Leyfi til að djamma: Raunverulegur kostnaður djammsins

Eikonomics veltir fyrir sér hvort það sé hægt að finna markaðslausn á heimsfaraldinum og djamminu. Er hægt að leyfa fólki að skemmta sér, ef það greiðir fullt verð fyrir kostnaðinn sem því fylgir á þessum tímum?

Auglýsing

Covid er komið aftur á kreik, með öllum sínum óþol­andi fylgi­fisk­um. Ef allt fer til fjand­ans, sem von­andi ger­ist ekki, þá mun ríkið setja á sam­komu­bann sem mun mjög lík­lega ná yfir skemmti­staði, og þar með setja tappa í djam­mið. 

Það er full­kom­lega eðli­legt – og með öllu rétt – að grípa til slíkra aðgerða. Ekki bara til að bjarga manns­líf­um, heldur líka til þess að ganga úr skugga um að við höfum stjórn á vírusnum, sem er þegar allt kemur til alls eina leiðin til þess að koma efna­hags­líf­inu – djamm­inu þar á meðal – í gang. Að feng­inni reynslu þá ætti eng­inn að vilja taka séns­inn og fara á djam­mið ef það gæti drepið ömmu hans eftir næstu ferm­ing­ar­veislu.

Auglýsing

Þó svo að eina raun­sæja lausnin séu boð og bönn, þá fór ég samt að velta fyrir mér hvort fræði­legur mögu­leiki sé að finna mark­aðs­lausn á Covid og djamm­inu. Þ.e.a.s. er séns að leyfa fólki að djamma, ef það greiðir fullt verð fyrir kostn­að­inn sem djamm­inu á tímum Covid fylgir? Sem þýðir það að við þurfum að reyna að skilja hver hin raun­veru­legi kostn­aður við djam­mið er í dag.

Um ytri áhrif og mark­aðs­bresti

Í grunn­inn er vand­inn við Covid að sjálf­sögðu sá að fólk verður mikið veikt og jafn­vel deyr af völdum sjúk­dóms­ins. En það að eitt­hvað geti dregið mann til dauða þýðir ekki að það eigi endi­lega að vera bann­að. Stað­reyndin er sú að margt sem við gerum getur auð­veld­lega dregið okkur til dauða: Sjó­mennska; sunnu­dags­bílt­úr­ar; áfeng­is­neysla; reyk­ing­ar. Mun­ur­inn er að sá sem reykir eða drekkur sig í hel ber sjálfur stærsta kostn­að­ar­bit­ann – hann borgar sjálfur með líf­inu.

En Covid er öðru­vísi. Sér í lagi Covid býr til mark­aðs­brest á mörk­uðum sem áður virk­uðu ágæt­lega. Ungt og hraust fólk jafnar sig oft­ast nokkuð fljótt og vel af sjúk­dómn­um; svipað og þegar það fær slæma flensu. En ungt fólk getur smitað aðra með veik­ara ónæm­is­kerfi sem geta orðið mjög veikir og getur sjúk­dóm­ur­inn dregið þá til dauða. 

Djamm er þannig mark­aðs­brest­ur­inn, því þeir sem fara á djam­mið bera ekki fullan kostnað gjörða sinna, sem leiðir til þess að fólk fer meira á djam­mið en æski­legt er. Þ.e.a.s. á tímum Covid ber djamm með sér nei­kvæð ytri áhrif.

Í dálknum mínum fjalla ég reglu­lega um þetta hug­tak yfir áhrif. Í grunn­inn má hugsa um það þannig að ef vara eða þjón­usta er ekki verð­lögð rétt, þá neytir fólk annað hvort of mik­ils eða lít­ils af henni. Mengun er að sjálf­sögðu besta dæm­ið: þeim mun minna sem það kostar að menga, þeim mun meira mengum við; ef skattur á bensín er lækk­aður þá lækkar kostn­að­ur­inn við rúnt­inn og fólk lengir sunnu­dags­bílt­úrana sína.  

Ef einn sam­fé­lags­hópur verður ekki mjög veikur af Covid, þá er sá hópur lík­legri til þess að setja sig í þá stöðu að smit­ast. Þetta leysum við í dag með því að tak­marka hversu mikið fólk getur djam­mið, því á djamm­inu getur veiran dreift úr sér eins og eldur í vel tryggðu frysti­hús­i. 

Djam­mið

Und­an­farin ár hafa hag­fræð­ingar barist fyrir því að ríki heims setj­ist niður og skatt­leggi meng­un. Kenn­ingin er að með því að skatt­leggja mengun mun fólk menga minna. Þar sem Covid er ekk­ert annað en vírus meng­un, þá væri fræði­legur mögu­leiki að skatt­leggja djam­mið. Dagur B. Egg­erts­son gæti sett upp gadda­vírs­girð­ingu í kringum Laug­ar­veg­inn og rukkað djammara djamm­gjald. 

(Sann­gjarn­ast væri að nota djamm­gjaldið í með­ferð Covid smit­aðra, en ég ætla ekki í saumana á því í þessum pistli.)

Nú hugsar þú, kæri les­andi: Frá­bær hug­mynd, Eiki. En hversu hátt á þetta djamm­gjald eig­in­lega að vera?

Svarið við þeirri spurn­ingu er: Himin hátt.

Djamm­gjald

Mark­miðið með djamm­gjald­inu er ein­falt: Að láta fólk greiða fullt verð fyrir það að fara á djam­mið og þannig sjá til þess að fjöldi djammara há­marki sam­fé­lags­lega ham­ingju. 

Fyrir Covid krís­una var það lítið mál. Alla­vega má færa rök fyrir því að áfengi á skemmti­stað  það dýrt að djammarar djamma nákvæm­lega eins mikið og ákjós­an­legt er. Him­in­háir skattar sem teknir eru af áfengi eru svo nýttir (óbeint) til þess að nið­ur­greiða hluta þeirra nei­kvæðu áhrifa sem djammarar valda bind­ind­is­fólki.

En á tímum Covid er hátt áfeng­is­verð ekki lengur nóg. Nú þarf því að taka inn í kostn­að­inn af smiti. Sá kostn­aður er margs­konar (gjör­gæsla, vinnu­tap, o.s.frv.), þó lang stærsti kostn­að­ur­inn sé að sjálf­sögðu manns­líf. Og líf hvers og eins okkar er svo mik­ils virði að allur annar kostn­aður við Covid verður óefn­is­leg­ur. Því er auð­velt að ein­falda útreikn­ing­inn á sann­gjörnu verði djamm­leyfis með því að styðja sig ein­ungis við þann kostn­að. 

Slíkur útreikn­ingur verður að sjálf­sögðu ekki gerður án for­senda, en ég reyni eftir besta megni að not­ast við for­sendur sem byggja á stað­reynd­um.

Þegar þessar tölur og for­sendur eru settar inn í Excel og for­ritið látið reikna dæmið þá kemur í ljós að:

  • Eitt manns­líf tap­ast fyrir hverja 1.000 ein­stak­linga sem fara á djam­mið. 
  • Djammari á að greiða um 952.263 krónur fyrir djamm­leyfi.

Að sjálf­sögðu má deila um for­sendur útreikn­inga minna. Til að mynda má vel vera að raun­veru­leg dán­ar­tíðni sé lægri en ég gef mér; lík­lega smitar meðal djammari ekki 10 aðra á djamm­inu; kannski er manns­líf meira en millj­arðs virði – ég veit að ef ég ætti alla pen­ing­ana hans Bill Gates þá myndi ég gefa morð­ingja þá alla í skiptum fyrir líf mitt. Áhuga­samir les­endur geta farið á vef­svæði mitt á grid.is (sem er snilldar tól fyrir Excel lúða) og leikið sér með for­send­urn­ar. 

Mynd: Verð á djamm­leyfi ætti að vera breyti­legt, eftir útbreiðslu Covidmynd 1.

Djam­mið er vissu­lega mik­ill missir fyrir marga. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Djam­mið spil­aði stórt hlut­verk í lífi mínu, þegar ég var ungur og svalur (fyr­ir­vari: Ég var aldrei sval­ur). En fólk á að greiða fullt verð gjörða sinna. 

Í til­felli djamms­ins í dag, þá reikna ég með því að margir veldu frekar að detta í það á Zoom og Skype, heldur en að borga tæpa milljón fyrir það að sötra volgan bjór á bar klukkan 3 um nótt. Ekki mynda það skemma fyrir manni að fara í bælið, vit­andi það að hegðun manns kost­aði engan líf­ið. 

Forsendur útreiknings

Líkur á því að djammari sé með virkt smit:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics