Smári: „Eiginlega galið“ hjá seðlabankastjóra að tjá sig um Sundabraut

Seðlabankastjóri sagði á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag að honum fyndist „stórundarlegt og ámælisvert“ að Sundabraut hefði ekki verið byggð. Þingmaður Pírata segir ummæli hans eiginlega galin.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, spurði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra um fjár­fest­ingar rík­is­ins á opnun fundi hjá nefnd­inni í morgun þar sem fjallað var um skýrslu pen­inga­­stefn­u­­nefndr­ar Seðla­banka Íslands til Alþing­­is. 

Ásgeir svar­aði því meðal ann­ars til að honum þætti „al­­veg stór­und­­ar­­legt og ámæl­is­vert að Sunda­braut hafi ekki verið byggð miðað við þá um­­ferð sem er í bæn­­um.“ Vand­inn við inn­viða­fjár­fest­ingar á borð við Sunda­braut væri tækni­legur en að hægur leikur væri að fjár­magna slíka fram­kvæmd. 

Auglýsing
Smári tjáir sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book og byrjar þá færslu með því að velta fyrir sér hvort að Ásgeir langi í vinnu hjá Vega­gerð­inni. Hann hafi ekki verið að spyrja seðla­banka­stjóra um sam­göngu­mál, heldur fjár­fest­ingar hjá rík­inu almennt. 

Smára fannst mjög sér­stakt að heyra seðla­banka­stjóra tala um Sunda­braut og aðrar vega­fram­kvæmdir í stað þess að svara hag­fræði­legri spurn­ingu sinni um fjár­fest­ingar á vegum rík­is­ins og mik­il­vægi þess að auka fjár­fest­ing­ar. „Nú vill þannig til að Ásgeir er ekki sér­fræð­ingur í vega­gerð, borg­ar­þró­un, umhverf­is­mál­um, eða álíka. Hann á að heita sér­fræð­ingur í hag­kerf­inu, og þegar hann er boð­aður á fund Efna­hags- og við­skipta­nefndar sem slíkur sér­fræð­ing­ur, og sem Seðla­banka­stjóri, þá væri best ef hann myndi halda sig við þannig umræð­u,“ skrifar Smári og bætir við: „Þetta var eig­in­lega galið hjá Ásgeiri. Ég gat bara ekki svarað þessu á meðan á fund­inum stóð vegna tíma­skorts.“

Kannski langar Ásgeiri í vinnu hjá Vega­gerð­inni? Ég var ekki að spyrja um sam­göngu­mál, heldur fjár­fest­ingar hjá rík­in­u...

Posted by Smári McCarthy on Thurs­day, Aug­ust 27, 2020Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent