Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum

Auglýsing

Til er hug­tak sem á ensku kall­ast cor­porate ter­r­orism. Á íslensku mætti það útleggj­ast sem hryðju­verka­starf­semi fyr­ir­tækja. Í henni fel­ast meðal ann­ars að fyr­ir­tæki brjóti lög til að hagnast, dreifi mis­vísandi áróðri og hræðslu­á­róðri, beiti stjórn­mála­menn þrýst­ingi eða greiði þeim mútur til að fá sínu fram.

Til er annað hug­tak sem á ensku kall­ast cor­porate warfare, stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­is. Í honum fel­ast árásir á ein­stak­linga, stofn­anir eða sam­keppn­is­að­ila sem fyr­ir­tækið telur standa í vegi sín­um.

Á Íslandi sjáum við eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, í eigu örfárra ein­stak­linga, sem hefur hagn­ast um hund­ruð millj­arða króna á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í eigu þjóð­ar­inn­ar, ítrekað stunda ofan­grein­t. 

Það fyr­ir­tæki heitir Sam­herji.

Engin efn­is­leg nið­ur­staða

Eftir banka­hrunið voru sett fjár­magns­höft á Íslandi. Sam­hliða var sér­stakt gjald­eyr­is­eft­ir­lit búið til innan Seðla­banka Íslands og því falið að hafa eft­ir­lit með höft­un­um. Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem voru rann­sökuð var Sam­herji.

Rann­­sókn Seðla­­banka Íslands á Sam­herja, sem hófst árið 2012, kom til vegna þess að bank­inn taldi Sam­herja hafa brotið gegn gjald­eyr­is­lögum meðal ann­ars með því að skila ekki hingað til lands hagn­aði og sköttum sem urðu til alþjóð­­lega þar sem að yfir­­­stjórn allra erlendra félaga í Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unni væri hér á Íslandi. Sam­herji neit­aði þessu ætið og sagði erlendu félögin ekki lúta íslenskri yfir­­­stjórn.

Málið var á kært til sér­staks sak­sókn­ara en þá hafi komið í ljós að ekki væri laga­­stoð fyrir því að kæra fyr­ir­tæki í saka­­máli fyrir gjald­eyr­is­brot. Und­ir­skrift ráð­herra hafði vantað á reglu­gerð um gjald­eyr­is­­mál sem gefin var út í des­em­ber 2008 sem gerði þetta að verk­um. Sam­herj­a­málið var á end­anum fellt niður á þessum grund­velli. Dóm­stólar tóku það aldrei til efn­is­legrar með­ferðar eða skáru úr um hvort Sam­herji hefði gert það sem Seðla­bank­inn taldi að fyr­ir­tækið hefði gert.

Már vill að öll gögn máls­ins séu birt

Í bréfi sem Már Guð­­munds­­son, þáver­andi seðla­­banka­­stjóri, sendi Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra 29. jan­úar 2019, vegna máls­ins sagði meðal ann­ars að „ýmis helstu gögn máls­ins sem skipta máli varð­andi þá spurn­ingu eru ekki opin­ber, eins og t.d. end­­ur­­send­ing­­ar­bréf sér­­staks sak­­sókn­­ara. Þá gæti það a.m.k. af sumum verið túlkað sem verið væri að halda því fram að Sam­herji væri sekur hvað sem nið­­ur­­stöðum dóm­stóla líð­­ur. Það hefur reyndar þegar verið gert af hálfu tals­­manna Sam­herja þegar ég eftir að dóm­­ur­inn féll tjáði mig í fjöl­miðlum til að útskýra mun­inn á þeirri spurn­ingu hvort Sam­herji sé sekur og þeirri hvort aðgerðir Seðla­­bank­ans hafi verið til­­hæfu­­laus­­ar. Fari Sam­herji hins vegar í skaða­­bóta­­mál verður ekki undan þess­­ari umræðu vik­ist og að a.m.k. ein­hver máls­skjöl yrðu lögð fyrir dóm­inn og yrðu í þeim skiln­ingi opin­ber. Ég hefði reyndar ekk­ert á móti því að öll gögn máls­ins yrðu gerð opin­ber.“

Auglýsing
Fréttastofa RÚV óskaði eftir því að fá greina­gerðir Seðla­bank­ans og Sam­herja í skaða­bóta­mál­inu afhentar á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Lög­maður Sam­herja lagð­ist alfarið gegn því að grein­ar­gerð­irnar yrðu afhent­ar, og þar með að efn­is­inni­hald máls­ins yrði opin­ber­að. Það er sami lög­maður og var einn þriggja við­mæl­enda í áróð­urs­mynd­bandi sem Sam­herji birti á Youtu­be-rás sinni í dag. Þar er hann kynntur sem fyrr­ver­andi vara­skatt­rann­sókn­ar­stjóri en ekki minnst á að hann sé lög­maður Sam­herja. Sem hann hefur verið í árarað­ir.

Í Seðla­banka­mál­inu ein­beitti Sam­herji sér að því að herja á ein­stak­linga sem störf­uðu innan Seðla­bank­ans. Þar er fyrst og síð­ast um að ræða Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, sem var ráðin for­stöðu­maður gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins árið 2009, þá 29 ára göm­ul, og Má Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra. 

Í her­ferð­inni gagn­vart þessu nafn­greinda fólki hefur meðal ann­ars verið gefin út bók, „Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits“ eftir sagn­fræð­ing­inn Björn Jón Braga­­son sem kom út fyrir jólin 2016. Sam­herji keypti heilt upp­lag af og gaf starfs­mönnum sínum í jóla­gjöf. Á for­síðu hennar er mynd meðal ann­ars af Ingi­björgu og Má. Sú bók málar þetta fólk upp sem for­hert sem svíf­ist einskis til að ná sér niðri á harð­dug­legum og sam­visku­sömum Sam­herj­a­mönn­um.

Börð­ust fyrir því sem þau töldu að væri rétt

Í lok nóv­em­ber í fyrra steig Svein Har­ald Øygard, sem var seðla­banka­stjóri á Íslandi um nokk­urra mán­aða skeið á árinu 2009, fram og skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book um að Sam­herji hefði reynt að þagga niður í ætl­uðum and­stæð­ingum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að Seðla­banki Íslands hóf rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu á sínum tíma.

Øygard sagði að spurn­ingar um Kýp­­ur-­­starf­­semi Sam­herja, sem nú er til skoð­unar vegna upp­­­ljóstr­unar Kveiks og Stund­­ar­innar á meintum mút­u­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herj­­a-­­sam­­stæð­unnar vegna veiða í Namib­­íu, hefði fyrst vaknað fyrir ára­tug síð­­­an. Þegar rann­sókn hófst hefði Sam­herji byrjað „að elta Seðla­­bank­ann. Sumir myndu segja að áreita hann“.

Øygard sagði að Sam­herji hefði meðal ann­ars beðið banka­ráð Seðla­­banka Íslands um að grípa til aðgerða gegn stjórn­­endum bank­ans. Það hafi banka­ráðið gert, þar sem Sam­herji væri tengdur sterk­­ustu póli­­tísku öflum á Íslandi. Meira að segja núver­andi for­­sæt­is­ráð­herra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hefði tengst mál­inu með þeim afleið­ingum að nú er fyrr­ver­andi starfs­­maður bank­ans, Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, til rann­­sóknar lög­­­reglu vegna ætl­­­aðs upp­­­lýs­inga­­­leka frá Seðla­­­banka Íslands til RÚV.

Í færslu seðla­banka­stjór­ans fyrr­ver­andi sagði: „Hand­­fylli fólks í Seðla­­bank­an­um, þau sem eru á for­­síðu bók­­ar­inn­­ar, leyfði sér ekki að að lúta stýr­ingu. Þau stóðu upp og börð­ust fyrir því sem þau töldu að væri rétt.“

Kost­aðir sjón­varps­þættir og ógn­andi til­burðir

Árið 2017 voru svo birtir þætt­irnir „Gjald­eyr­is­eft­ir­lit­ið“ á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut. Þeir fjöll­uðu meðal ann­ars um Sam­herj­a­málið og í þeim var birt leyni­leg upp­taka af sam­tali Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, og Más Guð­munds­sonar sem Már vissi ekki að væri að eiga sér stað. Sam­herji kost­aði þá þátt­ar­gerð að mestu leyti.

Fjöl­miðla­nefnd tók þætt­ina, og ýmis­legt annað sem Hring­braut tók sér fyrir hend­ur, til umfjöll­unar og sektaði sjón­varps­stöð­ina um alls tvær millj­ónir króna. Í ákvörðun hennar sagði meðal ann­ars: „Um­fjöllun í þátt­un­um Gjald­eyr­is­­eft­ir­litið ein­­kenn­ist að stærst­um hluta af ein­hliða gagn­rýni á rann­­sókn og fram­­kvæmd gjald­eyr­is­­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, án þess að sjón­­­ar­mið full­­trúa bank­ans komi fram.“

Blint hatur Sam­herj­a­manna á starfs­mönnum Seðla­bank­ans tók á sig sína tær­ustu birt­ing­ar­mynd ann­ars vegar þegar for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins krafð­ist þess að stjórn­mála­menn myndu láta seðla­banka­stjóra, og aðra lyk­il­starfs­menn, víkja og hins vegar þegar sonur hans ógn­aði Má Guð­munds­syni og hreytti í hann orðum eftir fund í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í fyrra­vor. Bræðin hrein­lega ólg­aði.

Fók­us­inn fær­ist á frétta­mann

Í lok októ­ber 2019 beindi Þor­steinn Már athygli sinni annað en að Seðla­bank­an­um. Hann var búinn að finna nýjan söku­dólg í Seðla­banka­mál­inu, frétta­mann­inn Helga Selj­an. Það gerð­ist fyrst 27. októ­ber 2019 í fréttum Stöðvar 2 þar sem Þor­steinn Már bar þungar sakir á RÚV og Helga, nokkrum vikum eftir að nýr seðla­banka­stjóri hafði greint honum sím­leiðis frá því að tölvu­póst­sam­skipti hefðu átt sér stað milli Helga og starfs­manns Seðla­bank­ans í aðdrag­anda hús­leit­ar­innar 2012.

Tveimur dögum áður hafði honum borist skrif­leg beiðni um við­tal frá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveiki þar sem honum var greint frá því í smá­at­riðum að hann og Sam­herji væru til umfjöll­unar í þætti um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Í fréttum Stöðvar 2 þetta kvöld sagði Þor­­steinn Már: „Helgi Seljan sagði það 20. jan­úar [2012] austur á fjörðum að hann ætl­­aði að taka mig. Ég fékk hring­ingu um það 22. jan­úar að hann hafi sagst ætla að taka mig fyrir fisk­verð. Þannig að Helgi Seljan og RÚV eru ger­endur í þessu ásamt Seðla­­bank­­anum og má segja þaul­­­skipu­lögð árás á Sam­herja og starfs­­fólk Sam­herj­­a.“ 

Þetta er sama ásökun og við­skipta­fé­lagi Þor­steins Más, kynntur sem fyrr­ver­andi starfs­maður Síld­ar­vinnsl­unnar (í næstum helm­ings eigu Sam­herj­a), setur fram í þætti fyr­ir­tæk­is­ins sem birtur var á Youtu­be-rás þess í dag. 

Þetta var í fyrsta sinn sem Þor­­steinn Már ásak­aði Helga Seljan og RÚV opin­ber­­lega um að vera ger­endur í mál­in­u. 

Ástæðan birt­ist svo lands­mönnum 12. nóv­em­ber 2019 þegar ítar­­leg umfjöllun um meintar mút­u­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herja í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu var sýnd. Sam­hliða voru öll gögn máls­ins gerð opin­ber af Wiki­leaks, þannig að hver sem er getur skoðað frum­gögn­in.

Áróð­urs­deild mönnuð

Opin­ber­un Kveiks, Stund­­­ar­innar, Al Jazeera og Wiki­leaks var vönd­­uð, ítar­­leg og studd marg­háttuð gögn­um, til við­­bótar við játn­ingu lyk­il­­stjórn­­anda Sam­herja í Afr­íku á þátt­­töku í lög­­brotum á borð við millj­­arða mút­u­greiðsl­­ur, skatt­­svik og pen­inga­þvætt­i. 

Verið er að rann­saka hana í að minnsta kosti þremur lönd­um, þar á meðal hér­lendis þar sem nokkrir ein­stak­lingar eru með stöðu grun­aðs manns

Stjórn­endur og eig­endur Sam­herja, með botn­lausa sjóði sem mynd­ast hafa vegna nýt­ingar á þjóð­ar­auð­lind, hafa rekið harðan áróður gegn nafn­greindu fólki og fjöl­miðlum vegna þessa máls, alveg eins og í Seðla­banka­mál­inu. Fyr­ir­tækið réð meðal ann­ars til sín reynslu­mik­inn fjöl­miðla­mann til að hjálpa til við að ráð­ast gegn fyrr­ver­andi kol­legum hans með und­ir­róð­urs­starf­semi. Fyr­ir­tækið var þá þegar með á fóðrum rann­sak­anda sem stundar það að taka leyni­lega upp sam­töl við frétta­menn eftir að hafa boðað þá á fundi á fölskum for­send­um, til að klippa saman eftir hent­ug­leika í sam­ræmi við æski­lega frá­sögn, sex árum síð­ar. Þess á milli villir hann á sér heim­ildir eða áreitir meinta óvini fyr­ir­tæk­is­ins, staf­rænt og í raun­heim­um.  

Auglýsing
Þessi hópur hefur rekið hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð sem á lík­lega að reyna að rétta hlut Sam­herja. Síð­asta útspilið í henni eru sér­stak­lega fram­leiddir þættir þar sem bornar eru ásak­anir á hendur Helga Selj­an, meðal ann­ars um að hafa falsað skýrslu sem í sama þætti er haldið fram að sé ekki til. 

Umrætt gagn var reyndar sýnt í upp­haf­legri umfjöllun RÚV og því sann­ar­lega til. Það stað­festi meðal ann­ars fyrr­ver­andi nefnd­ar­maður í úrskurð­ar­nefnd sjó­manna og útvegs­manna, sem segir við Stund­ina í dag að hann hafi fengið sömu gögn í hend­urnar og meira að segja skrifað tíma­rits­grein upp úr þeim. Þætt­irnir eru settir í bún­ing dramat­ískrar frétta­skýr­ing­ar, þar sem rætt er við þrjá ein­stak­linga, sem allir eru starfs­menn Sam­herja eða við­skipta­fé­laga eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, án þess að það sé sér­stak­lega til­greint. Eng­inn ábyrgð­ar­maður er titl­aður fyrir verk­inu. Eng­inn leik­stjóri eða fram­leið­andi. Þó liggur fyrir að ein­hver af holdi og blóði hefur t.d. keypt efni af safna­deild RÚV til að nota við fram­leiðsl­una, tekið þætt­ina upp og klippt þá sam­an.

Að öðru leyti er um frekar dap­urt efni að ræða. Það trúir því enda varla nokkur með sæmi­lega með­vit­und að hrein rætni og illska drífi marg­verð­laun­aða rann­sókn­ar­blaða­menn áfram, frekar en metn­aður til að upp­lýsa almenn­ing og segja satt og rétt frá. Sam­herji ætti eig­in­lega að krefja þessa spuna­meist­ara sína um end­ur­greiðslu á útlögðum kostn­aði, þar sem illa hann­aðar árásir þeirra vinna fyr­ir­tæk­inu mun meira skaða en gagn. Árásir sem alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi með tug­millj­arða króna veltu á ári birtir á heima­síðu sinni. Þeirri sömu og notuð er í dag­legum við­skiptum þess.

Til­gang­ur­inn er ein­ungis sá að reyna að vega að æru frétta­manns og fjöl­mið­ils sem dirfð­ust að opin­bera Sam­herja. Og hræða aðra frá því að fjalla um fyr­ir­tækið eða eig­endur þess. Und­ir­liggj­andi skila­boðin eru: „Þið gætuð verið næst, sleppið þessu bara“. 

Fjöl­miðlar sem standa í lapp­irnar og þeir sem gera það ekki

Ekk­ert af þessu tekst enda auð­velt fyrir við­föngin að svara þunnt smurðum ávirð­ing­um. Það hafa þau þegar gert vel. Margir fjöl­miðla­menn á Íslandi eru orðnir vanir svona aðförum, eftir að hafa staðið í þeim eftir banka­hrunið þegar ríkir menn á saka­manna­bekk stóðu í ára­löngu stríði um almenn­ings­á­lit­ið. 

Flestir hrista það af sér þegar tudd­inn beitir ofbeld­inu. Það er samt sem áður ógn­væn­legt hversu langt þessir millj­arða­mær­ing­ar, og mála­liðar þeirra, eru til­búnir að ganga til að hafa æruna og lífs­við­ur­værið af þeim sem þeir telja að ógni sér. Venju­legu fólki sem á ekki tugi millj­arða króna til að nota í ógn­ar­til­burði.

Mestu von­brigðin eru þó með fjöl­miðla sem gera það ekki. Frétta­blaðið, mest lesna dag­blað lands­ins, gerði sig sekt um að taka blind­andi þátt í áróð­urs­her­ferð Sam­herja í morg­un. Á for­síðu þess voru settar fram alvar­legar ein­hliða ásak­anir á hendur kollega, algjör­lega á for­sendum Sam­herja. Sam­skipti blaða­manns Frétta­blaðs­ins við Helga Selj­an, sem hann hefur birt á sam­fé­lags­miðl­um, sýna að hann reyndi ekki einu sinni að bera efn­is­at­riði umfjöll­un­ar­innar undir hann, þrátt fyrir að hann hafi aug­ljós­lega vitað um hvað „þátt­ur“ Sam­herja sner­ist. Á þessu ber rit­stjóri blaðs­ins ábyrgð. Og stjórn útgáfu­fé­lags­ins ber ábyrgð á hon­um.

Það að Frétta­blaðið geri sig sekt um svona þátt­töku í áróð­urs­stríði Sam­herja er áfall fyrir stétt blaða­manna, og stöðu íslenskrar fjöl­miðl­un­ar.

En lík­lega er þetta óum­flýj­an­leg afleið­ing þess þegar stjórn­mála­menn velja að skapa hér fjöl­miðlaum­hverfi sem lætur auð­menn borga tap­rekstur stærstu fjöl­miðla lands­ins árum sam­an, með til­heyr­andi bjögun á sam­keppn­isum­hverfi, atgervis­flótta úr geir­anum og brott­hvarfi fag­legra gilda af þeim rit­stjórn­um.

Þá verða hinir ein­fald­lega að standa enn fastar í lapp­irn­ar. Og munu gera það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari