Leyfi til að djamma: Raunverulegur kostnaður djammsins

Eikonomics veltir fyrir sér hvort það sé hægt að finna markaðslausn á heimsfaraldinum og djamminu. Er hægt að leyfa fólki að skemmta sér, ef það greiðir fullt verð fyrir kostnaðinn sem því fylgir á þessum tímum?

AuglýsingCovid er komið aftur á kreik, með öllum sínum óþolandi fylgifiskum. Ef allt fer til fjandans, sem vonandi gerist ekki, þá mun ríkið setja á samkomubann sem mun mjög líklega ná yfir skemmtistaði, og þar með setja tappa í djammið. 

Það er fullkomlega eðlilegt – og með öllu rétt – að grípa til slíkra aðgerða. Ekki bara til að bjarga mannslífum, heldur líka til þess að ganga úr skugga um að við höfum stjórn á vírusnum, sem er þegar allt kemur til alls eina leiðin til þess að koma efnahagslífinu – djamminu þar á meðal – í gang. Að fenginni reynslu þá ætti enginn að vilja taka sénsinn og fara á djammið ef það gæti drepið ömmu hans eftir næstu fermingarveislu.

Auglýsing

Þó svo að eina raunsæja lausnin séu boð og bönn, þá fór ég samt að velta fyrir mér hvort fræðilegur möguleiki sé að finna markaðslausn á Covid og djamminu. Þ.e.a.s. er séns að leyfa fólki að djamma, ef það greiðir fullt verð fyrir kostnaðinn sem djamminu á tímum Covid fylgir? Sem þýðir það að við þurfum að reyna að skilja hver hin raunverulegi kostnaður við djammið er í dag.

Um ytri áhrif og markaðsbresti

Í grunninn er vandinn við Covid að sjálfsögðu sá að fólk verður mikið veikt og jafnvel deyr af völdum sjúkdómsins. En það að eitthvað geti dregið mann til dauða þýðir ekki að það eigi endilega að vera bannað. Staðreyndin er sú að margt sem við gerum getur auðveldlega dregið okkur til dauða: Sjómennska; sunnudagsbíltúrar; áfengisneysla; reykingar. Munurinn er að sá sem reykir eða drekkur sig í hel ber sjálfur stærsta kostnaðarbitann – hann borgar sjálfur með lífinu.

En Covid er öðruvísi. Sér í lagi Covid býr til markaðsbrest á mörkuðum sem áður virkuðu ágætlega. Ungt og hraust fólk jafnar sig oftast nokkuð fljótt og vel af sjúkdómnum; svipað og þegar það fær slæma flensu. En ungt fólk getur smitað aðra með veikara ónæmiskerfi sem geta orðið mjög veikir og getur sjúkdómurinn dregið þá til dauða. 

Djamm er þannig markaðsbresturinn, því þeir sem fara á djammið bera ekki fullan kostnað gjörða sinna, sem leiðir til þess að fólk fer meira á djammið en æskilegt er. Þ.e.a.s. á tímum Covid ber djamm með sér neikvæð ytri áhrif.

Í dálknum mínum fjalla ég reglulega um þetta hugtak yfir áhrif. Í grunninn má hugsa um það þannig að ef vara eða þjónusta er ekki verðlögð rétt, þá neytir fólk annað hvort of mikils eða lítils af henni. Mengun er að sjálfsögðu besta dæmið: þeim mun minna sem það kostar að menga, þeim mun meira mengum við; ef skattur á bensín er lækkaður þá lækkar kostnaðurinn við rúntinn og fólk lengir sunnudagsbíltúrana sína.  

Ef einn samfélagshópur verður ekki mjög veikur af Covid, þá er sá hópur líklegri til þess að setja sig í þá stöðu að smitast. Þetta leysum við í dag með því að takmarka hversu mikið fólk getur djammið, því á djamminu getur veiran dreift úr sér eins og eldur í vel tryggðu frystihúsi. 

Djammið

Undanfarin ár hafa hagfræðingar barist fyrir því að ríki heims setjist niður og skattleggi mengun. Kenningin er að með því að skattleggja mengun mun fólk menga minna. Þar sem Covid er ekkert annað en vírus mengun, þá væri fræðilegur möguleiki að skattleggja djammið. Dagur B. Eggertsson gæti sett upp gaddavírsgirðingu í kringum Laugarveginn og rukkað djammara djammgjald. 

(Sanngjarnast væri að nota djammgjaldið í meðferð Covid smitaðra, en ég ætla ekki í saumana á því í þessum pistli.)

Nú hugsar þú, kæri lesandi: Frábær hugmynd, Eiki. En hversu hátt á þetta djammgjald eiginlega að vera?

Svarið við þeirri spurningu er: Himin hátt.

Djammgjald

Markmiðið með djammgjaldinu er einfalt: Að láta fólk greiða fullt verð fyrir það að fara á djammið og þannig sjá til þess að fjöldi djammara hámarki samfélagslega hamingju. 

Fyrir Covid krísuna var það lítið mál. Allavega má færa rök fyrir því að áfengi á skemmtistað  það dýrt að djammarar djamma nákvæmlega eins mikið og ákjósanlegt er. Himinháir skattar sem teknir eru af áfengi eru svo nýttir (óbeint) til þess að niðurgreiða hluta þeirra neikvæðu áhrifa sem djammarar valda bindindisfólki.

En á tímum Covid er hátt áfengisverð ekki lengur nóg. Nú þarf því að taka inn í kostnaðinn af smiti. Sá kostnaður er margskonar (gjörgæsla, vinnutap, o.s.frv.), þó lang stærsti kostnaðurinn sé að sjálfsögðu mannslíf. Og líf hvers og eins okkar er svo mikils virði að allur annar kostnaður við Covid verður óefnislegur. Því er auðvelt að einfalda útreikninginn á sanngjörnu verði djammleyfis með því að styðja sig einungis við þann kostnað. 

Slíkur útreikningur verður að sjálfsögðu ekki gerður án forsenda, en ég reyni eftir besta megni að notast við forsendur sem byggja á staðreyndum.

Þegar þessar tölur og forsendur eru settar inn í Excel og forritið látið reikna dæmið þá kemur í ljós að:

  • Eitt mannslíf tapast fyrir hverja 1.000 einstaklinga sem fara á djammið. 
  • Djammari á að greiða um 952.263 krónur fyrir djammleyfi.

Að sjálfsögðu má deila um forsendur útreikninga minna. Til að mynda má vel vera að raunveruleg dánartíðni sé lægri en ég gef mér; líklega smitar meðal djammari ekki 10 aðra á djamminu; kannski er mannslíf meira en milljarðs virði – ég veit að ef ég ætti alla peningana hans Bill Gates þá myndi ég gefa morðingja þá alla í skiptum fyrir líf mitt. Áhugasamir lesendur geta farið á vefsvæði mitt á grid.is (sem er snilldar tól fyrir Excel lúða) og leikið sér með forsendurnar. 

Mynd: Verð á djammleyfi ætti að vera breytilegt, eftir útbreiðslu Covidmynd 1.

Djammið er vissulega mikill missir fyrir marga. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Djammið spilaði stórt hlutverk í lífi mínu, þegar ég var ungur og svalur (fyrirvari: Ég var aldrei svalur). En fólk á að greiða fullt verð gjörða sinna. 

Í tilfelli djammsins í dag, þá reikna ég með því að margir veldu frekar að detta í það á Zoom og Skype, heldur en að borga tæpa milljón fyrir það að sötra volgan bjór á bar klukkan 3 um nótt. Ekki mynda það skemma fyrir manni að fara í bælið, vitandi það að hegðun manns kostaði engan lífið. 

Forsendur útreiknings

Líkur á því að djammari sé með virkt smit:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics