Hálfkveðnar vísur Kjarnans

Guðmundur Þ. Jónsson fjallar um skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og eftirmála þess í aðsendri grein.

Auglýsing

Athugasemd ritstjórnar Kjarnans 27. maí 2021: Komið hefur í ljós að þessi grein er ekki skrifuð af þeim höfundi sem skrifaður er fyrir henni. Það sést í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum og sýna að raunverulegir höfundar greinarinnar eru Þorbjörn Þórðarson, ráðgjafi Samherja í upplýsingamálum, og Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja. Eftir yfirlegu hefur ritstjórn Kjarnans ákveðið að greinin fái að haldast í birtingu þrátt fyrir að hafa verið send inn undir fölskum forsendum en að gera þurfi lesendum grein fyrir því að hér sé annað á ferðinni en áður var talið. Það er hér með gert með þessari athugasemd.

Uppfært 31. maí: Guðmundur Þ. Jónsson segir umrædda grein að öllu leyti byggða á sínum skoðunum. Hér er að finna hlekk á stöðuuppfærslu hans um málið.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallar um þáttagerð Samherja í greinum á Kjarnanum en minnist ekki einu orði á vinnubrögð Ríkisútvarpsins sem Samherji hefur afhjúpað. Þá sakar hann Samherja um áróður en hefur sjálfur rekið áróður gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu árum saman. 

Það er merkilegt að Þórði Snæ tókst að skrifa tvo pistla í röð um þáttagerð Samherja án þess að fjalla efnislega, svo nokkru nemi, um þau mál sem voru til umfjöllunar í þáttunum. Í fyrsta þætti Samherja var greint frá því að starfsmaður Ríkisútvarpsins hefði gengið á milli ríkisstofnana til að hvetja þær til að hefja rannsókn á fyrirtæki út í bæ. Eru þetta eðlileg vinnubrögð hjá fréttamanni? Þórður Snær fjallar ekkert um þetta. Ritstjórinn skautar líka listilega framhjá þeirri staðreynd að meginfullyrðingin úr fyrsta þætti Samherja laut að því að fyrirtækið hafði fengið staðfest skriflega frá Verðlagsstofu skiptaverðs að engin skýrsla um sölu á karfa til dótturfélaga erlendis hefði verið samin en í þætti Kastljóss þann 27. mars 2012 var ítrekað vísað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.“ Umrædd skýrsla hafði aldrei fundist og aldrei var byggt á henni í svokölluðu Seðlabankamáli. Þá hafði hún ekki verið á meðal þeirra gagna sem Seðlabankinn eða sérstakur saksóknari afhentu Samherja en fyrirtækið hafði áður fengið öll gögn sem það varðar í vörslum þessara stofnana. 

Upplýsingar slitnar úr samhengi

Ritstjórinn fjallar heldur ekkert um þá staðreynd að eftir að vinnuskjal Verðlagsstofu skiptaverðs fannst loksins á dögunum kom í ljós að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði slitið upplýsingar í skjalinu úr samhengi í áðurnefndum Kastljósþætti og aðeins birt hluta skjalsins til að láta Samherja líta illa út. Í Kastljósþættinum var eftirfarandi setning birt úr vinnuskjalinu og hún lesin fyrir áhorfendur umorðuð: 

„Í ljós kemur að Samherji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyrirtæki er eina fyrirtækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýskalandi.“ 

Svona er umrædd efnisgrein í vinnuskjali Verðlagsstofu í heild sinni: 

„Í ljós kemur að Samherji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyrirtæki er eina fyrirtækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýskalandi það er um er að ræða beina sölu. Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands. Ef árin eru borin saman þá hafa þau verð sem Samherji hf. er að greiða hækkað verulega milli ára miðað við verð á uppboðsmarkaði í Þýskalandi.“ 

Auglýsing

Ríkisútvarpið birti aðeins fyrstu setninguna í efnisgreininni stytta en ekki efnisgreinina í heild sinni og gjörbreytti þannig efnislegu inntaki hennar. Það eru mjög óheiðarleg vinnubrögð hjá Ríkisútvarpinu að birta aðeins þann texta sem styður söguna sem verið er að segja en sleppa upplýsingum úr sömu efnisgrein sem hefðu gjörbreytt efninu og gert fullyrðinguna heldur rýra. Þá má einnig með réttu efast um dómgreind fréttamanns sem stundar svona vinnubrögð ef hann hefur á annað borð hugleitt að skjalið, sem hann studdist við, kæmi fyrir sjónir almennings. Þórður Snær Júlíusson minnist ekki einu orði á þetta í seinni pistli sínum sem birtist eftir að þriðji þáttur Samherja var sýndur. Það er með nokkrum ólíkindum að reyndur blaðamaður eins og Þórður Snær skuli gefa út heilbrigðisvottorð á þessi vinnubrögð Ríkisútvarpsins með þögn sinni. 

Fullyrðing um sölu á undirverði stenst ekki

Í þriðja þætti Samherja fjallaði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, einnig um þá staðreynd að þrjú þeirra skipa, sem fjallað er um í vinnuskjali Verðlagsstofu, eru ekki í eigu Samherja. Umrædd skip eru Bjartur, Ljósafell og Múlaberg. Þá kemur skýrt fram í skjalinu að þau verð sem Samherji seldi ferskan karfa á til Þýskalands voru hærri en þau verð sem fengust fyrir sömu afurðir á fiskmörkuðum á Íslandi og í Þýskalandi. Engu að síður var ítrekað fullyrt í Kastljósi að Samherji hefði selt ferskan karfa á „undirverði“. Ljóst má vera af lestri vinnuskjalsins, sem Kastljós byggði á, að slík fullyrðing stenstekki. Þetta varð hins vegar ekki ljóst fyrr en vinnuskjalið fannst hjá Verðlagsstofu á dögunum enda hafði skjalið aldrei verið birt og þá var það sýnt mjög ógreinilega í bakgrunni í þætti Kastljóss. 

Þórður Snær fjallar heldur ekkert um þetta í síðasta pistil sínum. Hver ætli sé skýringin á því? Ætli það sé vegna þess að það þjóni ekki þeirri sögu sem verið er að segja um hið stóra útgerðarfyrirtæki sem ræðst að fréttamönnum sem eru að vinna vinnuna sína? Er ekki einmitt kjarni málsins, sem ritstjórinn skautar léttilega framhjá, að fréttamenn Ríkisútvarpsins brugðust fólkinu í landinu, notendum Ríkisútvarpsins, með því að breyta gögnum og slíta þau úr samhengi? Hvernig getur almenningur treyst fréttamönnum sem hagræða gögnum og birta bara brot úr skjölum til að segja ákveðna sögu en sleppa öðrum mikilvægum efnisatriðum því þau þjóna ekki þeim málflutningi sem er haldið á lofti? Hvers vegna mega þeir, sem verða fyrir barðinu á svona óheiðarlegum vinnubrögðum, ekki fjalla um þau á opinberum vettvangi líkt og Samherji hefur gert? 

Sú staðreynd að ritstjóri Kjarnans fjallar ekkert um framangreind atriði í tveimur nýlegum ritstjórnargreinum um þáttagerð Samherja sýnir að honum er ekki umhugað um að lesendur Kjarnans fái óbjagaða mynd af umfjöllunarefninu. Aðferðafræði ritstjórans er vel þekkt hjá spuna- og áróðursmeisturum þar sem valkvæð nálgun ræður för. Aðeins er fjallað um það sem hjálpar málstaðnum en öðrum efnisatriðum sleppt. 

Að lokum má geta þess að Þórður Snær virðist vita allt um þáttagerð Samherja og setur fram alls kyns fullyrðingar um hana án þess að geta nokkurra heimilda, sem mér er sagt að sé ein af mikilvægustu grundvallarreglum blaðamanna. Það er svo ekkert annað en hræsni hjá ritstjóranum að saka Samherja um áróður enda hefur Kjarninn rekið áróður gegn íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu árum saman. Öllum sem kynna sér skrif Kjarnans má vera það ljóst. 

Höfundur er skipstjóri hjá Samherja hf.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar