Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“

Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Auglýsing

Sunda­braut er hags­muna­mál allra lands­manna, sagði Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn í Silfr­inu á RÚV í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti borg­ar­mál­anna. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, sagði Sunda­braut ekki slæman val­kost en þó aðeins ef hún yrði ekki hrað­braut sem myndi rýra loft­gæði og kljúfa hverfi.

Sunda­braut er nú enn einu sinni komin inn í umræð­una. Leiðin sem hefur verið á teikni­borð­inu í marga ára­tugi. Mark­mið Sunda­brautar hefur m.a. verið það að tengja hverfi borg­ar­innar betur saman en einnig að létta á umferð á öðrum stofn­braut­um.

En frá því að Sunda­braut var fyrst nefnd til sög­unnar hefur ýmis­legt breyst í straumum og stefnum skipu­lags­mála og áhersla síð­ustu ára hjá Reykja­vík­ur­borg hefur legið í því að bæta almenn­ings­sam­göngur og aðgengi hjólandi og gang­andi veg­far­enda. Nú er nefnd að störfum sem á að skoða fýsi­leika tveggja val­kosta við Sunda­braut: Að hafa hana í brú eða jarð­göng­um.

Auglýsing

Sig­ur­borg sagði við skoðun á Sunda­braut yrði að taka með í reikn­ing­inn hvaða áhrif hún myndi hafa á borg­ar­bú­a.  „Ef við ætlum að byggja Sunda­braut sem hrað­braut þá mun hún kosta okkur mörg mis­læg gatna­mót og hún mun skera Graf­ar­vog­inn og Voga­byggð og byggð­ina þar í kring mjög mik­ið. Og hún mun hafa mjög nei­kvæð áhrif á loft­gæði, nei­kvæð áhrif á umferð og hún mun skapa aukna [bíla]­um­ferð.“

Í Evr­ópu hefur að sögn Sig­ur­borgar ítrekað verið bent á að rík­is­stjórnir „megi ekki draga upp gömul og ryk­fallin plön og skella þeim fram eftir COVID til að skapa atvinnu ef að þessi sömu plön vinna gegn lofts­lags­mál­um. Og það er einmitt það sem Sunda­brautin mun gera ef hún verður hrað­braut.“

Hún sagði Sunda­braut í sjálfu sér ekki slæman val­mögu­leika en hún yrði þá að vera hugsuð fyrir alla sam­göngu­máta. Þá myndi hún ekki hafa jafn nei­kvæð áhrif á borg­ar­búa og ef hún yrði gerð að hrað­braut fyrir bíla.

Þurfum teng­ingar og brýr

„Það gleym­ist stundum að við erum borgin við sund­in,“ sagði Eyþór. „Við erum með tak­mark­aðar teng­ing­ar. Við, eins og Stokk­hólmur og San Francisco, erum þannig að við þurfum brýr. Við þurfum teng­ingar og brautir sem tengja svæðin sam­an. Sunda­brautin tengir ekki bara Reykja­vík heldur höf­uð­borg­ina við Vest­ur­land og Norð­ur­land. Þetta er hags­muna­mál alls lands­ins og órjúf­an­legur hluti sam­göngusátt­mál­ans. Sunda­braut er ekki bara ein­hver hug­mynd inni í sátt­mál­an­um, hún er hluti sátt­mál­ans. Borgin þarf að klára þessi skipu­lags­mál.“

Sagði hann því skjóta skökku við að verið væri að byggja hverfi þar sem bíl­laus lífs­stíll yrði í hávegum hafður „þvert á vegstæði Sunda­braut­ar“ á sama tíma og borg­ar­stjóri hafi boðað að Sunda­brautin ætti ekki að vera við hlið­ina á íbúa­byggð. „Það er ákveðin van­virð­ing við verk­efn­ið.“

Sagð­ist hann sam­mála seðla­banka­stjóra um að klára hefði átt Sunda­braut fyrir löngu. „Ef við skipu­leggjum ekki fram­tíð­ina þá verður hún klúð­ur. Og við erum búin að sjá of mörg klúð­ur.“ Fleiri stofnæðar í borg­inni væru nauð­syn­leg­ar.

Pen­ingar til fyrir skyn­sam­leg verk­efni

Sig­ur­borg sagði það ekki þannig að með upp­bygg­ingu nýrra hverfa væri verið að koma í veg fyrir að Sunda­braut verði mögu­leg. Í Gufu­nesi væri að hefj­ast upp­bygg­ing íbúða­byggðar sem vissu­lega væri nálægt því vegstæði sem nefnt hafi verið fyrir Sunda­braut í fjóra ára­tugi. Upp­bygg­ing Voga­byggð­ar, „þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur barist fyrir því að Sunda­braut ætti að liggja,“ er svo þegar haf­in. „Ég held að íbúar Reykja­víkur vilji frekar fá íbúðir fyrir almennan markað og fyrir fjöl­breyttan hóp fólks heldur en hrað­braut á þennan stað.“

Sagði hún það „galna rök­semda­færslu“ halda því fram að ekki væru til 100 millj­arðar fyrir nýjan flug­völl og þess vegna yrði að byggja upp í Keldna­landi og Örfirisey og leggja Sunda­braut, fram­kvæmd upp á 70 millj­arða. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir íbú­ana, ekki að taka ákvörðun sem er best fyrir lofts­lagið og þetta er furðu­leg ákvörðun sem er byggð á ein­hverri for­tíð­ar­þrá.“

Eyþór benti á að það væri borgin sjálf sem hefði sam­þykkt að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri þar til annar kostur kæmi fram. „Sunda­braut er huguð sem sjálf­bær fram­kvæmd þar sem þeir borga sem nota. Það liggur ekki fyrir að inn­an­lands­flugið geti borgað 100 millj­arða fram­kvæmd, þvert á móti þá er núna verið að tala um neyð­ar­ráð­staf­anir til að halda því uppi. Þannig að það eru ekki til pen­ingar til að flytja flug­völl­inn.“

Sig­ur­borg sagð­ist ekki vilja trúa því að ekki væru til pen­ingar til að byggja borg fyrir fólk en að það væru til fjar­munir til að breyta borg­inni „í umferð­ar­eyju“.

„Pen­ingar eru til í þau verk­efni sem menn telja skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór þá. „Ef borg­ar­línan væri góður kostur í fram­kvæmd þá tel ég að það væri best að þið mynduð bjóða verk­efnið út og að líf­eyr­is­sjóðir og aðrir gætu tekið að sér fram­kvæmd­ina. Sunda­braut er talin vera kostur sem gengur upp fjár­hags­lega.“

Þetta við­horf Eyþórs fannst Sig­ur­borgu sýna að hann hefði ekki grund­vall­ar­skiln­ing á því hvernig almenn­ings­sam­göngur virka. „Hið opin­bera þarf alltaf að styðja við almenn­ings­sam­göngur og þær hafa miklu betri áhrif á sam­fé­lagið í heild sinni, þær hafa alltaf það jákvæð áhrif að það borgar sig fyrir opin­bera aðila að styðja við almenn­ings­sam­göng­ur.“

Benti hún svo á að fram­kvæmdir við borg­ar­línu væru þegar komnar af stað að vissu leyti, við nýja með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans og í Valla­hverfi í Hafn­ar­firði. Þær færu svo af stað af þunga á næsta og þarnæsta ári. „Þannig að þetta er bara handan við horn­ið“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent