Samfylkingin og Viðreisn bæta við sig – Vinstri græn dala

Sjálfstæðisflokkurinn er að venju stærsti flokkur landsins. Þar á eftir koma hins vegar þrír stjórnarandstöðuflokkar: Samfylking, Píratar og Viðreisn. Þeir eru einu flokkarnir á þingi sem mælast með stuðning yfir kjörfylgi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin bætir við sig tæp­lega tveimur pró­sentu­stigum sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka, og mælist með 14,9 pró­sent fylgi. Við­reisn bætir líka við sig og mælist nú með tíu pró­sent stuðn­ing. Píratar dala hins vegar lít­il­lega og nú segj­ast 14,3 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa þá ef kosið væri í dag. 

Allir þrír flokk­arn­ir, sem mynda meiri­hluta saman í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins Reykja­vík­ur­borg ásamt Vinstri græn­um, eru að mæl­ast með stuðn­ing yfir kjör­fylgi. Sam­an­lagt fengu þeir 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017 en mæl­ast nú með 39,2 pró­sent stuðn­ing sam­an. Sam­tals hefur fylgi Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata auk­ist um 40 pró­sent frá því að síð­ast var kosið til þings á Íslandi. Þeir eru einu flokk­arnir sem eiga full­trúa á Alþingi sem hafa bætt fylgi sitt á kjör­tíma­bil­inu, miðað við nið­ur­stöðu MMR.

Allir stjórn­ar­flokk­arnir undir kjör­fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og mælist með 24 pró­sent fylgi. Það er nákvæm­lega sama fylgi og hann mæld­ist með í lok júlí, þegar MMR birti síð­ast nið­ur­stöðu úr fylgiskönn­un. Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra, tapa fylgi milli kann­anna og mæl­ast með 9,6 pró­sent stuðn­ing. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stendur nán­ast í stað og nýtur stuðn­ings 8,9 pró­sent lands­manna. 

Auglýsing
Allir stjórn­ar­flokk­arnir eru að mæl­ast með stuðn­ing undir kjör­fylgi. Sam­an­lagt fylgi þeirra árið 2017 var 52,8 pró­sent en nú mælist það 42,5 pró­sent. Stjórn­ar­flokk­arnir hafa því sam­tals tapað um fimmt­ungi fylgis síns frá síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri græn eru þar í sér­flokki, en flokk­ur­inn mælist nú með rétt rúm­lega helm­ing þess fylgis sem hann fékk þegar talið var upp úr kjör­köss­unum haustið 2017. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hækk­aði þó milli kann­ana og mælist nú 50,1 pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn í átta pró­sentum

Mið­flokk­ur­inn hefur verið að dala í könn­unum það sem af er ári og mælist nú með átta pró­sent fylgi. Það er tölu­vert minna en þau 10,9 pró­sent sem hann fékk í kosn­ing­unum 2017. 

Flokkur fólks­ins mælist líka undir kjör­fylgi, en 4,8 pró­sent lands­manna segja að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem mæld­ist með 5,1 pró­sent fylgi í lok júli, lækkar umtals­vert milli kann­ana og nú segj­ast 3,4 pró­sent lands­manna ætla að kjósa flokk­inn. 

Alls segj­ast 2,2 pró­sent ætla að kjósa eitt­hvað annað en ofan­greinda níu flokka.

Næstu kosn­­ingar fara fram eftir rúmt ár, þann 25. sept­­em­ber 2021. 

Könnun MMR var fram­kvæmd 26. ágúst - 2. sept­em­ber 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 929 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent