Leyfi til að djamma: Raunverulegur kostnaður djammsins

Eikonomics veltir fyrir sér hvort það sé hægt að finna markaðslausn á heimsfaraldinum og djamminu. Er hægt að leyfa fólki að skemmta sér, ef það greiðir fullt verð fyrir kostnaðinn sem því fylgir á þessum tímum?

Auglýsing

Covid er komið aftur á kreik, með öllum sínum óþol­andi fylgi­fisk­um. Ef allt fer til fjand­ans, sem von­andi ger­ist ekki, þá mun ríkið setja á sam­komu­bann sem mun mjög lík­lega ná yfir skemmti­staði, og þar með setja tappa í djam­mið. 

Það er full­kom­lega eðli­legt – og með öllu rétt – að grípa til slíkra aðgerða. Ekki bara til að bjarga manns­líf­um, heldur líka til þess að ganga úr skugga um að við höfum stjórn á vírusnum, sem er þegar allt kemur til alls eina leiðin til þess að koma efna­hags­líf­inu – djamm­inu þar á meðal – í gang. Að feng­inni reynslu þá ætti eng­inn að vilja taka séns­inn og fara á djam­mið ef það gæti drepið ömmu hans eftir næstu ferm­ing­ar­veislu.

Auglýsing

Þó svo að eina raun­sæja lausnin séu boð og bönn, þá fór ég samt að velta fyrir mér hvort fræði­legur mögu­leiki sé að finna mark­aðs­lausn á Covid og djamm­inu. Þ.e.a.s. er séns að leyfa fólki að djamma, ef það greiðir fullt verð fyrir kostn­að­inn sem djamm­inu á tímum Covid fylgir? Sem þýðir það að við þurfum að reyna að skilja hver hin raun­veru­legi kostn­aður við djam­mið er í dag.

Um ytri áhrif og mark­aðs­bresti

Í grunn­inn er vand­inn við Covid að sjálf­sögðu sá að fólk verður mikið veikt og jafn­vel deyr af völdum sjúk­dóms­ins. En það að eitt­hvað geti dregið mann til dauða þýðir ekki að það eigi endi­lega að vera bann­að. Stað­reyndin er sú að margt sem við gerum getur auð­veld­lega dregið okkur til dauða: Sjó­mennska; sunnu­dags­bílt­úr­ar; áfeng­is­neysla; reyk­ing­ar. Mun­ur­inn er að sá sem reykir eða drekkur sig í hel ber sjálfur stærsta kostn­að­ar­bit­ann – hann borgar sjálfur með líf­inu.

En Covid er öðru­vísi. Sér í lagi Covid býr til mark­aðs­brest á mörk­uðum sem áður virk­uðu ágæt­lega. Ungt og hraust fólk jafnar sig oft­ast nokkuð fljótt og vel af sjúk­dómn­um; svipað og þegar það fær slæma flensu. En ungt fólk getur smitað aðra með veik­ara ónæm­is­kerfi sem geta orðið mjög veikir og getur sjúk­dóm­ur­inn dregið þá til dauða. 

Djamm er þannig mark­aðs­brest­ur­inn, því þeir sem fara á djam­mið bera ekki fullan kostnað gjörða sinna, sem leiðir til þess að fólk fer meira á djam­mið en æski­legt er. Þ.e.a.s. á tímum Covid ber djamm með sér nei­kvæð ytri áhrif.

Í dálknum mínum fjalla ég reglu­lega um þetta hug­tak yfir áhrif. Í grunn­inn má hugsa um það þannig að ef vara eða þjón­usta er ekki verð­lögð rétt, þá neytir fólk annað hvort of mik­ils eða lít­ils af henni. Mengun er að sjálf­sögðu besta dæm­ið: þeim mun minna sem það kostar að menga, þeim mun meira mengum við; ef skattur á bensín er lækk­aður þá lækkar kostn­að­ur­inn við rúnt­inn og fólk lengir sunnu­dags­bílt­úrana sína.  

Ef einn sam­fé­lags­hópur verður ekki mjög veikur af Covid, þá er sá hópur lík­legri til þess að setja sig í þá stöðu að smit­ast. Þetta leysum við í dag með því að tak­marka hversu mikið fólk getur djam­mið, því á djamm­inu getur veiran dreift úr sér eins og eldur í vel tryggðu frysti­hús­i. 

Djam­mið

Und­an­farin ár hafa hag­fræð­ingar barist fyrir því að ríki heims setj­ist niður og skatt­leggi meng­un. Kenn­ingin er að með því að skatt­leggja mengun mun fólk menga minna. Þar sem Covid er ekk­ert annað en vírus meng­un, þá væri fræði­legur mögu­leiki að skatt­leggja djam­mið. Dagur B. Egg­erts­son gæti sett upp gadda­vírs­girð­ingu í kringum Laug­ar­veg­inn og rukkað djammara djamm­gjald. 

(Sann­gjarn­ast væri að nota djamm­gjaldið í með­ferð Covid smit­aðra, en ég ætla ekki í saumana á því í þessum pistli.)

Nú hugsar þú, kæri les­andi: Frá­bær hug­mynd, Eiki. En hversu hátt á þetta djamm­gjald eig­in­lega að vera?

Svarið við þeirri spurn­ingu er: Himin hátt.

Djamm­gjald

Mark­miðið með djamm­gjald­inu er ein­falt: Að láta fólk greiða fullt verð fyrir það að fara á djam­mið og þannig sjá til þess að fjöldi djammara há­marki sam­fé­lags­lega ham­ingju. 

Fyrir Covid krís­una var það lítið mál. Alla­vega má færa rök fyrir því að áfengi á skemmti­stað  það dýrt að djammarar djamma nákvæm­lega eins mikið og ákjós­an­legt er. Him­in­háir skattar sem teknir eru af áfengi eru svo nýttir (óbeint) til þess að nið­ur­greiða hluta þeirra nei­kvæðu áhrifa sem djammarar valda bind­ind­is­fólki.

En á tímum Covid er hátt áfeng­is­verð ekki lengur nóg. Nú þarf því að taka inn í kostn­að­inn af smiti. Sá kostn­aður er margs­konar (gjör­gæsla, vinnu­tap, o.s.frv.), þó lang stærsti kostn­að­ur­inn sé að sjálf­sögðu manns­líf. Og líf hvers og eins okkar er svo mik­ils virði að allur annar kostn­aður við Covid verður óefn­is­leg­ur. Því er auð­velt að ein­falda útreikn­ing­inn á sann­gjörnu verði djamm­leyfis með því að styðja sig ein­ungis við þann kostn­að. 

Slíkur útreikn­ingur verður að sjálf­sögðu ekki gerður án for­senda, en ég reyni eftir besta megni að not­ast við for­sendur sem byggja á stað­reynd­um.

Þegar þessar tölur og for­sendur eru settar inn í Excel og for­ritið látið reikna dæmið þá kemur í ljós að:

  • Eitt manns­líf tap­ast fyrir hverja 1.000 ein­stak­linga sem fara á djam­mið. 
  • Djammari á að greiða um 952.263 krónur fyrir djamm­leyfi.

Að sjálf­sögðu má deila um for­sendur útreikn­inga minna. Til að mynda má vel vera að raun­veru­leg dán­ar­tíðni sé lægri en ég gef mér; lík­lega smitar meðal djammari ekki 10 aðra á djamm­inu; kannski er manns­líf meira en millj­arðs virði – ég veit að ef ég ætti alla pen­ing­ana hans Bill Gates þá myndi ég gefa morð­ingja þá alla í skiptum fyrir líf mitt. Áhuga­samir les­endur geta farið á vef­svæði mitt á grid.is (sem er snilldar tól fyrir Excel lúða) og leikið sér með for­send­urn­ar. 

Mynd: Verð á djamm­leyfi ætti að vera breyti­legt, eftir útbreiðslu Covidmynd 1.

Djam­mið er vissu­lega mik­ill missir fyrir marga. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Djam­mið spil­aði stórt hlut­verk í lífi mínu, þegar ég var ungur og svalur (fyr­ir­vari: Ég var aldrei sval­ur). En fólk á að greiða fullt verð gjörða sinna. 

Í til­felli djamms­ins í dag, þá reikna ég með því að margir veldu frekar að detta í það á Zoom og Skype, heldur en að borga tæpa milljón fyrir það að sötra volgan bjór á bar klukkan 3 um nótt. Ekki mynda það skemma fyrir manni að fara í bælið, vit­andi það að hegðun manns kost­aði engan líf­ið. 

Forsendur útreiknings

Líkur á því að djammari sé með virkt smit:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics