Hálfkveðnar vísur Kjarnans

Guðmundur Þ. Jónsson fjallar um skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og eftirmála þess í aðsendri grein.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, fjallar um þátta­gerð Sam­herja í greinum á Kjarn­anum en minn­ist ekki einu orði á vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins sem Sam­herji hefur afhjúpað. Þá sakar hann Sam­herja um áróður en hefur sjálfur rekið áróður gegn fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. 

Það er merki­legt að Þórði Snæ tókst að skrifa tvo pistla í röð um þátta­gerð Sam­herja án þess að fjalla efn­is­lega, svo nokkru nemi, um þau mál sem voru til umfjöll­unar í þátt­un­um. Í fyrsta þætti Sam­herja var greint frá því að starfs­maður Rík­is­út­varps­ins hefði gengið á milli rík­is­stofn­ana til að hvetja þær til að hefja rann­sókn á fyr­ir­tæki út í bæ. Eru þetta eðli­leg vinnu­brögð hjá frétta­manni? Þórður Snær fjallar ekk­ert um þetta. Rit­stjór­inn skautar líka listi­lega fram­hjá þeirri stað­reynd að meg­in­full­yrð­ingin úr fyrsta þætti Sam­herja laut að því að fyr­ir­tækið hafði fengið stað­fest skrif­lega frá Verð­lags­stofu skipta­verðs að engin skýrsla um sölu á karfa til dótt­ur­fé­laga erlendis hefði verið samin en í þætti Kast­ljóss þann 27. mars 2012 var ítrekað vísað til „skýrslu Verð­lags­stofu skipta­verðs.“ Umrædd skýrsla hafði aldrei fund­ist og aldrei var byggt á henni í svoköll­uðu Seðla­banka­máli. Þá hafði hún ekki verið á meðal þeirra gagna sem Seðla­bank­inn eða sér­stakur sak­sókn­ari afhentu Sam­herja en fyr­ir­tækið hafði áður fengið öll gögn sem það varðar í vörslum þess­ara stofn­ana. 

Upp­lýs­ingar slitnar úr sam­hengi

Rit­stjór­inn fjallar heldur ekk­ert um þá stað­reynd að eftir að vinnu­skjal Verð­lags­stofu skipta­verðs fannst loks­ins á dög­unum kom í ljós að frétta­maður Rík­is­út­varps­ins hafði slitið upp­lýs­ingar í skjal­inu úr sam­hengi í áður­nefndum Kast­ljós­þætti og aðeins birt hluta skjals­ins til að láta Sam­herja líta illa út. Í Kast­ljós­þætt­inum var eft­ir­far­andi setn­ing birt úr vinnu­skjal­inu og hún lesin fyrir áhorf­endur umorð­uð: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­land­i.“ 

Svona er umrædd efn­is­grein í vinnu­skjali Verð­lags­stofu í heild sinn­i: 

„Í ljós kemur að Sam­herji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyr­ir­tæki er eina fyr­ir­tækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýska­landi það er um er að ræða beina sölu. Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem feng­ust fyrir karf­ann í beinni sölu inn­an­lands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Sam­herji hf. er að greiða hækkað veru­lega milli ára miðað við verð á upp­boðs­mark­aði í Þýska­land­i.“ 

Auglýsing


Rík­is­út­varpið birti aðeins fyrstu setn­ing­una í efn­is­grein­inni stytta en ekki efn­is­grein­ina í heild sinni og gjör­breytti þannig efn­is­legu inn­taki henn­ar. Það eru mjög óheið­ar­leg vinnu­brögð hjá Rík­is­út­varp­inu að birta aðeins þann texta sem styður sög­una sem verið er að segja en sleppa upp­lýs­ingum úr sömu efn­is­grein sem hefðu gjör­breytt efn­inu og gert full­yrð­ing­una heldur rýra. Þá má einnig með réttu efast um dóm­greind frétta­manns sem stundar svona vinnu­brögð ef hann hefur á annað borð hug­leitt að skjal­ið, sem hann studd­ist við, kæmi fyrir sjónir almenn­ings. Þórður Snær Júl­í­us­son minn­ist ekki einu orði á þetta í seinni pistli sínum sem birt­ist eftir að þriðji þáttur Sam­herja var sýnd­ur. Það er með nokkrum ólík­indum að reyndur blaða­maður eins og Þórður Snær skuli gefa út heil­brigð­is­vott­orð á þessi vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins með þögn sinn­i. 

Full­yrð­ing um sölu á und­ir­verði stenst ekki

Í þriðja þætti Sam­herja fjall­aði Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, einnig um þá stað­reynd að þrjú þeirra skipa, sem fjallað er um í vinnu­skjali Verð­lags­stofu, eru ekki í eigu Sam­herja. Umrædd skip eru Bjart­ur, Ljósa­fell og Múla­berg. Þá kemur skýrt fram í skjal­inu að þau verð sem Sam­herji seldi ferskan karfa á til Þýska­lands voru hærri en þau verð sem feng­ust fyrir sömu afurðir á fisk­mörk­uðum á Íslandi og í Þýska­landi. Engu að síður var ítrekað full­yrt í Kast­ljósi að Sam­herji hefði selt ferskan karfa á „und­ir­verð­i“. Ljóst má vera af lestri vinnu­skjals­ins, sem Kast­ljós byggði á, að slík full­yrð­ing sten­stekki. Þetta varð hins vegar ekki ljóst fyrr en vinnu­skjalið fannst hjá Verð­lags­stofu á dög­unum enda hafði skjalið aldrei verið birt og þá var það sýnt mjög ógreini­lega í bak­grunni í þætti Kast­ljós­s. 

Þórður Snær fjallar heldur ekk­ert um þetta í síð­asta pistil sín­um. Hver ætli sé skýr­ingin á því? Ætli það sé vegna þess að það þjóni ekki þeirri sögu sem verið er að segja um hið stóra útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem ræðst að frétta­mönnum sem eru að vinna vinn­una sína? Er ekki einmitt kjarni máls­ins, sem rit­stjór­inn skautar létti­lega fram­hjá, að frétta­menn Rík­is­út­varps­ins brugð­ust fólk­inu í land­inu, not­endum Rík­is­út­varps­ins, með því að breyta gögnum og slíta þau úr sam­hengi? Hvernig getur almenn­ingur treyst frétta­mönnum sem hag­ræða gögnum og birta bara brot úr skjölum til að segja ákveðna sögu en sleppa öðrum mik­il­vægum efn­is­at­riðum því þau þjóna ekki þeim mál­flutn­ingi sem er haldið á lofti? Hvers vegna mega þeir, sem verða fyrir barð­inu á svona óheið­ar­legum vinnu­brögð­um, ekki fjalla um þau á opin­berum vett­vangi líkt og Sam­herji hefur gert? 

Sú stað­reynd að rit­stjóri Kjarn­ans fjallar ekk­ert um fram­an­greind atriði í tveimur nýlegum rit­stjórn­ar­greinum um þátta­gerð Sam­herja sýnir að honum er ekki umhugað um að les­endur Kjarn­ans fái óbjag­aða mynd af umfjöll­un­ar­efn­inu. Aðferða­fræði rit­stjór­ans er vel þekkt hjá spuna- og áróð­urs­meist­urum þar sem val­kvæð nálgun ræður för. Aðeins er fjallað um það sem hjálpar mál­staðnum en öðrum efn­is­at­riðum sleppt. 

Að lokum má geta þess að Þórður Snær virð­ist vita allt um þátta­gerð Sam­herja og setur fram alls kyns full­yrð­ingar um hana án þess að geta nokk­urra heim­ilda, sem mér er sagt að sé ein af mik­il­væg­ustu grund­vall­ar­reglum blaða­manna. Það er svo ekk­ert annað en hræsni hjá rit­stjór­anum að saka Sam­herja um áróður enda hefur Kjarn­inn rekið áróður gegn íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu árum sam­an. Öllum sem kynna sér skrif Kjarn­ans má vera það ljóst. 

Höf­undur er skip­stjóri hjá Sam­herja hf.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar