Stallað stórhýsi í Borgartúni má verða með allt að 100 íbúðum

Á bak við Hótel Cabin í Borgartúni verður heimilt að koma fyrir allt að 100 íbúðum, samkvæmt skipulagstillögu sem yfirvöld í borginni hafa samþykkt. Húsið lækkar um eina hæð frá eldra skipulagi, en íbúar í nágrenninu telja það þó margir verða of hátt.

Gróf þrívíddarteikning af húsinu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Gróf þrívíddarteikning af húsinu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Auglýsing

Umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í síð­ustu viku breyt­ingar á deiliskipu­lagi á lóð­inni Borg­ar­tún 34-36, sem fólu í sér að eldra skipu­lagi frá 2017 var breytt lít­il­lega, bygg­ing­ar­magnið aukið og hámarks­fjöldi íbúða í stór­hýsi sem þar stendur til að byggja auk­inn úr 86 upp í 100, þrátt fyrir að húsið verði einni hæð lægra en áður stóð til, eða á 4-8 hæðum í stað 4-9 hæða, eins og heim­ilt var sam­kvæmt eldra skipu­lagi reits­ins.

Á lóð­inni, sem er fyrir aftan Hótel Cabin, er í dag atvinnu­hús­næði sem byggt var á sjötta og til átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Vél­smiðjan Afl lét reisa þar skemmu með ská­bursta­þaki árið 1958 sem ferða­þjón­ustu fyr­ir­tækið Guð­mundur Jón­as­son hf. keypti árið 1961 og flutti fyr­ir­tækið í kjöl­farið höf­uð­stöðvar sínar þang­að. Guð­mundur Jón­as­son reisti svo stein­steypt hús á lóð­inni árið 1978, sem í dag er fjög­urra hæða hátt. Einnig er á lóð­inni tví­lyft hús sem byggt var 1964 og hýsti Vél­smiðju Ögmundar Jón­as­son­ar.

Húsið á að verða á 4-8 hæðum, með þjónustu á jarðhðæ sem snýr út að Sóltúni. Mynd: Úr deiliskipulagstillögu

Allt hús­næði á lóð­inni verður rifið til þess að rýma fyrir nýja fjöl­býl­is­hús­inu, en því hefur lítt verið haldið við á und­an­förnum árum og lóðin að miklu leyti nýtt sem geymslu­svæði undir bif­reiðar af hinum ýmsu gerð­um.

Nýja húsið mun breyta ásýnd svæð­is­ins mjög, en gert er ráð fyrir að það verði byggt í hálf­hring utan um sam­eig­in­lega skjól­garð fyrir miðju. Bíla­stæði verða að mestu leyti neð­an­jarð­ar, en í skipu­lags­til­lög­unni segir að um 80 pró­sent bíla­stæða geti verið í bíla­geymsl­unni.

Tugir nágranna mót­mæltu hæð húss­ins

Þrátt fyrir að heim­ildir hafi verið til staðar í eldra í skipu­lagi fyrir enn hærri bygg­ingu, lutu flestar inn­sendar athuga­semdir nágranna að því að hæð bygg­ing­ar­innar væri of mik­il.

„Við teljum að svo há bygg­ing og margar íbúðir skapi óvið­un­andi þrengsli af ýmsu tagi fyrir þá sem þegar búa á þessu svæði. Við óskum eftir að ekki verði reist hærri bygg­ing en sex hæðir á umræddri lóð,“ sagði í skila­boðum sem 58 íbúar í nær­liggj­andi húsum við Sól­tún skrif­uðu nafn sitt við.

Auglýsing

Íbúar í Sól­túni 11 sem sendu inn umsögn sögðu jákvætt að hæsti punktur yrði lækk­aður um eina hæð, en töldu það ekki nóg. „Rétt væri að fækka íbúðum og að hæsti punktur yrði 6 hæðir sem svo stall­að­ist niður í fjórar hæð­ir,“ sagði í umsögn þeirra. Sömu íbúar sögðu aukna umferð um Sól­túnið skapa óþæg­indi fyrir alla íbúa, og væru þau þó næg fyr­ir, mót­mæltu þessu gíf­ur­lega bygg­ing­ar­magni og sögðu það engum til góðs „nema ef vera skyldi borg­ar­sjóði og hand­höfum lóða“ og nefndu skugga­varp og vind­strengi, máli sínu til stuðn­ings.

Einnig töldu íbú­arnir „ga­lið“ að áform væru um það að nýta jarð­hæð húss­ins að hluta undir verslun og aðra þjón­ustu. „Verslun er að fær­ast æ meira á netið og miðað við smæð okkar standa smá­versl­anir og smærri þjón­ustu­fyr­ir­tæki ekki undir sér ef gert er ráð fyrir þeim í hverjum bygg­ing­ar­kjarna. Hvers vegna þarf að blanda versl­unum og þjón­ustu inn í íbúð­ar­hús? Hvar eiga við­skipta­vinir að leggja? Á bíla­stæðum nær­liggj­andi húsa?“ sögðu íbú­arn­ir.

Yfirlitsmynd yfir svæðið sem um ræðir. Mynd: Aðsend

Einnig nefndu þeir að íbúar í nær­liggj­andi húsum hefðu „veru­legar áhyggjur af ásókn í bíla­stæði sem til­heyra þeirra hús­um“ vegna fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­til­lögu að Borg­ar­túni 34-36.

Í svörum frá emb­ætti skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borgar er athuga­semdum um hæð bygg­inga svarað með þeim hætti að verið sé að lækka húsið frá gild­andi skipu­lagi og athuga­semdum um að fjöldi þeirra sé of mik­ill svarað með þeim hætti að breyt­ing­in, og hið aukna bygg­ing­ar­magn ofanjarðar sem stefnt sé að, mæti betur mark­miðum skipu­lags um fjöl­breytta sam­setn­ingu íbúða­gerða og nefnt að stærðir íbúða í fyr­ir­hug­uðu húsi yrðu „allt frá minni eignum fyrir ein­stak­linga eða fyrstu kaup­endur upp í stórar fjöl­skyldu­í­búð­ir,“ sem væri til þess fallið að auka „mögu­leika á flutn­ingi innan hverf­is­ins“.

Athuga­semdum um umferð­ar­á­lag í Sól­tún­inu var svarað með þeim hætti að lóðin væri stað­sett aust­ast í hverf­inu og aðkoma akandi umferðar frá Borg­ar­túni væri næst lóð­inni, sem ætti því „ekki að vera óþægi­lega íþyngj­and­i.“

„Garð­rými húss­ins er bein­tengt við göngu- og hjóla­stíga­kerfið svo skóla­börn kom­ist á göngu­stíga­kerfið og að brúnni gegnum garð­inn og þau fara því ekki yfir götu fyrr en við Helga­teig. Vegna nálægðar við megin atvinnu­svæði borg­ar­innar eru íbúar húss­ins og hverf­is­ins í heild lík­legir til að velja umhverf­is­væna sam­göngu­máta,“ segir svo í umsögn skipu­lags­full­trúa, um áhyggjur sem settar voru fram af öryggi barna í umferð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent