Hálfkveðnar vísur Kjarnans

Guðmundur Þ. Jónsson fjallar um skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og eftirmála þess í aðsendri grein.

Auglýsing

Athuga­semd rit­stjórnar Kjarn­ans 27. maí 2021: Komið hefur í ljós að þessi grein er ekki skrifuð af þeim höf­undi sem skrif­aður er fyrir henni. Það sést í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum og sýna að raun­veru­legir höf­undar grein­ar­innar eru Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja í upp­lýs­inga­mál­um, og Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja. Eftir yfir­legu hefur rit­stjórn Kjarn­ans ákveðið að greinin fái að hald­ast í birt­ingu þrátt fyrir að hafa verið send inn undir fölskum for­sendum en að gera þurfi les­endum grein fyrir því að hér sé annað á ferð­inni en áður var talið. Það er hér með gert með þess­ari athuga­semd.

Upp­fært 31. maí: Guð­mundur Þ. Jóns­son segir umrædda grein að öllu leyti byggða á sínum skoð­un­um. Hér er að finna hlekk á stöðu­upp­færslu hans um mál­ið.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, fjallar um þátta­gerð Sam­herja í greinum á Kjarn­anum en minn­ist ekki einu orði á vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins sem Sam­herji hefur afhjúpað. Þá sakar hann Sam­herja um áróður en hefur sjálfur rekið áróður gegn fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. 

Það er merki­legt að Þórði Snæ tókst að skrifa tvo pistla í röð um þátta­gerð Sam­herja án þess að fjalla efn­is­lega, svo nokkru nemi, um þau mál sem voru til umfjöll­unar í þátt­un­um. Í fyrsta þætti Sam­herja var greint frá því að starfs­maður Rík­is­út­varps­ins hefði gengið á milli rík­is­stofn­ana til að hvetja þær til að hefja rann­sókn á fyr­ir­tæki út í bæ. Eru þetta eðli­leg vinnu­brögð hjá frétta­manni? Þórður Snær fjallar ekk­ert um þetta. Rit­stjór­inn skautar líka listi­lega fram­hjá þeirri stað­reynd að meg­in­full­yrð­ingin úr fyrsta þætti Sam­herja laut að því að fyr­ir­tækið hafði fengið stað­fest skrif­lega frá Verð­lags­stofu skipta­verðs að engin skýrsla um sölu á karfa til dótt­ur­fé­laga erlendis hefði verið samin en í þætti Kast­ljóss þann 27. mars 2012 var ítrekað vísað til „skýrslu Verð­lags­stofu skipta­verðs.“ Umrædd skýrsla hafði aldrei fund­ist og aldrei var byggt á henni í svoköll­uðu Seðla­banka­máli. Þá hafði hún ekki verið á meðal þeirra gagna sem Seðla­bank­inn eða sér­stakur sak­sókn­ari afhentu Sam­herja en fyr­ir­tækið hafði áður fengið öll gögn sem það varðar í vörslum þess­ara stofn­ana. 

Upp­lýs­ingar slitnar úr sam­hengi

Rit­stjór­inn fjallar heldur ekk­ert um þá stað­reynd að eftir að vinnu­skjal Verð­lags­stofu skipta­verðs fannst loks­ins á dög­unum kom í ljós að frétta­maður Rík­is­út­varps­ins hafði slitið upp­lýs­ingar í skjal­inu úr sam­hengi í áður­nefndum Kast­ljós­þætti og aðeins birt hluta skjals­ins til að láta Sam­herja líta illa út. Í Kast­ljós­þætt­inum var eft­ir­far­andi setn­ing birt úr vinnu­skjal­inu og hún lesin fyrir áhorf­endur umorð­uð: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­land­i.“ 

Svona er umrædd efn­is­grein í vinnu­skjali Verð­lags­stofu í heild sinn­i: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­landi það er um er að ræða beina sölu. Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem feng­ust fyrir karf­ann í beinni sölu inn­an­lands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Sam­herji hf. er að greiða hækkað veru­lega milli ára miðað við verð á upp­boðs­mark­aði í Þýska­land­i.“ 

Auglýsing


Rík­is­út­varpið birti aðeins fyrstu setn­ing­una í efn­is­grein­inni stytta en ekki efn­is­grein­ina í heild sinni og gjör­breytti þannig efn­is­legu inn­taki henn­ar. Það eru mjög óheið­ar­leg vinnu­brögð hjá Rík­is­út­varp­inu að birta aðeins þann texta sem styður sög­una sem verið er að segja en sleppa upp­lýs­ingum úr sömu efn­is­grein sem hefðu gjör­breytt efn­inu og gert full­yrð­ing­una heldur rýra. Þá má einnig með réttu efast um dóm­greind frétta­manns sem stundar svona vinnu­brögð ef hann hefur á annað borð hug­leitt að skjal­ið, sem hann studd­ist við, kæmi fyrir sjónir almenn­ings. Þórður Snær Júl­í­us­son minn­ist ekki einu orði á þetta í seinni pistli sínum sem birt­ist eftir að þriðji þáttur Sam­herja var sýnd­ur. Það er með nokkrum ólík­indum að reyndur blaða­maður eins og Þórður Snær skuli gefa út heil­brigð­is­vott­orð á þessi vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins með þögn sinn­i. 

Full­yrð­ing um sölu á und­ir­verði stenst ekki

Í þriðja þætti Sam­herja fjall­aði Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, einnig um þá stað­reynd að þrjú þeirra skipa, sem fjallað er um í vinnu­skjali Verð­lags­stofu, eru ekki í eigu Sam­herja. Umrædd skip eru Bjart­ur, Ljósa­fell og Múla­berg. Þá kemur skýrt fram í skjal­inu að þau verð sem Sam­herji seldi ferskan karfa á til Þýska­lands voru hærri en þau verð sem feng­ust fyrir sömu afurðir á fisk­mörk­uðum á Íslandi og í Þýska­landi. Engu að síður var ítrekað full­yrt í Kast­ljósi að Sam­herji hefði selt ferskan karfa á „und­ir­verð­i“. Ljóst má vera af lestri vinnu­skjals­ins, sem Kast­ljós byggði á, að slík full­yrð­ing sten­stekki. Þetta varð hins vegar ekki ljóst fyrr en vinnu­skjalið fannst hjá Verð­lags­stofu á dög­unum enda hafði skjalið aldrei verið birt og þá var það sýnt mjög ógreini­lega í bak­grunni í þætti Kast­ljós­s. 

Þórður Snær fjallar heldur ekk­ert um þetta í síð­asta pistil sín­um. Hver ætli sé skýr­ingin á því? Ætli það sé vegna þess að það þjóni ekki þeirri sögu sem verið er að segja um hið stóra útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem ræðst að frétta­mönnum sem eru að vinna vinn­una sína? Er ekki einmitt kjarni máls­ins, sem rit­stjór­inn skautar létti­lega fram­hjá, að frétta­menn Rík­is­út­varps­ins brugð­ust fólk­inu í land­inu, not­endum Rík­is­út­varps­ins, með því að breyta gögnum og slíta þau úr sam­hengi? Hvernig getur almenn­ingur treyst frétta­mönnum sem hag­ræða gögnum og birta bara brot úr skjölum til að segja ákveðna sögu en sleppa öðrum mik­il­vægum efn­is­at­riðum því þau þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er haldið á lofti? Hvers vegna mega þeir, sem verða fyrir barð­inu á svona óheið­ar­legum vinnu­brögð­um, ekki fjalla um þau á opin­berum vett­vangi líkt og Sam­herji hefur gert? 

Sú stað­reynd að rit­stjóri Kjarn­ans fjallar ekk­ert um fram­an­greind atriði í tveimur nýlegum rit­stjórn­ar­greinum um þátta­gerð Sam­herja sýnir að honum er ekki umhugað um að les­endur Kjarn­ans fái óbjag­aða mynd af umfjöll­un­ar­efn­inu. Aðferða­fræði rit­stjór­ans er vel þekkt hjá spuna- og áróð­urs­meist­urum þar sem val­kvæð nálgun ræður för. Aðeins er fjallað um það sem hjálpar mál­staðnum en öðrum efn­is­at­riðum sleppt. 

Að lokum má geta þess að Þórður Snær virð­ist vita allt um þátta­gerð Sam­herja og setur fram alls kyns full­yrð­ingar um hana án þess að geta nokk­urra heim­ilda, sem mér er sagt að sé ein af mik­il­væg­ustu grund­vall­ar­reglum blaða­manna. Það er svo ekk­ert annað en hræsni hjá rit­stjór­anum að saka Sam­herja um áróður enda hefur Kjarn­inn rekið áróður gegn íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. Öllum sem kynna sér skrif Kjarn­ans má vera það ljóst. 

Höf­undur er skip­stjóri hjá Sam­herja hf.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar