RÚV braut ekki jafnréttislög við ráðningu á útvarpsstjóra

Tvær konur sem sóttust eftir því að verða ráðnar í starf útvarpsstjóra RÚV kærðu niðurstöðu ráðningarferilsins til kærunefndar jafnréttismála. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeim hafi ekki verið mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn.

Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir.
Auglýsing

Hvorki Kol­brúnu Hall­dórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manni og ráð­herra, né Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, sem sótt­ust báðar eftir starfi útvarps­stjóra RÚV fyrr á þessu ári, var mis­munað þegar Stefán Eiríks­son var ráð­inn í starfið í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Þetta kemur fram í úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í aðskildum málum kvenn­anna tveggja, sem kærðu báðar RÚV til nefnd­ar­innar vegna þess að þær töldu að ráðn­ing á karl­manni í stöðu útvarps­stjóra hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ásamt lögum um jafna með­ferð á vinnu­mark­að­i. 

Kæru­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu í báðum mál­unum að almennt giltu hvorki reglur opin­bers starfs­manna­réttar né reglur stjórn­sýslu­réttar um rétt­ar­stöðu starfs­manna opin­berra hluta­fé­laga eins og RÚV, heldur reglur hins almenna vinnu­mark­að­ar. Ráðn­ing á útvarps­stjóra lyti þar með lög­málum vinnu­réttar fremur en opin­bers starfs­manna­rétt­ar. 

Í úrskurðum nefnd­ar­innar segir að „sú staða opin­bers hluta­fé­lags sem lög­gjaf­inn hefði ljáð kærða hefði þýð­ingu við úrlausn máls­ins þar sem kærði nyti sam­kvæmt fram­an­greindu auk­ins svig­rúms sam­an­borið við opin­bera veit­ing­ar­valds­hafa við mat á því hvaða sjón­ar­mið skyldu lögð til grund­vallar við ráðn­ingar sem og við mat á því hvernig ein­stakir umsækj­endur féllu að þeim sjón­ar­mið­u­m.“

Ekki gerð athuga­semd við ráðn­ingu karls­ins

Í úrskurði kæru­nefnd­ar­innar í máli Kol­brúnar segir að nefndin hafi ekki gert athuga­semd við „það mat kærða að karl­inn hefði staðið kær­anda framar í þeim tveimur mats­flokkum sem vógu þyngst í ráðn­ing­ar­ferl­inu, þ.e. reynslu af stjórnun og rekstri, sem hafði 34 pró­sent vægi, og reynslu af stefnu­mót­un­ar­vinnu, nýsköpun og inn­leið­ingu stefnu, sem hafði 26 pró­sent vægi. Heilt á litið tald­ist kær­andi ekki hafa leitt líkur að því að henni hefði verið mis­munað við ráðn­ingu í starf útvarps­stjóra, enda þótt nefndin hefði sett fram ákveðnar aðfinnslur við mat kærða á menntun kær­anda og mats­flokknum „fjöl­miðl­un, menn­ing­ar- og sam­fé­lags­mál“.“

Auglýsing
Í úrskurði kæru­nefnd­ar­innar í máli Krist­ínar sagði að nefndin gerði ekki athuga­semd við að Stefán hafi staðið henni framar í áður­nefndum tveimur mats­flokkum sem vógu þyngst í ráðn­ing­ar­ferl­inu og heilt á litið teld­ist Kristín ekki hafa leitt líkur að því að henni hefði verið mis­munað við ráðn­ingu í starf útvarps­stjóra, þótt nefndin hefði sett fram ákveðnar aðfinnslur við mat kærða á menntun kær­anda og mats­flokknum „fjöl­miðl­un, menn­ing­ar- og sam­fé­lags­mál“.

Önnur komst í loka­hóp­inn, hin ekki

Alls sóttu 41 um starf útvarps­stjóra áður en að umsókn­ar­frestur rann út seint á síð­asta ári. Af þeim voru 19 umsækj­endur boð­aðir í starfsvið­tal. Þar á meðal voru bæði Kol­brún og Krist­ín. 

Að loknu öðru mati var ákveðið að leggja per­sónu­leika­próf fyrir fjóra umsækj­end­ur. Einn þeirra var Kol­brún en Kristín var ekki í loka­hópn­um. Að lokum var Stefán Eiríks­son, þá borg­ar­rit­ari Reykja­víkur og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ráð­inn í starfi

Kol­brún hefur meðal ann­ars starfað sem leik­stjóri í Þjóð­leik­hús­inu og stýrt Banda­lagi íslenskra lista­manna. Hún var einnig þing­maður Vinstri grænna í ára­tug og var umhverf­is­ráð­herra um nokk­urra mán­aða skeið árið 2009. 

Kristín var frétta­maður á RÚV, um tíma yfir­maður sam­skipta­sviðs Baugs og útgef­andi og aðal­rit­stjóri fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365 miðla á árunum 2014 til 2018. Frá því ári, og fram á árið 2019, starf­aði hún sem rit­stjóri og útgef­andi Frétta­blaðs­ins, fretta­bla­did.is og Gla­mo­ur. Hún lét af störfum þar í fyrra­haust eftir að nýir eig­end­ur, undir stjórn Helga Magn­ús­son­ar, keyptu rekstur Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent