Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreit

Íbúar í Túnum í Reykjavík segja sumir að síðasta tækifæri borgaryfirvalda til að skipuleggja hverfisgarð fyrir þau sem búa á svæðinu sé að fara forgörðum, með skipulagsbreytingum á lóðinni Sóltún 2-4, sem bíða samþykktar borgarráðs.

Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar.
Í Sóltúni 2 (t.v.) er í dag rekið hjúkrunarheimili. Til stendur að stækka það hús og byggja svo allt að 79 íbúðir í stakstæðu fjölbýlishúsi við Sóltún 4 sem er til hægri á teikningunni. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir hjúkrunarrýmum þar.
Auglýsing

Umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í síð­ustu viku fyrir sitt leyti deiliskipu­lags­breyt­ingar á lóð­inni Sól­tún 2-4, en þar stendur til að byggja við núver­andi hjúkr­un­ar­heim­ili á lóð­inni, auk þess að reisa stakstætt fjöl­býl­is­hús með allt að 79 íbúðum á 5 til 6 hæð­um. Mál­inu hefur verið vísað til loka­af­greiðslu í borg­ar­ráði.

Gild­andi skipu­lag reits­ins gerði ráð fyrir því að hjúkr­un­ar­heim­ilið yrði stækkað og ný álma þess á allt að fjórum hæðum reist, auk þess sem lágreist tengi­bygg­ing yrði byggð á milli hús­anna tveggja. Reit­ur­inn er kall­aður Ármanns­reit­ur, en íþrótta­fé­lagið Ármann var þarna áður með íþrótta­mann­virki og félags­að­stöðu á svæð­inu.

Lóð­ar­hafar eru félögin Sól­tún fast­eignir ehf. og Fjalla­sól ehf., en þessi félög hafa skuld­bundið sig til þess að greiða Reykja­vík­ur­borg dágóða summu fyrir auk­inn bygg­ing­ar­rétt, eða 13.500 krónur hið minnsta fyrir hvern ein­asta fer­metra bygg­ing­ar­magns ofanjarðar sem bæt­ist við frá gild­andi skipu­lagi og sömu upp­hæð fyrir hvern ein­asta fer­metra sem ætl­aður verður undir íbúðir en ekki hjúkr­un­ar­rými sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu. Alls má ætla að þessi upp­hæð verði hátt á annað hund­rað millj­ón­ir.

Auglýsing

Breyt­ing­arnar á skipu­lag­inu hafa verið umdeildar meðal íbúa í grennd­inni, sem settu fram ýmsar athuga­semdir við nýja skipu­lagið er það var til umsagnar hjá borg­inni fyrr á árinu. Í mörgum þeirra var ráð­stöfun lóð­ar­hluta númer 4 undir stærð­ar­innar fjöl­býl­is­hús gagn­rýnd á þeim grund­velli að með bygg­ingu þess yrði end­an­lega út um mögu­leik­ann á því að búa til vænan og grænan almenn­ings­garð fyrir íbúa hverf­is­ins.

Full­trúi VG greiddi atkvæði gegn skipu­lag­inu

Einnig var málið umdeilt í umhverf­is- og skipu­lags­ráði. Full­trúi Vinstri grænna í ráð­inu, Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi, greiddi atkvæði gegn sam­þykkt ráðs­ins og sagði í bókun sinni að svæði hefði „verið fal­legra með minna bygg­ing­ar­magni og stórum og fjöl­breyttum almenn­ings­garði“ enda væri „vöntun á nálægu and­rými innan hverf­is­ins“. Líf sagði jafn­framt að borgin hefði átt, á fyrri stigum máls­ins, „að leggja sig fram við að eign­ast lóð­ina fyrst hætt var við áform um að stækka hjúkr­un­ar­heim­il­ið“.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

„Þétt­ing byggðar á að tryggja sjálf­bærni hverfa þar sem versl­un, þjón­usta, lyk­il­stofn­an­ir, afþrey­ing og and­rými tvinn­ast vel sam­an. Það virð­ist hins vegar ekki verið búið að hugsa þá sam­þætt­ingu hverf­is­ins til enda í þessu máli og því erfitt að sjá að upp­bygg­ingin sam­ræm­ist að öllu leyti Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur,“ sagði einnig í bókun Líf­ar. Sjálf­stæð­is­menn í ráð­inu sátu svo hjá við afgreiðslu máls­ins.

Minna land­rými fari undir bygg­ingar

Full­trúar borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans sögðu hins vegar í sinni bókun að lóðin væri á skipu­lögðu íbúða­svæði sam­kvæmt aðal­skipu­lagi og lengi hefði staðið til að byggja þar, þó reyndar hefði staðið til að byggja hjúkr­un­ar­heim­ili en ekki almennar íbúð­ir.

Í bókun full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar sagði að verið væri að auka bygg­ing­ar­magn­ið, með hækkun bygg­inga og stækkun bíla­kjall­ara, en á móti var bent á að þar sem hætt væri við tengi­bygg­ingu á milli hús­anna drægi úr yfir­borðs­fleti upp­bygg­ing­ar­inn­ar.

Full­trúar meiri­hlut­ans vís­uðu til svara full­trúa emb­ættis skipu­lags­full­trúa við athuga­semdir íbúa og að nið­ur­staða grein­ingar væri að skugga­varp breytt­ist óveru­lega vegna breyttrar til­lögu og væri innan þeirra marka sem við mætti búast þegar upp­bygg­ing ætti sér stað í þéttri borg­ar­byggð.

„Mik­il­vægt að hugað sé vel að göngu- og hjóla­leiðum á svæð­inu og umferð­ar­ör­yggi allra veg­far­enda sé tryggt. Suður af upp­bygg­ar­reitnum er áfram gert fyrir almenn­ings­garði fyrir hverfið sem mik­il­vægt að þróa í kjöl­far­ið, í góðu sam­ráði við nærum­hverf­ið,“ sagði í bókun full­trúa meiri­hlut­ans.

Útsýni, skugga­mynd­un, umferð­ar­mál og hverf­is­garður

Sem áður segir bár­ust ýmsar athuga­semdir frá íbúum í grennd­inni er skipu­lags­til­lagan var aug­lýst í vor. Margar voru þær áþekk­ar, jafn­vel algjör­lega sam­hljóða. „Með breyt­ingu á bygg­ing­unni, með því að hækka hana, mun skugg­inn hylja algjör­lega pall­inn okkar á þeim tíma sem njótum sól­ar­innar mest,“ sögðu íbúar í Mána­túni 2, sem sögð­ust helst hafa keypt íbúð sína þar til þess að njóta palls­ins og sól­ar­inn­ar.

„Stærð húss og fjöldi íbúða að Sól­túni 4, sam­kvæmt þessu breytta skipu­lagi, er allt of mik­ill að mínu mati. Þessu getur ekki annað en fylgt stór­aukin bíla­um­ferð, sem sér­stak­lega mun valda ónæði hjá íbúum í Mána­túni 1 með inn­keyrslu og fjölda bíla­stæða alveg við Sól­túnið rétt hjá íbúðum á fyrstu hæð húss­ins við Mána­tún 1,“ sagði íbúi í Mána­túni 1, sem einnig sagði skugga eiga eftir að falla á neðstu hæðir þess húss.

„Nú þegar er staðan sú að það er vart hægt að kom­ast út úr hverf­inu eftir kl. 15. á dag­inn vegna umferð­ar­tafa í Borg­ar­túni og Nóa­túni. Hér hef ég ekki minnst á bíla­stæða­málin sem er upp á sömu bók­ina lært,“ sagði íbúi í Mána­túni 5. „Það litla and­rými sem er til staðar mun skerð­ast alveg. Aðeins verður hægt að sjá í næsta hús­vegg og inn um glugg­ana hjá næstu nágrönn­um. Hvaða gæði eru nú það? - ekk­ert prí­vat­líf leng­ur,“ sagði íbúi í Mána­túni 6.

Engin borg­ar­leik­völlur fyrir börn í 2.500 manna hverfi

All­nokkrir íbúar settu svo nafn sitt við athuga­semd í nokkrum liðum sem hófst á eft­ir­far­andi til­vitnun í nýtt aðal­skipu­lag borg­ar­innar fram til 2040: „Skipu­lags­starf að gæðum byggðar miðar að því að búa til staði og umhverfi þar sem fólk lifir og hrær­ist en ekki ein­göngu vinnur og sef­ur. Áherslan er lögð á að úti­vist­ar­svæði, gang­stéttir og hverfi borg­ar­innar myndi umgjörð um lif­andi og aðlað­andi staði sem ýta undir aukin og gagn­kvæm sam­skipt­i.“

Í athuga­semd­inni sagði að skipu­lags­til­lagan í Sól­túni gengi þvert gegn þessum hug­mynd­um, og einnig skipu­lagi reits­ins í því sama aðal­skipu­lagi, þar sem hámarks­hæð bygg­inga hefði verið skil­greind fjórar hæð­ir. Tekið skal fram að í svari skipu­lags­full­trúa borg­ar­innar við þess­ari athuga­semd segir að gert sé ráð fyrir 5 hæða bygg­ingu á þessum stað, sem geti jafn­vel verið 6-7 hæðir ef efstu hæðir sé inn­dregn­ar.

Ansi margir íbúar í Mánatúni eru ósáttir við fyrirhugaða uppbyggingu húsnæðis á reitnum við Sóltún 4, sem lengi hefur staðið auður. Mynd: Arnar Þór

Í sömu athuga­semd íbúa segir að til­lög­urnar fari gegn stefnu aðal­skipu­lags­ins um að hverf­is­garðar verði í mest 500 metra fjar­lægð frá íbúð­um. Bent er á að frá fyr­ir­hug­uðu fjöl­býl­is­húsi við Sól­tún 4 sé 800 metra loft­lína að næsta almenn­ings­garði, sem sé Klambratún, og að þangað sé göngu­leiðin um kíló­met­er.

„Í þessu hverfi er sér­stak­lega brýn þörf á almenn­ings­garði – hverfið er ram­mað inn af þungum umferð­ar­götum og börn eiga því ekki auð­velt með að fara á leik­svæði utan hverf­is­ins. Nú er hins vegar eng­inn leik­völlur á vegum borg­ar­innar innan hverf­is­ins. Sá nálæg­asti er í Stór­holti og nálæg­asti bolta­völlur er við Háteigs­skóla. Börn í hverf­inu á yngri stigum grunn­skóla fara ekki fylgd­ar­laust á þessi svæði og tæki­færi þeirra til úti­vistar því tak­mörk­uð,“ segir í þess­ari athuga­semd, sem nokkrir íbúar í hverf­inu gera að sinni, sem áður seg­ir.

Bent er á að í hverf­inu búi nú um 2.500 íbú­ar, og þar starfi auk þess nokkur þús­und manns til við­bót­ar. „Hvergi á svæð­inu er opið grænt almenn­ings­rými. Fyr­ir­sjá­an­legt er að íbúum fjölgi enn frekar á næstu árum með upp­bygg­ingu svæð­is­ins sem hefur verið kallað Hátún+, þar sem er gert ráð fyrir allt að átta hæða háum íbúða­bygg­ing­um. Auk þess stendur til að byggja nokkur hund­ruð íbúðir við Lauga­veg, ofan við hverf­ið. Það hlýtur því í besta falli að telj­ast mikil skamm­sýni að hefja þá auknu upp­bygg­ingu sem boðuð er í nýju aðal­skipu­lagi á því að koma í veg fyrir að hægt verði að byggja upp grænt svæði í miðju hverf­is­ins. En eina auða svæðið í hverf­inu er það sem hér er til umræðu, og er mitt á milli hjúkr­un­ar­heim­ilis og skóla, sem hlýtur að telj­ast ákjós­an­leg stað­setn­ing fyrir hverf­is­garð,“ segir í athuga­semd­inni frá íbú­um.

Emb­ætti skipu­lags­full­trúa hjá borg­inni brást við þessum athuga­semd­um, og fleirum, í umsögn sinni um málið sem sett var fram í októ­ber.

Í svari við því að til stæði að byggja of mikið á reitnum benti skipu­lags­full­trúi á að allt frá því að skipu­lags­breyt­ingar voru gerðar árið 2005 hefði legið fyrir að byggt yrði á lóð­inni nokkuð umfangs­mikið mann­virki. Breyt­ing­arnar sem nú væri verið að gera væru í anda fyrri breyt­inga og þess að nýta þetta land mið­svæðis í borg­inni vel.

„Reit­ur­inn er innan áhrifa­svæðis Borg­ar­línu og hágæða almenn­ings­sam­gangna og mið­lægt stað­settur í nágrenni við fjöl­mennan atvinnu­kjarna. Því eru sterk rök fyrir því að nýta svæðið vel,“ segir í umsögn emb­ættis skipu­lags­full­trúa.

Auglýsing

Athuga­semdum þess efnis að fyr­ir­hug­aðar bygg­ingar væru of háar var svarað með þeim hætti að þróun byggða­mynsturs­ins þarna í kring hefði verið sú að hús væru frá 5 og allt upp í 10 hæð­ir. Því væri þessi upp­bygg­ing í góðum takti við nágrenn­ið. Hvað áhyggjur íbúa af skugga­varpi varðar voru breyt­ing­arnar sagðar óveru­legar frá gild­andi deiliskipu­lagi, og „innan þeirra marka sem við má búast þegar upp­bygg­ing á sér stað í þéttri borg­ar­byggð“.

Ein­hverjir íbúar settu fram áhyggjur af því að missa útsýni sitt með til­komu nýbygg­ing­ar­innar við Sól­tún 4. Því svarar skipu­lags­ful­trúi með eft­ir­far­andi hætti: „Benda má á að aðilar í þéttri borg­ar­byggð geta ekki búist við því að óbyggðar og van­nýttar lóðir í nágrenni þeirra hald­ist óbyggðar eða óbreyttar um aldur og æfi og að réttur til óbreytts útsýnis er ekki bundið í lög.“

Ekki borg­ar­land

Emb­ætti skipu­lags­full­trúa svar­aði svo ákalli íbúa um að lóðin yrði fremur nýtt undir stóran hverf­is­garð með því að benda á að lóðin væri í eigu ákveð­inna aðila, en væri ekki van­nýtt borg­ar­land. Reykja­vík­ur­borg hefði því tak­markað með það að gera hvað hún væri nýtt í.

„Lóð­ar­hafar komu með erind­i/­fyr­ir­spurn til skipu­lags­full­trúa þar sem þeir lýstu áhuga á því að breyta nýt­ingu húss á van­nýttum hluta lóð­ar­innar í íbúð­ar­hús í stað hjúkr­un­ar­heim­il­is, ein af skýr­ing­unum sem settar voru fram var að lóð­ar­hlut­inn hefði verið boðin fram til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­ilis en ekki var áhugi fyrir því af hálfu þeirra sem taka ákvarð­anir um það. Tekið var jákvætt í að vinna breyt­ingu á deiliskipu­lagi m.t.t. þess. Þar sem umrædd lóð er ekki borg­ar­land er ekki ger­legt að fella niður heim­ildir sem eru á henni og gera grænt svæði þess í stað, enda gekk end­ur­skoðun deiliskipu­lags reits­ins 2005 út á það að skipta mið­biki reits­ins upp þannig að ann­ars vegar yrði frek­ari upp­bygg­ing að norðan verðu og hins­vegar að gert yrði útvist­ar­svæði til suð­urs. Ekk­ert hefur breyst í því en[n] er til staðar ráð­stöfun þess efnis að gera úti­vista­svæði þar,“ segir í umsögn skipu­lags­fulltrúa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent