Forsætisráðherra vísar samskiptum fréttamanns við Seðlabankann til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson segir RÚV vera geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Ráðist hafi verið á fyrirtækið og starfsfólk þess. Engar trúnaðarupplýsingar voru í tölvupóstsamskiptum milli RÚV og bankans.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur vísað máli vegna mögu­legs upp­lýs­inga­leka frá Seðla­banka Íslands til RÚV til lög­reglu þar sem grunur sé um að lek­inn kunni að fela í sér refsi­verða hátt­semi. Frá þessu var fyrst greint í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi. Bréf þess efnis var sent til emb­ættis lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 11. sept­em­ber 2019.

Um er að ræða upp­lýs­ingar um hús­leit sem fór fram hjá Sam­herja i mars 2012 en sam­kvæmt frétt mbl.is um málið sýndi rann­sókn innri end­­ur­­skoð­anda Seðla­bank­ans að þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, hafi átt í tölvu­­póst­­­sam­­skipt­um við starfs­­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en ráð­ist var í þá hús­leit, sam­kvæmt bréfi sem Seðla­banki Íslands sendi þann 18. ágúst 2019 til for­­sæt­is­ráð­herra. I frétt­inni segir að í tölvu­póst­sam­skipt­unum hafi engar trún­að­ar­­­upp­­lýs­ing­ar verið en frétta­maður RÚV hafi virst vita af fyr­ir­hug­aðri hús­leit. 

Auglýsing

Í frétt mbl.is er einnig rætt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og einn aðal­eig­anda Sam­herja, sem segri þar að um mjög rudda­lega fram­kvæmd hafi verið að ræða sem auk þess hafi verið sýnd í beinni útsend­ingu. „Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfs­­menn Sam­herja illa. Það var verið að ráð­ast á fyr­ir­tæki og starfs­­fólk þess. Það er ekki annað hægt en að kalla þetta árás og RÚV var ger­andi með Seðla­bank­an­um í þessu máli. Það er í raun það sem er verið að stað­festa.“

Már hefur hafnað því alfarið að RÚV hafi fengið gögn

Þann 8. nóv­­em­ber í fyrra kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Síðar í þeim mán­uði fór Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, í við­tal í útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar sagði hann það af og frá að Sam­herj­a-­málið hefði komið frá RÚV. Rann­­sóknin hafi verið í fullum gangi þegar Kast­­ljós hafði sam­­band og spurt hvort þetta gæti stað­ist. „Bank­inn varð mjög óró­­legur yfir því að þetta gæti mög­u­­lega spillt fyrir rann­­sókn máls­ins. Þau fengu engin gögn frá okk­­ur,“ sagði Már. Hann hafi heldur ekk­ert vélað um umfangs­­mikla hús­­leit sem ráð­ist var í hjá Sam­herja á sínum tíma. „Þetta virkar mjög umfangs­­mikið en þegar menn telja að það sé nauð­­syn­­legt að kom­­ast í öll gögn á einum tíma­­punkti þá verður það ekki gert nema í umfangs­­mik­illi aðgerð.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent