Mynd: Bára Huld Beck

Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn

Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu. Ekki var gerð tilraun til að meta efnahagslegan kostnað þess að bakslag gæti komið í baráttuna gegn COVID-19 hérlendis samhliða auknum líkum á að samfélagslegt smit gæti tekið sig upp að nýju.

Þann 12. maí boð­aði rík­is­stjórn Íslands til blaða­manna­fund­ar. Við­staddir voru alls sex ráð­herr­ar, eða meiri­hluti þeirra. Auk þeirra voru emb­ætt­is­menn við­staddir í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu ásamt fjölda aðstoð­ar­manna ráð­herra. Við­föng fund­ar­ins og fylgi­sveit þeirra voru raunar mun fjöl­menn­ari hópur en blaða- og frétta­menn­irn­ir, sem voru nær engir utan full­trúa sjón­varps­stöðv­anna tveggja. 

Þessi staða varð til þess að bók­staf­lega engin spurn­ing var lögð fram eftir að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hafði lokið máli sínu. Þess í stað spurði hún: „Engar spurn­ing­ar? Engar spurn­ing­ar? Hvar er Björn Ing­i?“

Í kjöl­farið var sitt hvor ráð­herr­ann kall­aður í sjón­varps­við­tal og hinir stóðu eins og illa gerðir hlutir eft­ir, án þess að hafa lagt nokkuð til mála á fund­inum og án þess að eft­ir­spurn hafi verið hjá fáum fjöl­miðla­mönnum á svæð­inu eftir skoð­unum þeirra á ákvörð­un­inni.

Búið til súr­efni fyrir ferða­þjón­ustu

Til­gangur fund­ar­ins var að kynna ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að stefna að því, eigi síðar en 15. júní 2020, að bjóða upp á skimun á landa­mærum Íslands í stað tveggja vikna sótt­kvíar sem kraf­ist hafði verið mán­uð­ina á und­an.

Auglýsing

Ísland lok­að­ist aldrei fyrir umheim­in­um. Umheim­ur­inn lok­aði hins vegar að mestu á Ísland um tíma með ákvörð­unum sem teknar voru í mars, fyrst af Banda­ríkj­unum og svo af ýmsum Evr­ópu­lönd­um. Þ.e. helstu við­skipta­löndum okk­ar. Það hefur hins vegar verið hægt að fá und­an­þágur frá tveggja vikna sótt­kví með ýmsum hætti og í gegnum COVID-á­standið þá hefur verið slæð­ingur af fólki sem fer um alþjóða­flug­völl­inn í Kefla­vík. 

En nú átti að stíga stærra skref og losa veru­lega um tak­mark­an­ir. 

Sam­hliða var skýrsla stýri­hóps um aflétt­ingu ferða­tak­mark­ana birt á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en hún var unnin á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Í þeim hópi sátu ráðu­neyt­is­stjórar sex ráðu­neyta: for­sæt­is­ráðu­neyt­is, heil­brigð­is­ráðu­neyt­is, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is, dóms­mála­ráðu­neyt­is, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytis og utan­rík­is­ráðu­neyt­is. Ráð­herrar allra þeirra ráðu­neyta voru við­staddir blaða­manna­fund­inn.

Stýri­hóp­ur­inn hafði fundað fimm sinnum frá því að hann var settur saman 21. apríl og að auki átt fundi með Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni, Ölmu D. Möller land­lækni, Víði Reyn­is­syni yfir­lög­reglu­þjóni og Kára Stef­áns­syni, for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. 

Í skila­bréfi starfs­hóps­ins sagði meðal ann­ars: „Ekki þarf að fjöl­yrða um hin miklu efna­hags­legu áhrif sem far­ald­ur­inn hefur haft hér á landi. Það eru því miklir hags­munir tengdir því að tak­ist að koma efna­hags­líf­inu aftur á skrið. Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að ef of geyst er farið getur komið dýr­keypt bakslag í bar­átt­una gegn veirunni hér innan lands og þá er betur heima setið en af stað er far­ið.“

Ísland mark­aðs­sett til að auka eft­ir­spurn ferða­manna

Á þessum tíma hafði tek­ist að koma böndum á COVID-19 far­ald­ur­inn á Íslandi og búið var að losa um harðar hömlur sem höfðu verið við lýði vikum saman á athafna­frelsi fólks. Íslend­ingar voru eins frjálsir og hægt var að vera við þessar aðstæð­ur, og mun frjáls­ari – innan eigin landamæra – en flestar aðrar þjóðir í heim­in­um. 

Mikill þrýstingur hefur verið frá ferðaþjónustunni á að gera ferðalög til Íslands auðveldari.
Mynd: Bára Huld Beck

Sem hluti af efna­hags­að­gerðum sínum hafði rík­is­stjórnin heitið 1,5 millj­arði króna í mark­aðs­verk­efni fyrir íslenska ferða­þjón­ustu til að bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum heims­far­ald­urs á hana. 

Verk­efnið fékk heitið „Ís­land – Saman í sókn“ og á grund­velli þess voru meðal ann­ars settir upp gulir öskur­há­tal­arar á nokkrum stöðum á land­inu. Mark­mið verk­efn­is­ins er skýrt: að auka eft­ir­spurn eftir íslenskri ferða­þjón­ustu, styrkja ímynd Íslands sem áfanga­staðar og við­halda sam­keppn­is­stöðu íslenskrar ferða­þjón­ustu og ann­arra útflutn­ings­greina.

Með öðrum orðum að lokka fleiri ferða­menn til lands­ins við fyrsta mögu­lega tæki­færi.

Mikið að umfangi

Ferða­þjón­ustan hafði enda vaxið gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Í fyrra komu um tvær millj­ónir ferða­manna til Íslands og um 25 þús­und manns unnu beint í ferða­þjón­ustu. Útflutn­ings­verð­mæti hennar voru 370 millj­arðar króna á árinu 2019, eða 35 pró­sent heild­ar­út­flutn­ings. Þó er vert að taka fram að í þeirri tölu vigtar flug­rekstur mjög mikið og inn­flutn­ings­kostn­að­ur, til dæmis á dýru elds­neyti á flug­vél­ar, er umtals­verður á móti. Auk þess kallar ferða­þjón­usta á mik­inn inn­flutn­ing á mat­væl­um.

Ferða­þjón­ustan var enda átta pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu á síð­asta ári, sam­kvæmt útreikn­ingum Hag­stofu Íslands. Það er meira en sjáv­ar­út­veg­ur, en ekki jafn mikið og ætla mætti miðað við hið gríð­ar­lega umfang geirans. 

Á sama tíma var það sem kallað er verð­mæti inn­fluttrar ferða­þjón­ustu, það sem Íslend­ingar eyddu á ferða­lögum erlend­is, 200 millj­arðar króna. 

Sem­sagt: ferða­menn eyddu 370 millj­örðum króna á Íslandi á ári og Íslend­ingar eyddu 200 millj­örðum krónum á ári í útlönd­um. 

Tvö sjón­ar­mið

Flestar efna­hags­legar hjálp­ar­að­gerðir sem rík­is­stjórnin hefur kynnt til leiks, hvort sem um er að ræða hluta­bóta­leið, upp­sagn­ar­styrkir, brú­ar- og stuðn­ings­lán, lok­un­ar­styrkir, mark­aðsá­tak eða Ferða­gjöf­in, hafa beinst að ferða­þjón­ustu og tengdum greinum fyrst og síð­ast. 

Auglýsing

Það átti því kannski ekki að koma mörgum á óvart að mik­ill þrýst­ingur var á að, við fyrsta mögu­lega tæki­færi, yrði opnað fyrir mögu­lega tekju­sókn þessa geira að nýju. Og opna jafn­vel landa­mæri lands­ins frekar með auknum til­slök­unum gagn­vart þeim sem hingað vildu kom­a. 

Stýri­hóp­ur­inn sem skip­aður var æðstu emb­ætt­is­mönnum sex ráðu­neyta tók að sér að fram­kvæma hag­rænt mat á því að losa um ferða­tak­mark­anir og fékk skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til að vinna punkta um það.

Í minn­is­blaði skrif­stof­unnar, sem er dag­sett 30. apríl 2020, segir að við aflétt­ingu sótt­varn­ar­að­gerða við landa­mæri tak­ist á tvö efna­hags­leg meg­in­sjón­ar­mið. Ann­ars vegar ávinn­ingur af því að létta ferða­tak­mörk­unum og hins vegar kostn­aður sem fellur til ef far­ald­ur­inn tekur sig upp að nýju.

Hag­ræn áhrif á ferða­þjón­ustu bara metin

Þar segir að mikið sé til þess að vinna að draga megi úr ferða­tak­mörk­unum hratt og örugg­lega og sér­stak­lega til­tekið að áhrif þess væru meg­in­um­fjöll­un­ar­efni minn­is­blaðs­ins. Af þeim átta blað­síðum sem minn­is­blaðið telur eru um sjö og hálfri varið í hag­rænt mat á áhrifum aflétt­ingar á ferða­þjón­ust­u. 

Sex línum er varið í að taka fram að efna­hags­leg áhrif þess að far­ald­ur­inn gæti tekið sig upp að nýju á Íslandi gætu orðið veru­leg. Í þeim seg­ir: „Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn gerir t.d. ráð fyrir að hag­kerfi heims­ins vaxi um eitt pró­sent árið 2021 í stað 5,8 pró­sent ef far­ald­ur­inn tekur sig upp að nýju á næsta ári. Ætla má að hver mán­uður af hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum inn­an­lands minnki einka­neyslu hér á landi um hátt í eitt pró­sentu­stig á árs­grund­velli. Einka­neyslan er um helm­ingur lands­fram­leiðsl­unn­ar. Minni utan­lands­ferðir Íslend­inga og neysla erlendis vegna ferða­tak­mark­ana milli landa eru ekki með­talin í þessu mat­i.“ 

Aðal­lega talað við ferða­þjón­ust­una

Stýri­hóp­ur­inn setti líka á fót vinnu­hóp til að velta upp hug­myndum um opnun landamæra í kjöl­far kór­ónu­veiru. Sig­urður Kári Árna­son, yfir­lög­fræð­ingur í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, Guð­mundur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Isa­via, og Skarp­héð­inn B. Stein­ars­son ferða­mála­stjóri sátu í hon­um.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, var á meðal þeirra sem vinnuhópurinn ræddi við.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í drögum að erind­is­bréfi fyrir hóp­inn sagði að atvinnu­vega­ráðu­neytið í sam­ráði við sam­göngu- og sveitat­stjórn­ar­ráðu­neytið væri að leita til hags­muna­að­ila í ferða­þjón­ustu og „öðrum iðn­aði“ um að móta til­lögur að atvinnu­starf­semi á tímum tak­mark­ana. 

Í minn­is­blaði vinnu­hóps­ins, sem er dag­sett 1. maí, segir að hann hafi verið kall­aður til starfa 27. apr­íl, eða fimm dögum fyrr. Á fund hans hefðu komið Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, Styrmir Þór Braga­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic Adventures, Eva María Lange, fram­kvæmda­stjóri Pink Iceland, Ásberg Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Nor­dic Visitor, Hilmar Sig­urðs­son, for­stjóri Saga film, og Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela. 

Hóp­ur­inn hafi auk þess átt fund með þeim Pétri Ósk­ars­syni, Ein­ari Han­sen Tómassyni, Sig­ríði Dögg Guð­munds­dóttur og Karli Guð­munds­syni hjá Íslands­stofu. „Þá hafa full­trúar vinnu­hóps­ins rætt við fjöl­marga aðra um við­fangs­efnið og aflað gagna og upp­lýs­inga.“

Á ofan­greindri upp­taln­ingu má sjá að nær ein­vörð­ungu var rætt við aðila í ferða­þjón­ustu í vinnu hóps­ins. Eina und­an­tekn­ingin var for­stjóri Saga film. Auk þess voru tveir af þeim þremur ein­stak­lingum sem sátu í vinnu­hópnum frá ferða­þjón­ustu­ein­ing­um.

Mikið óvissa en kostn­að­ur­inn ekki greindur

Til við­bótar við skýrslu stýri­hóps­ins vann fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið grein­ar­gerð um efna­hags­leg sjón­ar­mið við losun ferða­tak­mark­ana sem birt var í byrjun júní. Þar var þremur val­kostum velt upp um mál­ið: algjör opnun án skimun­ar, opnun með skimun eða áfram­haldi gildi þáver­andi reglna um sótt­kví við komu til lands­ins.

Við vinnslu grein­ar­gerð­ar­innar var leitað sjón­ar­miða sótt­varn­ar­lækn­is, yfir­læknis smit­sjúk­dóma­deildar Land­spít­al­ans og Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Auk þess var rætt við hag­fræð­ing­ana dr. Axel Hall, Frið­rik Má Bald­urs­son, Gunnar Har­alds­son, Gylfa Zoega, dr. Tinnu Lauf­eyju Ásgeirs­dótt­ur, Tryggva Guð­munds­son og Rósu Björk Sveins­dóttur og Pálmar Þor­steins­son frá Seðla­banka Íslands.

Í grein­ar­gerð­inni, sem nú er verið að upp­færa, segir meðal ann­ars að efna­hags­leg áhrif los­unar ferða­tak­mark­ana séu hjúpuð mik­illi óvissu. „Grein­ing þeirra er í eðli sínu þjóð­hags­leg kostn­að­ar- og ábata­grein­ing. Grund­vallaró­vissa ríkir hins vegar um kostn­að­ar­hlið grein­ing­ar­inn­ar. Sú óvissa byggir ann­ars vegar á því að gögn um útbreiðslu veirunnar eru víða óáreið­an­leg og ómögu­legt virð­ist að spá fyrir um þróun og áhrif far­ald­urs­ins blossi hann upp að nýju. Hins vegar þarf að meta kostnað vegna far­ald­urs­ins og sótt­varn­ar­að­gerða á heilsu, líf og lífs­gæði sem reyn­ist oft átaka­efni þótt til séu hag­ræn tæki til þess verks. Ábat­inn er þekkt­ari, ekki síst þegar kemur að hag­rænum ábata þjóð­ar­bús­ins af ferða­mönn­um.“

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar vann greinargerðum efnahagsleg áhrif losunar ferðatakmarkana.
Mynd: Bára Huld Beck

Því fjallar grein­ar­gerðin að uppi­stöðu um þann ábata sem hægt væri að hafa af ferða­mönnum með frek­ari opnun landamæra.

Á grund­velli ofan­greindrar vinnu, og þeirrar stað­reyndar að í maí og júní liðu oft margir dagar eða vikur án þess að smit greind­ist á Íslandi, var ákveðið að opna frekar landa­mæri lands­ins með því að taka upp sýna­töku í stað tveggja vikna sótt­kví­ar. Nokkru síðar var liðkað enn meira til með því að fjölga löndum á lista yfir „ör­ugg lönd“, sem þurftu ekki einu sinni að fara í skimun, og taldi sá listi þá m.a. Þýska­land, Dan­mörku, Græn­land og Fær­eyj­ar. Fyrir vikið fóru 132 þús­und far­þegar um Kefla­vík­ur­flug­völl í júlí­mán­uði.

Hörð gagn­rýni hag­fræð­inga

Blaða­manna­fund­ur­inn 12. maí, ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar og skýrsla starfs­hóps­ins hafa ratað aftur í sviðs­ljósið und­an­farna daga, í ljósi þess að önnur bylgja af COVID-19 far­aldr­inum hefur skollið á, með þeim afleið­ingum að herða hefur þurft sótt­varn­ar­að­gerðir og það mikla frelsi sem komið var á hér­lendis er nú í hætt­u. 

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði, birti grein á Kjarn­anum á fimmtu­dag þar sem hann sagði að ákvörðun um opnun landa­mæta og rýmk­andi ákvarð­anir í sótt­vörnum virt­ust hafa verið teknar á grund­velli þrýst­ings hags­muna­gæslu­manna í ferða­þjón­ustu og þröngra hags­muna umbjóð­enda þeirra, en ekki á grund­velli hag­ræns upp­gjörs á kostn­aði og ábata. Hann minnt­ist þar einnig á að Norð­menn hafi látið vinna slíkt upp­gjör í apríl þar sem fram hafi komið að það sem mestu skipti væri að halda útbreiðslu niðri og kom­ast hjá því að loka skólum og leik­skólum vegna þess hversu hamlandi slíkar lok­­anir eru á atvinn­u­lífið almennt. „Ís­lensk stjórn­­völd þekkja til þeirrar vinnu en hafa ekki látið vinna til­­svar­andi álits­­gerð mér vit­an­­lega. Það er skaði því hugs­an­­lega hefði nið­­ur­­staða slíkrar vinnu haft áhrif,“ skrif­aði Þórólf­ur. 

Dag­inn eftir birt­ist grein Gylfa Zoega, pró­fess­ors í hag­fræði, í Vís­bend­ingu, þar sem hann færði hag­fræði­leg rök fyrir því að stjórn­völd hefðu gert mis­tök með því að opna landa­mæri Íslands frek­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­­völd stefnt mik­il­vægum almanna­­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, sem er líka pró­fessor í hag­fræði og sér­fræð­ingur í heilsu­hag­fræði, bætt­ist svo í hóp gagn­rýnenda í byrjun viku þegar hún sagði að ákvörð­unin um að opna frekar landa­mærin væri „mikil áhætta fyrir lít­inn ávinn­ing“. Eftir því sem tím­inn hafi liðið hafi orðið ljóst að kostn­að­ur­inn af áhætt­unni sé svo mik­ill að það hefði borgað sig að við­hafa mjög strangar reglur um ferðir fólks yfir landa­mærin og þær sótt­varnir sem hver og einn far­þegi þarf að hlíta. 

Almanna­gæði

Gylfi Zoega hafði áður varað við þeirri stöðu sem komin var upp, í erindi sem hann hélt á mál­­þing­inu „Út úr kóf­­inu“ sem haldið var í hátíð­­ar­­sal Háskóla Íslands í byrjun jún­í. 

Þar sagði hann meðal ann­­ars að hag­­kerfið myndi ná sér á strik þótt að fjöldi ferða­­manna myndi ekki koma til lands­ins, svo fremi sem að annar far­aldur kór­ón­u­veiru myndi ekki skella á síðar á árinu. „Góður árangur í sótt­­vörnum í vor hefur skapað almanna­­gæði sem bæta lífs­­kjör og örva hag­vöxt.“ 

Í sam­tali við RÚV í kjöl­farið sagði Gylfi að þetta væru almanna­­gæði eins og „að geta búið í landi þar sem að er ekki far­­sótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almanna­­gæði eru svo mik­il­væg að maður má passa sig að gera ekk­ert sem að stefnir þeim í voða.“

Hann sagði enn fremur að það að bíða með opnun landamæra hefði gildi. Hags­munir fárra, þeirra sem starfa í ferða­­þjón­ustu, mættu ekki verða til þess að heilsu og afkomu ann­­arra væri stefnt í hætt­u.

Í grein­inni í Vís­bend­ingu sagði Gylfi að stjórn­völd á Íslandi hafi löngum látið stjórn­ast af ráð­andi atvinnu­grein­um. „Með því að opna landið í sumar var hætt­unni boðið heim að önnur bylgja far­ald­urs­ins lam­aði þjóð­líf og efna­hags­líf. Sér­staða Íslands hefur falist í því und­an­farna mán­uði að hér hefur líf fólks verið næsta eðli­legt á meðan grímu­klæddar þjóðir í nágrenn­inu glíma við það ill­leys­an­lega vanda­mál hversu mikið eigi að aflétta sótt­vörnum innan lands til þess að efla efna­hag þótt smitum fari fjöl­gang­i.“

Engin heild­stæð athugun

Stór hluti af gagn­rýni bæði Þór­ólfs og Gylfa var sú að við und­ir­bún­ing ákvörð­unar um að opna landa­mæri Íslands frekar um miðjan júní hafi ekki verið gerð heild­stæð athugun á efna­hags­legum áhrifum opn­un­ar­inn­ar.

Þar vís­uðu þeir í áður­nefnda skýrslu stýri­hóps um aflétt­ingu ferða­tak­mark­ana sem birt var sam­hliða því að áform um frek­ari opnun voru kynnt í maí, og lá til grund­vallar þeirri ákvörð­un, og grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem einnig var fjallað um hér að ofan.

Auglýsing

Í skýrslu stýri­hóps­ins er það sér­stak­lega tekið fram að það hafi blasað við að viss áhætta væri fólgin í því að draga úr sótt­varna­ráð­stöf­unum hér­lendis og liðka fyrir ferða­lögum til og fá land­inu. Þar segir hins vegar líka: „Á hinn bóg­inn má segja að með því að staða sótt­varna er nú með ágætum inn­lands og í ljósi þess að aukin ferða­lög til og frá land­inu verða fyrr eða síðar óhjá­kvæmi­leg þá sé nú tíma­bært að huga að til­slök­un­um. Að ýmsu leyti sé það hag­stætt nú vegna þess að ferða­lög milli landa séu hvort eð er í lág­marki og því svig­rúm til staðar til að prófa sig áfram án þess að missa tök á ástand­in­u.“

Við þetta bætt­ust veiga­mikil efna­hags­leg rök sem mældu, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um, með til­slök­un­um. „Verk­efnið má því orða svo að meta þurfi hvað sé ásætt­an­legt að taka mikla áhættu í hverju skrefi sem stigið verður í átt til aflétt­ingar ferða­tak­mark­ana. Og jafn­framt hvernig megi grípa til var­úð­ar­ráð­staf­ana sam­hliða til­slök­unum til að takast á við mögu­leg smit sem upp kunna að koma í kjöl­far­ið.“

Ein­hliða málsvarar

Í Vís­bend­ing­ar­grein Gylfa Zoega var bent á að við und­ir­bún­ing ákvörð­un­ar­innar hafi engan málsvara verið að finna fyrir aðrar greinar eða hópa sem tapa ef veitan tæki að dreifa sér um sam­fé­lagið að nýju. 

Hann nefndi sem dæmi nem­endur í fram­halds­­­skólum og háskól­um, eldri kyn­slóð­ina, starfs­­fólk og við­­skipta­vini í þjón­ust­u­­geir­­anum sem sé stærsti hluti efna­hags­lífs­ins, og almenn­ing sem hafi verið mikið létt þegar sóttin hafði verið kveðin niður í júní. „Af frétta­­flutn­ingi má ráða að svo til einu hags­mun­irnir sem skipta máli séu hags­munir ferða­­þjón­­ustu. Þessi áhersla kemur glöggt fram í grein­­ar­­gerðum fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins í júní og stýri­hóps um afnám ferða­tak­­mark­ana í maí. Sjaldan hefur verið aug­­ljósar hversu mikil áhrif ein atvinn­u­­grein getur haft á ákvarð­­anir stjórn­­­valda.“

Ásætt­an­leg áhætta

Þór­­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, svar­aði um helg­ina og sagði gagn­rýni Gylfa og Þór­­ólfs Matt­h­í­a­s­­son­­ar, slá sig „svo­­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­­skap á mið­­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgn­i.“ 

Það hafi komið henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­­­menn því að staða efna­hags­­­mála sé framar von­­um. „Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­aði ráð­herr­ann.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur hafnað gagnrýni hagfræðinganna.
Mynd: Bára Huld Beck

Hún bætti við, í sam­tali við RÚV á laug­­ar­dag, að áhættan af því að skima og hleypa fólki inn í landið væri lítil og að hún gæti ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það ætti að loka land­inu og ekki hleypa fólki inn. „Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­­­leg.“

Önnur ríki brugð­ust öðru­vísi við

Gylfi svar­aði þessu í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í gær. Það er í fyrsta sinn sem hann hef­ur, að eigin sögn, séð til­efni til að skrif­ast á við stjórn­mála­mann. Og hann von­ast til að þurfa ekki að gera það aft­ur. 

Í svar­grein sinni skrif­aði Gylfi að önnur ríki hafi brugð­ist við far­aldr­inum með hætti sem Ísland hefði getað horft til. Til dæmis hafi annað eyríki, Nýja-­­Sjá­land, ákveðið að nota sér­­­stöðu sína til þess að hafa strangar sótt­­varnir á landa­­mærum og vernda þannig inn­­­lent hag­­kerfi og sam­­fé­lag uns lyf og bólu­efni koma til hjálp­­­ar. „Í nágrenni okkar mælir utan­­­rík­­is­ráðu­­neyti Nor­egs, svo dæmi sé tek­ið, með því að Norð­­menn ferð­ist ekki til útlanda nema brýn­­ustu nauð­­syn beri til­.“ 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mót­mælti ekki ábend­ingum Gylfa í sam­tali við sama blað í morgun en sagði það fjarri lagi að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar hafi verið settir í fyr­ir­rúm við ákvörð­un­ar­töku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar