Vöndum okkur

Formaður Samfylkingarinnar kallar eftir opnara samtali. Stjórn og stjórnarandstaða þurfi að axla ábyrgð og leita jafnvægis milli hinna ýmsu hagsmuna og segi það ekki tækifærismennsku að taka þá umræðu.

Auglýsing

Í upp­hafi nýrrar Covid-­bylgju er eðli­legt að líf­leg umræða eigi sér stað um hvort rétt hafi verið að losa um ferða­tak­mark­anir til lands­ins þann 15. júní. Slík skoð­ana­skipti eru bæði eðli­leg og nauð­syn­leg. Ekki til að finna söku­dólga, heldur vegna þess að hún getur leitt til nauð­syn­legs aðhalds og vand­aðri ákvarð­ana­töku, í þágu alls almenn­ings. Síð­ustu daga hafa nokkrir hag­fræð­ingar lýst yfir miklum efa­semdum um efna­hags­legan ávinn­ing af til­slök­unum á landa­mær­um. Þar á meðal Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, Þórólfur Matth­í­as­son og Gylfi Zoega. Þá hefur Kári Stef­áns­son dregið í efa að núver­andi fyr­ir­komu­lag dugi til að lág­marka lík­urnar á að far­ald­ur­inn gjósi upp inn­an­lands að nýju. Loks hafa for­eldrar og skóla­fólk lýst yfir áhyggjum af skóla­starfi sem á að hefj­ast síðar í mán­uð­in­um.

Það eru fjöl­mörg sjón­ar­mið sem liggja til grund­vallar gagn­rýni á ákvörðun stjórn­valda fyrr í sum­ar.

Í grein­ingu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og skýrslu Stýri­hóps um aflétt­ingu ferða­tak­mark­ana var fyrst og fremst fjallað um áhrif veirunnar á ferða­þjón­ust­una. Nú geri ég hvorki lítið úr mik­il­vægi hennar eða þeim erf­iðu aðstæðum sem margir sem vinna í ferða­þjón­ustu hafa þurft að þola. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að ný smit, sem örugg­lega má að ein­hverju leyti rekja til ferða til lands­ins, hafa veru­lega slæm áhrif á nær alla aðra atvinnu­starf­semi í land­inu. Ekki aðeins opin­bera þjón­ustu, skóla­starf og heil­brigð­is­þjón­ustu, heldur líka allt menn­ing­ar­líf og aðrar atvinnu­greinar sem þríf­ast á því að fólk geti komið saman og unnið sam­an. Skýrslan sjálf gaf reyndar nægt til­efni til að horft hefði verið breið­ara yfir sviðið enda segir þar á einum stað: „Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að ef of geyst er farið getur komið dýr­keypt bakslag í bar­átt­una gegn veirunni hér innan lands og þá er betur heima setið en af stað er far­ið.“  

Auglýsing
Vera má að ein­hver frek­ari grein­ing­ar­vinna hafi átt sér stað en gott væri ef rík­is­stjórnin upp­lýsti þá um hana og birti. Ljóst er að við stöndum á þeim tíma­punkti að ákveða næstu skref varð­andi ferðir til og frá land­inu og öruggt er að rík­is­stjórnin mun þurfa að taka fjölda afdrifa­ríkra ákvarð­ana vegna veirunnar næstu miss­er­in. Hér er því ekki haldið fram að ákvörð­unin frá því fyrr í sumar hafi endi­lega verið röng en stóri lær­dóm­ur­inn er sá að þær aðgerðir sem boð­aðar verði í fram­tíð­inni byggi á traust­ari grunni. Á vönd­uðum grein­ingum sem rík­is­stjórnin kynni ítar­lega en bjóði ekki áfram uppá ein­faldar til­skip­an­ir, án rök­stuðn­ings á íburð­ar­miklum blaða­manna­fundum ráð­herra. Það þarf opn­ara sam­tal. Stjórn og stjórn­ar­and­staða þurfa axla ábyrgð og leita jafn­vægis milli hinna ýmsu hags­muna. Og það er ekki tæki­fær­is­mennska að taka þá umræðu heldur nákvæm­lega það sem þrí­eykið okkar góða hefur kallað eftir und­an­farin miss­er­i. 

Allar grein­ingar þurfa að sjálf­sögðu að fela í sér sam­an­burð á efna­hags­legum áhrifum ólíkra leiða, ekki aðeins á ein­stakar atvinnu­greinar heldur líka á áhrifum sem þær geta haft á líf almenn­ings í land­inu: heilsu fólks, efna­hag, skerð­ingu á frelsi til venju­bund­ins lífs, mögu­leika sjúk­linga og eldri borg­ara til að hitta ást­vini, and­lega líðan fjöl­margra og svo fram­veg­is. Og ekki síst hvaða afleið­ingar þær geta haft á mögu­leika barna og ungs fólks til að sækja skóla með eðli­legum hætti, mennta sig og búa sig undir líf­ið. 

Við stöndum and­spænis fram­tíð sem mun ein­kenn­ast af gríð­ar­legum tækni­breyt­ingum og þær munu eiga sér stað á áður óheyrðum hraða, störf munu hverfa og önnur verða til. Og þó það sé í sjálfu sér úti­lokað að spá um hvernig þró­unin verður er öruggt að góð menntun verður lyk­ill­inn að því að við getum tek­ist á við þessar breyt­ing­ar, stönd­umst sam­keppni við aðrar þjóðir og getum bætt áfram lífs­gæði okk­ar. Hag­rænn og félags­legur ávinn­ingur af því að standa þéttan vörð um eðli­legt skóla­starf kemur ef til vill ekki fram í næsta árs­upp­gjöri rík­is­sjóðs en skilar sér án alls vafa til lengri tíma lit­ið. Rík­is­stjórnin verður að horfa sér­stak­lega til þess­ara þátta við allar ákvarð­anir sín­ar. Þröngir hags­munir mega ekki ráða för. Það er ein­fald­lega of mikið í húfi.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar