Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg

„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Auglýsing

„Það liggur auðvitað fyrir að við getum ekki haft landið lokað þangað til og ef bóluefni finnst,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra í hádegisfréttum RÚV í dag. Í viðtalinu var hún spurð út í skrif Gylfa Zoega hagfræðiprófessors um að stjórnvöld hafi gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan júní. Í grein sem Gylfi skrifar í Vísbendingu sagði hann að með ákvörðunum sínum hafi stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu sem séu þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki og unnið með öðru fólki.


Þórdís sagði við RÚV að landinu hefði aldrei verið lokað heldur hafi á tímabili verið krafist tveggja vikna sóttkvíar farþega við komuna hingað. „Nú erum við að skima og höfum gögn sem sýna að það eru ekki nema örfáir erlendir ferðamenn sem reynast smitaðir á landamærunum. Af þessum litla hópi fólks sem hefur verið smitaður eru líka Íslendingar, bæði búsettir hér, að koma heim og svo framvegis. Þannig að áhættan er í mínum huga ásættanleg.“

Auglýsing


Þá sagðist hún eiga erfitt með að samþykkja að innlend eftirspurn verði tryggð með fjármunum sem komi úr sameiginlegum sjóðum, „þegar fólk hefur ekki vinnu. Þannig að það er ekki sjálfbært heldur“.


Spurð hvort innlenda eftirspurnin muni ekki vega upp á móti því að halda landinu áfram lokuðu eins og áður var svaraði Þórdís að vissulega væri gott hversu innlenda eftirspurnin væri mikil „en áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lítil. Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn – til þess að tryggja þessa innlendu eftirspurn. En þú byggir ekki heilsársrekstur á því að fá nokkrar góðar vikur þar sem að við sem leyfum okkur meira í mat og drykk erum að gera gott fyrir reksturinn. Svo áttu auðvitað eftir stóru hótelin hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem staðan er hreint út sagt hörmuleg.“


Einnig sagði ráðherrann að til þess að halda efnahagslífinu gangandi „þá getum við ekki haft landamærin lokuð bara til eilífðarnóns“.

Beittu ekki beinum þrýstingi


Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, var einnig spurður út í grein Gylfa í hádegisfréttum. Sagði hann ferðaþjónustuna ekki hafa beitt „neinum beinum þrýstingi“ til að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum. Sóttvarnir hafi ráðið ferðinni en einnig hafi verið tekið tillit til efnahagslegra sjónarmiða við ákvörðunina. „Okkar hlutverk sem atvinnugreinar í þessu er að benda á hinn efnahagslega vanda sem fylgir því að vera með landið lokað fyrir ferðamönnum og fjórtán daga sóttkví á alla.“

Jóhannes Þór Skúlason.

Haft var eftir Jóhannesi í fréttatímanum að vitað hafi verið að önnur bylgja COVID myndi skella á. „Það liggur hins vegar í augun uppi að þegar innanlandssmit dreifast hratt er það ekki vegna þess að einhver hafi borið með sér veiru að utan heldur er það beinlínis vegna þess að við erum sjálf kannski ekki að sinna okkar persónulegu smitvörnum nægilega vel.“


Tæplega 78 þúsund farþegar hafa verið skimaðir við landamærin frá 15. júní. 33 hafa greinst með virkt smit og 101 með mótefni.


112 manns eru með COVID-19 hér á landi og því í einangrun. Um 950 eru í sóttkví. Einn sjúklingurinn er alvarlega veikur. Sá er á fertugsaldri, liggur á gjörgæslu Landspítalans og er í öndunarvél.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent