Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“

Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Auglýsing

Sunda­braut er hags­muna­mál allra lands­manna, sagði Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn í Silfr­inu á RÚV í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti borg­ar­mál­anna. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, sagði Sunda­braut ekki slæman val­kost en þó aðeins ef hún yrði ekki hrað­braut sem myndi rýra loft­gæði og kljúfa hverfi.

Sunda­braut er nú enn einu sinni komin inn í umræð­una. Leiðin sem hefur verið á teikni­borð­inu í marga ára­tugi. Mark­mið Sunda­brautar hefur m.a. verið það að tengja hverfi borg­ar­innar betur saman en einnig að létta á umferð á öðrum stofn­braut­um.

En frá því að Sunda­braut var fyrst nefnd til sög­unnar hefur ýmis­legt breyst í straumum og stefnum skipu­lags­mála og áhersla síð­ustu ára hjá Reykja­vík­ur­borg hefur legið í því að bæta almenn­ings­sam­göngur og aðgengi hjólandi og gang­andi veg­far­enda. Nú er nefnd að störfum sem á að skoða fýsi­leika tveggja val­kosta við Sunda­braut: Að hafa hana í brú eða jarð­göng­um.

Auglýsing

Sig­ur­borg sagði við skoðun á Sunda­braut yrði að taka með í reikn­ing­inn hvaða áhrif hún myndi hafa á borg­ar­bú­a.  „Ef við ætlum að byggja Sunda­braut sem hrað­braut þá mun hún kosta okkur mörg mis­læg gatna­mót og hún mun skera Graf­ar­vog­inn og Voga­byggð og byggð­ina þar í kring mjög mik­ið. Og hún mun hafa mjög nei­kvæð áhrif á loft­gæði, nei­kvæð áhrif á umferð og hún mun skapa aukna [bíla]­um­ferð.“

Í Evr­ópu hefur að sögn Sig­ur­borgar ítrekað verið bent á að rík­is­stjórnir „megi ekki draga upp gömul og ryk­fallin plön og skella þeim fram eftir COVID til að skapa atvinnu ef að þessi sömu plön vinna gegn lofts­lags­mál­um. Og það er einmitt það sem Sunda­brautin mun gera ef hún verður hrað­braut.“

Hún sagði Sunda­braut í sjálfu sér ekki slæman val­mögu­leika en hún yrði þá að vera hugsuð fyrir alla sam­göngu­máta. Þá myndi hún ekki hafa jafn nei­kvæð áhrif á borg­ar­búa og ef hún yrði gerð að hrað­braut fyrir bíla.

Þurfum teng­ingar og brýr

„Það gleym­ist stundum að við erum borgin við sund­in,“ sagði Eyþór. „Við erum með tak­mark­aðar teng­ing­ar. Við, eins og Stokk­hólmur og San Francisco, erum þannig að við þurfum brýr. Við þurfum teng­ingar og brautir sem tengja svæðin sam­an. Sunda­brautin tengir ekki bara Reykja­vík heldur höf­uð­borg­ina við Vest­ur­land og Norð­ur­land. Þetta er hags­muna­mál alls lands­ins og órjúf­an­legur hluti sam­göngusátt­mál­ans. Sunda­braut er ekki bara ein­hver hug­mynd inni í sátt­mál­an­um, hún er hluti sátt­mál­ans. Borgin þarf að klára þessi skipu­lags­mál.“

Sagði hann því skjóta skökku við að verið væri að byggja hverfi þar sem bíl­laus lífs­stíll yrði í hávegum hafður „þvert á vegstæði Sunda­braut­ar“ á sama tíma og borg­ar­stjóri hafi boðað að Sunda­brautin ætti ekki að vera við hlið­ina á íbúa­byggð. „Það er ákveðin van­virð­ing við verk­efn­ið.“

Sagð­ist hann sam­mála seðla­banka­stjóra um að klára hefði átt Sunda­braut fyrir löngu. „Ef við skipu­leggjum ekki fram­tíð­ina þá verður hún klúð­ur. Og við erum búin að sjá of mörg klúð­ur.“ Fleiri stofnæðar í borg­inni væru nauð­syn­leg­ar.

Pen­ingar til fyrir skyn­sam­leg verk­efni

Sig­ur­borg sagði það ekki þannig að með upp­bygg­ingu nýrra hverfa væri verið að koma í veg fyrir að Sunda­braut verði mögu­leg. Í Gufu­nesi væri að hefj­ast upp­bygg­ing íbúða­byggðar sem vissu­lega væri nálægt því vegstæði sem nefnt hafi verið fyrir Sunda­braut í fjóra ára­tugi. Upp­bygg­ing Voga­byggð­ar, „þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur barist fyrir því að Sunda­braut ætti að liggja,“ er svo þegar haf­in. „Ég held að íbúar Reykja­víkur vilji frekar fá íbúðir fyrir almennan markað og fyrir fjöl­breyttan hóp fólks heldur en hrað­braut á þennan stað.“

Sagði hún það „galna rök­semda­færslu“ halda því fram að ekki væru til 100 millj­arðar fyrir nýjan flug­völl og þess vegna yrði að byggja upp í Keldna­landi og Örfirisey og leggja Sunda­braut, fram­kvæmd upp á 70 millj­arða. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir íbú­ana, ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir lofts­lagið og þetta er furðu­leg ákvörðun sem er byggð á ein­hverri for­tíð­ar­þrá.“

Eyþór benti á að það væri borgin sjálf sem hefði sam­þykkt að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri þar til annar kostur kæmi fram. „Sunda­braut er huguð sem sjálf­bær fram­kvæmd þar sem þeir borga sem nota. Það liggur ekki fyrir að inn­an­lands­flugið geti borgað 100 millj­arða fram­kvæmd, þvert á móti þá er núna verið að tala um neyð­ar­ráð­staf­anir til að halda því uppi. Þannig að það eru ekki til pen­ingar til að flytja flug­völl­inn.“

Sig­ur­borg sagð­ist ekki vilja trúa því að ekki væru til pen­ingar til að byggja borg fyrir fólk en að það væru til fjar­munir til að breyta borg­inni „í umferð­ar­eyju“.

„Pen­ingar eru til í þau verk­efni sem menn telja skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór þá. „Ef borg­ar­línan væri góður kostur í fram­kvæmd þá tel ég að það væri best að þið mynduð bjóða verk­efnið út og að líf­eyr­is­sjóðir og aðrir gætu tekið að sér fram­kvæmd­ina. Sunda­braut er talin vera kostur sem gengur upp fjár­hags­lega.“

Þetta við­horf Eyþórs fannst Sig­ur­borgu sýna að hann hefði ekki grund­vall­ar­skiln­ing á því hvernig almenn­ings­sam­göngur virka. „Hið opin­bera þarf alltaf að styðja við almenn­ings­sam­göngur og þær hafa miklu betri áhrif á sam­fé­lagið í heild sinni, þær hafa alltaf það jákvæð áhrif að það borgar sig fyrir opin­bera aðila að styðja við almenn­ings­sam­göng­ur.“

Benti hún svo á að fram­kvæmdir við borg­ar­línu væru þegar komnar af stað að vissu leyti, við nýja með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans og í Valla­hverfi í Hafn­ar­firði. Þær færu svo af stað af þunga á næsta og þarnæsta ári. „Þannig að þetta er bara handan við horn­ið“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent