Transparency á alþjóðavísu tekur undir ákall vegna „skæruliðadeildarinnar“

Alþjóðasamtökin Transparency International segja það framferði hóps starfsmanna og ráðgjafa Samherja sem hefur opinberast í umfjöllunum Kjarnans og Stundarinnar „óskiljanlegt“. Aðferðirnar séu ekki þær sem fyrirtæki sem vilji sanna heilindi sín beiti.

„Fyrirtæki sem vilja sanna heilindi sín nota ekki undirförular aðferðir gagnvart þeim sem segja frá staðreyndum í þágu almannahagsmuna,“ er haft eftir Daniel Eriksson, framkvæmdastjóra skrifstofu samtakanna í Berlín, í yfirlýsingunni.
„Fyrirtæki sem vilja sanna heilindi sín nota ekki undirförular aðferðir gagnvart þeim sem segja frá staðreyndum í þágu almannahagsmuna,“ er haft eftir Daniel Eriksson, framkvæmdastjóra skrifstofu samtakanna í Berlín, í yfirlýsingunni.
Auglýsing

Alþjóða­sam­tökin Tran­sparency International lýsa yfir miklum áhyggjum af því sem fram hefur komið í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­ar­innar und­an­farna daga um starfs­hætti starfs­manna, ráð­gjafa og lög­manna Sam­herja.

Í yfir­lýs­ingu á vef sam­tak­anna er meðal ann­ars fjallað um það sem fram kom í Kjarn­anum um helg­ina, að starfs­menn Sam­herja hafi rætt um að safna upp­lýs­ingum um stjórn­ar­menn í Íslands­deild Tran­sparency International til þess að draga úr trú­verð­ug­leika þeirra.

„Fyr­ir­tæki sem vilja sanna heil­indi sín nota ekki und­ir­förular aðferðir gagn­vart þeim sem segja frá stað­reyndum í þágu almanna­hags­muna,“ er haft eftir Daniel Eriks­son, fram­kvæmda­stjóra skrif­stofu sam­tak­anna í Berlín, í yfir­lýs­ing­unni.

„Það er óskilj­an­legt að Sam­herji hafi safnað per­sónu­upp­lýs­ingum til þess að saurga orð­spor Tran­sparency International á Íslandi og ann­arra sjálf­stæðra radda. Ísland þarf þrótt­mikið og varið borg­ara­legt sam­fé­lag til þess að veita valdi aðhald, sama hvar valdið ligg­ur,“ er einnig haft eftir Eriks­son.

Daniel Eriksson framkvæmdastjóri hjá Transparency. Mynd: Transparency.

Alþjóða­sam­tökin Tran­sparency segj­ast standa með Íslands­deild sinni og íslenskum almenn­ingi, en á mánu­dag kall­aði Íslands­deildin eftir „breið­fylk­ingu almenn­ings, félaga­sam­taka, stétt­ar­fé­laga, sam­taka upp­ljóstr­ara, fræða­sam­fé­lags, stjórn­mál­anna og allra þeirra sem vett­lingi geta valdið gegn til­raunum fyr­ir­tæk­is­ins og „skæru­liða“ til að grafa undan sam­fé­lags­sátt­mál­anum og gildum þeim er hann byggir á.“

Tran­sparency International segir í yfir­lýs­ingu sinni í dag að ásak­anir á hendur Sam­herja þurfi að rann­saka af hálfu yfir­valda — og ef í ljós komi að ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu verði stað­festar þurfi að draga fyr­ir­tækið og full­trúa þess til ábyrgð­ar­.

Í umfjöllun Kjarn­ans á sunnu­dag kom meðal ann­ars fram að Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, hefði spurt félaga sína í sam­skipta­miðla­hópnum „PR Namibi­a“, Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafa Sam­herja í almanna­tengsl­um, og Örnu Bryn­dísi McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, að því hverjir væru í for­svari fyrir Íslands­deild sam­tak­anna Tran­sparency International.

Honum var bent á að spyrja: „þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son] út í þetta fólk. Hann veit allt um ansi mörg þeirra[...]og Jónas út í guðr­unu [Johnsen, for­mann stjórnar Tran­sparency International á Ísland­i]. Hann þekkir eitt­hvað út í hennar for­sög­u“.

Auglýsing

Umræddur Jónas er Sig­ur­geirs­son og rekur Almenna bóka­fé­lagið sem gaf meðal ann­ars út bók­ina Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits?, þar sem fjallað var með afar nei­kvæðum hætti um rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja sem hófst árið 2012.

Sam­herji keypti stórt upp­lag af bók­inni og gaf starfs­fólki sínu í jóla­gjöf. Jónas var upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings fyrir banka­hrun og er giftur Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hafn­ar­firði og odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Guð­rún Johnsen, sem er doktor í hag­fræði, vann meðal ann­ars að gerð skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, skrif­aði bók um íslenska banka­hrun­ið, sat í stjórn Arion banka í átta ár, hefur starfað sem efna­hags­ráð­gjafi VR og starfað í aka­demíu í rúm 20 ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent