Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg

„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Auglýsing

„Það liggur auð­vitað fyrir að við getum ekki haft landið lokað þangað til og ef bólu­efni finn­st,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra í hádeg­is­fréttum RÚV í dag. Í við­tal­inu var hún spurð út í skrif Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors um að stjórn­völd hafi gert mis­tök með því að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní. Í grein sem Gylfi skrifar í Vís­bend­ingu sagði hann að með ákvörð­unum sínum hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem séu þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki og unnið með öðru fólki.Þór­dís sagði við RÚV að land­inu hefði aldrei verið lokað heldur hafi á tíma­bili verið kraf­ist tveggja vikna sótt­kvíar far­þega við kom­una hing­að. „Nú erum við að skima og höfum gögn sem sýna að það eru ekki nema örfáir erlendir ferða­menn sem reyn­ast smit­aðir á landa­mær­un­um. Af þessum litla hópi fólks sem hefur verið smit­aður eru líka Íslend­ing­ar, bæði búsettir hér, að koma heim og svo fram­veg­is. Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­leg.“

AuglýsingÞá sagð­ist hún eiga erfitt með að sam­þykkja að inn­lend eft­ir­spurn verði tryggð með fjár­munum sem komi úr sam­eig­in­legum sjóð­um, „þegar fólk hefur ekki vinnu. Þannig að það er ekki sjálf­bært held­ur“.­Spurð hvort inn­lenda eft­ir­spurnin muni ekki vega upp á móti því að halda land­inu áfram lok­uðu eins og áður var svar­aði Þór­dís að vissu­lega væri gott hversu inn­lenda eft­ir­spurnin væri mikil „en áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lít­il. Ég bara get ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn – til þess að tryggja þessa inn­lendu eft­ir­spurn. En þú byggir ekki heils­árs­rekstur á því að fá nokkrar góðar vikur þar sem að við sem leyfum okkur meira í mat og drykk erum að gera gott fyrir rekst­ur­inn. Svo áttu auð­vitað eftir stóru hót­elin hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem staðan er hreint út sagt hörmu­leg.“Einnig sagði ráð­herr­ann að til þess að halda efna­hags­líf­inu gang­andi „þá getum við ekki haft landa­mærin lokuð bara til eilífð­ar­nón­s“.

Beittu ekki beinum þrýst­ingiJóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, var einnig spurður út í grein Gylfa í hádeg­is­frétt­um. Sagði hann ferða­þjón­ust­una ekki hafa beitt „neinum beinum þrýst­ingi“ til að landið yrði opnað fyrir ferða­mönn­um. Sótt­varnir hafi ráðið ferð­inni en einnig hafi verið tekið til­lit til efna­hags­legra sjón­ar­miða við ákvörð­un­ina. „Okkar hlut­verk sem atvinnu­greinar í þessu er að benda á hinn efna­hags­lega vanda sem fylgir því að vera með landið lokað fyrir ferða­mönnum og fjórtán daga sótt­kví á alla.“

Jóhannes Þór Skúlason.

Haft var eftir Jóhann­esi í frétta­tím­anum að vitað hafi verið að önnur bylgja COVID myndi skella á. „Það liggur hins vegar í augun uppi að þegar inn­an­lands­smit dreifast hratt er það ekki vegna þess að ein­hver hafi borið með sér veiru að utan heldur er það bein­línis vegna þess að við erum sjálf kannski ekki að sinna okkar per­sónu­legu smit­vörnum nægi­lega vel.“Tæp­lega 78 þús­und far­þegar hafa verið skimaðir við landa­mærin frá 15. júní. 33 hafa greinst með virkt smit og 101 með mótefni.112 manns eru með COVID-19 hér á landi og því í ein­angr­un. Um 950 eru í sótt­kví. Einn sjúk­ling­ur­inn er alvar­lega veik­ur. Sá er á fer­tugs­aldri, liggur á gjör­gæslu Land­spít­al­ans og er í önd­un­ar­vél.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent