Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg

„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Auglýsing

„Það liggur auð­vitað fyrir að við getum ekki haft landið lokað þangað til og ef bólu­efni finn­st,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra í hádeg­is­fréttum RÚV í dag. Í við­tal­inu var hún spurð út í skrif Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors um að stjórn­völd hafi gert mis­tök með því að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní. Í grein sem Gylfi skrifar í Vís­bend­ingu sagði hann að með ákvörð­unum sínum hafi stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem séu þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki og unnið með öðru fólki.Þór­dís sagði við RÚV að land­inu hefði aldrei verið lokað heldur hafi á tíma­bili verið kraf­ist tveggja vikna sótt­kvíar far­þega við kom­una hing­að. „Nú erum við að skima og höfum gögn sem sýna að það eru ekki nema örfáir erlendir ferða­menn sem reyn­ast smit­aðir á landa­mær­un­um. Af þessum litla hópi fólks sem hefur verið smit­aður eru líka Íslend­ing­ar, bæði búsettir hér, að koma heim og svo fram­veg­is. Þannig að áhættan er í mínum huga ásætt­an­leg.“

AuglýsingÞá sagð­ist hún eiga erfitt með að sam­þykkja að inn­lend eft­ir­spurn verði tryggð með fjár­munum sem komi úr sam­eig­in­legum sjóð­um, „þegar fólk hefur ekki vinnu. Þannig að það er ekki sjálf­bært held­ur“.­Spurð hvort inn­lenda eft­ir­spurnin muni ekki vega upp á móti því að halda land­inu áfram lok­uðu eins og áður var svar­aði Þór­dís að vissu­lega væri gott hversu inn­lenda eft­ir­spurnin væri mikil „en áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lít­il. Ég bara get ekki fall­ist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn – til þess að tryggja þessa inn­lendu eft­ir­spurn. En þú byggir ekki heils­árs­rekstur á því að fá nokkrar góðar vikur þar sem að við sem leyfum okkur meira í mat og drykk erum að gera gott fyrir rekst­ur­inn. Svo áttu auð­vitað eftir stóru hót­elin hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem staðan er hreint út sagt hörmu­leg.“Einnig sagði ráð­herr­ann að til þess að halda efna­hags­líf­inu gang­andi „þá getum við ekki haft landa­mærin lokuð bara til eilífð­ar­nón­s“.

Beittu ekki beinum þrýst­ingiJóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, var einnig spurður út í grein Gylfa í hádeg­is­frétt­um. Sagði hann ferða­þjón­ust­una ekki hafa beitt „neinum beinum þrýst­ingi“ til að landið yrði opnað fyrir ferða­mönn­um. Sótt­varnir hafi ráðið ferð­inni en einnig hafi verið tekið til­lit til efna­hags­legra sjón­ar­miða við ákvörð­un­ina. „Okkar hlut­verk sem atvinnu­greinar í þessu er að benda á hinn efna­hags­lega vanda sem fylgir því að vera með landið lokað fyrir ferða­mönnum og fjórtán daga sótt­kví á alla.“

Jóhannes Þór Skúlason.

Haft var eftir Jóhann­esi í frétta­tím­anum að vitað hafi verið að önnur bylgja COVID myndi skella á. „Það liggur hins vegar í augun uppi að þegar inn­an­lands­smit dreifast hratt er það ekki vegna þess að ein­hver hafi borið með sér veiru að utan heldur er það bein­línis vegna þess að við erum sjálf kannski ekki að sinna okkar per­sónu­legu smit­vörnum nægi­lega vel.“Tæp­lega 78 þús­und far­þegar hafa verið skimaðir við landa­mærin frá 15. júní. 33 hafa greinst með virkt smit og 101 með mótefni.112 manns eru með COVID-19 hér á landi og því í ein­angr­un. Um 950 eru í sótt­kví. Einn sjúk­ling­ur­inn er alvar­lega veik­ur. Sá er á fer­tugs­aldri, liggur á gjör­gæslu Land­spít­al­ans og er í önd­un­ar­vél.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent