Þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda

Rannsóknir doktors á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ sýna að þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda. Endurvarpsáhrif og aðrir þættir, svo sem ráðstöfunartekjur og lífsviðhorf, geta þurrkað út ávinning af þéttingu byggðar.

Hús
Auglýsing

Bygg­inga­kranar fara ekki fram­hjá neinum þeim sem eiga leið um miðbæ Reykja­vík­ur, en á síð­ustu árum hefur stefnan verið tekin í átt að þétt­ingu byggð­ar. Helsta rétt­læt­ingin fyrir þeirri stefnu er að þétt­ing byggðar dregur úr bíla­um­ferð og þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Það skýtur hins vegar skökku við að þegar fræðin eru skoðuð byggir þessi stefna á afar veikum vís­inda­legum grunni. Þegar horft er á kolefn­is­spor borg­ar­búa eru þeir sem búa næst mið­borg­inni með hæsta kolefn­is­sporið, þrátt fyrir minni notkun á einka­bíln­um. Áróra Árna­dótt­ir, doktor á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og fram­kvæmda­stjóri Grænni Byggð­ar, hefur bent á þessa þver­sögn í ýmsum rann­sóknum sem hún og félagar hennar við HÍ hafa unnið að á síð­ustu árum.

End­ur­varps­á­hrifin

Þétt­ari byggð = styttri vega­lengdir

Áróra Árnadóttir doktor á verkfræði- og náttúruvísindasviði hefur rannsakað ferðatengt kolefnisspor ungra Reykvíkinga sérstaklega. Mynd: Aðsend

Styttri vega­lengdir = minni umferð

Minni umferð = minni losun koltví­sýr­ings

Þessi jafna hljómar ein­föld og skyn­sam­leg, og fræðin hafa vissu­lega sýnt að losun frá vega­sam­göngum er minni þar sem byggð er þétt­ari, en rann­sóknir hafa líka leitt í ljós að á sama tíma getur þétt­ingin valdið aukna losun á öðrum svið­um, og þegar allt kemur til alls er hætta á því að ávinn­ing­ur­inn verði eng­inn eða jafn­vel nei­kvæð­ur.

Einn þáttur sér­stak­lega getur komið í veg fyrir að þétt­ing byggðar skili árangri: það eru hin svoköll­uðu „end­ur­varps­á­hrif‟. Breski hag­fræð­ing­ur­inn William Stanley Jevons var sá fyrsti til að átta sig á þessu mót­sagn­ar­kennda fyr­ir­bæri, sem hefur líka verið nefnt „þver­sögn Jevons‟.

Auglýsing
Í bók sinni The Coal Question virti Jevons fyrir sér fram­tíð kola­iðn­að­ar­ins í Bret­landi: hann tók eftir því að þrátt fyrir tækni­legar fram­farir í hönnun gufu­véla, sem gerðu vél­arnar spar­neytn­ari, var heild­ar­notkun á kolum alltaf að aukast. Eftir miklar vanga­veltur komst hann að skýr­ing­unni á þess­ari þver­sögn: um leið og gufu­vél­arnar urðu spar­neytn­ari urðu þær líka ódýr­ari í rekstri, sem þýddi að fleiri áttu efni á þeim og þar af leið­andi fjölg­aði þeim. Fjölgun gufu­véla varð til þess að þrátt fyrir aukna skil­virkni jókst eft­ir­spurn eftir kol­um.

Þver­sögn Jevons skýrir hvers vegna tækni­fram­farir síð­ustu 200 ára hafa alltaf leitt til auk­innar ásóknar í nátt­úru­auð­lindir en ekki öfugt.

Tásu­myndir frá Tene

Þétt­ing byggðar eykur vissu­lega skil­virkni eða „spar­neytni” borg­ar­inn­ar, en end­ur­varps­á­hrifin geta verið ýmis­leg: borg­ar­búar sem þurfa ekki lengur á bíl að halda eru að spara sér tölu­verðar upp­hæðir sem geta þá farið í neyslu á ann­ars konar vöru og þjón­ustu. „Með þétt­býl­is­myndun verður mikið fram­boð af vöru og þjón­ustu á einum stað, og þar af leið­andi verður meiri neysla,‟ segir Áróra. Í sumum til­fellum getur þetta breytta neyslu­mynstur leitt til enn meiri los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, til dæmis ef pen­ing­ur­inn sem spar­ast í bíla­kostn­aði fer í stað­inn í flug­ferðir til útlanda. Til að mynda veldur flug­ferð fyrir tvo til Tenerife jafn mik­illi losun og með­al­stór bens­ín­bíll losar á heilu ári miðað við með­al­notk­un, en kostar miklu minna.

Það sem meira er, borg­ar­búar sem kjósa að lifa bíl­lausum lífs­stíl eru í stuttri fjar­lægð frá alþjóða­flug­velli og geta hall­ast til þess að ferð­ast frekar til útlanda heldur en inn­an­lands, þar sem verð­lagn­ing á bíla­leigu­bílum inn­an­lands í sam­an­burði við milli­landa­flug er þess eðlis að utan­lands­ferðin virð­ist oft vera hag­stæð­ari kost­ur­inn. Utan­lands­ferð getur hins vegar valdið miklu meiri losun en ferð inn­an­lands. Þessi sama flug­ferð til Tenerife losar til dæmis fimmtán sinnum meira en ferð frá Reykja­vík til Akur­eyrar á bens­ín­bíl.

Rann­sókn Áróru Árna­dóttur og félaga sýna að milli­landa­flug er stór þáttur í kolefn­is­spori ungra Reyk­vík­inga (25-40 ára), og því nær mið­bænum sem komið er, því hærra er flug­tengda kolefn­is­spor­ið.

Því nær miðbænum sem komið er, því hærra er flugtengda kolefnissporið. Heimild: Áróra Árnadóttir, Flights Dominate Travel Emissions of Young Urbanites

Losun frá flugi sam­svarar 66 pró­sent af ferða­tengdu kolefn­is­spori ungra Reyk­vík­inga, og er þrefalt meiri en losun vegna dag­legra ferða þeirra. Hún er að með­al­tali 3 tonn Co2-í­gilda á mann, eða sem sam­svarar 60 pró­sent af árlegum los­un­ar­kvóta hvers manns­barns ef halda á hlýnun innan 1,5°c (5 tonn á mann). Hjá íbúum í mið­borg­inni er ekki óal­gengt að flug­tengt kolefn­is­spor sé um og yfir 5 tonn á mann, og þá eru vinnu­tengdar flug­ferðir ekki taldar með.

Tásu­myndir frá Tene virð­ast vera fíll­inn í stof­unni þegar kemur að kolefn­is­spori borg­ar­búa.

Heimild: Áróra Árnadóttir, Flights Dominate Travel Emissions of Young Urbanites

Fræði­menn eru ekki á einu máli um hvort hærra kolefn­is­spor frá flugi hjá íbúum mið­borgar skýrist af end­ur­varps­á­hrif­um. Rann­sókn Áróru sýnir að aðrir þættir geta spilað inn í, svo sem ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, lífs­við­horf og félags­legur bak­grunn­ur, en erfitt getur reynst að greina milli þeirra. Þrátt fyrir það er ljóst að séu end­ur­varps­á­hrifin til staðar geta þau auð­veld­lega þurrkað út allan ávinn­ing af þétt­ingu byggð­ar.

Þetta á reyndar líka við um aðrar lofts­lagstengdar aðgerðir svo sem efl­ingu almenn­ings­sam­gangna eða íviln­anir til kaup­enda raf­bíla. Þver­sögn Jevons hefur ekki farið fram hjá sér­fræð­ingum í mark­aðs­setn­ingu, eins og þessi aug­lýs­ing bíla­fram­leið­anda ber með sér:

Mynd: Harpa Stefánsdóttir

Þetta segir okkur að yfir­völd sem vilja ná raun­veru­legum árangri í lofts­lags­málum þurfa að taka mið af mögu­legum end­ur­varps­á­hrifum ef ætl­unin er að draga úr losun almennt, en ekki ein­göngu innan marka borg­ar­inn­ar.

Borgir byggj­ast á jarð­efna­elds­neyti

Það er síðan önnur og djúp­stæð­ari ástæða til að setja spurn­ing­ar­merki við þétt­ing­ar­stefn­una. Fræði­menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri stað­reynd að þétt­býl­is­myndun ann­ars vegar og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hins vegar hafa yfir­leitt þró­ast í sömu átt á síð­ustu 200 ár. Sú þróun byrj­aði með iðn­bylt­ing­unni, þegar verk­smiðjur af ýmsum toga fóru að laða að sér vinnu­afl inn í borg­ina. Vél­væð­ingin í land­bún­aði gerði það að verkum að færri hendur þurfti til að fram­leiða mat­væli, en um leið vant­aði fleiri hendur í iðn­aði. Margir fluttu þá í borg­ina til að vinna í verk­smiðj­um, þar sem það reynd­ist hent­ugt að stað­setja verk­smiðjur í borg­um, nær hvor annarri og í stuttu færi frá ýmsum þjón­ustu­að­il­um.

Því meira aðgengi að jarð­efna­elds­neyti, því fleiri verk­smiðjur risu, og því fleiri fluttu í borg­ina. Af þessum sökum héld­ust þétt­býl­is­myndun og losun koltví­sýr­ings hönd í hönd. Þegar leið á tutt­ug­ustu öld­ina flutt­ist hluti af iðn­að­inum aftur út úr borg­inni, að hluta til af umhverf­is­á­stæðum og að hluta til vegna hnatt­væð­ingar (margar verk­smiðjur flutt­ust frá Vest­ur­löndum til aust­urs og suð­urs þar sem vinnu­aflið var ódýr­ara). Um leið hófst vél­væð­ingin í iðn­aði en hún fækk­aði störfum í verk­smiðj­unum eins og hún hafði gert áður í land­bún­aði. Störfum fækk­aði í iðn­aði en fram­leiðslan hélt áfram að aukast þar sém vél­unum fjölg­aði, og útblást­ur­inn fór áfram sömu leið.

Þjón­ustu­geir­inn er háður iðn­að­inum

Aukin fram­leiðsla á alls kyns vöru kall­aði hins vegar á aukið vinnu­afl í þjón­ustu­geirann: sá geiri hefur umsjón með flæði vara sem vél­arnar fram­leiða: sölu­menn, flutn­ings­að­il­ar, bók­ar­ar, gæða­stjór­ar, mark­aðs­fræð­ing­ar, ráð­gjaf­ar, trygg­ing­ar­sal­ar, banka­menn og sér­fræð­ingar af ýmsum toga. Sem fyrr reynd­ist hent­ug­ast að stað­setja öll þessi störf á einum og sama stað og borgin var til­valin til þess.

Vöxtur þjón­ustu­geirans í borg­inni bygg­ist þannig á auk­inni fram­leiðslu, og aukin fram­leiðsla bygg­ist á auk­inni orku­vinnslu, þar á meðal vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is. Þess vegna hefur aukin þétt­býl­is­myndun áfram farið hönd í hönd með auk­inni losun koltví­sýr­ings, þótt störfum hafi fækkað í iðn­aði en fjölgað í þjón­ustu­geir­anum þökk sé vél­væð­ing­unni.

Tengsl þéttbýlismyndunar, hagvaxtar og orkunotkunar í Kína. Heimild: Sustainability 2015

En hvað hefur þetta með þétt­ingu byggðar að gera?

Þegar talað er um að þétta byggð­ina er ekki verið að tala um að flytja hús í úthverfum borg­ar­innar nær miðj­unni (sem væri kannski hin raun­veru­lega þétt­ing byggð­ar), heldur er verið að tala um að þétta með því að fjölga íbúum borg­ar­inn­ar. Til þess að fjölga borg­ar­búum þarf hins vegar að skapa fleiri störf í þjón­ustu­geir­an­um, því fólk flytur yfir­leitt ekki í borg­ina nema þar sé vinnu að fá, en til að fjölga störfum í þjón­ustu­geir­anum þarf að fjölga vélum og auka fram­leiðslu (þó ekki endi­lega í borg­inni sjálfri), og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Vöxtur Reykja­vík­ur­borgar á síð­ustu árum hvílir að stórum hluta á hröðum vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, en sú grein byggir á flug­iðn­að­in­um. Í þessu til­felli er ekki um hefð­bundna vöru­fram­leiðslu að ræða: flug­iðn­að­ur­inn „fram­leið­ir“ enga vöru aðra en flug­vél­ar, en hann flytur ferða­menn, og til þess þarf hann mikið magn af jarð­efna­elds­neyti rétt eins og flestar aðrar iðn­grein­ar. Ef við berum saman losun frá öllum vega­sam­göngum í Reykja­vík við losun vegna inn­flutn­ings og brennslu þotu­elds­neytis þá er hlut­fallið svona:

Byggt á tölum frá Reykjavíkurborg og Orkustofnun.

Ferða­mönnum hefur fjölgað hratt á síð­ustu árum, en inn­flutn­ingur þotu­elds­neytis tvö­fald­að­ist á aðeins fjórum árum frá 2014 til 2018. Þessi þróun var meðal ann­ars drifin áfram af bygg­ingu gisti­staða í Reykja­vík, en fram­boð her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur um það bil tvö­fald­ast á síð­ustu 5 árum. Súlu­ritið hér að ofan sýnir að jafn­vel þótt borg­inni tæk­ist með þétt­ingu byggðar að draga úr losun um 50 pró­sent í vega­sam­göngum (sem mundi telj­ast ótrú­legur árang­ur), myndi aðeins sjö pró­sent vöxtur í flug­um­ferð um Kefla­vík vegna auk­ins fram­boðs gisti­rýma í Reykja­vík þurrka út allan ávinn­ing­in. Fjölgun ferða­manna á árunum fyrir Covid-far­ald­ur­inn var að jafn­aði 25 pró­sent á ári og miðað við slíkan vöxt tæki ekki nema fjóra mán­uði fyrir flug­iðn­að­inn að jafna út 50 pró­sent sam­drátt í vega­sam­göngum innan Reykja­vík­ur.

Aukin losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði

Við þetta bæt­ist að upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu­geirans, ásamt flutn­ingi fólks úr sveit í borg, kallar á miklar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir í borg­inni (hót­el, veit­inga­staðir og versl­anir fyrir ferða­menn og íbúð­ir, skólar og aðrir inn­viðir fyrir nýja íbú­a), en bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er ábyrgur fyrir 10 pró­sent af allri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu (fyrst og fremst vegna sem­ents- og stálfram­leiðslu). Sú losun á sér stað að stóru leyti í útlöndum í til­felli Íslands, þar sem megnið af bygg­ing­ar­efn­inu er inn­flutt, og er los­unin þess vegna hvorki skráð í kolefn­is­bók­haldi Reykja­vík­ur­borg­ar, né Íslands. Hún á sér stað engu að síð­ur.

Þétt­ing­ar­stefnan er í raun vaxt­ar­stefna, og vöxt­ur­inn leiðir óhjá­kvæmi­lega til auk­innar los­un­ar, og miklu meiri los­unar en spar­ast á móti með sjálfri þétt­ing­unni. Það þarf víst að draga úr losun innan borg­ar­inn­ar, en bara ekki með því að auka hana marg­falt meira ann­ars staðar þar sem sést ekki til í kolefn­is­bók­haldi borg­ar­inn­ar.

Höf­undur frétta­skýr­ingar er meist­ara­nemi í Blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar