Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“

Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfist brúa.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Auglýsing

Sunda­braut er hags­muna­mál allra lands­manna, sagði Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn í Silfr­inu á RÚV í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti borg­ar­mál­anna. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, sagði Sunda­braut ekki slæman val­kost en þó aðeins ef hún yrði ekki hrað­braut sem myndi rýra loft­gæði og kljúfa hverfi.Sunda­braut er nú enn einu sinni komin inn í umræð­una. Leiðin sem hefur verið á teikni­borð­inu í marga ára­tugi. Mark­mið Sunda­brautar hefur m.a. verið það að tengja hverfi borg­ar­innar betur saman en einnig að létta á umferð á öðrum stofn­braut­um.En frá því að Sunda­braut var fyrst nefnd til sög­unnar hefur ýmis­legt breyst í straumum og stefnum skipu­lags­mála og áhersla síð­ustu ára hjá Reykja­vík­ur­borg hefur legið í því að bæta almenn­ings­sam­göngur og aðgengi hjólandi og gang­andi veg­far­enda. Nú er nefnd að störfum sem á að skoða fýsi­leika tveggja val­kosta við Sunda­braut: Að hafa hana í brú eða jarð­göng­um.

Auglýsing


Sig­ur­borg sagði við skoðun á Sunda­braut yrði að taka með í reikn­ing­inn hvaða áhrif hún myndi hafa á borg­ar­bú­a.  „Ef við ætlum að byggja Sunda­braut sem hrað­braut þá mun hún kosta okkur mörg mis­læg gatna­mót og hún mun skera Graf­ar­vog­inn og Voga­byggð og byggð­ina þar í kring mjög mik­ið. Og hún mun hafa mjög nei­kvæð áhrif á loft­gæði, nei­kvæð áhrif á umferð og hún mun skapa aukna [bíla]­um­ferð.“Í Evr­ópu hefur að sögn Sig­ur­borgar ítrekað verið bent á að rík­is­stjórnir „megi ekki draga upp gömul og ryk­fallin plön og skella þeim fram eftir COVID til að skapa atvinnu ef að þessi sömu plön vinna gegn lofts­lags­mál­um. Og það er einmitt það sem Sunda­brautin mun gera ef hún verður hrað­braut.“Hún sagði Sunda­braut í sjálfu sér ekki slæman val­mögu­leika en hún yrði þá að vera hugsuð fyrir alla sam­göngu­máta. Þá myndi hún ekki hafa jafn nei­kvæð áhrif á borg­ar­búa og ef hún yrði gerð að hrað­braut fyrir bíla.

Þurfum teng­ingar og brýr

 „Það gleym­ist stundum að við erum borgin við sund­in,“ sagði Eyþór. „Við erum með tak­mark­aðar teng­ing­ar. Við, eins og Stokk­hólmur og San Francisco, erum þannig að við þurfum brýr. Við þurfum teng­ingar og brautir sem tengja svæðin sam­an. Sunda­brautin tengir ekki bara Reykja­vík heldur höf­uð­borg­ina við Vest­ur­land og Norð­ur­land. Þetta er hags­muna­mál alls lands­ins og órjúf­an­legur hluti sam­göngusátt­mál­ans. Sunda­braut er ekki bara ein­hver hug­mynd inni í sátt­mál­an­um, hún er hluti sátt­mál­ans. Borgin þarf að klára þessi skipu­lags­mál.“Sagði hann því skjóta skökku við að verið væri að byggja hverfi þar sem bíl­laus lífs­stíll yrði í hávegum hafður „þvert á vegstæði Sunda­braut­ar“ á sama tíma og borg­ar­stjóri hafi boðað að Sunda­brautin ætti ekki að vera við hlið­ina á íbúa­byggð. „Það er ákveðin van­virð­ing við verk­efn­ið.“Sagð­ist hann sam­mála seðla­banka­stjóra um að klára hefði átt Sunda­braut fyrir löngu. „Ef við skipu­leggjum ekki fram­tíð­ina þá verður hún klúð­ur. Og við erum búin að sjá of mörg klúð­ur.“ Fleiri stofnæðar í borg­inni væru nauð­syn­leg­ar.

Pen­ingar til fyrir skyn­sam­leg verk­efni

Sig­ur­borg sagði það ekki þannig að með upp­bygg­ingu nýrra hverfa væri verið að koma í veg fyrir að Sunda­braut verði mögu­leg. Í Gufu­nesi væri að hefj­ast upp­bygg­ing íbúða­byggðar sem vissu­lega væri nálægt því vegstæði sem nefnt hafi verið fyrir Sunda­braut í fjóra ára­tugi. Upp­bygg­ing Voga­byggð­ar, „þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur barist fyrir því að Sunda­braut ætti að liggja,“ er svo þegar haf­in. „Ég held að íbúar Reykja­víkur vilji frekar fá íbúðir fyrir almennan markað og fyrir fjöl­breyttan hóp fólks heldur en hrað­braut á þennan stað.“Sagði hún það „galna rök­semda­færslu“ halda því fram að ekki væru til 100 millj­arðar fyrir nýjan flug­völl og þess vegna yrði að byggja upp í Keldna­landi og Örfirisey og leggja Sunda­braut, fram­kvæmd upp á 70 millj­arða. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir íbú­ana, ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir lofts­lagið og þetta er furðu­leg ákvörðun sem er byggð á ein­hverri for­tíð­ar­þrá.“Eyþór benti á að það væri borgin sjálf sem hefði sam­þykkt að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri þar til annar kostur kæmi fram. „Sunda­braut er huguð sem sjálf­bær fram­kvæmd þar sem þeir borga sem nota. Það liggur ekki fyrir að inn­an­lands­flugið geti borgað 100 millj­arða fram­kvæmd, þvert á móti þá er núna verið að tala um neyð­ar­ráð­staf­anir til að halda því uppi. Þannig að það eru ekki til pen­ingar til að flytja flug­völl­inn.“Sig­ur­borg sagð­ist ekki vilja trúa því að ekki væru til pen­ingar til að byggja borg fyrir fólk en að það væru til fjar­munir til að breyta borg­inni „í umferð­ar­eyju“.„Pen­ingar eru til í þau verk­efni sem menn telja skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór þá. „Ef borg­ar­línan væri góður kostur í fram­kvæmd þá tel ég að það væri best að þið mynduð bjóða verk­efnið út og að líf­eyr­is­sjóðir og aðrir gætu tekið að sér fram­kvæmd­ina. Sunda­braut er talin vera kostur sem gengur upp fjár­hags­lega.“Þetta við­horf Eyþórs fannst Sig­ur­borgu sýna að hann hefði ekki grund­vall­ar­skiln­ing á því hvernig almenn­ings­sam­göngur virka. „Hið opin­bera þarf alltaf að styðja við almenn­ings­sam­göngur og þær hafa miklu betri áhrif á sam­fé­lagið í heild sinni, þær hafa alltaf það jákvæð áhrif að það borgar sig fyrir opin­bera aðila að styðja við almenn­ings­sam­göng­ur.“Benti hún svo á að fram­kvæmdir við borg­ar­línu væru þegar komnar af stað að vissu leyti, við nýja með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans og í Valla­hverfi í Hafn­ar­firði. Þær færu svo af stað af þunga á næsta og þarnæsta ári. „Þannig að þetta er bara handan við horn­ið“.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent