Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót

Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.

Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

End­ur­skoð­endur Sam­herja Hold­ing, félags sem heldur utan um þorra erlendrar starf­­semi Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, hafa und­ir­ritað árs­reikn­ing félags­ins án fyr­ir­vara. Í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing vegna árs­ins 2020 var fyr­ir­vari gerður við árs­­reikn­ing­inn vegna óvissu „um mála­­rekstur vegna fjár­­hags­­legra upp­gjöra sem tengj­­ast rekstr­inum í Namib­­íu.“ Sá fyr­ir­vari var gerður bæði af stjórn Sam­herja Hold­ing og end­­ur­­skoð­anda félags­­ins. 

Í til­kynn­ingu á heima­síðu Sam­herj­a­sam­stæð­unnarsem birt var í dag eru birtar valdar upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing. Reikn­ingnum sjálfum hefur enn sem komið er ekki verið skilað inn til árs­reikn­ing­ar­skrár Skatts­ins, en slíkt á að gera fyrir lok ágúst­mán­aðar ár hvert. 

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að Sam­herji Hold­ing hafi hagn­ast um 7,9 millj­arða króna á árinu 2021, ef miðað er við gengi evru í lok síð­asta árs. Eignir félags­ins voru 95,3 millj­arðar króna og eigið féð 64,8 millj­arðar króna. ­Syst­ur­fé­lagið Sam­herji hf. átti eigið fé upp á 94,3 millj­arða króna í lok síð­asta árs og því á sam­stæð­an, sem fram til 2018 var eitt fyr­ir­tæki, sam­an­lagt 159,1 millj­arð króna í eignir umfram skuld­ir.

Helstu eignir Sam­herja Hold­ing eru fyr­ir­tæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjáv­ar­af­urða í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Þá hefur Sam­herji Hold­ing einnig fjár­fest í flutn­inga­starf­semi og er stærsti hlut­haf­inn í Eim­skip með 32,79 pró­sent eign­ar­hlut.

Skipt upp í tvennt 2018

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­­­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­­­em­ber 2017.

Eftir það er þorri inn­­­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­starf­­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf.

Auglýsing
Sam­herji Hold­ing er að upp­­­i­­­­­stöðu í eigu for­stjóra Sam­herja, Þor­­­­steins Más Bald­vins­­son­­ar, Helgu S. Guð­­munds­dóttur fyrr­ver­andi eig­in­­konu hans og Krist­jáns Vil­helms­­­­son­­­­ar, útgerð­­­ar­­­stjóra Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unn­­­ar. 

Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­­­­steins­­­­son, sonur Þor­­­­steins Más og Helgu, hafi verið falið að leiða útgerð­­­­ar­­­­starf­­­­semi Sam­herja í Evr­­­­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herja Hold­ing. Til að vera nákvæm­ari þá fer hún fram í gegnum dótt­ur­fé­lagið Alda Seafood Hold­ing BV. Í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing fyrir árið 2020 segir að í des­em­ber það ár hafi félagið öll önnur hluta­bréf sín í CR Cux­havener Reederei GmbH, Icefresh GmbH, Nergård Invest Sam­herji AS, Onward Fis­hing Company Limited, Sæbóli fjár­fest­inga­fé­lagi ehf. og Sea­gold Limited inn sem hluta­fjár­fram­lag í Alda Seafood Hold­ing BV, sem er í 100 pró­sent eigu Sam­herja Hold­ing.

Fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­fé­lagið Sæból hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­­­­ur­­­­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­­festi á Kýp­­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­­íu, þar sem sam­­­­­stæðan og stjórn­­­­­endur hennar eru grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­­ast yfir ódýran kvóta.

Auk þess á Sæból þrjú dótt­ur­fé­lög í Fær­eyj­um, þar á meðal Spf Tind­hólm.

Hinn hluti Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, Sam­herji hf., var að uppi­stöðu í eigu sömu aðila og eiga Sam­herja Hold­ing um ára­tuga­skeið. Það breytt­ist 15. maí 2020. Þá birt­ist til­­­kynn­ing á heima­­­síðu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar um að Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, Helga S. Guð­­­munds­dóttir og Krist­ján Vil­helms­­­son væru að færa næstum allt eign­­­ar­hald á Sam­herja hf. til barna sinna. Sú til­­­færsla átti sér þó form­lega stað á árinu 2019.

Hagn­aður Sam­herja hf. á árinu 2021 nam alls 17,8 millj­­örðum króna í sam­an­­burði við 7,8 millj­­ónir á árinu 2020.

Eignir Sam­herja hf  í árs­­lok 2021 námu 128 millj­­örðum króna og eigið fé 94,3 millj­­örð­­um.

Umfangs­mikil rann­sókn sem fer brátt að ljúka

Sam­herji og lyk­il­­starfs­­fólk innan sam­­stæðu fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið til rann­­sóknar hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra frá lokum árs 2019. Auk þess er málið í rann­sókn og ákæru­með­ferð í Namib­íu.

Hér­lendis hófst rann­sókn eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu að grunur væri á að Sam­herji hefði greitt mút­­­ur, meðal ann­­ars til hátt­­settra stjórn­­­mála­­manna, til að kom­­ast yfir fisk­veið­i­­kvóta í Namibíu og Angóla. Á sama tíma voru birtar upp­­lýs­ingar sem bentu til þess að Sam­herji væri mög­u­­lega að stunda stór­­fellda skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætt­i. 

Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­­­ar­­­­stöðu sak­­­­born­ings við yfir­­­­heyrslur hjá emb­ætt­i hér­aðs­sak­sókn­ara vgna máls­ins. Á meðal þeirra er Þor­­­steinn Már, for­­­stjóri Sam­herja. Aðrir sem kall­aðir hafa verið inn til yfir­­­heyrslu og fengið stöðu sak­­­born­ings við hana eru Ingólfur Pét­­­­ur­s­­­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­­­­­mála­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Ingvar Júl­í­us­­­­son, fjár­­­­­­­mála­­­­stjóri Sam­herja á Kýp­­­­ur, Arna McClure, yfir­­­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­­­son, fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­­íu, Aðal­­­­­­­steinn Helga­­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­­íu, Jón Óttar Ólafs­­­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­­­sókn­­­­ar­lög­­­­reglu­­­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­­­­­ljóstr­­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­­son.

Í umfjöllun Stund­­ar­innar um rann­sókn­ina fyrr í þessum mán­uði var haft eftir Ólafi Þór Hauks­syni hér­aðs­sak­sókn­ara að rann­­sóknin á Íslandi væri langt kom­in. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í júní er helsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rann­­­sókn á þeim anga Sam­herj­­­a­­­máls­ins sem er til rann­­­sóknar hjá íslenskum rann­­­sókn­­­aremb­ættum sú að enn vantar á að fá ýmis­­­­­konar gögn frá Namibíu til Íslands. Rétt­­­ar­beiðni vegna þessa er enn útistand­andi og ekki liggur fyrir hvenær hún verður þjón­u­st­uð. Fundir með bæði þar­­­lendum rann­­­sókn­­­ar­yf­­­ir­völd­um, og síðar hátt­­­settum stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, hafa liðkað fyrir því að það gangi hraðar fyrir sig. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent