Sundabraut spurningamerki samgöngur

Hver er staðan á Sundabraut?

Sundabraut hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur, eins og svo oft áður. Ýmsir hópar hafa rýnt í þessa framkvæmd áratugum saman, en hún virðist enn á byrjunarreit. Tillaga enn eins starfshópsins um framtíðarlausn er væntanleg fyrir októberlok.

Sunda­braut er ofar­lega í huga margra, eins og kom ber­lega í ljós á opnum nefnd­ar­fundi á Alþingi í lok ágúst­mán­aðar þegar Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði frá því að honum þætti bæði „al­veg stór­und­ar­legt og ámæl­is­vert“ að ekki væri búið að ráð­ast í þessa fram­kvæmd, sem hefur verið á teikni­borð­inu ára­tugum sam­an.

En hvar er Sunda­brautin stödd? Kjarn­inn fór á stúf­ana og komst að því að til­laga að fram­tíð­ar­lausn á nú að liggja fyrir 31. októ­ber, en þá á starfs­hópur að vera búinn að meta hvort fýsi­legra sé að Sunda­braut fari um jarð­göng frá Laug­ar­nesi yfir í Gufu­nes eða um lág­brú sem þveri hafn­ar­svæði Sunda­hafnar við Klepps­vík.

Hóp­ur­inn, sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son ráð­herra sam­göngu­mála skip­aði í vor, átti að skila af sér ágúst, en fékk frest út októ­ber­mánuð til þess ljúka störf­um. Vinna starfs­hóps­ins er í fullum gangi, að sögn G. Pét­urs Matth­í­as­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Vega­gerðin leiðir hóp­inn, en í honum eru líka full­trúar frá Reykja­vík­ur­borg, Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Faxa­flóa­höfn­um. Þeir tveir mögu­leikar sem hóp­ur­inn er núna að velja á milli voru þeir tveir sem fýsi­leg­astir þóttu í mati ann­ars starfs­hóps, sem skil­aði af sér skýrslu í fyrra.

Taka þarf ákvörðun um hvernig eigi að tengj­ast á milli Sæbrautar og Gufu­ness áður en hægt verður að taka ákvörðun um hvernig Sunda­braut á að liggja alla leið að Vest­ur­lands­vegi í Kolla­firði.

Lág­brú sem skerðir hafn­ar­svæðið eða löng og dýr jarð­göng úr Laug­ar­nes­inu

Starfs­hóp­ur­inn sem skoð­aði málið og skil­aði skýrslu í fyrra lagði til að unnið yrði að frek­ari und­ir­bún­ingi Sunda­brautar í jarð­göng­um. Hóp­ur­inn sagði reyndar að jarð­göng væru eini raun­hæfi mögu­leik­inn fyrir útfærslu Sunda­braut­ar, miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda (m.a. hvað lofts­lags­mark­mið varð­ar) og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna um hafn­ar­svæð­ið.

Jarð­göng eru hins vegar dýr og þau þyrftu að vera mjög löng, þar sem ekki er talið óhætt að gera göng undir sjó nema 30 metra berg­lag sé fyrir ofan þau. Munnar gang­anna þyrftu því að vera í Laug­ar­nesi og nokkuð frá sjáv­ar­máli í Gufu­nesi. Einnig er talið að jarð­göng myndu laða að sér minni umferð en brú þvert yfir Klepps­vík­ina.

Þetta eru valkostirnir tveir sem nú eru vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna.
Stjórnarráðið

Þessi starfs­hópur skoð­aði einnig val­kosti sem væru til staðar varð­andi þverun Klepps­víkur og sagði ein­ungis lág­brú koma til greina þar, en bæði botn­göng og hábrú voru slegin út af borð­inu af hópn­um. Fram kom í skýrslu starfs­hóps­ins að lág­brú, sem mögu­lega gæti legið frá enda Holta­vegar og yfir í Gufu­nes, væri ódýrasta lausnin auk þess sem hún væri senni­lega sú besta fyrir aðra sam­göngu­máta. 

En á móti kemur að sú fram­kvæmd myndi kalla á að fram­tíð­ar­hug­myndir um skipu­lag hafn­ar­starf­semi við Sunda­höfn yrðu teknar til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar, sem hefði í för með sér minnkað umfang, samnýt­ingu flutn­inga­fé­laga á upp­skip­un­ar­að­stöðu og hugs­an­legan flutn­ing hluta starf­sem­innar á önnur hafn­ar­svæði. Tekið var fram að engar grein­ingar væru til um heild­ar­kostnað slíkra aðgerða né þjóð­hags­leg eða umhverf­is­leg áhrif.

Sam­göngu­ráð­herra hefur sagt að honum hugn­ist lág­brú­ar­leiðin bet­ur, en starfs­hópur er sem áður segir að skoða kost­ina og gall­ana við hvora um sig þessa dag­ana. En hvað er þessi hópur að skoða?

Auglýsing

Verk­efni starfs­hóps­ins sem nú er að störfum er einkum tví­þætt, sam­kvæmt því sem fram kom í frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins þegar hann var skip­aður í vor.

Í fyrsta lagi á að end­ur­meta hönnun og legu og gera nýtt kostn­að­ar­mat fyrir bæði jarð­göngin og lág­brúna. Leggja skal fram ný frum­drög fyrir báðar fram­kvæmdir og taka mið af upp­bygg­ing­ar­á­formum sem eru í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Í annan stað á að greina þá val­kosti sem yrðu fyrir hendi varð­andi breytt skipu­lag Sunda­hafn­ar, ef lág­brú yrði fyrir val­inu. Í þeirri vinnu þarf að vinna mat á áhrifum á umferð, umhverf­is­þætt, nærum­hverfi, atvinnu­starf­semi og þró­un­ar­mögu­leika Sunda­hafn­ar.

Að þessu loknu ætti að vera komin nið­ur­staða í það, hvor leiðin sé fýsi­legri.

Sunda­braut er ekki í fram­kvæmda­hluta sam­göngusátt­mál­ans

Oft er rætt um Sunda­braut­ina í sam­hengi við sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og stundum virð­ist sá mis­skiln­ingur vera uppi í umræðu um málið að fram­kvæmd Sunda­brautar sjálfrar sé hluti af fram­kvæmda­á­ætlun sam­göngusátt­mál­ans á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og rík­is­ins.

Svo er hins vegar ekki, en í sátt­mál­anum er þó kveðið á um að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“

Hvað þetta þýðir nákvæm­lega er ansi loðið og virð­ist vera túlkað með mis­mun­andi hætti af stjórn­mála­mönnum sem hafa ólíka sýn á fram­tíð sam­gangna. 

Það kom fremur ber­lega í ljós í við­tali við þau Jón Gunn­ars­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi sam­göngu­ráð­herra og Sig­ur­borgu Ósk Har­alds­dóttur borg­ar­full­trúa Pírata og for­mann skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­víkur á Sprengisandi á Bylgj­unni á sunnu­dag­inn.

En hvað sem póli­tík­inni líður fæst alla­vega brátt svar við því hvor kost­ur­inn – jarð­göng eða lág­brú – sé fýsi­legri. Þá vænt­an­lega skýrist um leið hvar borg­ar­yf­ir­völd þurfa sér­stak­lega að huga að greiðum teng­ingum Sunda­braut­ar, í Laug­ar­nes­inu eða sunnar á Sæbraut­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent