Munu beita „krafti ríkisfjármálanna“ til að skapa störf og fjárfesta í ólíkum verkefnum

Forsætisráðherra gaf munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru við upphaf fyrsta þingfundar á svokölluðum þingstubbi. Ríkisstjórnin mun kynna áframhaldandi fjárfestingarátak samhliða fjárlögum og fjármálaáætlun nú í haust.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Rík­is­stjórnin mun kynna áfram­hald­andi fjár­fest­ing­ar­á­tak sam­hliða fjár­lögum og fjár­mála­á­ætlun nú í haust. Þetta kom fram í munn­legri skýrslu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, um stöðu mála vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Fyrsti þing­fundur á svoköll­uðum þing­stubbi hófst á munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráð­herra.

Í ræðu sinni nefndi hún sér­stak­lega umfangs­miklar fjár­fest­ingar sem hófust á árinu 2020, þar sem rík­is­stjórnin hefði beitt „krafti rík­is­fjár­mál­anna til að skapa störf og fjár­festa í ólíkum verk­efn­um, hvort sem það eru grænar lausnir, sam­göngu­mann­virki, grunn­rann­sókn­ir, nýsköp­un, staf­ræn þró­un, skap­andi greinar og bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir,“ sagði Katrín. Hún sagði að áfram­hald­andi fjár­fest­ing­ar­á­tak verði kynnt sam­hliða fjár­lögum í haust þar sem „afli rík­is­fjár­mál­anna“ verði beitt með svip­uðum hætti til að auka verð­mæta­sköp­un.Opn­anir skóla sam­fé­lags­lega mik­il­væg ráð­stöfun

Katrín sagði Ísland skera sig úr í skóla­málum ásamt Sví­þjóð í sam­an­burði við önnur ríki þegar kemur að skóla­málum vegna þess að hér eru leik­skólar og grunn­skólar opn­ir. Hún sagði lok­anir skóla í Evr­ópu hafa veru­leg sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif sem og áhrif á menntun barna. 

Auglýsing


„Sömu­leiðis má segja að sú aðgerð og ákvörðun að halda skólum opnum hafi verið ein mik­il­væg­asta sam­fé­lags­lega aðgerð sem stjórn­völd gripu til til að mæta þessum far­aldri. Sömu­leiðis hefur verið gripið til umfangs­mik­illi efna­hags­lega ráð­staf­ana sem ég ætla ekki að telja hér upp en megin leið­ar­ljósið hefur verið að verja störf, skapa störf og tryggja afkomu,“ sagði Katrín.Sveigj­an­leiki og seigla

„Ég held að við sem hér erum í þessum sal getum öll verið sam­mála um að íslenskt sam­fé­lag hefur sýnt í senn sveigj­an­leika og seiglu bæði við að kom­ast út úr fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en líka núna þegar við stöndum í annarri bylgj­unni miðri,“ sagði Katrín í ræðu­stól Alþingis um við­brögð þjóð­ar­innar við far­aldr­in­um. Hins vegar hafi farið mikil umræða um hvernig best sé að takast á við útbreiðslu far­ald­urs­ins sem, að hennar mati, sé gott.Þá fór Katrín yfir það hvernig skimunum hefur verið háttað á landa­mærum frá 15. júní. Sú ráð­stöfun hefur sannað gildi sitt að mati Katrínar og komið í veg fyrir að fjöldi smiti hafi borist inn í land­ið. Þar að auki hefur landamæra­skimunin gefið mik­il­vægar upp­lýs­ingar um veiruna.Halda þarf áfram að vinna að hag­rænum grein­ingum

Nýlega var svo hert á aðgerðum á landa­mærum eins og kunn­ugt er. Þetta var gert að fengnum til­lögum frá fær­ustu vís­inda­mönnum að sögn Katrín­ar. Hún sagði mikið hafa verið rætt um hag­ræn áhrif þess­arar til­hög­un­ar. Hag­ræn áhrif hafi verið metin í aðdrag­anda hertra aðgerða og sú grein­ing hafi verið upp­færð með til­liti til reynsl­unn­ar.  

„Þar þarf þó að vinna áfram að hag­rænum grein­ingum því þetta er flókið við­fangs­efni. Ég hlýt þó að segja hér að þær ferða­tak­mark­anir sem ákveðnar eru hér á landi eru að sjálf­sögðu ekki það eina sem ræður fjölda ferða­manna. Þar skipta ferða­tak­mark­anir ann­arra ríkja einnig máli, þar sem ísland hefur verið að fær­ast nær rauðum lista ann­arra ríkja eða bein­línis lent þar inni. Sömu­leiðis hefur ferða­vilji fólks dreg­ist saman eðli­lega,“ sagði Katrín um hag­ræn áhrif aðgerða á landa­mærum og ferða­vilja fólks. Sam­dráttur ferða­fólks sé mik­ill í heim­inum öllum en heild­ar­fækkun milli­landa­far­þega verði á bil­inu 58-78 pró­sent í ár sam­kvæmt skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem Katrín vitn­aði í í ræðu sinni.„Það er mik­il­vægt að við styðjum við þessi fyr­ir­tæki en líka mik­il­vægt að við horfum til fram­tíðar því ég er ekki í nokkrum vafa um að þar mun ísland eiga mikil sókn­ar­færi bæði vegna okkar ein­stöku nátt­úru en líka vegna þeirrar fag­legu ferða­þjón­ustu sem hér hefur byggst upp,“ sagði Katrín í kjöl­farið um stöðu fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.Þá benti Katrín á að harðar sótt­varna­ráð­staf­anir skili ekki endi­lega miklum sam­drætti. Þannig sé sam­drátt­ur­inn í Sví­þjóð, sem gengið hefur væg­ast fram af Norð­ur­lönd­unum í sótt­varna­ráð­stöf­un­um, meiri en í Dan­mörku og Finn­landi. Þá er sam­dráttur á öðrum árs­fjórð­ungi í Bret­landi um 20 pró­sent. „Þannig að það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir lík­lega dýpstu efna­hagslægð í heila öld,“ sagði Katrín.Umræðan um borg­ara­leg rétt­indi mik­il­væg

Að lokum fór Katrín yfir borg­ara­leg rétt­indi fólks sem hún sagði vera mik­il­væga umræðu enda alveg ljóst að sótt­varna­ráð­staf­anir hafi haft áhrif á þau rétt­indi. Hún vakti athygli þing­manna á því að á að á þing­mála­skrá heil­brigð­is­ráð­herra sem lagt verður fram við þing­setn­ingu þann 1. októ­ber verður að finna frum­varp um end­ur­skoðun sótt­varna­laga og Alþingi muni þá fá tæki­færi til að fjalla um vald­heim­ildir þeirra laga.„Það skiptir máli að við ræðum hin borg­ara­legu rétt­indi í sam­hengi. Það hversu hratt fólk kemst yfir landa­mæri íslands er ekki það eina sem máli skipt­ir. Það þarf að líta til skóla­starfs, til menn­ingar og íþrótta­starfs. Það þarf að líta til þess að hér voru í vor settar alveg gríð­ar­lega umfangs­miklar hömlur á atvinnu­rétt­indi þús­unda manna og gleymum ekki þeim tak­mörk­unum sem hafa verið settar á rétt­indi eldra fólks, þeirra sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum og þeirra sem haldnir eru alvar­legum sjúk­dómum sem hafi í raun og veru búið við veru­lega félags­lega ein­angrun allt frá því að far­ald­ur­inn skall á,“ sagði Katrín um þær hömlur sem fólk hefur búið við í far­aldr­in­um.Í kjöl­farið vitn­aði hún til reglu sem John Stu­art Mill setti fram í bók sinni, Frelsið, að ein­ungis væri heim­ilt að skerða athafna­frelsi ein­stak­lings ef um sjálfs­vörn væri að ræða. „Ætli hún eigi ekki svo sann­ar­lega við hér í þessu til­felli þegar við ræðum um þennan heims­far­ald­ur,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent