Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið

Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan júní og ofmátu kosti þess að opna landið, en vanmátu þá hættu sem slík opnun skapaði fyrir efnahagslífið. Ekki hafi verið gerð heildstæð athugun á efnahagslegum áhrifum opnunarinnar við undirbúning hennar. „Með ákvörðunum sínum um opnun landsins hafa stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efnahag landsins einnig stefnt í hættu.“

Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem barst áskrifendum í gær. 

Hagsmunir fárra

Gylfi hélt erindi á málþinginu „Út úr kófinu“ sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands í byrjun júní. Þar sagði hann meðal annars að hagkerfið myndi ná sér á strik þótt að fjöldi ferðamanna myndi ekki koma til landsins, svo fremi sem að annar faraldur kórónuveiru myndi ekki skella á síðar á árinu. „Góður árangur í sóttvörnum í vor hefur skapað almannagæði sem bæta lífskjör og örva hagvöxt.“ 

Auglýsing
Í samtali við RÚV í kjölfarið sagði Gylfi að þetta væru almannagæði eins og „að geta búið í landi þar sem að er ekki farsótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almannagæði eru svo mikilvæg að maður má passa sig að gera ekkert sem að stefnir þeim í voða.“

Hann sagði enn fremur að það að bíða með opnun landamæra hefði gildi. Hagsmunir fárra, þeirra sem starfa í ferðaþjónustu, mættu ekki verða til þess að heilsu og afkomu annarra væri stefnt í hættu. 

Þeir sem tapa eiga sér ekki málsvara

Í grein sinni í Vísbendingu segir Gylfi að sum þeirra raka sem færð hafi verið fyrir því að opna landið að nýju hefðu verið rökleysur eins og „það gengur ekki að hafa landið lokað“ eða „efnahagslífið nær sér ekki á strik í lokuðu landi“. 

Hann segir að talsmenn ferðaþjónustu hafi haldið uppi mjög öflugum málflutningi um að opnun væri bráðnauðsynleg, ella blasti, réttilega í mörgum tilvikum, við gjaldþrot fyrirtækja. Minna hafi hins vegar farið fyrir umræðu um hætturnar sem fælust í opnuninni. „Engan málsvara var að finna fyrir þá sem mestu hafa að tapa ef veiran tekur að dreifa sér um samfélagið að nýju; nemendur í framhaldsskólum og háskólum, eldri kynslóðina, starfsfólk og viðskiptavini í þjónustugeiranum sem er stærsti hluti efnahagslífsins, og almenning sem var mikið létt þegar sóttin hafði verið kveðin niður í júní. Af fréttaflutningi má ráða að svo til einu hagsmunirnir sem skipta máli séu hagsmunir ferðaþjónustu. Þessi áhersla kemur glöggt fram í greinargerðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í júní og stýrihóps um afnám ferðatakmarkana í maí. Sjaldan hefur verið augljósar hversu mikil áhrif ein atvinnugrein getur haft á ákvarðanir stjórnvalda.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent