Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið

Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan júní og ofmátu kosti þess að opna landið, en vanmátu þá hættu sem slík opnun skapaði fyrir efnahagslífið. Ekki hafi verið gerð heildstæð athugun á efnahagslegum áhrifum opnunarinnar við undirbúning hennar. „Með ákvörðunum sínum um opnun landsins hafa stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efnahag landsins einnig stefnt í hættu.“

Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem barst áskrifendum í gær. 

Hagsmunir fárra

Gylfi hélt erindi á málþinginu „Út úr kófinu“ sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands í byrjun júní. Þar sagði hann meðal annars að hagkerfið myndi ná sér á strik þótt að fjöldi ferðamanna myndi ekki koma til landsins, svo fremi sem að annar faraldur kórónuveiru myndi ekki skella á síðar á árinu. „Góður árangur í sóttvörnum í vor hefur skapað almannagæði sem bæta lífskjör og örva hagvöxt.“ 

Auglýsing
Í samtali við RÚV í kjölfarið sagði Gylfi að þetta væru almannagæði eins og „að geta búið í landi þar sem að er ekki farsótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almannagæði eru svo mikilvæg að maður má passa sig að gera ekkert sem að stefnir þeim í voða.“

Hann sagði enn fremur að það að bíða með opnun landamæra hefði gildi. Hagsmunir fárra, þeirra sem starfa í ferðaþjónustu, mættu ekki verða til þess að heilsu og afkomu annarra væri stefnt í hættu. 

Þeir sem tapa eiga sér ekki málsvara

Í grein sinni í Vísbendingu segir Gylfi að sum þeirra raka sem færð hafi verið fyrir því að opna landið að nýju hefðu verið rökleysur eins og „það gengur ekki að hafa landið lokað“ eða „efnahagslífið nær sér ekki á strik í lokuðu landi“. 

Hann segir að talsmenn ferðaþjónustu hafi haldið uppi mjög öflugum málflutningi um að opnun væri bráðnauðsynleg, ella blasti, réttilega í mörgum tilvikum, við gjaldþrot fyrirtækja. Minna hafi hins vegar farið fyrir umræðu um hætturnar sem fælust í opnuninni. „Engan málsvara var að finna fyrir þá sem mestu hafa að tapa ef veiran tekur að dreifa sér um samfélagið að nýju; nemendur í framhaldsskólum og háskólum, eldri kynslóðina, starfsfólk og viðskiptavini í þjónustugeiranum sem er stærsti hluti efnahagslífsins, og almenning sem var mikið létt þegar sóttin hafði verið kveðin niður í júní. Af fréttaflutningi má ráða að svo til einu hagsmunirnir sem skipta máli séu hagsmunir ferðaþjónustu. Þessi áhersla kemur glöggt fram í greinargerðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í júní og stýrihóps um afnám ferðatakmarkana í maí. Sjaldan hefur verið augljósar hversu mikil áhrif ein atvinnugrein getur haft á ákvarðanir stjórnvalda.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent