Hálfkveðnar vísur Kjarnans

Guðmundur Þ. Jónsson fjallar um skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og eftirmála þess í aðsendri grein.

Auglýsing

Athuga­semd rit­stjórnar Kjarn­ans 27. maí 2021: Komið hefur í ljós að þessi grein er ekki skrifuð af þeim höf­undi sem skrif­aður er fyrir henni. Það sést í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum og sýna að raun­veru­legir höf­undar grein­ar­innar eru Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja í upp­lýs­inga­mál­um, og Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja. Eftir yfir­legu hefur rit­stjórn Kjarn­ans ákveðið að greinin fái að hald­ast í birt­ingu þrátt fyrir að hafa verið send inn undir fölskum for­sendum en að gera þurfi les­endum grein fyrir því að hér sé annað á ferð­inni en áður var talið. Það er hér með gert með þess­ari athuga­semd.

Upp­fært 31. maí: Guð­mundur Þ. Jóns­son segir umrædda grein að öllu leyti byggða á sínum skoð­un­um. Hér er að finna hlekk á stöðu­upp­færslu hans um mál­ið.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, fjallar um þátta­gerð Sam­herja í greinum á Kjarn­anum en minn­ist ekki einu orði á vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins sem Sam­herji hefur afhjúpað. Þá sakar hann Sam­herja um áróður en hefur sjálfur rekið áróður gegn fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. 

Það er merki­legt að Þórði Snæ tókst að skrifa tvo pistla í röð um þátta­gerð Sam­herja án þess að fjalla efn­is­lega, svo nokkru nemi, um þau mál sem voru til umfjöll­unar í þátt­un­um. Í fyrsta þætti Sam­herja var greint frá því að starfs­maður Rík­is­út­varps­ins hefði gengið á milli rík­is­stofn­ana til að hvetja þær til að hefja rann­sókn á fyr­ir­tæki út í bæ. Eru þetta eðli­leg vinnu­brögð hjá frétta­manni? Þórður Snær fjallar ekk­ert um þetta. Rit­stjór­inn skautar líka listi­lega fram­hjá þeirri stað­reynd að meg­in­full­yrð­ingin úr fyrsta þætti Sam­herja laut að því að fyr­ir­tækið hafði fengið stað­fest skrif­lega frá Verð­lags­stofu skipta­verðs að engin skýrsla um sölu á karfa til dótt­ur­fé­laga erlendis hefði verið samin en í þætti Kast­ljóss þann 27. mars 2012 var ítrekað vísað til „skýrslu Verð­lags­stofu skipta­verðs.“ Umrædd skýrsla hafði aldrei fund­ist og aldrei var byggt á henni í svoköll­uðu Seðla­banka­máli. Þá hafði hún ekki verið á meðal þeirra gagna sem Seðla­bank­inn eða sér­stakur sak­sókn­ari afhentu Sam­herja en fyr­ir­tækið hafði áður fengið öll gögn sem það varðar í vörslum þess­ara stofn­ana. 

Upp­lýs­ingar slitnar úr sam­hengi

Rit­stjór­inn fjallar heldur ekk­ert um þá stað­reynd að eftir að vinnu­skjal Verð­lags­stofu skipta­verðs fannst loks­ins á dög­unum kom í ljós að frétta­maður Rík­is­út­varps­ins hafði slitið upp­lýs­ingar í skjal­inu úr sam­hengi í áður­nefndum Kast­ljós­þætti og aðeins birt hluta skjals­ins til að láta Sam­herja líta illa út. Í Kast­ljós­þætt­inum var eft­ir­far­andi setn­ing birt úr vinnu­skjal­inu og hún lesin fyrir áhorf­endur umorð­uð: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­land­i.“ 

Svona er umrædd efn­is­grein í vinnu­skjali Verð­lags­stofu í heild sinn­i: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­landi það er um er að ræða beina sölu. Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem feng­ust fyrir karf­ann í beinni sölu inn­an­lands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Sam­herji hf. er að greiða hækkað veru­lega milli ára miðað við verð á upp­boðs­mark­aði í Þýska­land­i.“ 

Auglýsing


Rík­is­út­varpið birti aðeins fyrstu setn­ing­una í efn­is­grein­inni stytta en ekki efn­is­grein­ina í heild sinni og gjör­breytti þannig efn­is­legu inn­taki henn­ar. Það eru mjög óheið­ar­leg vinnu­brögð hjá Rík­is­út­varp­inu að birta aðeins þann texta sem styður sög­una sem verið er að segja en sleppa upp­lýs­ingum úr sömu efn­is­grein sem hefðu gjör­breytt efn­inu og gert full­yrð­ing­una heldur rýra. Þá má einnig með réttu efast um dóm­greind frétta­manns sem stundar svona vinnu­brögð ef hann hefur á annað borð hug­leitt að skjal­ið, sem hann studd­ist við, kæmi fyrir sjónir almenn­ings. Þórður Snær Júl­í­us­son minn­ist ekki einu orði á þetta í seinni pistli sínum sem birt­ist eftir að þriðji þáttur Sam­herja var sýnd­ur. Það er með nokkrum ólík­indum að reyndur blaða­maður eins og Þórður Snær skuli gefa út heil­brigð­is­vott­orð á þessi vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins með þögn sinn­i. 

Full­yrð­ing um sölu á und­ir­verði stenst ekki

Í þriðja þætti Sam­herja fjall­aði Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, einnig um þá stað­reynd að þrjú þeirra skipa, sem fjallað er um í vinnu­skjali Verð­lags­stofu, eru ekki í eigu Sam­herja. Umrædd skip eru Bjart­ur, Ljósa­fell og Múla­berg. Þá kemur skýrt fram í skjal­inu að þau verð sem Sam­herji seldi ferskan karfa á til Þýska­lands voru hærri en þau verð sem feng­ust fyrir sömu afurðir á fisk­mörk­uðum á Íslandi og í Þýska­landi. Engu að síður var ítrekað full­yrt í Kast­ljósi að Sam­herji hefði selt ferskan karfa á „und­ir­verð­i“. Ljóst má vera af lestri vinnu­skjals­ins, sem Kast­ljós byggði á, að slík full­yrð­ing sten­stekki. Þetta varð hins vegar ekki ljóst fyrr en vinnu­skjalið fannst hjá Verð­lags­stofu á dög­unum enda hafði skjalið aldrei verið birt og þá var það sýnt mjög ógreini­lega í bak­grunni í þætti Kast­ljós­s. 

Þórður Snær fjallar heldur ekk­ert um þetta í síð­asta pistil sín­um. Hver ætli sé skýr­ingin á því? Ætli það sé vegna þess að það þjóni ekki þeirri sögu sem verið er að segja um hið stóra útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem ræðst að frétta­mönnum sem eru að vinna vinn­una sína? Er ekki einmitt kjarni máls­ins, sem rit­stjór­inn skautar létti­lega fram­hjá, að frétta­menn Rík­is­út­varps­ins brugð­ust fólk­inu í land­inu, not­endum Rík­is­út­varps­ins, með því að breyta gögnum og slíta þau úr sam­hengi? Hvernig getur almenn­ingur treyst frétta­mönnum sem hag­ræða gögnum og birta bara brot úr skjölum til að segja ákveðna sögu en sleppa öðrum mik­il­vægum efn­is­at­riðum því þau þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er haldið á lofti? Hvers vegna mega þeir, sem verða fyrir barð­inu á svona óheið­ar­legum vinnu­brögð­um, ekki fjalla um þau á opin­berum vett­vangi líkt og Sam­herji hefur gert? 

Sú stað­reynd að rit­stjóri Kjarn­ans fjallar ekk­ert um fram­an­greind atriði í tveimur nýlegum rit­stjórn­ar­greinum um þátta­gerð Sam­herja sýnir að honum er ekki umhugað um að les­endur Kjarn­ans fái óbjag­aða mynd af umfjöll­un­ar­efn­inu. Aðferða­fræði rit­stjór­ans er vel þekkt hjá spuna- og áróð­urs­meist­urum þar sem val­kvæð nálgun ræður för. Aðeins er fjallað um það sem hjálpar mál­staðnum en öðrum efn­is­at­riðum sleppt. 

Að lokum má geta þess að Þórður Snær virð­ist vita allt um þátta­gerð Sam­herja og setur fram alls kyns full­yrð­ingar um hana án þess að geta nokk­urra heim­ilda, sem mér er sagt að sé ein af mik­il­væg­ustu grund­vall­ar­reglum blaða­manna. Það er svo ekk­ert annað en hræsni hjá rit­stjór­anum að saka Sam­herja um áróður enda hefur Kjarn­inn rekið áróður gegn íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. Öllum sem kynna sér skrif Kjarn­ans má vera það ljóst. 

Höf­undur er skip­stjóri hjá Sam­herja hf.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar