betri áhrif á sam­fé­lagið í heild sinni, þær hafa alltaf það jákvæð áhrif að það borgar sig fyrir opin­bera aðila að styðja við almenn­ings­sam­göng­ur.“

Benti hún svo á að fram­kvæmdir við borg­ar­línu væru þegar komnar af stað að vissu leyti, við nýja með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans og í Valla­hverfi í Hafn­ar­firði. Þær færu svo af stað af þunga á næsta og þarnæsta ári. „Þannig að þetta er bara handan við horn­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent