Forsætisráðherra vísar samskiptum fréttamanns við Seðlabankann til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson segir RÚV vera geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Ráðist hafi verið á fyrirtækið og starfsfólk þess. Engar trúnaðarupplýsingar voru í tölvupóstsamskiptum milli RÚV og bankans.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur vísað máli vegna mögu­legs upp­lýs­inga­leka frá Seðla­banka Íslands til RÚV til lög­reglu þar sem grunur sé um að lek­inn kunni að fela í sér refsi­verða hátt­semi. Frá þessu var fyrst greint í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi. Bréf þess efnis var sent til emb­ættis lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 11. sept­em­ber 2019.

Um er að ræða upp­lýs­ingar um hús­leit sem fór fram hjá Sam­herja i mars 2012 en sam­kvæmt frétt mbl.is um málið sýndi rann­sókn innri end­­ur­­skoð­anda Seðla­bank­ans að þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, hafi átt í tölvu­­póst­­­sam­­skipt­um við starfs­­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en ráð­ist var í þá hús­leit, sam­kvæmt bréfi sem Seðla­banki Íslands sendi þann 18. ágúst 2019 til for­­sæt­is­ráð­herra. I frétt­inni segir að í tölvu­póst­sam­skipt­unum hafi engar trún­að­ar­­­upp­­lýs­ing­ar verið en frétta­maður RÚV hafi virst vita af fyr­ir­hug­aðri hús­leit. 

Auglýsing

Í frétt mbl.is er einnig rætt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og einn aðal­eig­anda Sam­herja, sem segri þar að um mjög rudda­lega fram­kvæmd hafi verið að ræða sem auk þess hafi verið sýnd í beinni útsend­ingu. „Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfs­­menn Sam­herja illa. Það var verið að ráð­ast á fyr­ir­tæki og starfs­­fólk þess. Það er ekki annað hægt en að kalla þetta árás og RÚV var ger­andi með Seðla­bank­an­um í þessu máli. Það er í raun það sem er verið að stað­festa.“

Már hefur hafnað því alfarið að RÚV hafi fengið gögn

Þann 8. nóv­­em­ber í fyrra kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Síðar í þeim mán­uði fór Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, í við­tal í útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar sagði hann það af og frá að Sam­herj­a-­málið hefði komið frá RÚV. Rann­­sóknin hafi verið í fullum gangi þegar Kast­­ljós hafði sam­­band og spurt hvort þetta gæti stað­ist. „Bank­inn varð mjög óró­­legur yfir því að þetta gæti mög­u­­lega spillt fyrir rann­­sókn máls­ins. Þau fengu engin gögn frá okk­­ur,“ sagði Már. Hann hafi heldur ekk­ert vélað um umfangs­­mikla hús­­leit sem ráð­ist var í hjá Sam­herja á sínum tíma. „Þetta virkar mjög umfangs­­mikið en þegar menn telja að það sé nauð­­syn­­legt að kom­­ast í öll gögn á einum tíma­­punkti þá verður það ekki gert nema í umfangs­­mik­illi aðgerð.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent