Forsætisráðherra vísar samskiptum fréttamanns við Seðlabankann til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson segir RÚV vera geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Ráðist hafi verið á fyrirtækið og starfsfólk þess. Engar trúnaðarupplýsingar voru í tölvupóstsamskiptum milli RÚV og bankans.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur vísað máli vegna mögu­legs upp­lýs­inga­leka frá Seðla­banka Íslands til RÚV til lög­reglu þar sem grunur sé um að lek­inn kunni að fela í sér refsi­verða hátt­semi. Frá þessu var fyrst greint í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi. Bréf þess efnis var sent til emb­ættis lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 11. sept­em­ber 2019.

Um er að ræða upp­lýs­ingar um hús­leit sem fór fram hjá Sam­herja i mars 2012 en sam­kvæmt frétt mbl.is um málið sýndi rann­sókn innri end­­ur­­skoð­anda Seðla­bank­ans að þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, hafi átt í tölvu­­póst­­­sam­­skipt­um við starfs­­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en ráð­ist var í þá hús­leit, sam­kvæmt bréfi sem Seðla­banki Íslands sendi þann 18. ágúst 2019 til for­­sæt­is­ráð­herra. I frétt­inni segir að í tölvu­póst­sam­skipt­unum hafi engar trún­að­ar­­­upp­­lýs­ing­ar verið en frétta­maður RÚV hafi virst vita af fyr­ir­hug­aðri hús­leit. 

Auglýsing

Í frétt mbl.is er einnig rætt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og einn aðal­eig­anda Sam­herja, sem segri þar að um mjög rudda­lega fram­kvæmd hafi verið að ræða sem auk þess hafi verið sýnd í beinni útsend­ingu. „Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfs­­menn Sam­herja illa. Það var verið að ráð­ast á fyr­ir­tæki og starfs­­fólk þess. Það er ekki annað hægt en að kalla þetta árás og RÚV var ger­andi með Seðla­bank­an­um í þessu máli. Það er í raun það sem er verið að stað­festa.“

Már hefur hafnað því alfarið að RÚV hafi fengið gögn

Þann 8. nóv­­em­ber í fyrra kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Síðar í þeim mán­uði fór Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, í við­tal í útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar sagði hann það af og frá að Sam­herj­a-­málið hefði komið frá RÚV. Rann­­sóknin hafi verið í fullum gangi þegar Kast­­ljós hafði sam­­band og spurt hvort þetta gæti stað­ist. „Bank­inn varð mjög óró­­legur yfir því að þetta gæti mög­u­­lega spillt fyrir rann­­sókn máls­ins. Þau fengu engin gögn frá okk­­ur,“ sagði Már. Hann hafi heldur ekk­ert vélað um umfangs­­mikla hús­­leit sem ráð­ist var í hjá Sam­herja á sínum tíma. „Þetta virkar mjög umfangs­­mikið en þegar menn telja að það sé nauð­­syn­­legt að kom­­ast í öll gögn á einum tíma­­punkti þá verður það ekki gert nema í umfangs­­mik­illi aðgerð.“ 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent