Forsætisráðherra vísar samskiptum fréttamanns við Seðlabankann til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson segir RÚV vera geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Ráðist hafi verið á fyrirtækið og starfsfólk þess. Engar trúnaðarupplýsingar voru í tölvupóstsamskiptum milli RÚV og bankans.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur vísað máli vegna mögulegs upplýsingaleka frá Seðlabanka Íslands til RÚV til lögreglu þar sem grunur sé um að lekinn kunni að fela í sér refsiverða háttsemi. Frá þessu var fyrst greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bréf þess efnis var sent til embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 11. september 2019.

Um er að ræða upplýsingar um húsleit sem fór fram hjá Samherja i mars 2012 en samkvæmt frétt mbl.is um málið sýndi rannsókn innri end­ur­skoðanda Seðlabank­ans að þáver­andi fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðlabank­ans, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, hafi átt í tölvu­póst­sam­skipt­um við starfs­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en ráðist var í þá húsleit, samkvæmt bréfi sem Seðlabanki Íslands sendi þann 18. ágúst 2019 til for­sæt­is­ráðherra. I fréttinni segir að í tölvupóstsamskiptunum hafi engar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar verið en fréttamaður RÚV hafi virst vita af fyrirhugaðri húsleit. 

Auglýsing

Í frétt mbl.is er einnig rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra og einn aðaleiganda Samherja, sem segri þar að um mjög ruddalega framkvæmd hafi verið að ræða sem auk þess hafi verið sýnd í beinni útsendingu. „Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfs­menn Sam­herja illa. Það var verið að ráðast á fyr­ir­tæki og starfs­fólk þess. Það er ekki annað hægt en að kalla þetta árás og RÚV var ger­andi með Seðlabank­an­um í þessu máli. Það er í raun það sem er verið að staðfesta.“

Már hefur hafnað því alfarið að RÚV hafi fengið gögn

Þann 8. nóv­em­ber í fyrra kvað Hæsti­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­fest nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­banka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­ónir króna í stjórn­valds­sekt til rík­is­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­mál.

Síðar í þeim mánuði fór Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, í viðtal í útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni. Þar sagði hann það af og frá að Samherja-málið hefði komið frá RÚV. Rann­sóknin hafi verið í fullum gangi þegar Kast­ljós hafði sam­band og spurt hvort þetta gæti stað­ist. „Bank­inn varð mjög óró­legur yfir því að þetta gæti mögu­lega spillt fyrir rann­sókn máls­ins. Þau fengu engin gögn frá okk­ur,“ sagði Már. Hann hafi heldur ekk­ert vélað um umfangs­mikla hús­leit sem ráð­ist var í hjá Sam­herja á sínum tíma. „Þetta virkar mjög umfangs­mikið en þegar menn telja að það sé nauð­syn­legt að kom­ast í öll gögn á einum tíma­punkti þá verður það ekki gert nema í umfangs­mik­illi aðgerð.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent