Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg

„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Auglýsing

„Það liggur auð­vitað fyrir að við getum ekki haft landið lokað þangað til og ef bólu­efni finn­st,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra í hádeg­is­fréttum RÚV í dag. Í við­tal­inu var hún spurð út í skrif Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors um að stjórn­völd hafi gert mis­tök með því að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní. Í grein sem Gylfi skrifar í Vís­bend­ingu sagði hann að með ákvörð­unum sínum hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem séu þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki og unnið með öðru fólki.Þór­dís sagði við RÚV að land­inu hefði aldrei verið lokað heldur hafi á tíma­bili verið kraf­ist tveggja vikna sótt­kvíar far­þega við kom­una hing­að. „Nú erum við að skima og höfum gögn sem sýna að það eru ekki nema örfáir erlendir ferða­menn sem reyn­ast smit­aðir á landa­mær­un­um. Af þessum litla hópi fólks sem hefur verið smit­aður eru líka Íslend­ing­ar, bæði búsettir hér, að koma heim og svo fram­veg­is. Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­leg.“

AuglýsingÞá sagð­ist hún eiga erfitt með að sam­þykkja að inn­lend eft­ir­spurn verði tryggð með fjár­munum sem komi úr sam­eig­in­legum sjóð­um, „þegar fólk hefur ekki vinnu. Þannig að það er ekki sjálf­bært held­ur“.­Spurð hvort inn­lenda eft­ir­spurnin muni ekki vega upp á móti því að halda land­inu áfram lok­uðu eins og áður var svar­aði Þór­dís að vissu­lega væri gott hversu inn­lenda eft­ir­spurnin væri mikil „en áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lít­il. Ég bara get ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn – til þess að tryggja þessa inn­lendu eft­ir­spurn. En þú byggir ekki heils­árs­rekstur á því að fá nokkrar góðar vikur þar sem að við sem leyfum okkur meira í mat og drykk erum að gera gott fyrir rekst­ur­inn. Svo áttu auð­vitað eftir stóru hót­elin hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem staðan er hreint út sagt hörmu­leg.“Einnig sagði ráð­herr­ann að til þess að halda efna­hags­líf­inu gang­andi „þá getum við ekki haft landa­mærin lokuð bara til eilífð­ar­nón­s“.

Beittu ekki beinum þrýst­ingiJóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, var einnig spurður út í grein Gylfa í hádeg­is­frétt­um. Sagði hann ferða­þjón­ust­una ekki hafa beitt „neinum beinum þrýst­ingi“ til að landið yrði opnað fyrir ferða­mönn­um. Sótt­varnir hafi ráðið ferð­inni en einnig hafi verið tekið til­lit til efna­hags­legra sjón­ar­miða við ákvörð­un­ina. „Okkar hlut­verk sem atvinnu­greinar í þessu er að benda á hinn efna­hags­lega vanda sem fylgir því að vera með landið lokað fyrir ferða­mönnum og fjórtán daga sótt­kví á alla.“

Jóhannes Þór Skúlason.

Haft var eftir Jóhann­esi í frétta­tím­anum að vitað hafi verið að önnur bylgja COVID myndi skella á. „Það liggur hins vegar í augun uppi að þegar inn­an­lands­smit dreifast hratt er það ekki vegna þess að ein­hver hafi borið með sér veiru að utan heldur er það bein­línis vegna þess að við erum sjálf kannski ekki að sinna okkar per­sónu­legu smit­vörnum nægi­lega vel.“Tæp­lega 78 þús­und far­þegar hafa verið skimaðir við landa­mærin frá 15. júní. 33 hafa greinst með virkt smit og 101 með mótefni.112 manns eru með COVID-19 hér á landi og því í ein­angr­un. Um 950 eru í sótt­kví. Einn sjúk­ling­ur­inn er alvar­lega veik­ur. Sá er á fer­tugs­aldri, liggur á gjör­gæslu Land­spít­al­ans og er í önd­un­ar­vél.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent